Þjóðviljinn - 08.12.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1961, Blaðsíða 7
gSlÓðVIUINM • Útgcfandl: SamelnlnBamokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurtnn. — Rltstjórar: : Magnús Kjartansson (éb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Quðmundsson. — ' Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr ! Magnusson. — Rltstjórn, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðust. 19. Biml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöiuverð kr. 3.00. PrentsmiðJa ÞJóðviljans h.f. Verklýðsmál Alþýðublaðsins Olaðið sem kennir sig við alþýðuna birtir allt í einu fomstugrein um verkalýðsmál í gær. f>að vekuf at- hygli á því að stjórnarkjör sé nú framundan { verka- lýðsfélögunum og sé raunar hafið í tveimur sjómanna- félögum, og séu kosningar þessiar hinar mikilvægustu. Er það vissulega ekki ofmælt að stjórnarkjörið sé af- drifaríkt; íslenzk. verka.lýðshreyfing hefur naumast staðið á alvarlegri tímamótum fyrr, þar sem stjórn- arvöldin leggja nú á það ofurkapp að reyna að gera kjara'baráttu alþýðusamtakanna marklausa og stefna op- inskátt að því að skerða réttindi þeirr'a á hinn harka- legasta hátt. 'C'n hver eru þá þau mál sem Alþýðublaðið telur mik- ilvægast að biýna fyrir verkafólki á þessum tíma- mótum? Það minnist í fyrsta lagi á „Ungverjalands- uppreisnina 1956“. Og í öðm lagi kemur talsverður kafli um „hinar nýju árásir Krústjovs á Stalin látinn“. Og þar með er upptalinn áhugi Alþýðublaðsins á verk- lýðsmálum; þetta eru þau ein-u vandamál sem blaðíð telur verklýðssamtökin hafa við að glíma um þessar mundir. Þanni-g eiga Ungverjaland, Krústjoff og Stalín að verða í kjöri, og verkamenn og verkakonur þurfa um fram allt að velta fyrir sér sagnfræðilegum vanda- málum í fjarlægum löndum. „Sýnið nú kommúnistum að þið kærið vkkur ekki um leiðsögn þeirra manna sem ævinlega eru reiðubúnir að leggja blessun sína yfir óhæfuverk mannanna frá Kreml“, eru ályktunarorð blaðsins. T þessari forustugrein er því lýst einkar berlega hver er tilgangur stjórnarblaðanna með gerningahríð þeirri sem mögnuð hefur vrerið á landslýðinn undan- farnar vikur. Henni hefur verið ætlað að beina at- hygli verkafólks frá ástandinu hér heima, fá menn til þess að reyna að gleyma hraksmánarlega lágu kaupi og ofsaverðbólgu, svo löngum vinnutíma að hann verð- ur aðeins nefndur þrældórriur, tvennum gengislækk- unum á einu ári, stórfríðindum fyrir kaupsýslumenn og hátekjufólk á kostnað almennings, sviknum samn- ingum um kaup og kjör og hótunum um að réttindi verklýðssamtakanna verði skert. Þegar stjórnarblöðin hrópa Stalín eru þau í rauninni að hugsa um kaupgjald- ið a íslandi; þegar þau öskna Ungverjaland hafa þau dýrtíðina í huga. t'n þetta er orðin gamalkunn aðferð, og stjómarherr- arnir ættu að þekkja fánýti hennar. Víst hafa menn ólíkar skoðanir í verklýðsfélögunum um Ungverjaíand, Staiín og Krústjoff og allt milli himins og jarðar; en alþýðusamtökin íslenzku voru ekki til þess stofnuð að kveða upp úrskurð um alþjóðadeilur eða sagnfræði- leg vandamál. Tilgangur þeirra var að berjast fyrir bættum kjörum alþýðu manna og auknum réttindum hér á íslandi, og styrkur samtakanna hefur ævinlega verið í samstöðu manna með hinar sundurleitustu skoð- anir, og þeim mun öflugri samstöðu sem nauðsynin var ríkari. Verkefni alþýðusamtakanna hafa sjaldan verið nákomniari hverjum félagsmanni en einmitt nú, og því mun verkafólk hafa hagsmunamál sín og vandamál efst í huga þegar gengið verður til stjórnai'kjörs í fé- lögunum og reyraa að styrkja aðstöðu þeirra sem mest. Þá munu þeir menn sem ræða málefni verkalýðsfélag- anna án þess að hafa nokkuð að segja um kjör og réttindi verkafólks dæma sjálfa sig úr leik. — m. STEINN I LAUSU MALI Steinn Steinarr: VIÐ OPINN GLUGGA. — Laust mál. Hannes Pét- ursson sá um útgáfuna. Menningarsjóður 1961. Steinn Steinarr var í hópi öndvegis ijóöskálda samtíðar sinnar og mikill tímamótamað- ur í sinni íþrótt. Engu skai spáð um. það, hve langan ald- ur Ijóð hans kunna að eiga fyrir sér, né hvenær þau verða að lúta þeim örlögum flestra verka dauðlegra manna aö víkja sæti sitt fyrir nýjum Steínn Steinarr straumum og stefnum. En hverju sem íramvindur í þeim efnum, mun Steinn ávallí þykja foivitnilegur þeim, seln vill kanna islenzkar bókxrienntir samtíma hans. Kannskf hefur ekkert þeirra skálda. sém orti á íslenzku síðustu ái-dtugina, veriö sannarri íulltrúi í sinnar kynslóðar, eins samounninn kostum hennar og takr^örkun- um, jafn skyggn og 1x3 öm leið ráðþrota gagnvart lx:im rök- um, sem fleyta fram straumi tímans. Það voru áreiðanlega ekki staðlausir staíir, þegar. hann sagöi í einu af Ijóðuin sinum: „Ég er hinn eiiiíi maö- ur án takmarks og tilg'angs“. t>að var vonsvikin samtíð. sem lagði honum þessi válegu orð á tungu. Steinn var fyrst og fremst ijóðskáld, og slíkur heyrir hann til bókrhenntum og bókmennta- sögu þjóðarinnar. Það sem hann hefur ritað í lausu máli er ekki mikið að vöxtuný nokk- ur þankabrot um sjáifaii hann og samtíðina, en mörg- þeirra eru gerð af vniklum hagleik. Það er vel til fundið af'jMenn- ingarsjóði og Hannesi -Péturs- syni að safna þeim sab'UU': og gela þau út í heild. Eíflangur dráttur befði á orðið, er hætt við að sitthvað het'ði tr|uðlega komið í leitirnar. Margt af brotum þessum er préhtað á víð og dreif í blöðum ’og fæst undir nafni höíundar 'og gat því auðveldlega lent "í glat- kistunni. Bókinni er skipt í þyá flokka: Prentaðar greinar. Á eftirlátnum blöðum og Viðtöl. Fyrsti flokkurinn er um helm- ingur bókarinnar og kemur víðast við. Þar ræðir hann at- burði daglega lífsins, lístir og bókmenntir og sitthvað fleira. Miðkaflinn er þó sýnu fróðlegri um manninn. sem að baki þeim býr, persónulegri, en ekki eins heilsteyptur, enda sumt hálf- unnið brotasili'ur. Loks lýkur bókinni á nokkrum blaðavið- tölum, þar sem höfundurinn ræðir afstöðu sína og viðhorf til margra þeirra hluta, sem efst voru á bapgi, þegar þau birtust. Steinn fékkst aldrei að ráði við skáldskap í óbundnu máli. Þó minnist ég þess, að fyrir hér um bil tuttugu og fimm árum hafði hann um skeið mikinn áhuga á að rita skáld- sögu. Hann las um þær mund- ir Dreigroschenroman Brechts og fannst míkið til um bókina. Varð sá lestur honum hvatning til þess að rita skáldsögu af svipaðri gerð. Söguefnið voru kunningjar h’ans og stallbræð- ur, lifið eiijs og það kom hon- um fyrir ' sjónir í Reykjavík þeirra daga, og eins og hann hafði kynnzt því bezt. Minnist ég þess, að hann ias kunningj- um sínu.m fyrir upphaf hinn- ar fyrirhuguðu bókar, þar á meðal afbrigði af Vísum vinnu- konunnar hjá Breeht, sem hér var snúið til þess vegar að tjá furðu haleitar og jafnvel íjar- stæðukenndar frama- og fram- tíðarvonir skáldbróður síns. Eg efast mjög um, að Steinn hafi nokkru sinni ritað síðar staf af bessari sögu á pappir, enda lét . honum flest betur en að eiga langdvalir við skrifborð. Vafa- laust skorti hann hörku við sjáifan sig. það vil.iaþrek og þann aga. sem barf til þess að leysa af hendi. meiri háttar skáidverk í lausu m'áli. Steinn var eins og Hannes Pétúrsson bendir réttilega á ..framar ölhi skáld hinna minni forma“. Honurn lét bczt að draga upp svipmvndi.r, sem í mörgum síð- ari ljóðum hans bera \ntni af óræðu málverki, enda kvaðst Steinn gjarna byggja kvæði sín upp á svipaðan hátt og málari málverk. Líku máli gegnir um margar af greinunum, sem prentaðar eru í þessari bók. enda eru þær að sjálfsögðu náskyldar ljóöunum. Steinn var mikill efasemdamaður og harla van- •trúaður á flesta manniega við- ieitni. Auga hans var gleggra á það skoplega en alvarlega, en kannski gleggst á skopið í alvörunni. Honum var eðlilegra að segja löst en kost á hlutum, og fjalla fremur um það, sem vakti honum hneykslun en hriíningu, og þar sem Steinn var ekki ýkja skoðanafastur, gat oltið á ýmsu, hvað knúði hann hverju sinni til þess að taka sér penna í hönd. Steinn var aldrei myrkur í máli, þeg- ar hann ræddi um menn eða málefni, og það er hann ekki heldur í þessum greinum, hitt er svo vafalaust undir atvik- um komið, að hve rriiklu leyti menn vilja gjalda skoðunum hans samkvæði, enda átti Steinn oftast takmarkaðri mannhylli að íagna, ekki sízt í hópi þeirra manna, sem bera mest lof á hann látinn. Bókarkorn þetta ber þess glöggt vitni, að Steinn varengu óslyngari á laust mál en bund- ið. Höfundinum er ótrúlega sýnt um að draga frám kjarna þess, sem hann vill segja, í meitluðu íoimi yddaðra og knappra setninga, enda átti Steinn þann eiginleika, ílestum mönnum framar . að hefja frá- sögn sína yfir það hversdags- lega og gefa henni lif og iiti, ög þo að greinár þiessar séu aðeins dauft endurskin þess, sem Steinn var á sínum beztu stundum, þá harma 'ég, þegar ég loka bókinni, að hún varð aidiæi 'stærri. Haraldur Sigurðsson. BARÁTTAN VIÐ MYRKRIÐ Jóngeir Eyrbekk og Jónas Árnason niðri á bryggju i Kafnarfirði. Tveir snillirtga leggja saman Jónas Araason: Tckið í blökkina. Endúrminn- ingar Jóngeirs Davíðs- sonar Evrbekk. Setberg. Það er hvorki framhleypni né slettirekuskapur af mér að minna háttvirta lesendur þessa •hiaðs á þá staðreynd, að bók- mennt.ir okkar eru einu snilld- arverki auðugri cn áður. Ha-di menn, að Tekið í blökkina f jaili ttm fiskimál og flokkist undir sérfræði vinar míns, Jóhanns •Kúids. þá skjátlast þeim hrap- arlega. Frasögumoistarinn Jón- geir segir Jónasi Arnasyni 'frá því helzta. sem á dágá hans hefur drifið, og sögur sjó- mannsins hafa vafalaust ekki versnað á leiðinjn á pappirinn. Snillingamir tveir eru aðdáan- lega lausir við aila vaemni, áll- an barlóm, allt kúnstbróderí, en þeir kunna að skemmta. Sá maður er unaariega gerður, sem hlær ekki hjartaniega að frá- sögn þeirra. Bókin er í flok-ki langbeztu æ\'isagna, sem skráð- ar hafa verið a íslenzku og er með þeim alira skemmtiicgustu. Óbckkta sjómanninum'. hetju halsins. hefur ioks verið reist- ur dálítill minnisvarði. Út- gefandinn hlýtur að færa þakk- arfém um bver jól héðan í frá fyrir það lán að hafá géfið bókina út. B. Þ. Skúli Guðjónsson: Bréf úr myrkrí, Heimskringla Reykjavík 1961. Höfundur þessarar bókar hef- ur verið blindur síðan árið 1946. Allan þennan lima hef- ur hann verið bóndi í fremur afskekktri" sveit, stundað þar sina vinnu rétt eins og aðrir, en ekki látið þar við sitja held- ur haft uppi tilburði til að hafa áhrif á sveitarmáiefni og jafnvel á landsmái, og þess sjást glögg merki í þessari bók, að heimsmálin laia hann ekki ósnortinn. Höfundur lýs- ir því greinilega í upphafi bók- arinnar hvernig hugmyndin að bókinni varð til og hversvegna hann bætti þessu verki ofaná hin venjulegu búverk. „Þegar ég hóf þetta verk, taldi ég mér trú ara að ég væri að rita bók, er yrði nokkurskonar leiðarvís- ir fyrir sjáandi fólk í um- gengni við blinda menn“, segir hann i formálsorðum. Og hann ætlar bókinni einnig að vera hinum blindu „uppörvun og hvatning í lífsbaráttunni1'. En bví lengur sem hann skrifaði, ' þvi ljósara varð þonum að hann var aöeins að skrifa þetta fyr- ir sjálfan sig. Þetta var eigin- lega þvert úr þeirri leið, er hann hafði. hugsað sér. en við því varð ekki gert. Og þetta er víst ekki annað en það. sem fiestir' -rithöfundar fá að reyna. ..Þetta eru reikningsskil marrns. sem orðið hefur fyrir því óhappi að missa sjón sina á miðjum aldri“, segir hann. „Og með því að gera bessa reikninga upp i eitt skipti fyr- ir öll, voru beir um leið úr sögunni, og: líf höfundarins var komið í fastar og hefðbundnar skorðnr, eins og líf annarra manna.“ Bókin er skriíuð af nauðsyn. Það leynir sér ekki, en hún er þvi miður ekki eins vel skrif- uð og. ég hafði vænzt, — Ég vil reyndar skrifa það á reikn- ing út'gefanda. því sjáifsagt var og ekki annað en.. kurteisi við losendur, að fara yfir handrit- ið einu sinni enn. og lagfæra gálla á stíl og málfari, sem talsvert er um, eihkum í fyrri- blutanum. Það eru sex ár lið- in frá því bókin var skrifuð og þartil hún er prentuð, svo tíminn var nógur. Þetta er því leiðinlegra, sem það fær ekki leynzt að Skúli á Ljótunnar- stöðum er góður „stílisti“, og þegar bezt lætur svo góður að | 3 1 & ’ Skúll Guðjónsson unun er að, eins og t.d. í loka- kaflanum Tveir á báti. Einnig í köflunum Trúin á vantrúna, Kalt. stríð og Sveitarsími, þótt þeir séu ekki samdir af jafn fínni íþrótt og lokakaflinn. Þótt listbrögð og ieikur með form, sé ekki einkenni þessarar bók- ar, né heldur tilgangur hennar, er það engin afsökun fyrir agnúum af þessu tagi: „Það flýði inn fyrir múra biindra- hælanna til þess að láta þá skýla . sér. fyrir þessum augum, -sem sáu án þess að skilja. En maðurinn, sem frá þes-su sagði, hann gafst ekki upp fyrir aug- unum. sém sáu án þess að skilja. Baráttan Var að vísu erfið, en hann sigraði bæði sjálfan sig og augun, sem Sáu án þess að skilja.“ Ég hef gerzt svo margorður um þetta atriði vegna þess hve bókin er góð að öðru leyti. Hún er svo góð að þrátt fyrir þetta er hún einhver bezta bók, sem ég hef lesið í mörg ár. Því veldur fyrst og fremst hve höfundurinn er einlægur í frá- sögn sinni og heiðarlegur í við- horfum sínum. Hann lýsir um- hverfi sínu, starfsháttum og fé- lagslífi í sveitinni sinni af mik- ilii innlifun. Myrkrið umhverf- is hann verður næstum áþreif- anlegt. Og í þessu myrkri flýg- ur •hugurinn víða. Með þeiná næmu skynjun, sem skáldum er eiginleg skynjar hann hverja hræringu umheimsins, sem. um- brot í sínu eigin sálarlífi. Ekk- ert mannlegt er honum óvið- komandi. „Sú barátta, sem þú heyr í hjarta þínu um ann- arra örlög, það er í raun og veru barátta um þín eigin ör- lög, barátta um það hvort þú átt að vera maður, eða vera ekki maður.“ Ég myndi segja að bókin fjallaði öll um þessa spurn- ingu, að höfundurinn hafi skrif- að hana af þvi' hann vill vera ma^ur, c« vill sýna að hann geti verið það. Og hann er það. Það er mikiill fengur að þess- ari bók einroitt nú á tímum hinnar hraðvaxandi sérhæfing- ar. þegar bað er talið stappa nærri glæo að láta skína i sínar uoorunaiegu tilfinningar, og ekkert má vera ekta. Agæti bessárar bókar bvggist fyrst og fremst á því hve höfundur hennar er ekta maður og vel sjáandi. Jón frá Pálmholíi. Hann œHi að reyna þcð! Þegar Guðniundur í. Guðmundsson ræddi á þingi um þá uppljóstrun Þjóðyiijans að Vestunþjóðverjar hefðu leitað fyr- ir sér um heræfingarstöðvar á Islandi, var þetta ort: Hann Gvendur fer löngum á lygunum flatt, og líkast til ætti ’ann að reyna það örþrifaráð að segja satt. er sannindum þarf hann að' leyna. íslenzk sjómannasaga frá Kúbu RAUÐI KÖTTURÍNN. Skáldsaga eftir Gísla Kolbeinsson. ísafoldar- prentsmiðja h.i'. 1961. Þrennt veldur því, að bók þessi er íorvitnileg: Hún er fyi-sta bók ungs höíundar, liún er skrifuð af sjómanni og hún gerist suður á Kúbu. Þó að íslendingar hafi á liðn- um áratugum í síríkara mæli freistað gæfunnar á hafinu, hefur þess lítt gætt i bók- menntunum. Á síðustu árum hafa að vísu komið út allmarg- ar niinningabækur sjómanna, þar sem þeir segja frá starfi sínu og lífsreynslu, en þær eru yfirleitt skráðir af öðrum en sögumanni. Viðraeðuformið virð- ist í seinni tíð vera orðið svo vinsælt, Það evkur þess vegna tvimælalaust hir.um fásknið- ugu ís’enzku sjómannabók- menntum íjölbreytni, þegar ungur formaður tekur sig til og íærir lifsreynslu sina ; iist- rænan búning skáldsögunnar. En slík er sagan af Rauða kettinum. Sagan gerist suður á Kúbu um það leyti sem Fidel Castra er að brjótast tii valda, erv Kúba „hafði verið i kastljósinu síðustu mánuði“, eins og höf- undurinn segir í upphafi sög- unnar. Nú skyldu menn halda, að Rauði kötturinn sé Castro sjálfur, en svo er ekki. Rauði kötturinn er knæpa í Havana. höfuðborg Kúbu. Þar híttast sjómenn hvaðanæva úr heim- inum, og þar hittir Gunnar Garðarsson, þriðji stýrimaðuv á Stapat'ellinu, kynblendings- stúlkuna Lenu, sem hann dregst ósjálírátt að jafnvel meir en til skyndiásta. Hú.n á erfit.t með að bera fram nafn hans. og í framburði hennar 'verður Garð- arsson að Garson. en það minn- ir á sams konar orð í frönsku sem merkir drengur og. verðu~ einkenni Gunnars, sem Lenr finnst drengjalegur. Sagan hefst annars á þvi, að Gunnar stýrimaður og Sig- tryggur loftskeytarnaður fara < land í Havana. meðan skip þeirra bíður losunar. Þar verða þeir sjónarvottar að handtöku manns nokkurs. Eft.ir það skiljp leiðir. Sigtryggur er handtekinr fyrir að vera vegabréfsJaus að horfa á það, sem honum kemur ekki við og þaö því fremur sem hann sýnir óvirðingu for- ingia ;varðsveitarihnar, sem e*- negri. Sigii’yggi er sem sag’ stungið í svarthojið, en Gunn- ar hafnar í Rauða kettihum Eftir það er sagan tvíþætt' -Astarsaga Gtmnars og viður- eign Sigtip'ggs við réttvísina i Kúbu. Sagan er skemmtileg aflestr- ar, kaílaskipt.ing hröð og eðli- leg; höfundur kann að segjr sögu. Honum er Xagið að beitr léttri kímni, sbr. t.d. yfir hevrslu Sigtryggs og sögur Skakkaxlarinnar. Honum teks* einnig að draga upp skýrar persónulýsingar. Gunnar of Sigtiyggur éni gæddir hvor sinni skapgerð. Gunnar er ljóðshærður. ' kaldur og rólegui og í skiptum sínum við Lenu ímynd íslantjs, þar sem hún ei hinsvegar ímynd Kúbu: dökk- leit og heit. j hatri og ást. En þótt aðalpersónurnar séu þann- ig fastmótaðár að skapgerð of ytra útliti. ýerða sumar auka- persónurnar þo hvað eftirminni- legastar. Nægir þar að minn- ast á F.iaJJið mikla, dyravörð- inn í Rauöa kettinum; Skakk- öxlina með allar sínar sögur: Molander umboðsmann og for- stööukonuna í.Rauða kettinum. sem er í rauninni fuillýst með bessari einu setningu: ..Hand- takið var dúnmjúkt og við- skintalegs eðlis". Stfil sögunnar er hnökralítiil og sumstaðar ágætur. Það er hcfundi líkiega styrkur, að hann er jafnframt JistmáJari. Sums'taðar dregur hann upp skýrar og eftirmmnilegarmynd- ir með fáu.m orðum. Muninum á isJenzki og kúbanskri iqnd- sýn Jýsir hann svo: „Dai’.fbláir fjaJJakoUar birt- urf úti v’ð sióndeildarhring, Þau risu ekki úr sæ, eins og fic.’l gera í heiðríkju. þegar ski.o nálgast island. Þetta voru ekki þessi köldu óhagganlegu, formhreinu fjöJl eins og heima. Kúbönsku fjöll- in birtust þeim eins og f.iöJJ á leiksviði. Grámóðan lær á sig dekkri lit einhvers staðar mi’H himins og hafs.“ (12) Kvöldkomu er lýst þannig: „Svo kom kvöldrökkrið eins og dansmær vafin svörtum slæð- um isaumuðum ótal 'glitstein- um.“ (7) Einnig er höfundi lagið að koma með fáorðar ljrsingar á einstökv.m ytri einkennum, sem faila þó vei inn í heiidarmynd- ina. Auðnuleysi sænsku far- mannanna. sem Gunnar og Si.gtryggur hitta á Tvei.m bræðr- um, cr vel lýst með bessari einu sétningu: „Stór kringiótt- ur svitab’.ettur var á skyrtu- baki be'rra aJlra“. (23) t>á lýsa og liessar setningar vei slvao- hrigðum mannan"a frá HnnH- úras. sem hæst létu á Raviða kettinuni. „snyrti’eg yfirskeeg- in tólcii heJiarslökk ,á andj.itnn- un>“. (37) — ..hrafncv"i-t >rf’’-- skeggin titru.ðu re’ðiJnpa mi’Ji nefs og mvmns“. Á bis. 173 er o'ni’m skinverin á banða- rfska ivvirjótnum lýst. hannig: „Sá hafði óvipn’u stórt barka- kýli. — Það rann unn og ofan háls Hans e'ns og íingur manns við gítarleik". ÞS að s.-via bessi gerist á KúJ'u •’. t’’"’”n iinn’’e'snarinnan og heir Ptburðir gripi nokkvið inn í atburðarásina. er sasan i’kki pc.Iitísk í venjulegum skilningi, heldur hlutlaus gagn- vart þeim átökum, en hún er ekki hJu.tlaus gagnvart iífinu. Höfundur hefur greinilega sam- úð með þei.m. sem heyja Jífs- baráttu sína háðir öðrum. Það nná mikið vera, ef dans Lenu undir sveðiunni í Rauða kett- inum er ekki táknræn um lífs- baráttvi kúljönsku þjóðarinnar á svkurreyrsekrunum undir svipu kúgara sinna. Heimsókn banda- ríska ísbriótsins. sem verður bess valdandi að ástmær Gunn- ;u-s lend'r í hers höndum. er eino’sf tóknræn. Orð Lenu um u’vi.nmi sma: — ég verð' að lifa — eru ekki sögð út í bJáin. }?„ -agan er sem sagt ekki póH- tvsk — hú” er fwst og fremst mannj.eg, Jiúf og k’min. CdsH er nú hættur far- monnsk’i, og sigJingum um hpimsböf,r>. en fari.nn að stunda sió frá Vestmannaeyjum. Von- andi l'er 11001101 eins og IsJend- inpvim í árdaga. þegar beir hætt.u vfkingaferðum. en sett- ust að vi.ð Wðsamari iðiu á fsJ.sndi o.g héJdu þó víkinpa- ferði’.m s'num áfram — í bók- menntunum. Helgi .1. Halldórsson. PJ _ ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 8. desember 1961 Föstudagur 8. desember 1961 ÞJÓÐVILJINN — (7^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.