Þjóðviljinn - 08.12.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.12.1961, Blaðsíða 12
s Miklar brunaskemmdir á fáiÉfam Rskaklettí Föstudagur 8. desember 1961 — 26, árgangur 283. tölublað Lögreglan rœðst á sjómannaskólapilta ' Fimmtudaginn 30. nóv. bar svo' njósna sem tvið, er Sjómannaskólapiltar höfðu , borizt. lokið balli sínu í Silfurtunglinu og voru staddir við útgöngudjm iiússins, að til þeirra brunuðu t>rjár vælandi lögreglubifreiðar (Dg stökk út úr þeim fríður hóp- ur laganna varða. Höfðu þeir engin umsvif, en réðust þegar til atlögu við skólapilta og slógu jpann fyrsta kaldan, en veittu öðrum ýmiskonar áverka. Kom þessi leifturárás lögreglunnar íheldur flatt uppá piltana og varð íítið um varnir. Ekki er vitað til jþess að nokkur hafi kvartað yfir íEramkomu piltanna á samkom- unni og enginn kannaðist við að foafa hringt á lögregluna. Ýmsar getgátur eru uppi um ’ástæðuna fyrir áhlaupi lögregl- Uinnar á piltana og er ein sú, að hér hafi verið um hefndarað- gerðir að ræða. Nokkru áður en jþetta bar til höfðu piltar ráðgert að skemmta sér nokkuð á kostn- að kanahiarðar þeirrai-, sem að • Btaðaldri sækir samkomuhús eitt íiér f bænum, en allt það ráða- ■ forugg fór útum þúfur, vegna lögreglunni höfðu Blaðið átti tal við fulltrúa lög- reglustjórans í Reykjavík um þetta mál og bar hann sákir heldur af lögreglunni en á pilt- ana, sem éftir framburði lög- regluþjóna, höfðu verið ærið dólgslegir og illir viðskiptis. Ekki kom það samt ótvírætt fram, hvorir áttu upptökin að slags- málunum. : Listffiunamark- i • • jaður í Snorrasalj Svo sem skýrt hefur verið j frá í fréttum blaðsins, var • • Snorrasalur á 3. hæð í húsi * Vegamóta að Laugavegi 18 • vígður um daginn með því • að opnuð var sýning Máls • og menningar á erlendum • listmunum, m.a. kíriversk- * um og rúmenskum. Mjmd- £ irnar eru frá sýningunnl, • sem opin er daglega kl. • 2—10 síðdegis. Til hægri er • mynd af rúmenskum þjóð- { búningi. (Ljósm. Þjóðv. AK) J »•••••••••••••••••••«••• Fjérir bátar róa frá K1 í vetur HELHSSANDI 6/12 — í haust hafa róið frá Rifi fjórir bátar á Ifnu og hafa aflað mjög sæmi- lega, en einn af bátunum hefur orðið að leggja upp afla sinn í Ölafsvík sökum þess að hann hefur ekki treyst á það að fá greiddan aflann hjá frystihúsinu hér. Böðvar AK 33 strandaði iindan Jökli í fyrrinéft í fyrrakvöld um kl. 8,30 strand- aði Böðvar AK 33, rétt noröan við Hólahóla á svokallaðri Lönguvík undir Jökii. Skipverjar, sem voru 11, komust allir heilu og höldnu um borð f Harald frá Akrancsi og kom hann mcð mennina til Akraness um kl. 11 í gærmorgun. eru með rÍiSd Kína ■'SíEW YORK 5/12 — Hvert ríkið af öðru sem látið hafa á alls- herjarþinginu í ljós álit sitt á aðild Kína að SÞ hefur lýst yf- Ir stuðningi við hana. í gær gerðu það m.a. fulltrúar Afríku- irfkjanna Nígeríu og Líberíu, enda þótt þeir báðir lýstu sam- fcímis yfir, að þeir teldu ekki á- stæðu til að víkja Formósu úr (Samtökunum. Böðvar, sem er eign Haraldar Böðvarssonar & Co. á Akranesi, hafði verið að síldveiðum, en var að leita vars undan veðri, er slysið vildi til. Voru mörg skip á þessum slóðum rétt við land og bæði komið mvrkur og élia- eangur. Skipið virtist ekki hafa skemmzt mikið við strandið og sasði fréttaritari ÞióðviHans á Hellisandi, er kom á strandstað- inn í gær, að það stæði nær á burru um fíöru og sæist ekki að bað væri neitt brotið. Taldi hann að skipið væri ekki f neirmi hættu á meðan áttin héldist aust- an og norðaustan, bví að bá er alveg ládautt á þpRsurn slððurn Sasði hann, að aðstaða öll til biörgunar úr landi væri ðsæt op væri hæst að koma tækhim os bílum alveg niður í fiörti. Þá voru barna úti fyrir bátar frá Haraldi Böðvarssyni os hafði verið komið vír f skiDið. Lá sfldarflotinn allur undir Jökli f gær. um 50 skip. Skipveriar á Böðvari lé+u sig reka á gúmmíbát yfir í Harald frá Akranesi og gekk mannbjörg- unin ágætlega. Böðvar er 14 ára gamalt skip, byggt í Svíþjóð 1947, 84 lestir að stærð. Skipstjóri er Valdimar Ágústsson. I gær tók Samábyrgð Islands á fiskiskipum að sér björgunina og fékk hún varðskipið Þór til þess að fara vestur á strandstaðinn til þess að kanna aðstæður til björg- unar. Fór Þór frá Reykjavík kl. 5 í gær. Búizt var við að sjópróf í strandmálinu hæfust á Akra- nesi í gærkvöld eða í dag. L’in kl. 20,30 í fyrrakvöld, kom upp cldur 5 vélbátnum Fiska- kletti frá Hafnarfirði, sem var að línuveiðiun 5—6 sjömílur út af Keflavík. Eldnrinn kom upp í vélarrúmi skipsáns. Varðskipið María Júh'a var þarna nærstatt, heyrði strax neyðarkall bátsverja og sá jafn- framt rakettuskot frá þeim, var skipið komið á vettvang innan hálfrar klukkustundar. Var þeg- ar hafið slökkvistarf og héldu menn að þeir hefðu unnið á eld- inum, þegar varðskinið tók bát- inn í tog inn til Hafnarf.iarðar. Þangað komu skinin á miðnætti og beið slökkvilið Hafnarfiarðar tilbúið á bryggjunni, en þá hafði eldurinn gosið upp að nýju. Slökkvistarfið stóð alla nóttina, við hinar erfiðustu aðstæður. Svo mikill reykur var í káetu skins- ins að brunaverðir komust ekki bar niður, en urðu að rjúfa bil- farið stjómborðsmegin og dæla vatní þai-' niður. Svo miklu var dæ’t í skinið. á5 um tíma leit út fyrir að bað myndi sðkkva og varð þá að flvtia aðra slökkvi- dæluna um borð og dæla úr bví jafnóðum. Um klukkan 9 í gær- morgun var slftkkvistarfi lokið. Miklar skernTndir urðu A Fiska- kletti, sérstaklega stiómborðs- megin í vélarrúmi og káetu og mun viðgerð taka langan tíma. A skipinu eru 5 manna áhöfn, en engin slys urðu á mönnum, nema skipstjórinn, Ingimundur Jóns- son skarst lítillega á hendi. Þrír athuga að hlsypa togurun- um í landhelgi í umræðum á Alþingi hefur komið fram að starf- andi er á vegum ríkis- stjórnarinnar þriggja manna nefnd sem falið er athuga hvort og hve mikið skuli auka veiðiréttindi tog- aranna innan fiskveiðiland- helginnar. Emil Jónsson sjávarút- vegsmálaráðherra hefur ekki fengizt til að svara _ -því hverjir í nefndinni væru, fyrr en í fyrradag að hann gat ekki lengur , skotjst undan að svara ít- rekuðum fyrirspumum Lúðvíks Jósepssonar. For- maður nefndarinnar er Davíð Ólafssoú fiskimála- stjóri og með honurn Vil- hjálmur Ámason togara- eigandi frá Félagi fslenzkra botnvöi-puskipaeigenda og Tómas Þorvaldsson útgerð- armaður frá LÍÚ, Hér kemur fjórða myndin í skipagetrauninni og að þessu sinni er hún aí brú og skorsteinsmerki og nú er spurt: hvaða skip í fslenzka flotanum hefur þetta merki? Ætti þetta að -'era tiltölulega auðveld spuming fyrir þá, sem á annað borð fylgjast eitthvað með skipum og skipaferðum. Næsta mynd verður svo aftur á móti af einhverju gömlu og góðu skipi. . • -> Y. ■- i MYNÐACETRAUN . - ÞJÓÐÝILJANS Hljómsveitarmenn íöldu smyglvörur í hljóðíærum Aðfaranótt sl. sunnudags fannst við leit í bifreið KK- sextettsins við flugvallar- hliðið á Keflavíkurflugvelli allmikið magn af smyglvarn- ingi. Hljómsveitin hafði leikið fyrir dansi á Vellinum á laugardagskvöldið og var á heimleið til Reykjavíkur, er þetta gerðist. Hafði, smygl- varningnum, víni, tóbaksvör- um og sælgæti, verið komið fyrir í hljófærunum. Hljómsveitarmennimir voru þegar teknir til yfirheyrslu, er smyglvarningurinn fannst, og viðurkenndu nokkrir að eiga góss þetta. Voru þeir þá sektaðir og síðan sleppt um nóttina. Sarskvæmt upplýsingum fulltrúa lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli nam verðmæti smyglvamingsins um 100 dollurum á verðlagi þar syðra, en þar sero megn- ið af þessum varningi mun heyra undir hátollavöru mun óhætt að reikna með, að út- söluverð hér muni vera a.m. k. tvöfalt hærra eða meira, eða allt að 10 þúsund krónum íslenzkum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.