Þjóðviljinn - 19.12.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.12.1961, Blaðsíða 3
! Hcr er jólasveinabúöin, eöa búöin í búöinni H úsbúnaöi og eins og allir sja, gengur mikið 99 Axel segir oreiðu ssna Þjóðyíljamnn barst í gær all- hliðstæðan kostnað í rekstrar- löng greinargerð 'írá- Ax-el Krist- áætlun Svavars Pálssonar- endur- jánssyni um útgerð Brimness, bar se.m hann freistar þess að lýsa sakleysi sínu. Hann gefur í upphafi þá skýringu á því hversu illa honum gekk að skila endanlegri niðurstöðu til ríkis- rjpðs um rekstur Brimnessins ,,að bókhald Brimness hefði, aö mc-r fjárstaddum og ún þess aö samband heföi verið við mig haft þarum (leturbr. Axels) ver- ið flutt í ríkisendurskoðun sam- kvæmt krrfu Jóns Sigurðssonar og barmeð kcmið í væg fyrir að ég gæti látið ganga frá bókhald- inu eins og mér bar, ég hefi enn ekki fengið skýringu á hversvegna bessi óeðlilega að- ferð var viöhöfö“. Þessu næst véfengir Axel þær niðurstöður endurskoðenda og yfirskoðunarmanna að óumdeil- an'egar skuldir hans séu rúmar 120 þúsundir; kveður hann sjálf- ur. skuldina aðeins vera kr. 11.500. Þá kveður hann reikning sinn fyrir framkvæmdastjórn, skrifstofukostnað, ljós, hita, akst- ur, geymslu o.fl. vera lægri en skoðanda og P.l.B. Loks ræðst Áxel harkalega á skilanefnd fjármálaráðuneytisins, endurskoðendur þess og yfir- skoðunarmenn ríkisreikningánna og telur að allir þessir aðilar of- sæki sig. Eru lokaorð hans , í þeirri upptalningu þessi.; „Þegar öll kurl koma til grafar verður þessi gífurlega fjármálaóreiða í útgerð Brimness, í mesta lagi innan við 30 þús.. því harla létt- væg og höfundum - til lítíls sóma“. Þjóðviljinn hefur ekki rúm til að birta greinargerð Axels í heild, enda virðist nú öllum bera saman um að mál hans verði að rannsaka gaumgæfilega af alger- lega óháðum aðilum. Niðurstöður þeirrar réttarrannsóknar ættu að skera úr um öll deiluatriði. Axel krefst að vísu ekki slíkrar rannsóknar en maður skyldi ætla að hann fagnaði henni ef hann hefur þá trú á málstað sínum sem hann reynir að lýsa í greinargerðinni. L Þjóðviljinn hefur átt tal við forstöðumenn nokkurra verzl- ana og spurzt íyrir um jóla- ösina. Fyrst lá leiðin í hina nýju og glæsilegu bókabúð Máls ©g menningar. Adcla Magnúsdóttir .deildarstjóri í íslenzku bókadeildinni varð fyrir svörum: ★ ★ -k „Það er mjög góð hreyfing í bókum í ár, einkum þó í barnabókunum, enda höfum við í þeirri deild fjölbreytt úrval af öðrum jólavörum. Mest seld.a bókin hjá okkur, er Tekið í blökkina, eftir Jón- as Árnason, síðan í réttri röð: Huglækningar, Á Islcndinga- slóðum í Kaupmannaliöfn, Bréf úr myrkri, Hannes Haf- stein og Hundaþúfan og hafið. Steingrímur Ingólfsson í raftækjadeild KRON, sagði söluna svipaða og í fýrra. Hann kvað þessa verzlunar- grein hafa blómgazt mjög þar- til árið ’59, en dalað nokkuð eftir það. Nikulás Guðmundsson deildarstjóri í búsáhaldadeild KRON að Skólavörðustíg 23 sagði svo: „Það er svipað hjá okkur og það var í fyrra, þó við höfum nú meira úrval en við höfð- um þá. Yfirleitt virðist mér að fólk hafi minni peninga nú og þróunin hafa verið sú undan- farin ár.“ Snotur kvenfataverzlun, er Bezt á Klapparstíg. Þegar blaðamaður Þjóðviljans átti tal við Guðrúnu Arngríms- dóttur forstöðukonu verzlun- arinnar um horfunrnar í ár, sagði hún: „Við eigum nú ekki svo hægt með samanburð. 1 fyrra rákum við stóra verzlun í Vesturveri, en hér seljum við aðeins eigin framleiðslu, en það hefur gengið ágætlega. Við höfum hér engann til- búinn útlendan fatnað og á- lítum mun hagkvæmara að framleiða allt slíkt hér heima.“ Þær eru að virða fyrlr sér Bangsa, scm þær ætla kannski að gefa systur sinni ... nema þær ætli að eiga hann sjálfar. — Myndin cr tekin í verzl. Livcrpool á laugardaginn sl.. — (Ljósmyntl Þjóðv. A. K.) í hinni nýju og stórglæsi- legu verzlun, Húsbúnaði, á Laugavegi hittum við að máli Svein Kjarval húsgfagnaarki- tekt, sem sagði: „Við getum verið harðá- nægðir. Hér hefur verið mikil ös, einkum eftir að við settum upp búð í búðinni, jólasveina- búðina. Hún hefur vakið mikla ánægju yngstu kynslóð- arinnar og til þess var nú leikurinn líka gerður.“ 1 dag getum við því miður ekki heimsótt fleiri verzlanir, en framhald verður á þessu næstu daga. G.O. Stjrnarfrumvarpið uin verð- lagsráð sjávarútvegsirts var af- greitt við 2. og 3. umræðu í efri deild Alþingis á laugardag, og varð þar með að lögum, þar sem engar lagfæringar fengust fram á fruntvarpinu í efri deild. Bjiirn Jónsson flutti ýtarlega ræðu um málið við 2. umræðu, og flutti hann sams konar breyt- ingartillögur og þingmenn úr Al- þýðubandalaginu höfðu flutt í neðri deild, um afnám gerðar- dómsákvæða frumvarpsins og um fjölgun fulltrúa Alþýðusam- bands fslands í verðlagsráði um einn. Færði Björn skýr rök að því að gerðardómsákvæði varð- andi kjör íslenzkra alþýðumanna hefðu ekki gefizt vel afturhald- inu sem setti þau í löggjöf, og svo mundi enn fara. Lauk Björn ræðu sinni með því að leggja áherzlu á,. að frum- varpið væri óaðgengilegt fyrir sjómannastéttina og verkalýðs- hreyfinguna í heild. Ríkisstjórnin gæti að sjálfsögðu barið það í gegn á þingi en ekki væri ólík- legt að svo færi sem oft áður að skamma stund yrði hönd höggi fegin. ,.Sú ríkisstjórn sem hef- ur það að boðorði að skammta vinmustéttunum laun og kjör og skammta auk þess bæði smátt og illa, fær bessar stéttir fyrr eða síðar á móti sér af slíku afli, að hún verður að beygja sig éða víkja. Við höfum fyrir okkur reynsluna af örlögum þeirra gerðardóma sem afturhaldsmenn hafa reynt að þvinga fram síð- ustu áratugina. Allir hafa. þeir verið afmáðir eftir skamma stund og höfundar þeirra eftir á verið því fegnastir að þögnin ein geymdi minningarnar um þá. Ég er þeirrar skoðunar iað sú muni einnig reynslan um þann gerðárdóm sem hér á nú að lög- festa“, sagði Björn að lokum. ★ Ósambæriiegt mál Emil Jónsson reyndi enn að verja gerðardómsákvæði frum- varpsins með bví að í frumvarpi er Lúðvík Jósepsson og Karl Guðjónsson fluttu á þingi varð- andi flokkun á fiski, hafi verið gerðardómsákvæði. Því hefur verið margsvarað í umræðunum og sýnt fram á að þar var að engu leyti um sambærilegt mál að ræða. Frumvarpið var miðað við eitt ár og eingöngu ætlað til lausnar því tímabundna öng- þveiti sem upp kom vegna hinna fáránlegu ákvæða um verðflokk- un á fiski það ár. Með frumvarpi ríkisstjórnarinnar er hinsvegar verið að ákveða frambúðarskip- un þessara mála, að ætlun rík- isstjórnarinnar. Síldaraflinn s.l. viku varð 101,463 tunnur, en alls hafa borizt á land hér sunnanlands 481,720 tunnur. kí Kunnugt er um 107 skip, sem fengið hafa einhverja veiði, þar af hefur 91 skip fengið 1000 tunnur eða meira. 10 skip hafa aílað yfir 10,000 tunnur. Hæstu verstöðvarnar eru: Rcykjavík 124,056 tunnur. Keflavík 104,446 tunnur. Akrancs 91,670 tunnur. Hæstu bátarnir eru; Víðir II. 14,806 tunnur. Höfrungur II. 11,652 tunnur. Björn Jónsson 11,634 tunmir. Þriðjudagur 19. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN -í (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.