Þjóðviljinn - 19.12.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.12.1961, Blaðsíða 6
Heilir og sælir alþingismenn! Ég vona að þessar línur mæti ykkur heilum á húfi, spriklandi af lífsfjöri og þrótti, með brennandi áhuga á réttlátri lausn velferðarmóla þjóðarinn- ar, en ekki pöddufullum né timbruðum. Þjóðin hefur löngum litið upp til þingmanna sinna, litið á þá sem greinda og gegna menn og borið traust til þeirra, enda voru þeir lengstaf svo vaidir. En síðan flokksklikur einar fóru að ráða framboðum og leggja megináherzluna á, að frambjóð- andinn vasri flokknum og klfk- unni tryggur og vikalipur, hef- ur mörgum fundizt, þar á með- al sumum ykkar, að alþingi og alþingismenn njóti dvínandi virðingar meðal þjóðarinnar. Ljós vottur þessa er sú áherzla, sem þið stundum leggið á, að sannfæra „háttvirta kjósendur“ um, að þið séuð ekki verri menn en gerist og gengur. En bakvið þau orð virðist einnig búa meðvitund um, að þið hafið ekki ætíð farið sem bezt að ráði ykkar í þingsalnum. Þá er og lýsingin á ykkur og sá vitnis- burður, er þið veljið hver öðr- um, sízt til virðingarauka, því ef trúa má, þó ekki sé nema litlu af þeim vitnisburði, yrði augljóst að á alþingi ísiendinga í dag sitja misindismenn, óþjóð- hollir erindrekar erlendra ríkja o. s. frv. Og undir þetta taka í sífellu stuðningsblöð ykkar. Engan skal undra þó ekki séu allt nytjajurtir, sem vaxa í þeim reit, sem þannig er plægð- ur. Okkur leikmönnum verður á, að dæma hæfileika ykkar til þingsetu eftir því, hvernig ykk- ur fer löggjafarstarfið úr hendi. „Af verkunum skuluð þér þekkja þá“. Enda trauðla feng- inn réttari mælikvarði. Hvort lögin eru, þegar á allt er litið, réttlát og sanngjörn, hvort þau hafa örfandi áhrif á athafna- og menningarlíf þjóðarinnar o. s. frv. eða það gagnstæða. Sjálf- sagt má rekja heilan lista af lagaákvæðum og deila um þau, en til þess var leikurinn ekki gerður, heldur vil ég benda á sem dæmi lagaákvæði í stórum lagabálki og kveðja ykkur og þjcðina alia í dóm um, hvernig ykkur hefur þar til tek- iz-t. Til eru lög sem heita: Lög um atmannatryggingar. Þeir sem að þessum lögum stóðu hafa mjög stntað af þeim, og oss er tjáð að erlendir veizlu- gestir hafi lokið á þau lofsoröi. Það .er og mála sannast, að lög þessi bættu mikið úr fyrir þeim, sem þau taka til, frá því sem áður var. Á lögunum voru þó gallar og sumir eigi alllitlir. Bætt hefur verið úr sumum þeirra en öðrum ekki, og hefur það ekki komið þeim ókunnug- lega fyrir sjónir, sem fylgzt hafa með löggjöf síðari ára, Verðlagssvæðaskiptingin á bótaupphæð frá almannatryggingunum er orðin gersamlega úrelt, hafi hún þá nokkurn túna átt rétt á sér. Það er ekkert annað en hróplegt ranglæti að ellilifeyri&þegi á Seltjarnarnesd skuli fá fjórðungi lægri Iífeyri en sá sem býr ínnan lcgsagnarumdæmis Reykjavíkur. VALS VÖ ALLSSTAÐAR Sultur — Ávaxtahlaup Marmelaði — Saftir Matarlitur — Sósulitur Edikssýra — Borðedik Tómatsósa — íssósur SENDUM UM ALLT LAND Efnagerðin VALUR h.f. Box 1313. — Sími 19795. — Reykjavík- því vart hefur verið unnt að bíða næsta þings með breyting- ar á breytingar ofan, svo mjög virðist kák og handahóf hafa einkennt löggjafarstarfið. Hef- ur ykkur aldrei dottið í hug að bera þetta saman við lög, sem hafa verið í gildi allt til þessa, án þess að ástæða hafi þótt til að breyta og orðin eru 680 og uppí 686 ára gömul? Hvort ber vott um gleggri hugsun og framsýni? Þegar lögin um almannatrygg- ingar voru sett, var þar ákvæði um, að þeir sem komnir voru á ellilaunaaldur, skyldu missa hluta launanna, jafnvel öll, ef aðrar tekjur færu framúr vissu marki, Skelfing var það ykkur ólíkt að beita gamla fólk- ið þessum naglaskap, mitt í allri rausninni, sumir vilja nú segja ofrausninni, er þið haíið sýnt á sumum sviðum. Þetta á- kvæði varð til þess, að fólk á þessum aldri dró sig í hlé og þjóðin missti af feikna vinnu- krafti, sem annars hefði orðið til að auka framleiðsluna og önnur verðmæti þjóöarinnar. Þetta ákvæði féll niður um síðustu áramót og mátti missa sig. Ákvæðið um skiptingu lands- ins í tvö verðlagssvæði er tví- mælalaust verst þokkað og fel- ur í sér svo mikið ranglæti að furðu gegnir. Þið munuð ekki finna nokkurt ákvæði, þó þið leitið með logandi ljósi í ís- lenzkum lögum, er feli í sér hliðstætt misrétti. Ég á ekki við þó landinu sé skipt, heldur hvemig því er skipt. Ef nokk- urt vit væri í því að skipta landinu 1 svæði mishárra bóta, hlyti það fremur að byggjast á atvinnu- og Jifnaðarháttum, en hreppamörkum. Það vekur hjá mér viðbjóð, að alþingismenn skuli standa að öðru eins og þessu og viðhalda misráttinu, eftir að reynslan hefur afhjúpað það og eftir að sumir ykkar hafa bent á þetta og aðrir við- urkennt það. Eftir hverju er þá beðið með lagfæringu? Meira ranglæti eða hvað? „Þessu hefði ég aldrei. trúað,“ sagði eldri kona við mig fyrir nokkru. „Hann (og hún nefndi þing- manninn) sem var svo almenni- leaur íyrir kos.ningarnar, já, hann meira að seaia tók í hönd- ina á mér.“ Það hefur ávallt þótt lítilmennska í því að ráð- ast á garðinn bar «em hann er læastur. Þetta haíið þið þó lát- ið ykkur sæma, með því að á- kveða með lagaboði, að sumir þeirra, sem minnst mega sín, svo sem eldra fólkið og þeir, sem beðið hafa skiobrot á heilsu sinni., skvDi aðeins fá hluta þeirrar uppphæðar. ellilíf- eyris eða bóta, sem aðrir fá, sem eins stendur á fyrir. Kom- ið hefur fram frum-varo á bing- inu. er meðal annars íelur í sér laefærineu á þessu, en illu spáir að út úr frumvarpinu hef- ur verið slitið eitt atriði og gert að lögum, en þessu o. fl. ekki hreyft. Sumir ykkor virðast hafa fengið óstöðvandi skrif- og munnræpu. Ekki veit ég. hvort þið hafið fengið skitu líka, út af því að lík hafði verið flutt til austur í Rússlandi og myndastyttum steypt þar af stalli. Sér er nú hver ósköpin. Ykkur hlýtur að hafa þótt vænt um Stalín, úr því að þið látið svo mikið út af þessu. En ég get fullvissað ykkur um að honum er skftt sama um allt þetta þramþolt, og hvern and- skotann varðar okkur um þetta? Fluttu Islendingar ekki einu- sinni lík, meira að segja frá Danmörku, hingað og yfir þvert landið og til baka suður, unz það loks komst í þann reit, er því var búinn, og hvaða lík var svo þetta? Finnst ykkur ekki, eins og mér, að sæmra sé að ver.ja tíma og kröftum í að ná góðri lausn mála okkar í stað þess að setja allt á annan endann, þó lík sé flutt til úti löndum? Ég vona að læknunum takist, rneð góðum pillum, mixtúru eða öðru, að fá ykkur góða eftir áfallið. Og nú vil ég biðja ykkup, góðir hálsar, að bregða ykkur með mér spöl út fyrir mið- borgina. Ég held að þið hefð- uð gott af að kynnast umhverf- inu og siá, hversu skært stjama réttlætisins blikar yfir verðlagsmörkunum. Milli Kópavogs- og Hafnar- fjarðarkaupstaða er landsspilda, sem tilheyrir hreppsfélagi. Mörkin Hafnarfjarðarmegin munú vera nálægt, hraunrönd- inni við Fngidal. Þaðan og inn- undir Arnarneslæk er nær samfelld oa allfjölmenn byggð. Á því svæði er ekki hægt að telía nema +vær búiarðir, auk Vífilsstaða. Ég hygg að það taki ykkur ekki langan tíma að at- huga og komast að niöurstöðu i'.m, að atvinnuhættir og fram- færslukostnaður fólks á þess- ari landspildu er sama og bæj- armegin við mörkin, nema hvað framfærslukostnaður á þessu svæði mun heldur hærri, vegna kostnaðarsamari að- drátta. Ég vil taka annað dæmi: Vestur úr höfuðborginni gengur nes, sem tii.heyrir öðru hrepps- Framhald á 14. síðu. 'QJ — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 19. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.