Þjóðviljinn - 21.12.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1961, Blaðsíða 1
 Fimmtudagur 21. desember 1961 — 26. árgangur — 294. tölublad INNI í BLAÐINU Spja'.lað við listameím um samtaisbækur Pais ísó’.fssonar og Jóns En.silberts — á opnu. Bœjar- fullfrúar AlþýSu- banda- lagsins vilja: FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVlKURBORGAR: • barnaheimila Tekfuáætlun leiðrétt og margháttaðar tiiicgur til lækkunar á rekstursútgföldum Fjárhagsáætlun Reylcjavíkurborgar fyrir árið 1962 verður tekin til 2. umræöu og lckaafgreiðslu á fundi bæjarstjórnar í dag. Bæjarfulltrúar Aiþýðubandalagsins bera fram marg- háttaðar breytingartillögur við fjárhagsáætlunarfrumv. bæjarstjórnarmeirihlutans. Megintilgangur breytingartil- lagna Alþýðubandalagsins er að ieiðrétta of lága tekju- áætlun. lækka ýmis ónauðsynleg útgjöld, t. d. viö skrif- stofubákn bæjarins o. fl. og að hærri fjárhæöum verði varið til verklegra framkvæmda. Leggja bæjarfulltúar Alþýðubandalagsins m. a. til að 14 millj. kr. verði varið tíl íbúðabygginga í stað 9 millj. 1 frv. og aö framlag bæjarins til skólabygginga verði hækkað úr 14 millj. i 18 millj. króna. Við tekjuáætlun frumvarpsins f'ytja i'ulltrúar Alþýðubandalags- ins 10 breytingartillögur. Bein- ast þær allar að því að leiðrétta tekjuáætlunina með tilliti til reynslu s.l. árs. En íhaldið hefur þá föstu reglu að áætla tekjur bæjarins of lágar og hrósa síðar IBœjarstjórn Húsavíkur: Enga togaro á bátamiðin! Húsavík 19/12 — Á fundi 7 sínum sl. mánudag. 18. t desember. gerði bæjarstjórn k Húsavíkur svohljóðandi á- 1 lyktun: / „Fundur bæjarstjórnar / Húsavíkur, haldinn 18. des- J ember 1961, mótinælir ein- \ Ídregið þeirri hugmynd, sem t fram hefur komið að leysa l vandræði togaraútgerðar / lslendinga meö því að leyfa J togurunum veiði innan \ hinnar nýju landhclgislínu. \ Bæjarstjórn lítur svo á að t slík ráðstöfun væri ekkcrt t framtíðarbjargráð fyrir tog- / araútgerðina, cn myndi ) hinsvegar eyðileggja báta- 1 útveg þann sem blómgazt k hcíur síðustu missiri vegna i friðiinar þeirrar seni unn- I izt hefur vegna útfærslu / landhelginnar." J Þessi ályktun var sam- 1 þykkt með öllum atkvæð- i um. I sjálfu sér af tekjuaígangi. sem það ver að eigin geðþótta. Sam- kvæmt tillögum Atþýðubanda- lagsins hækkar tekjuáætlunin im 3 millj. kr. • Borgarskrifstofur lækki Samkvæmt frumvarpinu er kostnaður við borgarskrifstof- urnar áætlaður 16.3 millj. kr. Bæjaríulltrúar Alþýðubandalags- ins leggja til að þetta framlag verði lækkað um 1 millj. 660 þús. kr. Er þar um að ræða lækkun á ýmsum skrifstofu- kostnaði. aukavinnu, bifreiða- kostnaði, innheimtukostnaði og svo framvegis. • Lækkun löggæzlu- kostnaðar Kostnaður við lögreglu er sam- kvæmt frumvarpinu áætlaður 16.1 millj. kr. auk 3.2 rnillj. frá ríkinu. Bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins leggja til að þessi kostnaður verði áætlaður 1.2 millj. kr. lægri. með bví m.a. að hafa hóf á f.iölgun lögregluþjóna og draga úr bifreiðakostnaði. sem samkv. írumvarpinu er áætl- aður 1,5 millj. kr. • Lækkunartilliigur um 10.6 millj. kr. Breytingartillögur bæjarfull- trúa Aljiýðubandalagsins við rekstraráætlun frumvarpsins eru fleiri og ýtarlegri en svo að unnt sé að geta þeirra allra. Tillögurn- ar eru yfirleitt um að draga úr ónauðsynlegum útgjöldum bæj- arsjóðsins og fella niður ýmsa þarflausa og fjarstæðukennda bruðlstarfsemi. Þá eru ýmsir Framh. á 15. síðu. DJAKARTA 20 12 — Indóncsíska stjórnin hélt enn fram kröfu sinni til Vestur-Gíneu í dag, en kvaðst þó vera reiðubúin að semja við Hollendinga um það mál. I Súbandrio utanríkisráðherra Sígarettum stolið f fyrrinótt var brotizt inn í I verzlunina Laugarásskála að Láugarásvegi 2 og var stolið þar 30—40 pakkalengjum af sígar- ettum og nokkru af vindlum og sælgæti. i sagði blaðamönnum í dag að Inónesar gerðu sér ljóst að þeir væru margir Hollendingar sem vildu friðsamlega lausn þessarar deilu. Á hinn bóginn hefðu Ind- ónesar sýnt þolinmæði og bið- lund varðandi þetta mál nú á þrettanda ár og Hollendingar yrðu nú að svna einhverja við- leitni til samkomulags. Indónesíski herinn sem er tal- inn einhver öflugasti í Asíu. bú- inn bæði sovézkum og bandarísk- um vopnuni' af nýjustu gerð, hef- ur fengið fyrirmæli um að vera við öjlu búinn. Strandaði í sær við Engey I gærmorgun strandaði- vét- báturinn Jökull SH 126 frá Sandi við Engey, er hann var á leið út í róður. Báturinn losnaði sjálfkrafa út á flóðinu síðdegis í gær og munu engar skemmdir hafa orðið á honum, enda sand-„ botn þar sem hann tók niðri. Hollendingar fá gálgofrest LEIKRITIÐ,. SKUGGA SVEINN FRUMSÝNT Á ANNAN I JOLUM A annan í jólum verður leikritið „Skugga Sveinn“ frumsýnt I Þjóðleikhúsinu, en um þessi jól eru liðin 100 ár frá því að Matthías Jochumsson samdi leikrit sitt „Ctilegumennina“, sem síðar varð „Skugga-Sveinn", sá leikur sem oftast og víðast hefur verið sýndur hér á landi. Þjóðleikhúsið sýndi „Skugga-Svein“ síðast 1952, en nú er hann sýndur aftur í nýjum búningi. — Á myndiinni sjáum við Skugga-Svein (Jón Sigurbjörnsson) horfa fast í augu á garminum honum Katli skræk (Arni Tryggvason) á æfingu í fyrrakvöld, en fleiri myndir og frásögn birtum við á sunnudaginn. (Ljósm. Þjóðviljinn).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.