Þjóðviljinn - 21.12.1961, Blaðsíða 11
Eftir mikið stríð, bæði tauga-
stríð og peningastríð, hefur hinn
umræddi og umdeildi enski
Greaves nú aftur enska knatt-
spyrnuvelli undir fóíum, því
hanu lék nú aftur fyrsta leik
sinn með enska knattspyrnu-
liðinu „Tottenham“ s.l. laug-
ardag.
unnu Oani, en
töpuðu fyrir
Tékkum í
handknettleik
1 síðustu viku kepptu Aust-
ur-Þ>jóðverjar og Danir, og fór
leikurinn fram i Werner-Seel-
endinder-höllinni i Austur-
Berlín. Leikurinn fór tþannig
að Þjóðverjarnir unnu með
19:13. í hálfleik stóðu leikar
14:3,' en í siðari háifieik sóttu
Danir hart og unnu þann hálf-
leik 10:5.
Þetta var í sjötta sinrt sem
iönd þessi hafa reynt með sér
í handknattleik, og hafa Dan-
i runnið 4 sinnum en Austur-
Þjóðverjar tvisvar.
Aftur á móti töpuðu A-Þjóð-
verjar fyrir Tékkum í hand-
knattleikskeppni s.l. sunnudag
16:14 og í kvennaflokki 7:2.
Það virðist líka sem hann hafi
verið verður þeirra 12 milljóna
sem Tottenham lét Mílan hafa
fyrir hann, því hann skoraði
hvorki meira né minna en 3
mörk í þessum fyrsta leik með
nýja félaginu sínu.
Þetta skeði í leik við Black-
pool sem endaði 5:2 fyrir Tott-
enham. Fagnaðarlátum Tott-
enham-áhangendanna ætlaði
aldrei að linna, er leik lauk.
Greaves skapaði mikla óró í
vörn Blackpool, því í fyrri
hálfleik skoraði hann tvö mörk
á tveim mínútum. Á 39. mín.
þrumaði hann með vinstri fæti
hörkuskoti í markið og á 40.
mín. skailaði hann í netið eft-
ir sendingu frá Dave Mackey.
Los Allen skoraði 3. mark
Tottenham. I síðari hálíleik
réðisf Blackpool svo á Totten-
ham, að þeir fengu ekki við
ráðið, og á fyrstu mínútunum
skoraði Blackpool tvö mörk,
leikar stóðu 3:2 og jöfnun lá
í loftinu. Þá er það sem Grea-
ves skýtur upp í vörninni og
fær skallað burt hörkuskot frá
Bill Jones, og verður hann að
fara útaf um stund og jafna
sig. Hann kom þó fljótt inn
aftur og á 65. fnínútu tókst
honum að stökkva hátt í loft
upp og skalla inn fjórða mark
Tottenham, eftir horn frá Les
AHen. Enn hafði Greaves ekki
sagt siðasta orð sitt í leiknum.
Hann einíék af mikilli leikni
t gegnum vörn Blackpool, dró
markmanninn útúr márkinu, og
skaut hörkuskotí í stöngina, en
Les Allen fylgdi eftir og skor-
l_____._______
aði. Eftir leikinn sagði Greaves:
„Ég hcf ekki lcikið góðan lcik
í 2 niánuði. Ég hef misst svolít-
inn hraða, en það lagast í
næstu 2—3 leikjum. Enskri og
ítalskri knattspyrnu cr ekki
hægt að líkja saman“.
Frá þvi segir að Greaves
hafi 13 sinnum leikið með nýj-
um liðum, þar með talin lands-
lið, og í öllu.m þessum „frum-
sýningum" sínum hefur hann
skorað eitt eða fleiri mörk!
Sigur þessi var Tottenham
mjög kærkominn og aukast nú
líkurnar fyrir því, að þeim
takist að verja titilinn. Það fór
líka svo, að Burnley tapaði
heima fyrir Arsenál með 2:0 og
munur liðanna er aðeins 3
stig, en á milli þeirra er Ips-
wich með sömu stigatölu og
Tottenham eða 27 stig. Sigur
Arsenals kom mjög á óvænt,
en bæði mörkin voru skoruð
í síðari hálfleik.
Manchester United vakti á
sér mikla athygli fyrir það að
sigra sjálft Real Madrid 3:1
fyrr í vikunni, en á laugardag-
inn töpuðu þeir fyrir West
Ham 2.1, og fór leikurinn fram
heima hjá þeim.
»— --------—------------:----
Géngisskráiíing:
1 ! Sterlingspúnd 120.95
1 USA dollar 43.06
i : Kanadadóllar 41.29
100 Danskar kr. 625.30
100 norskar krónur 604.31
100 Sænskar kr. 833.00
100 Finnsk mörk 13.42
100 Nýr fr. franki 876.76
100 Belgískir fr. 86.50
100 Svisn. fr. 997.46
100 Gyllini 1.197.98
Sl. sunnudagskvcld fór fram
leikur í körfuknattleik milli
liðs Bandaríkjamanna á Kefla-
víkurflugvelli og úrvalsliðs
Reykjavíkurfélaganna. Leiknum
lauk með sigri hermannanna,
57 stigum gegn 45 Reykvíkinga.
Bandaríkjamenn tóku leikinn
þegar í byrjun í sínar hendur
og náðu góðu forskoti. Varnar-
leikur þeirra var allur miklu
kröftugri en Reykvíkinganna.
Vörn Reykvíkinganna var i
fyrri hálfleik mjög opin og áttu
leikmenn hersins oft opna leið
að körfunni.
Fyrri hálfleikur var allur
mjög þófkenndur hvað Reyk-
víkingana snerti, samleikur og
grip voru mjög léleg. Tauga-
spenna virtist vera mikil hjá
okkar mönnum. Fyrri hálfieik
lauk með sigri Bandaríkja-
manna 33 stig gegn 19. Reyk-
Víkingar sóttu sig nú heldur f
seinni hálfleik og þegar um 5
min. voru til leiksloka náðu
þeir að jafna 44:44. Þegar því
marki var náð, virtust þeir lin-
ast aftur en Bandaríkjamenn
styrkjast. Á síðustu mín. skor-
uðu Kanar 11 stig án þess að
Reykvíkingum tækist að skora
nokkuð.
Bandaríkjamennirnir voru
mun ákveðnari og sneggri á
■boltann en Reykvíkingar, einn-
ig var það athyglisvert hvað
þeir dekkuðu rhiklu fastar.
Beztur í liði hermanna var
Longyear, hann skoraði um 25
stig.
Leikur Reykvíkinga var allur
fremur laus í reipunum. Mik-
ið var um skiptingar leik-
manna, og hefur það tvímæla-
laust skemmt fyrir liðinu. Bezt-
ur í liði Reykvíkinga var Þor-
steinn Hallgrímsson, . hann
skoraði 8 stig. Einar Matthías-
son skoraði flest stig Reykvík-
inga éða 13. Ölafur Thorlacius
skoraði 8 stig, Hclmsteinn Sig-
urðsson 5, Birgir örn Birgis 4,
Guðmundur Þorsteinsson 3, og
Hörður og Kristinn 2 hvor.
Dómarar í leiknum voru Þór-
ir Arinbjarnar og Bandaríkja-
maður. Þeir virtust skilja mjög
illa dóma hvors annars, og
stöðvuðu þá leikinn og rædd-
ust við án tillits til leiksinSj
slíkt ætti aldrei að sjást fram-
Framhald á 14. síðu.
NY
i.
MATREIÐSLU
BOK
kemur
búðir
dag
Matreiðslubók með
næringareínaíræði
• Yfir 450 uppskrif-
ir.
• Fjölda línurita yfir
vítamín og bætiefni í
ýmsum matartegund-
um.
® Einnig línurit yfir
þörf barna og fullorð-
inna fyrir bætiefni.
Bók þessi er til þess gerð að auðvelda húsmóður-
inni, eða matreiðslukonunni, að velja fólki sínu
fæði, sem er í senn hollt, vítamínauðugt og ljúf-
fengt. — í bókinni er fjöldi mynda, m. a. 34
iitmyndir í 4 litum.
Bók þessi verður áreið-
anlega kærkomin jóla-
bók fyrir eiginkonuna,
unnustuna, vinkonuna.
Bók lbess/ heitir „MATREIÐSLUBÓKIN MÍN"
og verður vafalaust yðor eftir þessi jól.
Upplag bókarinnar er takmarkað. — Lítið inn í næstu bókabúð og skoðið bókina.
.00
90
80 EGGJAKAKA
70
60- með reyktu fleski
50 r og inniheldur
40
30
20
10
H E. Ca P Fe A B, G
B-vitamín + D-vítamín
$
Fimmtudagur 21. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — Q|j