Þjóðviljinn - 31.12.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.12.1961, Blaðsíða 3
amót í veitingahúsi q Í.AU'M BÆR. RfYKJXVIK Á gamlárskvöld og á ný- ársdag keppast veitingahúsin um hylli samkomugesta eins og aðra daga. Samkomur eru víða haldnar, nú í fyrsta sinni í Háskólabíóinu og Glaumbæ og ekki vill Skíðaskálinn Iáta smn hlut, því þar er auglýstur sérstakur áramóta- fagnaður. Fréttamaður Þjóðviljans kom í Glaumbæinn í fyrra- dag og hitti þar að máli Ragnar Þórðarson og spurði hann um áramótaviðbúnað- inn. Franskur morgunmatur í samkomulok — Við höfum tekið þá stefnu að hafa opið alla daga ársins Við höfðum opið hér á aðfangadagskvöld og jóla- dag og það var að sjálfsögðu aukakostnaður fyrir okkur, en það mæltist vel fyrir. Á gamlárskvöid höfum v:ð opið fyrir matargesti frá kl. 6 og veitum íslenzkan og franskan mat. Kl. 10 hefst svo ára- mótafagnaður í Næturklúbbn- um. Þar verða Fóstbræður og konur þeirra og ætla Fóst- bræður að syngja og skemmta gestum, en öllum er heimill aðgangur. Áður en samkom- unni lýkur ætlar franski kokkurinn okkar að gefa gestum franskan morgunmat, eins og Frakkar borða gjarn- an eftir að hafa verið að skemmta sér fram eftir nóttu. íslenzkt lambakjöt í frönsku tilrauna- eldhúsi — Um matinn almennt vildi ég taka það fram að gestir geta vaiið um fjölda rétta er franski meistarinn, Raymond Oliver, hefur valið fyrir mat- seðil okkar. Að sjálfsögðu notum við mest innlent hrá- efni í þá rétti — matbúið á franskan máta. Þessi matseð- ill er sambærilegur við mat- seðil á veitingahúsi Ray- monds í Paris sem heitir Le Grand Véfour. í þjónustu Raymonds eru 8 af 40—50 beztu kokkum Frakklands og eru 4 starfandi erlend:s, þar af einn hér hjá okkur — Pierre Destrieux — sem við köllum okkar á milli „meist- ;ara Pétur“. Hann verður hjá okkur í 6 ' mánuði. í veit- ingahúsi Raymonds í París er starfrækt tilraunaeldhús, þar ssm reynd;r eru ýmsir nýir réttir og þar er nú verið að gera tilraunir með íslenzkt lambakjöt, sem frönsku kokkarnir telja ágætt hráefni, og þeir halda því fram að fá lönd eða engin hafi eins gott matarhráefni og við íslendingar. Heimilismatur og síldarborð Glaumbæjar — Aðaláherzlu leggjum við á okkar eigin matseðil, Is- lenzkur matur, er skiptist í forrétti, Glaumbæjarmat og heimilismat. Þar get ég nefnt nýjung, síldarborð Glaum- bæjar, sem hjaðið. er 8 mis- munándi síldarréttum. Fólk getur fengið þessa 8 rétti sem sérstaika niáltið,. eða valið einn áf þeirn s’em förrétt. Glaumbæjarmatur er súrsað kjöt ýmiskonar, reyktur fiskur, reykt kjöt, saltað kjöt og pottabrauð, laufabrauð og flatkökur. Um heimilismatinn er það að segja að það hefur valdið mér vonbrigðum að gestir hafa enn ekki notfært sér hann. í dag er t. d. á matseðlinum steikt fiskflök með lauk á 25 krónur og rjómagullasch á 35 krónur, fyrir utan söluskatt og þjón- ustugjald. Þetta er sama verð og á venjulegum veitinga- húsum. Ég hef grun um að fólk trúi því ekki að það geti fengið mat hér á þessu verði, en ég hugsaði þetta þannig: við ein 10 borð situr fólk, sem vill fá dýran mat, en þá eru eftir önnur tíu og því þá ekki að fá fólk við þau sem ætlar sér að borða venjulegan mat í hádegi eða að kvöidi. Ragnar þarf að snúast í mörgu á meðan á samtalinu stendur, það er síminn sem sífellt hringir og einn og annar þarf að spyrja hann ráða. Ása, Lára, Sterling og hnakkur Thor Jensens Ýmislegt hefur breytzt frá því opnað var og ýmsir skemmtilegir og fornfálegir munir bætast við í baðstof- una og aðrar vistarverur. Einhver var að tala um að á einum veggnum héngi hnakk- ur sem Thor Jensen hefði einu sinni átt. í „fiskhjallinum“ eru net og netakúlur, gamlir olíulampar og ýmislegt ann- að sem safnað hefur verið saman. Þar er enn rúm fyrir fleiri hluti og Ragnar hefur beðið efnafræðing að plast- húða ýmsar fisktegundir, sem veiðast hér við land, og á að skreyta veggi „fis'khjallsins" með þeim. í Káetunni er komin á vegg skipsklukka úr Láru og einnig hangir þar líkan af Ásu, sem Duus átti, breiðfirzkur sexæringur og lituð mynd af Sterling. Stef- án „kafteinn“ í Káetunni og Ragnar ræddu um það, að nóg rúm væri á veggjum Framhald á 2. síðu. „Meistari Pétur“ og Ragnar Ragnarsson, yfirþjónn, ræða um matseðilinn á nýársdag, en á honum eru mörg fín nöfn. Ragnar hefur að undanförnu dvalizt í Sviss við framhaldsnáin t þjónustustörfum og matargerð. (Ljósm. Þjóðv.). Sviðinu í Framsóknarhúsinu hcfur verið breytt í helli. Foss steypist af stalli og grýlukerti hanga niður úr loftinu. Meiri jólaþroski „Kommúnisminn nærist á hatri og öfund eins og aðal- málgagn hans hér á landi ber vitni. Ritstjórar Þjóðviljans virðast einkar lagnir að rækta mannvonzkuna í blaði sinu“, segir Morgunblaðið í forustu- grein í fyrradag, eins og til þann sérstaka sál- arþroska sem blaðamenn þess segjast barmafyllast af um hver jól. Og blaðið heldur áfram: „Blindaðir af pólitísku ofstæki leggja þeir moskvu- mælikvarðann á allt milli himins og iarðar. menn og málefni. . . Þvi ..héraðsliðr', sem er reiðubúið að kasta sér í dauðagreipar kommúni'sm- ans, er hrósað í tima og ó- tíma, hinir eru miskunnar- laust 5vívirtir“. Þvi næst ,er talað um sjálfan dauðann og sjáfan djöfulinn og Kreml og enn haidið áfram; ,,Ö11 gagn- rýni kommúnista, bæði á ís- landi og annars staðar mótast af því, að svívirða andstæð- inginn, hversu góður lista- maður sem hann er og upp- hefja samherjann, hversu slæmur listamaður sem hann er“. En í greinarlok kemur í ljós að þessi þroskamikli jóla- boðskapur staf-ár af því einu að ritstjórar Morgunblaðsins eru óánægðir með r-itdóm sem Jón frá Pálmholti skrif- aði um nýjustu bók Guðmund- 'ar Daníelssonar. Eflaust munu ýmsir fleiri en Morgunblaðsmenn vera ó- . sammála Jóni frá Pálmholti um matið á ,,Syni mínum Sinfjötla“. Hins vegar fer þvi mjög fjarri að Þjóðviljinn hafi nokkurn tíma litið á Guð- mund Daníelsson sem and- stæðing sinn, enda hefur hann sízt af öllu gefið tilefni til þess. En Guðmundur hefur bak til að bera bað þótt menn greini á um skáldverk hans, og hann getur jafnvel risið undir varnarskrifum eins og þessari sérstæðu forustugrein Morgunblaðsins. Hitt er alvar- legra að Jón frá Pálmholti skrifaði nýlega ritdóm um smásagnasafn eftir einn af blaðamönnum Morgunblaðsins og fór um það mjög lofsam- legum orðum. Samkvæmt kenningunni hlýtur hann ekki aðeins að vera slæmur lista- maður heldur og reiðubúinn að kasta sér í dauðagreipar kommúnismans. Er búið að segja honum upp? Einnig hef- ur verið fjallað mjög vinsam- lega hér í blaðinu um það nýjasta meistaraverk hr. Jo- hannessens sem auglýst hef- ur verið .aí þKPS. njestþ lætisleysi fyrir þessi jól. Það skyldi þó aldrei vera að sjálf- ur dauðinn og sjálfur djöf- ullinn hafi einnig búið um sig í hundaþúfunni hans. Annars er það undarleg ár- átta að sjá samsæri Kreml- búa bak við hvert orð sem birtist hér í blaðinu. Aldrei hefur Þjóðviljanum dottig í hug að miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins eða Kennedy for- seti fjalli um greinar Krist- manns Guðmundssonar. aðal- ritdómara Morgunblaðsins.. Hann er svona lélegur hjálp- arlaust. — Austri. ■ i y ■xf'" •* tosisu-' i Sunnudag*ur 31. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3|

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.