Þjóðviljinn - 31.12.1961, Page 9
MINNISSTÆÐUR ÍÞRÓTTASIGUR
Að sjálfsögðu hafa blöðin birt margar ágætar myndir af íþróttaviðburðum á árinu sem er
að líða. I augum okkar er þessi mynd cinna minnisstæðust af þeim sem hafa birzt hér á
síðunni, en hún er tekin þegar Kristleifur Guðbjörnsson hafði Iokið 5000 m hlaupi í lands-
keppninni við A-Þjóðverja, en þá sigraði hann óvænt tvo ágæta þýzka hlaupara. En það var
ekki áreynslulaust eins og myndin sýnir. (Ljósm. Þjóðv.). I k
Áramóf
VIÐ
Þótt rás viðburða sé hægt að
breyta, og atburðir komi öllum
á óvart, þá verður ekki hægt
að breyta rás tímans. Hann
heldur áfram með sama hraða,
og sama öryggi, og kemur eng-
um á óvart. Og hversu margur
mundi ekki vilja gera sínar
breytingar á tímanum ef hann
gæti. Stytta ár erfiðleikanna, og
lengja daga og ár þegar allt
leikur í lyndi. En það er eitt
af því dásamlega við þessa til-
veru að geta einmitt gengið að
því vísu að dagur kemur á eft-
ir nóttu, og að sumar kemur á
eftir vetri.
Þessi dásamlega tilhögun gefur
öllum þeim sem hugsa fram i
tímann möguleika til þess að
gera áætlanir um starf og ann-
að sem hið daglega og árlega
strit varðar. Og er það ekki
einmitt starfið og vinnan sem
gerir þetta allt saman einhvers
virði.
f dag hefur svo eitt árið enn
„liðið í aldanna skaut“ með
sömu tímanákvæmni og önnur.
Vafalaust eru margir sem sakna
þess, eiga frá því endurminn-
ingar sem þeir hefðu viljað
staldra lengur við í þeim at-
burðum sem gerðust. En ekkert
er kyrrt, menn verða að fylgj-
ast með hinni órofa röð at-
burða sem gerast frá degi til
dags. Ekki er að efa að margir
hafa átt margt eftir ógert á ár-
inu, þegar á þennan síðasta
dag ársins kom, en tíminn leið
of hratt. Ef til vill hefur hin
óviðráðanlesa atvikaröð verið
þar að verki. Hvað sem um það
er, þá verða hver áramót tími
einskonar uppgjörs, og hugrenn-
inga aftur í tímann yfir liðna
árið, og þá vaknar oftast spurn-
ingin um það „hvort við höfum
gengið til góðs, götuna fram
eftir veg“. f því mati er nauð-
synlegt að vera raunsær, og
horfast í aiyu við staðreyndir,
hvort sev'i þær eru jákvæðar
eða r.cikvæðar.
Fjölgar þeim sem
iðka íþróttir?
íþróttamenn, og þá ekki sízt
þeir sem stánda á bak við
stjórnarstarfið í íþróttahreyf-
ingunni, áhugamennirnir, sem
toyggja á eldlegum áhuga hvers
annars, verða að láta hugrenn-
ingar sínar líða yfir liðið ár, og
vega og meta það sem gert
hefur verið. Vissulega mætir
þar huganum margt, sem vel
hefur verið gert, til þess að
halda uppi þessari æskulýðs-
hreyfingu.
Ef leitað er að kjarna hreyf-
ingar þessarar hlýtur hann að
vera sá að undirstaða hennar sé
að fá sem flesta til þess að
iðka íþróttir, flesta af æsku-
mönnum íslands til þess að
njóta útivistar, njóta hreyfing-
ar í hinum ýmsu formum sem
íþróttirnar bjóða upp á, sam-
fara því að vera þátttakandi í
góðu félagslífi, sem þegar er
orðið snar þáttur í nútíma þjóð-
félagi. Þetta hlýtur að vera sá
ikjarni sem allir íþróttamenn
ættu að vera sammála um að
íbróttahreyfingin byggist á. og
framtíð hennar sem æskulýðs-
hreyfingar.
Þá vaknar spurningin hvort
menn séu í raun og veru sann-
færðir um það að á því herr-
ans ári 1961 hafi raunverulega
fjölgað þeim sem iðka íþróttir,
frá því árinu áður. Ef litið er
á það að með hverju ári bætist
aðstaðan til íþróttaiðkana og
eins að fólkinu fjölgar, og það
ekki svo lítið á ári hverju, virð-
ist allt fremur benda til þess
að það gerist ekki. Því miður
eru ekki til nákvæmar skýrsl-
ur um þetta atriði, vegna þess
að skýrslur þær sem yfirstjórn
íþróttahreyfingarinnar fær eru
svo ófullkomnar að ekki er
hægt að mynda sér óyggjandi
skoðanir á iþessu. Þetta er þó
nauðsynlegt í framtíðaráætlun-
um íþróttamanna.
Meðan ekki liggja fyrir ná-
kvæmar skýrslur um þetta,
verður því haldið fram hér, og
það byggt á nokkrum kunnug-
leika, að f.iölgun þeirra sem
iðka íþróttir sé ekki í neinu
samræmi við þann aðbúnað sem
íþróttamenn hafa fengið á
mörgum undanförnum árum. Sé
þetta í’étt, er þetta í raun og
veru alvarlegt fyrir heildarsam-
tökin og fyrir þá góðu hugsjón
sem íþróttirnar óneitanlega eru.
Truflar lfeiilii að
afreksmönnunum?
Margir munu spyrja: Hvern-
ig má þetta ske, því í mörgum
greinum erum við að setja
landsmet, sem þýðir stöðugt
aukna getu, og því ætti mönn-
um ekki að fara svipað fram í
greinum, þar sem ekki verður
kornið að skeiðklukku eða mál-
bandi?
Þetta er mikið rétt, en þá
kemur ein spurning, og hún er
sú: Fer ekki það mikill hluti
tíma og krafta þeirra tiltölulega
fáu sem bera íþróttahreyfing-
una uppi einmitt í það að
hugsa um hina fáu efnilegu,
eða afreksmennina, að lítill
tími verður eftir í það að taka
að sér og leiðbeina hinum mikla
áhugasama fjölda sem vill leika
sér við iðkun íþrótta, sér til
garnans og hressingar, og frá
sjónarmiði foreldra og aðstand-
enda til þess að veita þeim
holla tómstundaiðju og góðan
félagsskap. Þeir hafa líka mik-
inn rétt til þess að gera ráð
fyrir að börnum þeirra sé veitt
tækifæri til að vera með þó
þau séu ekki efni í afreksmenn,
og er þá haft í huga sá stuðn-
ingur sem það opinbera veitir
félögum til starfsemi sinnar og
þá sérstaklega til bygginga
mannvirkja.
Sjálfsagt munu margir, sem
viðurkenna þetta sjónarmið, en
afsökunin mun oftast vera sú,
að þeir hafi ekki bolmagn til
þess að sinna öllum þetm fjölda
sem til félaganna leitar, og
veita þeim þá leiðbeiningu sem
nauðsynlegt er.
Þá komum við að hinu eilífa
vandamáli sem á hverju ári
blasir einna hæst við og það
er skortur leiðbeinenda innan
félaganna. Hvað það snertir er
dregið í efa að félögin sjálf geri
sér fulla grein fyrir máli þessu.
eða ef til vill réttara sagt að
sennilega gera þau sér ekki
ljóst hvernig eigi að leysa mál-
ið, og að þau verða að gera
það að einhverju leyti sjálf
eins og þau skipa nefnd, stjórn
eða fulltrúa. Á árinu sem er að
líða skeði eitt það merkilegasta
sem miðar í þá átt að leysa
mál þetta, en það var samning-
ur sá sem íþróttakennaraskól-
inn á Laugarvatni gerði við
Knattspyrnusambandið um á-
hugamannanámskéið fyrir leið-
beinendur, og er ekki óhugsandi
að fleiri greinar komi til með
að njóta velvildar skólans í
framtíðinni ef vel til tekst.
Það raunalega skeði í sam-
bandi við þetta að knattspyrnu-
menn skyldu hvorki sinn vitj-
unartíma né það kostaboð sem
þeim bauðst. Vonandi staldra
knattspyrnumenn við á tíma-
mótum bessu.m og gera sínar á-
ætlanir hvað þetta mál varðar
á komanHi ári. svo að bað verði
uriphaf að frekari samvinnu við
íþróttakennaraskólann á Laug-
arvatni í öðrum greinum. Tak-
ist betta, og beri félögin gæfu
til bess að hiálna sér sjálf með
hiáln íbróttakennaraskólans,
munu margir telja þetta eitt
það merkileeasta sem gerðist
hér á landi hvað varðar fram-
tíðarunpbvegingu íbróttaiðk-
ana, kennslunnar, leiðbeinenda-
starfsins.
Takist íþróttahreyfingunni að
vinna upp og eignast stóran
hóp manna í byggð og bæ, sem
getur með vaxandi getu og
kunnáttu leiðbeint æskufólkinu,
hlýtur að því að koma að hægt
verði að sinna þeim sem ekki
eru efni í afreksmenn, en hafa
yndi af því að vera með, leika
sér, vera félagi. Á þessum
tímamótum hlýtur það að vera
eitt höfuðmarkmið allra ráð-
andi íþróttaleiðtoga að reyna
að leysa undirstöðuverkefnið,
sem er: kennslan og leiðbein-
endastarfið. Eins og getið hefur
verið var stigið merkilegt spor
í þá átt á liðnu ári.
Áhugann vantar ekki
Þeir sem hafa fylgzt með á-
huga unga fólksins fyrir leik
og íþróttum vita, að auðvelt er
að fjölga um þúsundir þeim
sem iðka leiki og íþróttir, ef
að þeim er svo búið að áhugi
iþeira haldist og aukist með
réttri handleiðslu, og hand-
leiðslan er eini lykillinn að
því. Reynslan hefur sýnt, að
eldlegur og sannur áhugi leys-
ir næstum allt sem til þarf til
iðkana iþrótta. Hann ryður
velli, hann byggir hús, hann
býggir skíðaskála, sundlaugar.
Hann aflar sér tækja. hópar sér
í heimsóknir til félaga annars
staðar. Áhugi þessi getur orð-
ið ráðandi um áhuga æsku-
mannsins til þess að vera mað-
ur þegar út í starfslífið kem-
ur. Hafi verið heppilega kynt
undir æskuáhuganum, þar sem
markmið eru sett og unnið öt-
ullega að því að ná þeim, hefur
mikið gerzt í þá átt að ala upp
góða toorgara, ef til vill afreks-
menn í daglegu starfi sínu.
Það er þennan áhuga, seni
kyndir undir áhuga hvers og
eins sem til félaganna leitar
og hrífur þá til starfa, í leik, í
keppni, í félagslífinu yfirleitt,
sem í margfalt ríkara mæli
vantar í dag í íþróttahreyfing-
una.
Hér er því til mikils að vinna
fyrir íþróttahreyfinguna sjálfa
og eins fyrir æskufólkið sjálft
og þá um leið þjóðfélagið, sem
síðar nýtur viljastyrks þess og
orku í daglegu starfi.
Á þessum tímamótum hlýtur
því þetta mál sem hér hefur
verið aðallega gert að umtals-
efni, að vera draumsjón, sem
þarf að rætast á næsta og
næstu árum.
Síðar verður vikið nokkuð
að einstökum íþróttagreinum,
og fleiru sem ætti að vera efst
í huga íbróttamanna þegar þeir
skygnast inn yfir landamæri
ársins ,sem kvaddi og ársins
sem kom.
Frímann
Alþióðlegg $un<|ráðið sfað-
festir allmörg
Tokio 28/12. — Alþjóðlega
sundráðið, sem situr á fundi
í Tokio, staðfesti í dag nokkur
sundmet.
100 m skriðsund: Dos Sant-
os, Brasilía 53.6, 200 m skrið-
sund: Yamanaka Japan 2.00,4.
100 m bringusund: Jastrem-
ski USA 1.07,5, 200 m bringu-
sund: sami 2.29,6.
100 m flugsund: Schmidt
USA 58,6, 200 m flugsund:
Robie USA 2.12,6.
sundmet
100 m fjórsund: USA (Stock,
Jastremski, Schulhuuf, Sintz)
4.03.
Konur:
1500 m skriðsund: Rylander
Svíþjóð 19 02,8.
100 m bringusund: Goebel
A.-Þýzkaland 1 18,2, 200 m
bringusund K. Bayer A.-Þýzka-
land 2.48,0.
100 m flugsund: S. Doerr
USA 1.08,2, 200 m flugsund
Collins USA 2.32,8.
Sunnudagur 31. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (g