Þjóðviljinn - 31.12.1961, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.12.1961, Blaðsíða 11
Francis Clifford: 14. dagur í fjarska blikaði önnur elding; fitug skýin virtust síga ögn neðar. Hann fann hvernig maginn á honum umhyerfðist af ógleði þegár hann leit upp og starði upp í himininn eins og hinir. „Þeif verða að hafa hraðan á ef iþeir ætla að finna okkur fyr- ir myrkur;“ sagði Franklinn þegar Hayden kom frá Lauru Chándlef. „Hvað er klukkan orðin?“ „Tólf mínútur yfir.“ Hitinn og þögnin gerðu raddir þeirra hálfkæfðar. Stóri maðurinn urraði. „Eftir svo sem tuttugu -mínútur geta þeir ekki kofrtið auga á okkur — jafn-vel-þótt þeir fljúgi beint yfir pk.kúr.'“:-6aÖ var .svitagljái á andliti hans og hálsi. Hann tók af sér hattinn og notaði hann sem blævæng, barði loftið með klunnalegum hreyfingum. „Hvernig hður henni?“ Hayden lyfti öxlunum hægt og lét þær siðan síga. „Er hugsanlegt að hún lifi af nóttina?" „Hér?“ „Það fer að vefða allt útlit fyrir það.“ Hann sogaði að sér loft með dálitlu snörli. „Það er að skella á okkur óveður. Það nær okkur eftir svo sem klukku- tima og líkurnar fyrir —“ Svo sem hundrað metra í burtu hreyfðist eitthvað i runn- unum, skauzt áfram í löngum, mjúkum stökkum. „Hvað er þetta, drengur?" kallaði hann til drengsins. „Kanína." Nokkra stund horfðu þeir all- ir á hoppandi dyrið unz það hvarf. Svo' várð' úmhverfið aftur líflaust; eipangrun þeirra al- ger. „Mitt álit er þetta,“ hélt Franklinh áfram. ,,Þeir geta varla farið" á mis við okkur meðan birtan endist." Hann bandaði höfðinu til hliðar. „Flakið þarna — allt draslið kringum það — það ætti að sjást langt að í bessu umhverfi. Og þeir 'væru víst blindir ef þeir Athygli lesends skal vakin á því að útvarpsdag- skráin er birt í blaði II kæmu ekki auga á stélið hérna líka — svo framarlega sem þeir kæmu eftir svo sem kortér. Eft- ir það yrðum við að gefa þeim merki —“ „Það logar enn þarna yfir- frá.“ „— — Jamm, en það fer að minnka. Við þurfum að kveikja okkar eigið bál.“ Hann hélt á- fram að vingsa hattinum sínum fram og aftur. „Vandræðin eru bara, að þessi fjandans ský fara bráðum að hella úr sér yfir o.kkur, og þegar þar að kemur, þá verður ekki eftir neinn eldur og engin von um að kveikja annan. Þetta verður sko engin smáskúr þegar hún kernur." Útundan sér sá hann Boog taka nokkur skref í áttina til kletta- ranans sem dregurinn sat á. Hann gekk sjálfur í sömu átt og Hayden fylgdi á eftir. „Ef ekki væri óveðrið væri okkur borgið. Þeir myndu örugglega finna okkur innan nokkurra klukkutima, hvort sem væri dimmt eða ekki. En ef rigningin verður á undan þeim, þá verð- um við að hírast hér til morg- uns.“ Hayden horfði á óhreinar skýjaslæðurnar teygjast yfir ljósleitar hæðir í norðaustri. „Og þá deyr hún.“ Hann sló hægri hnefa í vinstri lófa. „Hvað ætli við séum langt frá Tuoson — hundrað mílur?‘‘ „Eitthvað nálægt því. En það gæti verið meira.“ „Hálftíma flug? Þriggja kor- téra?“ I-Iann sá, að Franklinn kinkaði kolli. „Af hverju koma þeir þá ekki? Það er klukku- tími síðan við hröpuðum — þeir ættu að vera búnir að sýna sig.“ „Þeir hafa kannski ekki vitað að við hröpuðum.“ „En neyðarkallið?" „Það er ekki víst það hafi verið neitt neyðarkall. Þetta virtist gerast svo fljótt.“ „En venjulegt talsamband þá? Hafa þeir ekki samband sín á milli?“ Nokkru áður, þegar hann kom til stúlkunnar, hafði hann sem snöggvast fundið aftur til van- trúar, til andstyggðar. En meðan hann einblíndi á hana, hafði hjarta hans fyllzt sársauka og kvöl og hann hafði srtúið írá henni, beizkur í huga yfir van- mætti sínum til að hjálpa henni, fullur gremju yfir þessum dýr- mæta tima, sem sóað var til einskis. „Og ratsjáin. Hvað um hana?“ „Það er tilgangslaust að spyrja mig,“ sagði Franklinn þreytulega- Svitadropi hpkk á nefbroddi hans eins og daggar- dropi. „Ég veit ekkert hvernig þeir vinna. En ég veit þó, að flugvélar fljúga eftir línu, svo að þeir vita nokkurn veginn á hvaða leið þeir eiga að leita okkar.“ í annað eða þriðja skiptið á fimm mínútum leit nema svo sem hálftíma til stefnu. hann á úrið sitt án þess að muna að það var brotið. „Hvað er klukkan núna?“ „Kortér yfir.“ Reykjavíkurbær Framhald af 12. síðu. son safnvörður erindi um fornar Reykjavíkurminjar. Hann ræddi þar um fornleifarnar sem komu upp, er grafið var fyrir Stein- dórsprenti við Tjarnargötu 4. Þar fannst eins og margir munu minnast allmikið af dýrabeinum, meðal annars úr geirfuglum, rost- ungum og svínum, og að lokum lcorn þar í Ijós steinþró, sem sumir töldu að væri eldstæði. Sumir töldu þegar, að þarna væri fundið ævafornt eldhús, jafnvel frá dögum Ingólfs landnáms- manns. Ekkert vildi Þorkell full- yrða um það, en taldi að þarna hefði staðið bær e. t. v. allforn. Hann hafði kynnt sér allrækilega forn skjöl um Reykjavík og inn- réttingar Skúla Magnússonar, og gat þess að þeir sem hingað til hefðu fjallað um hið forna bæj- arstæði Reykjavíkur, hefðu ekki kynnt sér öll gögn um það til hlítar. Kristján Eldjárn t-aldi ólíklegt að hinn forni Reykjavíkurbær hefði staðið við Tjarnargötu (á lóð Steindórsprents og Herkast- alans). Hann minnti á að öruggt væri hvar Reykjavíkurkirkjan forna hefði staðið, í kirkjugarð- inum við Aðalstræti. Til skamms tíma hefði það hinsvegar verið algild regla, að kirkjur hefðu staðið austur af bæjum og dyr snúið gegn bæjardyrum. Þetta at- riði mælti óneitanlega með þvi að hins forna bæjarstæðis væri að leita vestan Aðalstrætis. Ann- ars kvað hann að það mundi ó- gjörlegt að fullyrða neitt um bæjarstæðið forna nema að und- angengnum fornminjagreíti TIL SJOS OG LANDS SÆMUNDUÍt (hreppstjóri) JÓNSSON, skril’ari hjá Éimskip kaus nýlega við stjorparkjör í Sjómanhafélagi Reykjavíkur. — Sæmundur hefur ekki verið til sjós síðan 1927, en árin 1926 og 1927 var hann á vetrarvertíð hjá Kveldúlfi. Það er öll hans sjómennska. Er nú eðlilegt að slíkir menn velji forystu fyrir samtök sjómanna í dag? Starfandi sjómenn, kosið er alla virka daga frá kl. 3—6 í skrif- stofu S.R., Hverfisgötu 8—10. Kjósið lista starfandi sjómanna B-listann. X B-listi Tilkynning um söluskattsskírteini ’' H, j'1' ' ' • í dag, hinn 31. des'ember falla úr gildi skírteini þau, sem skattstjórar og skattanefndir hafa gefið út á árinu 1961, skv. 11. gr. laga nr. 10 1960 um söluskatt. Endurnýjun fyrrgreindra skírteina hefst 2. janúar n.k. og skulu atvinnurekendur snúa sér til viðkomandi skatt- stjóra eða skattanefndar, sem gefa út skírteini þessi. Allar breytingar, sem orðið hafa á rekstri, heimilisfangi eða þ.h. ber að tilkynna um leið og endurnýjun fer fram. Nýtt skírtcini vcrður aðcins afhcnt gegn afhendingu cldra skírteinis. Eyðublöð fyrir tilkynningar um atvinnurekstur og sölu- skattsskírteini fást hjá skattstjórum og skattanefndum. Reykjavík, 30. desember 1961. SKATTSTJÓKINN 1 REVKJAVÍK. I 'I I ( ! Sfjárn bands Islands oskar ölliim sambandsfélögmn og velunnurom verkalýðsins • : i • -i .' gleðilegs nýárs. V0 W&nrt/iHHUfðt Sunnudagur 31. desember 1961— ÞJÓÐVILJINN — Q £

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.