Þjóðviljinn - 31.12.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.12.1961, Blaðsíða 7
Útgefandl: Bameiningarflokkur alþý5u -, Sósiallstaflokkurinn. - Rltstiórar: Masnús Kjartansson (áb.), Maanús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstiórar: fvar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn. afgreiSsla, auglýsingar, Drentsmlðja: Skólavörðust. 19, Siml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. PrentsmiðJa Þjóðvlljans h.f. Á krossgötum m áramót geta menn sezt á krossgötur að því er fornar sagnir herma. „Þá koma álfar úr öllum áttum og þyrpast að manni og biðja hann að koma með sér en maður má engu gegna, þá bera þeir að manni allskonar gersimar gull og silfur, klæði mat og drykk, en maður má ekkert þiggja. Þar koma álfakon- ur í líki móður og systur manns og biðjia mann að koma og adra bragða er leitað. En þegar dagur rennur þá á maður að standa upp og segja: „guði sé lof, nú er dagur um allt loft“. Þá hverfa allir álfar, en allur þessi álfaauður verður eftir, og hann á þá maðurinn. En svari maður eður þiggi boð álfa, þá er maður heillað- ur og verður vitstola og aldrei síðan mönnum sinnandk'. Jslenzka þjóðin situr nú á þvílíkum krossgötum. Ókennilegt lið þyrpist að úr öllum áttum og býð- ur landsmönnum með sér í Efnahagsbandalag. Og ekki vantar að góðir kostir séu í boði; þar eiga að vera óþrotlegir markaðir fyrir afurðir landsmanna, feikn- arleg auðæfi sem hver þegn geti hagnýtt sér, og fram- undan á að blasa við þjóðfélag velsældar og lífsham- ingju. Ekki skortir heldur á að þeir sem kostina bjóða bregði sér í líki nákominna ástvina; þeir segjast vera bræður okkar og samherjar, og bandalagið sé stofnað til 'þess að hjálpa okkur á óeigingjarnasta hátt á efna- hagssviðinu eins og Atlanzhafsbandalagið verndar okk- ur hernaðarlega; við eigum að njóta þar sömu hlýju og umönnunar og kornabam hjá móður sinni eða systur. • • • Cá einn er ljóður á þessu góða boði að við verðum að sætta okkur við að heillast og láta stela, frá' okkur vitlnu. Við eigum að afsala okkur sjálfsákvörðunar- rétti og fullveldi, bjóða erlendum fyrirtækjum inn í land okkar og landhelgi, gefa erlendum verkalýð jafn- rétti til starfa 'hérlendis,. breyta alþingi í hreppsnefnd, hætta við þann baslbúskap að vernda hér íslenzka menningu og sjálfstæða tungu en láta í staðinn hug- fallast niður í „erlenda menningarstrauma‘!. Okkur er boðið að gangast annarlegum öflum á hönd og verða aldrei framkr mönnum sinnandi. J^n þjóðsagan kennir okkur að við hreppum hvorki gersemar, gull né silfur, maf né drykk, með því að bregðast sjálfum okkur. Ef við látum glepjast hverfa öll þau verðmæti um leið og dagur rennur, en það sem virtist vera álfaborg reynist þrældómskista. Leiðin til að hreppa -alla hina góðu kosti er sú að afneita gýli- gjöfum en velja sér þau verðmæti ein sem felast í ator-ku-og húgviti sjálfstæðrar og óháðrar þjóðar. yíst eru ýmsir af valdamönnum þjóðarinnar ólmir í að grípa þær sýndargjafir sem hampað er framan í okkur. „Sjaldan hefi ég flotinu neitað“, sagði Fúsi, beit bita sinn úr flotskildinum og trylltist og varð vit- laus. Engu að síður munu flestir íslendingar kunna að velja sér rétta leið á krossgötunum, þannig að menn geti að lokum lofað hver /Sinn guð og séð dag um allt loft. í trausti þess árnar. Þjóðviljinn landsmönnum öllum árs og friðar. — m. I I I I I I I 1 I I I I I I TiSindl af íslendingum sem sfunda nám i Múnchen Sunnudagur 31. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — Vélsetjari sem lengi hef- ur starfað við Þjóðviljann, Þprólfui' Daníelsson, stund- ar nú framhaldsnám í prentlist í skóla í þýzku borginni Miinchen. Hann hefur sent blaðinu eftirfar- andi lýsingu á lífsháttum og félagsskap íslenzks náms- fólks þar suðurfrá. í borginni Munchen í SuSur- Þýzkalandi er lítil íslenzk ný- lenda, samtals tuttugu og þrir landar. Þetta eru námsmenn, komnir af öllum landsho'rnum ís’ands. Ókunnugir gœtu þó haldið að þetta fólk hefði alizt upp saman, svo vel heldur það hópinn. Það blandar lítt geði við aðrar þjóðir, og það er ekki nema með töfrum ástarinnar sem hægt er að sprengja múra þessarar litlu, sjálfstæðu ný- l'endu. Mig langaði til að. forvitnast um lif íslendinganna hér í borginni og sótti því heim fyrrverandi formann Félags íslendinga í Múnchen (F.I.M.). Jónas Bjarnason cand. chem, og konu hans Krstínu Hjartar- dóttur. Þar var fyrir harðsnúið lið til að koma í veg fyrir að fréttamaðurinn færi á brott án þess að hafa allt orðrétt eftir. Auk þeirra hjóna voru þarna stödd núverandi formaður F.í. M. Gjdfi ísaksson cand ing., Pétur Stefánsson cand ing. og frú Sigurbjörg Snorradóttir Geirdal. Þegar við höfðum drukkið marga bolla af kaffi húsmóð- urinnar og rabbað um hitt og annað merkilegt, spurði ég Jónas, sem hér var elztur ís- Gylfi ísaksson cand. ing., nú- verandi formauur F.Í.M. lenzkra námsmanna, um fé- lagsjiíf íslendinganna í Mun- chen. — Félag íslendinga í Mun- chen var stofnað 1. desember 1953 og var fyrsti formaður þess Bjarni Magnússon hag- fræðingur. Stofnendur voru þrettán. Það sem vakti aðallega fyrir stofnendum var að fé- lagið sæi um skemmtanahald íslendinga, og þá sérstaklega þjóðhátíðardagana, stæði vörð um réttindi þeirra og æfði menn í fundarreglum og ræðu- mennsku. Félagið stendur fyr- ir hátíðahöldum 17. júní og heldur skemmtun 1. desember. Einnig heldur það þrjá eða fjóra skemmtifundi á ári. Aður var einnig sameiginlegt borð- ha’d á aðíangadagskvöld, en það hefur lagzt niður síðustu ánin Vegna þess hve mörg hjón eru hér í íslendingahópnum sem vilja halda jólin á eigin heimilk í staðinn hafa þeir sem ekki fara heim um jólin holað sér niður hjá þeim fjöl- skyldum sem eiga kost á að taka að sér gesti yfir jólin. Þar eru menn þá á aðfanga- dagskvöld og jóladag. Þá hafa og verið haldnar jólakvöldvök- ur milli jóla og nýárs. Auk þess er svo kvöldvaka á Fasching-Dienstac:. — Hvað er þetta Fasching? — Þetta er heljarmikil kjöt- kveðjuhátíð. Hún byrjar á þrettándanum og stendur til sprengidags. Örðið Fasching þýðir fasta. Þessi hátíð byrjar hægt og rólega með hægri stígandi. Um helgaí' éru haldnar kvöldvökur' í flestum veitinga- húsum. Kosihn er Fasching- ■ prins sem stjornar allri hátíð- inni. Hann fær lykil að borg- inni og er þyí raunar borgar- stjórinn meðari þessi ósköp ganga á- Þegar nær dregur lokum' áukasf ' ’iKemmVanirnar og kátínan magnast. Menn ganga á milli veitingahúsanna í allskonar gfímúbúriirigum og . láta feiknlega. Hátíðin nær há- marki sí'ðasta daginn, þegar Fasching-prinsinn er bórinn til grafar. Þá fara allir sém vett- lingi geta va’dið út á 'götuna og í veitingahúsin til að dansa og láta öllum illum látum. Þetta eru fjölbreytt og skemmtileg hátíðahöld, sem á- stæða væri til að segja meira frá. — Meira um félagslífið? — Þegar Heinrich Bossert Meðal skcmmtiatriða á skemmtun F.Í.M. 1. desem ber var kappát það sem hér er myndað. Með hend- ur aftur á baki nöguðu menn hörð rúnnstykki sem héngu í spottum. var gerður að íslenzkum kon- súl árið 1969, bauð hann félag- inu aðgang að kaffistofu starfsfólks síns til afnota hve- nær sem félagsmenn vildu til fundahalda. Þetta var auðvit- að þegið með þökkum, og höf- um við nú ágætt félagsheimili með útvarpi og sjónvarpi auk þægilegrar veitingaaðstöðu. Konsúllinn hefur undanfar.in tvö ár boðið okkur í ferðalag, og hafa þau bæði verið farin til Austurríkis og ríkt almenn ánægja með ferðirnar. Hann býður og öllum Islendingum sem hér eru til kvöldverðar rétt fyrir jólin. Þar veitir ■ hann höfðingiega, bæði mat og drykk. Hann les jólaguðspjall- ið og spilar þýzka jóiasálma. Stórt iólatré síendur á góifinu. Það er reglulega jólalegt hjá okkur. — Mér skilst að Múnchen sé mikil gleðiborg, en hvernig er að iæra hér? — J á, ’þotia ér góð borg. Hún er gjarnan kölluð París Þýzka- lands. Hér eru mörg leikhús og sönghallir. Hér eru færð upp gömul klassísk verk og nútímaverk, svo úr nógu er að velja. Óperuhöllin nýja, sem a?S öllum, líkindum verður opn- uð á næsta ári, er ein sú full- komnasta í Evrópu ef ekki í heimi, Hér þekkist það ekki að letkið sér fyrir hálfu húsi. Öll leikhús eru yfirfull og langar biðraðir eftir aðgöngu- miðum. Munehen er mikil lista- og vísindaborg og stend- ur menning hennar á gömlum merg. IJvorki Þriðja ríkið né héimsstyrjöld gátu breytt þar nokkru um. Heimsfrægir vís- inda- og listamenn leggja gjarnan leið sína hingað. í rauninni má segja, að ekki þurfi annað en rétta út hend- ina, eftir því sém maður heizt vill. Námsstofnanir eru hér góðar og'margskonar og námsíns frábær. undif hverjum og hvaða árangri ■harin nær. — Hyernig enaist yfirfærsl- án? ■ : •— Siðustu tvær- gengisbreyt- ingar ísienzktí:- kfónunnar hafa orðið þess vaiCHUidi ;>ð margir stúdéntar, sem -jmgsaS hafa til iangs náms erlend's, hafa orðið fi'á að hv'erfap toili og jafnvel hætf 'álveg. Því má segja að nógu .gfjitt sé- <ið ievsa út úr ban.ka ]'ý. -i ééO' merk á mán- uói pom.j'ýfirfærsían .nemur, en mtöaö' vjjttí það afffæði, húsnæði og:. y£-rk|æ;fi til námsins er allt ■ >■ rt ' ■ ■ þá er ’Akki hægt að seg;i(i á?á:’ý|5.rfærsÍ8,n sé rausn- arlég. I^jnsmennhér geta v.aitshugsaö, sér að þeir gleymi 15Æ0Qc.; niátkum í skyrtuvasan- um;'*einsýog Islendingurinn í I-Iariýp.ófg', ;■-- ý — Mér var. sagt þegar ég fór frá íslandí f iiaust, að ís- vetv'.. lendingar í Múnchen drykkju mikið. Er það rétt? öryggið færast yfir þessa kvæntu menn og séð .hvílíkum 'breytingum þeir taka við nám- ið, þá hika ég ekki við að ráð- leggja mönnum að taka konur sínar með til námsdvalar erlend- is, þeim sem þær eiga. Ég vil líka meina að það sé nokkurn veg- in víst að kvæntir menn ljúki námi, hafi þeir aðstöðu til að hafa konurnar hjá sér. Því teldi ég æskilegt að ríkisvaldið létti undir með þeim mönnum sem vegna fjárhagsvandræða verða að skilja þær eftir heima. (Pétur bætir við seinna, að eftir að hafa heimsótt Jónas og frú í litlu íbúðina beirra, langi sig mest til að fara snögga ferð heim til Islands, gagngert þeirra erinda að tæla einhverja veikgeðja stúlku út í hjónaband og koma svo með hana hingað út). ® Það brá svo við á síðasta aðalfundi F.í M. 8. d.esember í vetur, að formaður þess var kosinn einróma og með lófa- taki. Þessi einróma kosni for- maður heitir Gylfi ísaksson og stundar nám í byggingarverk- fræði. Ég spurði hann um fyr- irætlanir félagsins á starfsár- inu. — Ég vil ekki lofa neinu upp í ernvna á mér, til að láta ekki hanka mig á næsta aðal- fundi, svarar Gylfi. En ég myndi vilja álíta að starfið yrði ekki minna en undanfarið, og ég veit ekki hversu æsk’legt ' er að auka það. Því sannleik- urinn er sá að betra væri að Islendingar blönduðu meira geði við Þjóðverja, bæði vegna : námsins á þýzkunni og svo til ' að öðlast betri þekkingu á ; þýzku þjóðinni. Það er auðvit- að gott að halda vel saman, en þó getur það valdið því að menn fari héðan að loknu námi án nokkurrar þekkingar á lifnaðarháttum Þjóðverja. ; Norðmenn og ísiendingar eru Framhald á 10. síðu. j Fullveldisræðuna á sam- komu. íslendinga í Munchen 1. desember í veíur flutti Jónas Bjarnason cand. chem.. þá formaður Féiags íslendinga í Munchen. Ræðan er á þessa leið: Kæru iandar og gestir! Við erum hér saman komin á gleðistundu og ætlurn því að gleðjast. En áður en við gefum gleðinni lausan taum- inn, ber okkur áð minnast þeirra atburða, er gáfu okk- ur túefni til dagamunar og hafa þau atvik hugföst, er mörku'ðu þáttaskil í sögu ís- lands. Þann 1. deseiriber 1918 sam- þykkir Donaþing og konung- ur fullveidi íslands. Má þá segja, að einskis haíi lengur notið af yfirráðum Dana á ís’:andi, þótt að nafninu til væri þeim danski konung- úrinn sameiginlegur. Var þá og lokið yfirráðum útlendra manna á íslandi er staðið höfðu rúm 650 ár, eða frá árinu 1262. Á þeim tíma hafði mikið gengið vf'r ís- lendinga. Harðstjórnir og vanstjórnir ásamt með eld- gosum, dreppeslum og alls- kyns volæði sem heltóku landið. Glöggt má sjá afleið- ingar þessa. Mannfólki !ands- ins hafði sáralítið fjölgað á öllum þessum óratíma er- Jónas Bjarnason cand. chem., íyiTverandi formaðuv F.Í.M. lendrar kúgunar og spilling- ar. En mjór er mikiis vísir. Mannstofninn var sterkur, og þeir, sem af lifðu, voru gagnteknir eldmóði og hug- rekki og settu sér markið hátt. Sjálfstæði Islands og ekkert minna. Þeir vörðuðu veginn. Takmarkið kostaði allt að 100 ára styrjöld, en barizt var á vísu íslendings- ins. Mörg ferskeytlan og vís- an var beittari en bezti örv- aroddur, en skáld og mælsku- menn voru hershöfðingjar ís- lands og blésu þeir herlúðr- um sínum landsmenn til or- ustu. Samstaða manna var frábær og sérhver lagði sitt til málanna og sjálfsforráða- réttur ís’endinga óx stöðugt. Síðan kom að því 1. des. 1918, að íslendingar gerðust sjálfs síns herrar. Þá var takmarkinu náð. Kæru landar, við minnumst þessara atburða með fögnuði og hugsum til íslands sona og clætra, sem með einurð, dugnaði og drengskap náðu hinu eðla takmarki, sem við n.ú búum að. En með því er ekki er allt fengið. Ég minn- ist gamals .máltækis: Meiri vandi er að gæta fengins fjár en að afla þess. Já, það eru orð að sönnu. Okkar verk- éfni er að halda sjálfstæði íslands, og megum við aldrei rnissa siónar á því takmarki, hvað sem yfir dvnur. Við horfum álengdar á vígbún- aðarkapphlaup og valda- græðgi stórvelda, sem á allan hátt reyna að sýna mátt sinn og megin. Beita þau óhrein- ustu brögðum til að lokka smáríkin til fylgTags við sig, við það vaxa þau cg éiv’fnin eftir því. Við íslendingar megum ekki láta glepjast af tunguliprum fagurgölum, sem kvnnu að hafa ágirnd á; landi voru. Við verðum að/ sigla milli skers og báru og aldrei vanvirða málstað lands.: vors. Við trúum á íslenzkan þjóðarstofn, menningu hans og land vort. Til samheldni okkar ber okkur að varoveita menningu ís1ands og auka, svo og halda þjóðareinkenn- um okkar. Annars erum við hauslaus her, 02 er þá hætta búin. Gerðumst við þá brátt einseyringur í buddu ríka : mannsins. Við eigum að : kunna að vei+a erlendum straumum viðtöku, án þess 1 þó að skerða menningu vora. Við íslendingar, sem er- lendis búum verðum sérstak- lega að hafa þetta hugfast, svo við missum ekki sjónar á velferð íslands, hér, í öldu- róti stórþjóðanna. ; Vil ég að lokum vitna í ; snillinginn Stephan G. Step- hansson. Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. Frænlta eldf.ialls og íshafs, sifji árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós sonur landvers og skers. — Sá orðrómur að íslend- ingar hér I: Múnchen drekki mest aTra ísienzkra stúdenta erlendis er algerlega á m;s- skilningi býggður. Hinsvegar er Munchen mesta bjórj drykkjuborg í heimi, og hafa íslendingar hér' gjarnan gortað af gæðum bjórsins, enda er hann góður. Þykir ókunnugum því sjálfsagt að þeir svolgri hann óspart. Svo er og hitt, að í þetta stórum hóp eru oft nrsjafnir sauðir, og er harla csanngjarnt að dæma alla eftir þeim. Hitt er svo annað mál og óskylt, að ís'endingar láta ógjarna Þjóðverja drekka sig undir borðið. — Segið þið mér eitt. Er betra að hafa konu sína með sér, þegar menn eru við nám feiT'éridis? '— Ég er búinn að reyna hvort tveggja, segir Jónas, og ég líki því ekki saman hversu mildu betra er að hafa eigin- konuna með. Maður er meira heima og er rólegri við námið. Maturinn smakkast betur og auk þess lifir maður ódýrar. En þar sem ég imyndaði mér.. að ég sæi skugga af kökukefli í augunum á hinum gifta manni, þá spyr ég. Ííka hina. Pétur Stefánsson svarár: — Ég héf að vísU ekki eigin reynslu af hvorutveggja, en eftir að haía séð sálarróna og Fegurðarsamkeppni í U.M.S.Þ. Þátttakendur talið frá vinstri: Ungfrú Raufarhöfn (Ólafur Mixa), Ungfrú Húsavík (Jónas Bjarnason) og Ungfrú Kópasker (Böðvar Guðmundsson). Fegurðarsamkeppn- in var skemmtiatriði á skcmmtun Féiags íslcndinga í Munchen í desember í vetur. 0) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 31. désember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.