Þjóðviljinn - 20.01.1962, Blaðsíða 5
:
Bandaríkjamenn ætla ai senda
CANAVERALHÖFÐA 19/1 — A
mánudaginn verður reynt að
senda héðan gcimtlaug til tungls-
ins. Henni er bæði ætiað að taka
myndir a£ tunglinu og flytja
mælitæki sem eiga að Ienda á
tunglinu.
Geimferðastofnun Bandaríkj-
anna, NASA, tilkynnti þetta í
gær. Ekkert var minnzt á fyr-
irhugaða tilraun til að senda
mannað geimfar á braut um-
hverfis jörðu, en búizt er við að
sú tilraun verði einnig gerð í
næstu viku.
Tunglflaugin verður af gerð-
inni Banger og mun hún verða
66 klukkustundir á leiðinni til
tunglsins (376.000 km), ef allt
Finnska stjórnin
mun segja af sér
HELSINKL, .10/1 —, Forsætisráð-
herra Finnlands, Martti Miettun-
en, skýrir blöðum frá því að
hann muni biðjast lausnar fyrir
stjórn sína strax að afloknu for-
setakjöri 15. febrúar. Það er þó
ekki búizt við að viðræður um
myndun nýrrar stjórnar muni
hefjast fyrr en hið nýkjörna
þing kemur saman 24. febrúar, en
þingkosningar fara fram 4. og
5. febrúar. Nýja stjórnin mun
ekki taka við fyrr en forsetinn
hefur verið settur formlega í
embætti 1. marz.
gengur að óskum. Komi eitthvað
fyrir svo að tilraunin verði ekki
gerð á tilsettum tíma mun verða
að fresta henni um fjórar vikur.
Þegar mælitækjahylki flaugar-
innar er komið í 3.800 km fjar-
lægð frá tunglinu, er ætlunin að
sjónvarpstæki byrji að senda
myndir af því til jarðar. Verður
haldið áfram að senda myndir
bar til hylkið er aðeins 25 km
yfir tunglinu. Tekið verður á
móti myndunum í rannsókna-
stöð geimferðastofnunarinnar í
Goldstone í Kaliforníu.
í 25 km hæð yfir tunglinu
verður dregið úr ferð hylkisins
með bakflaugum svo að hraði
þess minnkar úr 10.000 km á
i klukkustund í 130 km.
Ekki er þó ætlunin að láta allt
hylkið lenda óskaddað á tungl-
inu, heldu.r aðeins hluta þess,
sem hafa mun að geyma mæli-
tæki. svipuð jarðskjálftamælum,
og verður mælingum þeirra út-
varpað til jarðar.
Geimferðastofnunin hefur fyr-
irfram gert ráð fyrir því að til-
raunin kunni að misheppnast og
hefur hún þrjár eldflaugar til-
búnar, svo að hægt verði að
revna aftur, ef illa fer.
Nú eru liðin rúm þrjú ár síð-
an Sovétríkin sendu fyrstu tungl-
flaug sína á loft (2. janúar 1959).
Lúnik I fór að vísu fram hjá
! tu.nglinu (í um 5.000 km f jar-
lægð) og á braut umhverfis sól-
Apinn Enos fékk taugaófall
á ferS sinni um geiminn
MOSKVU 19/1 — Anastas Mik-
ojan, varaforsætisráðherra Sov-
étríkjanna, fór í dag frá Bama-
ko, höfuðborginni í Malí, til Ra-
bat í Marokkó. Þangað bauð
honum Hassan konungur annar.
Mikojan hefur undanfarið ferð-
azt um ýms lönd í V-Afríku.
Járnbrsutarslys
Búlgsríu
SOFIA 19/1 — Tólf manns biðu
bana og 26 slösuðust í járnbraut-
arslysi í norðausturhluta Búlgar-
íu 6. janúar sl. Athugun hefur
verið gerð á orsökum slyssins og
hefur komið í Ijós að starfs-
menn á tveimur járnbrautar-
stöðvum höfðu brugðizt skyldum
sínum.
ina, varð fyrsta „gerviplánetan“.
Um haustið sama ár (13. sept-
ember) var Lúnik II. sendur á
loft og hæfði hann tunglið og
mánuði síðar fór Lúnik III um-
hverfis tunglið, tók myndir af
bakhlið þess og sendi til jarðar.
Hingað til hafa allar tilraunir I
Bandaríkjastjórnar til að senda
eldflaug umhverfis tunglið mis-
heppnazt (Pinoeer-flaugarnar). 1 j
þeirri tilraun sem bezt heppnað-
ist (Pioneer V) fór eldflaug fram
hjá tungli á braut umhverfis
sólina. I fréttum frá Moskvu
hefur verið frá því skýrt að
Sovétríkin hyggðust gera tilraun
á næstunni til undirbúnings
mannaferðum .til tunglsins.
Mikojsn kominn
Þeffa barn fœddist andivana
látli drengurinn hér á myndinni ásamt móður sinni er brczkur að
ætt og heitir Philip Paddock. Hann fæddist andvana fyrir cinu ári.
Iligrta hans sló ekki þegar hann kom í þennan hcim en hér á
myndinni er hann sprækur og leikur við hvern sinn fingur. Frá
tæðingu hans og fyrsta aii er sagt í síðasta hefti brezka lækna-
ritsins (British Medical Journal). Móðir hans, Barbara Paddock, 31
árs gömul, lagðist á sæng í sjúkrahúsi í Birmingham. Fæðingin
var erfið og þegar barnið fæddist var það helblátt og hjarta þess
sló ekki. Súretni var dælt í Iungu drengsins og Iæknar gerðu lít-
inn skitrð í brjóst hans og nudduðu hjartað. Eftir tvær mínútur
tók lijsrtað að slá reglulcga, 140 slög á mínútu. Eftir stundartjórð-
ung fór hann að draga andann á eðlilegan hátt, en haldið var
LOS ANGELES 19/1 — Sjim-
pansinn Enos sem Bandaríkja-
menn sendu á braut umhverfis
jörðu í nóvembcr s.l. og náðu
aftur til jarðar heilum á húfi
fékk taugaáfall á ferð sinni um
geimjnn, segja læknar þeir sem
hann hafa skoðað.
I ferðinni brugðust þau tæki
sem áttu að gefa Enosi raflost
hvert sinn sem hann snerti við
þeim tækjum sem hann mátti ekki
koma við. I staðinn fyrir fékk
hann raflost hvert sinn sem hann
kom við þau tæki sem honum
1 hafði verið kennt að hreyfa.
I Þrátt fyrir þau óþægindi sem
þetta olli honum hélt hann á-
fram að vinna þau verk sem
honum höfðu verið falin. Enosi
líður vel, segja læknarnir.
WELLINGTON 19/1 — Tvær sov-
ézkar skrúfuþotur hafa flogið frá
Moskvu til sovézku bækistöðvar-
innar Mirní á Suðurskautsland-
inu. Þá er fengin vissa fyrir því
að hægt er að halda uppi reglu-
bundnum ferðum til sjötta meg-
inlandsins. Erfiðasti áfanginn á
leiðinni var ferðin frá Nýja
Sjálandi til Mc-Murdo-sunds.
áfram að dæla lofti í Iungu hans í fimm stundarfjórðunga. Mánuði
síðar komst hann heim af spítalanum, heiibrigður í alla staði.
Búið að loka
Póstmenn í Bretlandi hafa nú undanfarið staðið í deilu við póst-
“ stjórnin, sem hefur neitað kröfum þeirra um kaupliækkanir. Þar
eð þeir eru opinberir starfsmenn hafa þeir ekki verkfallsrétt, en hafa í staðinn neitað að vinna
alla yfirvinnu. Fyrir bragðið hefur bréfadreifingu seinkað mjög og svo mikið, að í London hefur
orðið að Ioka pósthúsum. — Myndin er tekin í einu þeirra og sýnir vel, hversu mikill póstuþ hef-
ur þar safnazt fyrir.
LONDON 19 1 — Þriggja ára
gamall drengur í Lceds í Eng-
landi lézt í dag úr bólusótt og
hafa þá samtals sex manns orð-
ið veikinni að bráð í Bretlandi.
Litli drengurinn átti fjögur
systkini og er óttazt að þau
hafi smitazt. Eru þau í sóttkví
á sjúkrahúsi í Leeds.
Bólusetningu var haldið áfram
í dag víða í Bretlandi og enn er
strangt eftirlit með öllum Pakist-
önu.m sem til landsins koma.
Fólki sem fór flugleiðis úr landi
var bent á að í ýmsum löndum
séu nú gerðar kröfur til þess
að ferþegar frá Bretlandi hafi
gilt bólusetningarvottorð áður en
þeim er hleypt í )and_,Þetta á
m.a. við um Italíu, Grikkland,
Spán og Finnland.
Bóluefni var sent í dag til
ymissa smáþorpa í Norður-Eng-
landi og á það að nægja til að
bólusetja milljón manns.
Heilbrigðisyfii’völdin reyna nú
að hafa upp á tuttugu mönnum
sem urðu samferða Pakistana í
langferðabíl á laugardaginn var.
Óttazt er að hann hafi haft veik-
ina og hafi smitað- samferða-
menn sína. 3.000 manns gáfu sig
fram og sögðust allir hafa verið
í bílnum með Pakistananuni og
voru þeir allir bólusettir til von-
ar og vara.
Ótti við bólu í Svíþjóð
Piltur og stúlka liafa verið
sett í sóttkví í Svíþjóð í örygg-
isskyni, þó ekki sé nema lítil á-
stæða til að ætla að þau hafi
fengið bóluna. Stúlkan hafði
verið í Dusseldorf þar sem ból-
an hefur stu.ngið sér niður, en
veiktist við heimkomuna. Piltur-
inn er tvítugur sjómaður sem var
á skipi í siglingum milli Gauta-
borgar og London. Hann hafði
mikinn hita við heimkomuna og
ýms önnur sjúkdómseinkenni,
sem kunna að stafa af bólu, en
geta þó einnig stafað af ýms-
um öðrum sjúkdómum.
I Svíþjóð er ekki talin mikil
hgetta. á bólufaraldri, en þó gerð-
ar ýmsar varúöarráðstafanir. All-
margir hafa látið bólusetja sig í
Gautaborg og Stokkhólmi.
Nýr senlierra '»
iSvíþjéfer hér
'STOKKHÓLMI 19/1 — Sænski
ræðismaðurinn í Genoa, August
t von Hartmansorf f, hef ur verið
, skipaður sendiherra Svíþjóðar á
íslandi í stað von Eulen-Chelpins
sem því embætti hefur gegnt
i nokkur undanfarin ár.
Laugardagur 20. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5(