Þjóðviljinn - 14.02.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.02.1962, Blaðsíða 3
Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á skattalögunum og er það helzti tilgangu'r þess að stórlækka skatta á fyrirtækjum. Frum- varp þetta var rætt á fundi Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík 3. október sl., og fimmta október skýrði AI- þýðublaðið frá því að fundar- menn hefðu yfirleitt lýst yfir fullri andstöðu við frumvarp- ið. Sérstaklega skýrir ritstjóri Alþýðublaðsins, Benedikt Gröndal, frá andstöðu sinni, en einnig eru tilgreindir jafn áhrifaríkir Alþýðuflokksmenn og Batdvin Jónsson og Guðjón B. Baldvinsson. Þjóðviljinn birtir hér mynd af frétt Al- þýðublaðsiins * heild en birt- ing hennar átti auðsjáaniega að sanna að ráðamenn Alþýðu- flokksins hefðu sjálfstæðar skoðanir og greindi á við Sjálfstæðisflokkinn um ýmis mál. Samt er frumvarpið nú lagt fram í nafni ríkisstjórnarinn- ar allrar, einnig Alþýðuflokks- ins. Þannig er ekkert tillit tekið til afstöðu Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins, og til þess er auðsjáanlcga- ætlazt að Alþing- ismaðurinn Benedikt Gröndal greiði atkvæði gegn skoðun- um Fulltrúaráðsmannsins Benedikts Gröndals. Næsta sumar efnir ferðaskrif- stofan Sunna til fyrstu hópferð- ar sinnar til byggða Islendinga í Vesturheimi. Fararstjóri í lerð þessari verður séra Bragi Friðriksson, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur, en hann var um nokkurra ára skeið sóknarprestur í Islendingabyggðum vestan hafs. Héðan verður haldið áleiðis til New York með flugvél að kvöldi 30. júlí n.k., en heimferð er frá Winnipeg 20. ágúst. Meðan hóp- urinn dvelst vestra mun hann m.a. taka þátt í hinum árlega íslendingadegi að Gimli í Kan- ada, en farið verður um helztu Á morgun, fimmtudag frum- sýnir þjóðleikhúsið sjónleikinn „Gestagang" eftir Sigurð A. Magnússon blaðamann. Er það Sigurður A. Magnússon. ánnað íslenzka leikritið, sem lcikhúsið Hrumsýnir á þessum vetri, hitt var „Strompleikur" Kiljans, sem nú er nýlokið sýn- ingum á. „Gestagangur" var sem kunn- ugt er meðal þeirra leikrita, sem hlaut verðlaun í samkeppni Menningarsjóðs í fyrravetur en Þjóðleikhúsið hafði þá þegar ver- ið búið að semja um sýningar- rétt á leikritinu. Leikritið samdi höfundurinn sumarið 1960 er hann var í ársfríi í Grikklandi. Gerist leikritið nú á tímum og fjallar um vandamál hjónabands- ins og frjálsar ástir, svo og sam- band leikhúss og.lífs, sagði höf- undurinn í viðtali við fréttamenn í fyrrad: Leikritið er þrem þátt um og er form þess hefðbundið frmanaf en allnýstárlegt í lokin, sagði þjóðleikhússtjóri. Leikstjóri verður Benedikt Árnason og er þetta annað verk- ið, sem hann færir upp hjá Þjóð- leikhúsinu í vetur. Leiktjöld hef- ur Gunnar Bjarnason gert. Leik- endur eru fimm, þau Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld, Her- dis Þorvaldsdóttir, Róbert Arn- finnsson og Gísli Alfreðsson. Gísli er ungur leikari, er lauk námi úti í Munchen sl. vor. Hef- ur hann ekki komið fram áður í Þjóðleikhúsinu en lék á námsár- Um sínum í leikritum í Mennta- Framhald á 9. síðu. Hugs- að í hring Það voru athyglisverðar tölur sem Bjöm Jónsson rifj- aðj upp á þingi í fyrradag þegar hann ræddi um skatta- frumvarp ríkisstjórnarinnar. Þegar lækkunin á tekjuskatti kom til framkvæmda 1960, fengu 1924 hæstu gjaldend- urnir í Reykjavik eftirgjöf sem nam 10.000 kr. á mann að jafnaði, og í þeim hóp: voru m.a. allir ráðherrarnir. 2596 lægstu gjaldendurnir í höfuð- borginni fengu hins vegar eftirgjöf sem nam 76 krónum Hópferð Sunnu til íslend- obyggða vestra í sumar 42. árg. — Fimmtudagur 5. okt. .1961223. tbl. ", v *.i •• *• * ’» byggðir íslendinga þar í landi og Bandaríkjunum og loks haldið til bandarísku borgarinnar Seattle, þar sem skoðuð verður heims- sýningin er þá stendur yfir. Ferðaskrifstofan Sunna efnir til þessarar hópferðar vegna óska og tilmæla margra, sem til Vest- urheims vilja fara, Skrifstofan hefur fyrir skömmu flutt í ný húsakynni í Bankastræti 7. Þar er veitt hverskonar fyrirgreiðsla og þjónusta í sambandi við ferða- lög erlendis. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar er Guðni Þórðarson. Stjórnarkjör í Múrarafélagi Reykjavíkur Þjóðviljanum barst í gær svo- hljóðandí frétt frá stjórn Múrara- félags Reykjavíkur: Kosning stjórnar og trúnaðarmanna í Múrarafélagi Reykjavíkur, fyrir árið 1962, fór fram sl. laugardag og sunnudag, að viðhafðri alls- herjaratkvæðagreiðslu. Kosið var um tvo lista; B-lista, sem borinn var fram af Kolbeini Þorgeirs- syni o. fl. og hlaut hann 74 atkv. og engan mann kjörinn, A-listi, borinn fram af stjórn og trúnað- armannaráði, hlaut 114 atkvæði og alla menn kjörna, sem hér greinir: Stjórn: Formaður Einar Jóns- son, varaform. Hilmar Guðlaugs- son, ritari Jörundur Á. Guðlaugs- son. Gjaldkeri félagssjóðs Jón V. Tryggvason og gjaldkeri Styrkt- arsjóðs Svavar Höskuldsson. Varastjórn: Helgi S. Karlsson. Einar Guðmundsson. Snæbjörn Þ. Snæbjörnsson. Trúnaðarmanna- ráð: Hreinn Þorvaldsson. Jóhann- Framhald á 10. síðu. I j SKATTAXiÆKKUN. 'ú •'fyrir tækja eins og nú.værl ástatt í | cfnahagsmálum, mætti ínikilli | nndstöðu ■ á fundi •• I’uIltrúaTáSs , AlþýðuflokksI-ns i.. • Reykjavik, jeem haldinn var í Iðnó í fyrra- íkjvöld. Jón Þorstéinsson alþingis I miaður hafði íramsþgu um málið ' en síðan töluðu • margir ' falÞ Ítúa . og voru. yfirleitt allir ánd . vígir því að genglS yrði tií þess á -næsta þingi . að . sámþykkja íreyftngar á skattlagningu fyrir Íækja, sem lækká mundu skatta þerra. .-••.• Jón .Þorsteinsson- alþihgismað lur.átti sæti í nefnd, er Gunnar Thoroddsen- fjármálaráðherra skipaði til þess að undirbúabreyt ingar á skattalögunum, Nefnd I t>essi' undirbjó breytingar þær, ] er þegar hafa verið gerðar á |áekjuskatti og eignarskatti ein- staklinga og síðan var.nefndinni einnig falið að athuga skattiagn ingu fyrirtækja. Nefndin varð | sammála um að .tekjuskattur fé- laga yrði lækkaður: úr , 25% af nettótekjum í 29% af nettótgkj -3> Tveirsækja um starf yfirfiski- matsmanns Umsóknarfrestur um starf yf- irfiskmatmanns á Suðvesturandi rann út á laugardaginn. Elías Pálsson lætur af starfinu fyrir aldurssakir. Sj ávarút vegsmálaráðuney tinu bárust tvær umsóknir um starf- ið. Annar umsækjandinn er Jó- hann J. E. Kúld én hinn Gunnar Sigurðsso.n í Hafnarfirði. K:;J. \ á mann áð ja:fnáði. Á sama tíma kom til framkvæmda stórhækkun á söluskatti sem lagðist á allar nauðþurftir al- mennings, þar á meðal áoðn- inguna, þannig að almenn skattheimta ríkissjóðs er nú 70% hærri en hún var 1959. 76 krónurnar sem þeir snauð- ustu fengu eftirgefnar hafa því verið teknar aftur marg- faldlega* til þess að drýgja tekjur Gunnars Thoroddsens og Gylfa Þ. Gíslasonar. Og nú flytur ríkisstjórnin í þokkabót frumvarp um stór- fellda lækkun á sköttum auð- félaga. Fjármálaráðherra hef. ur lýst yf[f því að tekju- lækkun ríkissjóðs af þessum völdum verði bætt upp með því að draga úr niðurgreiðsl- um á vöruverði, þ.e. hækka verð á kartöflum, mjólk, fjski og öðrum brýnustu nauðsynj- um almennings. Það er sann- arlega ekki að undra Þótt Al- þýðubiaðið segi í gær að nú- verandi stjórn sé „í rauninni miklu meiri v'nstri stjórn en sjálf vinstri stjórnin var“. 0S.it- stjórinn hugsar auðsjáanlega í hring, og er kominn svo langt tii vinstri að hann er orðina yzt til hægri. — Austri. um' éða' úm 1/5.' El'nnig '. varg; j nefndin; sámmála, um’ að íram- •kvæmá skattamálá skyldi breytt. og'skattanefndir Iggðár niðiir en j landinu í þess stað skipt : í á kveðinn fjölda skattaumdæma og skattstjórar skipaðir- • 1 ■ hvert þeirra og'síðán elnti skáttstjóri . yfir allt landið. Hins vegar, varð ágrein'hgur í hefndinni um mörg önnur atriði svo sem það hvort’skáttleggja skyldi ríkis- og, baejarfyrirtæki. . Meirihlut- irin, Jóri Þorsieinsson og Sigurð ur Ingimundarson taldi. að ekki þæri að skattleggja opinber fyr irtæki eins og bæjarútgerðiría t. d. þar eð. þau væru yfirleitt i stpfnuð.til þess að halda uppi at- v nnu en ekki í ágóðaskyni — Jón sagði, að þeir. Sigurður hefðu einnig lagt á það áherzlú í nefnd nni,1 að’ stórapka þyffti, eftirlit með skattframtölum: til þess að koma í veg fyrir skatt-; | svik-., . . • • 'Er Jóri hafði lokið máli síiíú tók Benedikt Gröndal alþingis-J maður til máls. Kvaðst hann aí| ^ gerlega andvígpr því, að farið* yrð; í það að lækka skatta á fyr irtækjum eins og nú væri á- /statt í efnahags og fjármálum. Sagði Benedikt, að • ekki vær; jútlit fyrir, áð rikjð méetti missi •neitt af tekjum sín'um en jafn ível ,þó’ svo væri mætti verja þeim fjármunum toetur en á I þann hátt að .lækka skatta' fyr jirtækja. Baldvin Jóiisson tálaði jnæstur. .Gagnrýndi hann ýmis ákvæði væntanlegs frumvarps, • einkum þó um fyrningarreglur, j og útgáfu fríhlutabréfá. Þá tal- aði Guðjón B. Ðaldvinsson,. —- Hann benti m. a. á, að tekju- skattar fyrirtækja væru' hærri víða erlendis en hér, þ.' e S0-~ 40% af nettótekjum í st'ið 25% hér og kvað hann því enga' á- • stæðu fyrir' ríkið 'að iækka tekjuskatt fyrhtækja. Jón Þor- steinsson talaði aftur og að lolc um Sigurður Ingimundarson og skýrði hann ýmislegt í sambandi við störf skattanefndarinnar. Á fundi fulltrúaráðsins' var e'nnig rætt urii nýja reglugérð fyrir fulltrúaráðið og var hún. samþykkt . Foririaður ráðsiri?, Óskar Hailgrímsson stýrði iund inum. ifhenti trúnaðaibréí / * Hnn nýi sendiherra Kanada á íslandi, herra Louis Couillard afhenti forseta islands trúnaðar- bréf sitt við hátiðlega athöfn á Bessastöðum í gær, að við- stöddum utanríkisráðherra. A5 athöfn.'nni lokinni höfðu forseta- hjónin boð inni fyrir sendiherr— ann. Miðvikudagur 14. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN iU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.