Þjóðviljinn - 14.02.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.02.1962, Blaðsíða 5
Gúmbátar voru settir ut Fórviðri og mtmn- tjón víða um heim Mildll veðrahamur hefur ver- ið víða um heim síðustu dagana og hafa margir meun beðið bana af þcim sökum. Hér fer á eftir úrdráttur úr fréttum sem borizt hafa um atburði þessa: LOS ANGELES 12/2. í Kali- forníu hafa 26 manna beðið bana af völdum óveðra, sem þar hafa gengið. í ríkjunum Utah. Wyom- ing og í austurhluta Idabo hafa hundruð manna orðið að yfir- gefa heimili sín af völdum flóða og nautgripir hafa drukknað og vegir eyðilagzt. 1 Holywood stóð víða djúpt vatn á götunum og bílar skoluð- ust burt með flaumnum. Hús margra leikara hafa stórskemmzt af vatni. LONDON 12/2. Ógurlegt fár- ! viðri gekk yfir mikinn hluta Ev- I rópu á mánudag. Minnsta kosti 5 manns létu lífið í þeim ham- |förum. f Lanarkshire í Englandi var veðrið verst, komst vindhrað- inn þar uppí 200 km. á klst. án vitundar Framh. af 1. síðu. Verður hún ekki rakin hér ná- kvæmlega þar sem atburðaröðin er þegar orðin kunn af fréttum en hins vegar verður á það drep- ið, sem nýtt kom fram í henni. f skýrslu sinni sagði skipstjóri, að það hefði verið án sinnar vit- undar og í leyfisleysi, sem gúmmbjörgunarbátarnir tveir þeir fyrstu voru settir út og að mennirnir fóru í þá. Sömuleiðis hefði það verið án sinnar vit- undar, sem flekinn var settur út log að piltarnir fóru út á hann, og aðspurður sagði hann, að flek- inn væri einkum til þess ætlað- ur að nota hann, ef menn féllu útbyrðis af skipinu. Kvaðst skip- stjóri hafa brýnt það fyrir mönn- um sínum að skipið gæti legið lengi á hliðinni án þess að sökkva og að Júpíter væri á leið- inni til hjálpar, enda hefðu menn róazt mjög við það, Skipstjóri var spurður, hvað hann teldi að raunverulega hefði gerzt er lekinn kom að Elliða. Kvaðst hann ekkert’geiá sagt um það með vissu en sér kæmi helzt til hugar að hádekkið sem kallað er hefði sprungið frá. Sjórinn hefði streymt alltof ört í lestarn- ar til þess að um það gæti verið að ræða að hnoð hefði farið. Þá tók hann fram, að áður hefði engin bilun komið fram á sjólfri skipssíðunni en hins vegar hefði dekkið eitt sinn sprungið við há- dekkið og hefði verið gert við það við 8 ára klössun. Þá sagði hann að sjór hefði ekki komið í vélarrúmið eða í hásetaklefana. Um björgunina sagði skip- stjóri, að línan í bátnum frá Júpíter hefði lent í skrúfunni á EUiöa svo að það varð að skera hana sundur þannig að báturinn var ekki £ neinum tengslum við Júpíter. Taldi hann, að um 40 mínútur hefðu liðið frá því skip- verjar voru komnir í björgunar- bátinn og þar til þeir voru allir komnir heilu og höldnu um borð í Júpíter. Beið Júpíter um stund átekta eftir að Elliði sökk, þar eð hann hætti ekki á að koma of nærri, ef hann kynni að rekast á flakið meðan það var í hálfu skipsfjóra Aðspurður sagði skipstjórinn að tveir gúmmbátanna hefðu verið skoðaðir á Siglufirði áður en skipið fór í þessa ferð en einn þeirra ekki. Sagðist hann ekki vita hver þeirra það hefði verið, sem var óskoðaður eða hvers vegna ekki varð af skoðun á honum. Þá kvaðst hann telja að eitthvað óeðlilegt hefði komið fyrir alla gúmmbátana, því hann áliti það ekki eðlilegt að tveir þeirra skyldu slitna frá skipinu, annar mannlaus en hinn aðeins með ’tveim mönnum, þar sem þetta hefðu hvort tveggja verið 12 manna bátar og því alls ekki verið fullt álag á línuna er hún slitnaði. Sagði hann ennfremur, að skipherrann á Óðni hefði sagt sér, að línuspottinn, er fylgdi tóma bátnum hefði verið um faðmur á lengd. Hefði sú lína því slitnað of fjarri skipinu til þess að hafa getað höggvizt eða izt á neinu. Aðspurður sagði hann, að tveir trébátar hefðu verið um borð, en vegna unnar á skipinu hefði verið al- gerlega útilokað að nota þá enda var ekki reynt að nota þá. Loks gat skipstjórinn þess, að skip- verjar hefðu höggvið upp tvær smurolíutunnur er stóðu á dekk- inu og helltu olíunni í sjóinn til þess að lægja ölduganginn og hefði það gert svolítið gagn. Næstur kom fyrir dóminn Jens Pálsson 1. vélstjóri og var skýrsla hans einnig lesin í rétt- inum. Skýrði hann m.a, frá því. að þegar skipið valt til skiptis. á bakborða og stjórnborða var reynt að rétta það af með því að dæla olíu á milli geyma á meðan það var unnt. Um orsök lekans bar honum saman við álit skip- stjórans og rökstuddi mál sitt m. a. með því, að sjór hefði runnið inn í vélarrúmið gegnum ljósa- rör og gæti sjórinn ekki hafa komizt annasstaðar inn í þau en við bilun á áðurnefndum stað á skipinu. Sjóprófunum var síðan frestað en þau eiga að halda áfram í dag og hefjast kl. 10.15 f.h. Koma þá m.a. fyrir sjódóminn bátsmaður, loftskeytamaður og 1. stýrimaður. Stattu við orð þín Mac! Hundruð stúdenta við liáskólann í Oxford tóku á móti Macmillan forsætisráðherra með orðunum „Stattu við orð þín, Mac — ekki fleiri atómvopnatilraunir! Macmillan va(r að ganga inn í hátíðasal háskólans til að halda ræðu. I 200.000 manna : líkfylgd í París Framhald af 1. síðu. hafði 30.000 manna 1-ð vopnaðra lögreglumanna verð sent á vett- vang, en verkalýðssamtökin buðu einnig út sínu eigin varðliði til þess að tryggja það að fjölda- gangan gæti farið fram. Hurfu lögreglumennirnir þá af sjónar- sviðinu. Mannfjöldinn mikli, sem fylgdi hinum föllnu t'l grafar, stóð þögull meðan greftrunar- athöfnin fór fram. Formaður franska stúdentasambandsins, Dominjgue. , Wallon, og fulltrúi kaþólska yerkalýðssambandsins, Robert Duvivier, sögðu í ræðum sínum að h'nir dauðu hefðu fórn- að lifi sínu fyrir frið í Alsír. Fulitrúi kennarasambandsins sagði í sinni ræðu. að Parísar- búar væru lostnir harmi og reiði vegna hrottaskapar lögreglunnar. Eugene Hena.ff, fulltrúi verka- lýðssambands kommúnista, sagði að nú yrðu allir andfasistar í Frakklandi að standa saman gegn aðsteðiandi hættu. Franska þjóðin yrðj að berjast fyrir því að þeim, sem væru ábyrgir fyrir blóðsúthellingunum, yrði refsað. Lögreglan hindraði í gær boðaði verkalýðssam- band sósíaldemókrata til þögullar fjöldagöngu fvr.'r friði og gegn fasisma og ofbeldi. Átti að ganga til minnismerkisins. á Lýðveldis- torginu í París. Þúsundir lög- reglumanna umkringdu torgið og Ekki kom til átaka. Síðan gengu ekki kom til_ átaka. Síðan- gengu ;rúmlega 1000 manns til hermála- ráðuneytisins í þögulli göngu. I fararbroddi var Pierre Mendes- France. Keensf Glenn Eoks á loff? KANAVERALHÖFÐA 13 2. Á morgun er áformað að gera til- raun til að skjóta John Glenn ofursta útí geiminn ef veður leyfir. Einn af veðurfræðis.érfræð- ingum á höfðanum sagði í dag að útlitið væri ekki sem verst, en samt ekki eins gott og æski- legt hefði verið. Til varnar Suður- Afríku Um nokkurn tíma hefur á vegum verkalýðshreyfingarinn- ar, verið starfandi alþjóðleg nefnd til aðstoðar frelsisbaráttu hinna kúguðu í S-Afríku. Þessi nefnd, er samanstendur af full- trúum margra verkalýðssam- banda innan og utan Alþjóða- sambandsins, hefur nú gefið út ávarp til alls verkalýðs, þar sem hún skorar á hann að beita áhrifum sínum til þess að afnema það hróplega ranglæti sem nú er beitt gegn meirihluta íbúa Suður-Afríku, með þvf meðal annars að senda mótmæli til stjórnar Suður-Afríku gegn kynþáttamisrétti hennar og öðrum kúgunarráðstöfunum; að senda slík mótmæli til allra sendiráða hennar; að senda orð- sendingar til stjórna allra Af- ríkuríkja með áskorun til þeirra um stuðning við frelsisbaráttu hinna kúguðu i Suður-Afríku; að senda kröfur til þings Sam- einuðu þjóðanna um virkari að- gerðir gegn Suður-Afríkustjórn; með því að senda samúðar- kveðjur til eina verkalýðssam- bandsins í Suður-Afríku, er heldur uppi baráttu gegn kyn- þáttamisrétti stjórnarinnar, South African Congress of Trade Unions í Jóhannesarborg; og með því að safna fé til stuðn- ings þessari baráttu. Ávarpi sínu lýkur nefndin með þessum orðum: Sameinizt um að gera 7. febrúar að degi einingar og samhyggð^'r er bindi skjótan endi á það óþolandi hörmungarástand er karlar, kon- ur og börn eiga nú við að búa í Suður-Afríku. í Suður-Afríku búa ellefu milljónir Afríkumanna, þrjár milljónir hvítra manna ein og hálf milljón annarra litaðra manna og um hálf milljón Ind- verja. öll stjórn landsins og völd eru í höndum hinna hvítu, en hinir eru sviptir öllum al- mennum mannréttindum. Með lögum er þeim bannað að ger- ast fastir starfsmenn og einnig að vera í verkalýðsfélagi, þeim er bannað að flytjast á milli staða, nema með sérstöku leyfi, þeir mega elcki koma saman til fundahalda og þeir mega ekki ilæra neina iðn. Þá er þeim bannað með lögum og að við- lagðri þungri refsingu að fara úr vinnu, sem þeir eru í, en atvinnurekandinn hefur óskorað vald til að láta þá fara að eig- in geðþótta. öll æðri menntun er þeim bönnuð, því eins og dr. Verwoerd orðaði það í þing- ræðu, þarfnast þeir ekiki ann- arrar menntunar en að geta skilið fyrirskipanir húsbænda sinna. Verkalýðshreyfingin er þrí- skipt. Verkalýðsfélög hvítra manna, verkalýðsfélög Ind- verja og annarra sem ekki eru af afríkönskum stofni og verka- lýðsfélög afríkana. Hin tvö fyrr- nefndu eru skrásett og viður- kennd af ríkisvaldinu en verka- lýðsfélög afríkana njóta engrar viðurkenningar eða réttinda. Launamisréttið er óskaplegt, t. d. hafa hvítir verkamenn í byggingariðnaði 15 £ á viku en afríkumaður aðeins 5 £, í nám- unum hafa hvítir verkamenn 60 £ lágmarkslaun á mánuði, en afríkanskir 5 £ hámark. Aðeins hvítir verkamenn njóta ein- hverra trygginga. Sl. ár voru á aðra milljón afríkana dæmdir til iþvingunarvinnu fyrjr smá- vægileg brot á aðskilnaðarlög- unum og geta þá atvinnurek- endurnir tekið þá til vinnu fyr- ir 2 pence á dag. Verkalýðsfélögin eru: South African Congress of Trade Unions, sem í eru með- limir af öllum kynstofnum og hefur haldið uppi baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni. í því eru rúmlega 53 þús. meðlimir úr 53 stéttarfélögum. South African Trade Union Council for Europeans, með rúmlega 160 þús. meðlimi úr 50 félögum. South African Confederation of Labor með um 144 þús. með- limi. Þá er einnig fjórða sam- bandið, hið svokallaða Fedeiv ation of Free African Trade Union of South Afrikan með rúmlega 5 þús. meðlimi. Þessi klofningssarntök eru ávöxtur „Gula sambandsins“. Frá Afmælis- happdrætfi ÍÞjóðviljans Ennþá eru nokkrir sem ekki leru búnir að taka miða til ' dreifingar og eru þeir áminnt- ' ir um að gera það sem allra (fyrst þar eð dreifingu út í I deildirnar á að vera lokið fvr- l ir 20. þessa mánaðar eða eftir . rétta viku. Hafið samþand við skrifstofu happdrættisins að ' Þórsgötu 1, sími 22396, strax I í þessari viku. .Næsti dráttur í. þappdrætt- 1 inu fer fram 6. marz eða eft- ) ir aðeins röskar 3 vikur, þess (vegna er áríðandi að þeir sem j búnir eru að taka miða tij sölu ifari að hefjast handa um söl- ' una. Vekið athygli fólks á því. ' að það er ekki aðeins bíll i I boði 6. marz, heldur eru enn lefitir um 300 aukavinningar, I sumir að verðmæti um eða yf- . ir 10 þúsund krónur. Geta menn gengið úr skugga um ' það um leið og þeir kaupa I miðana, hvort þeir hafa hlot- I ið einhvern aukavinninganna. Miðvikudagur 14. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (Jjj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.