Þjóðviljinn - 14.02.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.02.1962, Blaðsíða 12
blÓÐVILJINN 1 i,Á stööli" eftir Gunnlaug Scheving er ein af nýju málverka- | eftirprcntunum Helgafells. 4 nýjar eftirprentanir ! málverka frá Helgafelli í dag koma út hjá Helgafelli fjórar nýjar eftirprenlanir mál- verka eftir Mugg, Ásgrím Jóns- Bon, Jón Stefánsson og Gunnlaug Scheving. Mynd Muggs er málverkið Jcsú læknar blinda, sem nú fiangir yfir altarinu í Bessastaða- kirkju og er að flestra dómi eitt helzta verk málarans. Ásgrímur Jónsson málaði vatns- flitamyndina tír Borgarfirði 1940 og er hún með þeim sérkenni- legustu og sterkustu sem hann gerði á efri árum. Ásgrímur Valdi hana til eftirprentunar á- samt Ragnari Jónssyni, forstjóra Kelgafells. Málverk Jóns Stefánssonar Hekla er frá 1930. Þetta er ein Bf beztu myndum málarans, á fcorð við Lómana og Stóðhestana 6em áður voru til í eftirprentun- tim. Málverkið var valið í sam- fcáði við listamanninn. Sama máli gegnir um Á stöðli sem Gunnlaugur Scheving málaði 1958, einhverja snjöllustu sveita- lífsmynd hans. Frummyndin er nú á sýningu í Lousiana-safninu í Kaupmannahöfn. Hún og mynd Ásgríms eru í safninu sem Ragn- ar Jónsson gaf Alþýðusamband- inu. Myndirnar hafa verið í eftir- prentun á annað ár, enda til verksins vandað svo af ber. Gunnlaugur Scheving hefur leyft að hafa eftir sér, að málverk sitt sé fullkomið í prentuninni. Hekla og Á stöðli eru stærstu eftirprent- anir sem komið hafa út hjá Helgafelli. Alls fást nú tæpir fjórir tugir listaverka í eftirprentun hjá Helgafelli. Hefur verið gefin út myndaskrá á ensku með æviá- gripi listamanna og myndum af þeim og verkum þeirra. m TÚNIS og PARIS 13/2 — Búast má við að tilkynnt verði þegar í þessum mán- uði eða fyrstu dagana í marz að samningar hafi náðzt um vopnaihlé í Alsír. Sl. sunnudag hófst levnileg ráðstefna franskra ráðherra og ráðherra úr útlagastjórn Al- sírbúa einhverstaðar á landa- mærum Frakklands og Sviss. Fulltrúar Frakklands í sanminga- viðræðunum eru Louis Joxe Alsírmálaráðherra, Robert Buron samgöngumálaráðherra o.fl Full- trúar útlagastjórnar Serkja eru Beíkacem Krim varaforsætisráð- herra, Saad Dahlab utanríkis- ráðherra o.fl. Ekkj verður gefin út opinber- lega nein yfirlýsing eftir þennan fund. Fulítrúar beggja aðila munu gefa stjórnum sínum skýrslu og síðan verður haldinn nýr, fundur á næstunni. Að hon- um loknum er búizt við að tjl- kynnt' verði samkomulag um vopnahlé í Alsir. Blaðið Jeune Afrique í Túnis hefur það eftir serknéskum .fulltrúum í samn- ingaviðræðunum að hægt verði að t.ilkynna samninga um vopna- hlé þegar í þessum mánuði eða í síðasta lagi 4.—5. marz. Búizt er við að serknesku samninga- VESTMANNAEYJUM 13/2. — 70 bátar voru á sjó í dag og voru yfirleitt með sæmilegan afla, fengu flestir 5—8 lestir. Kap var með 10 lestir og Stígandi með 11. Handfærabátar voru méð reyt- ingsaf la. Tröllafoss hefur landað hér í gær og dag um 1000 lestum af all konar útflutningsvörum. menn;rnir komi aftur til Túnis í þessari viku. Komi þéir með samning, sem báðir aðilar hafi náð samkomulagi um, verður hann lagður fyrir þjóðráð Serkja til afgreiðslu. Þegar náðst hefur samkomulag um vopnahlé, verður fimm alsírskum ráðherrum, sem eru i fangelsi í Frakklandi, sleppt úr haldi og þeim leyft að fara til Marokkó. Þá verða myndaðar stjórnarstofnanir í Rocher Noir í Alsír. Blaðið er samt ekki sann- fært um áð vopnahléssamningar muni þýða frið í Aisír. Ör'uggt má telja að fasistasamtökin OAS muni sjá til þess að friðinum verði spillt, ef Alsírbúar fá sjálfsákvörðunarrétt. I kvöld var gert hlé á friðar- samningunum, til þess að Joxe fengi tækifæri til að skýra de Gaulle forseta frá viðræðunum. Eyjabátar fengu 9 þúsund tunnur í gær VESTMANNAEYJUM 13 2. — 10 bátar fengu rúmlega 9 þúsund tunnur af síld austur undir Dyr- hólaey í dag og í kvöld. nokkr- ir bátar aðrir munu einnig hafa fengið smáslatta. Öskaplegur straumur var og áttu sumir bát- arnir fullt í fangi með að ná nót- inni inn og misstu flestir sem lentu í straumröstunum síldina, sem þeir höfðu kastað á og rifu sumir mjög illa. Bátarnir aðstoð- uðu hver annan eftir þörfum. Bátarnir sem fengu síld eru þess- ir: Halldór Jónsson mun hafa fengið 1400 tunnur og var svo mikið í nótinni, að hann bjóst við að verða að fá báta til að losa hana með sér. Faxaborg fékk 550 tunnur, Höfrungur II 1600. Ingiber Ólafsson 1200, Hafþór Guðjónsson 300, Víðir II 800, Arnfirðingur II 200, Jón Trausti 1100, Guðmundur Þórðarson 1200 og Bjarnarey 700. Svo mun Sig- urður líka hafa fengið 200 tunn- ur. Síldin fer öll í togara og fryst- ingu. Hvalfell sigldi út um kl. 8.30. Þorkell máni tekur einnig síld og togarinn Freyr. Freyr kemur með vana menn með sér úr Reykjavík til að lesta. E.t.v. taka einhverjir fleiri togarar síld. Fanney er á austursvæðinu að leiðbeina bátunum en Ægir er á svæðinu fyrir vestan Eyjar, en þar er rniklu betra að vera á veiðum. ef síld er, því að þar er ekki eins mikill straumur. Um kl. 22 í kvöld fundu síldarbátarnir dreifða síld i mjóum ræmum á 20—30 faðma dýpi en engar torf- ur. Ætla þeir að sjá til, hvort síldin þéttist ekki-í nótt. Síldin er á hraðri leið austur og halda sjómenn. að hún sé jafnvel að hverfa burt vegna þess hve hún sækir mikið austur á bóginn. Frjáls aðgangur ei geimflsugum MOSKVU 13/2. Haft er eftir á- reiðanlegum heimildum hér, að Sovétstjórnin búi sig nú undir að leyfa vestrænum blaðamönn- um að vera viðstaddir tilraunir Sovétmanna með langdrægar eldflaugar. einnig orða þannig, að stefnan sé sú að létta skattabyrði verzlunar- og atvinnufyrirtækja, í því skyni að auka hagnað þeirra. Þetta eru meginbreytingarnar sem nú eru fyrirhugaðar á skattalöggjöfinni, og það ér í goðu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Árið 1960 voru tekjuskattar einstaklinga lækkaðir. Þá var þess gætt að lækkunin að krónu- tölu yrði mest á þeim sem hæstu launin hafa. Þá fengu láglauna- menn fáar krónur eftirgefnar af tekjuskatti, en hálaunamenn margar. Árið 1960 voru sanngjörnustu skattarnir lækkaðir og í þess stað útvíkkaður og hækkaður neyzlu- skattur á nauðsynjar fólksins. Lækkun beinna stighækkandi skatta einstaklinga og lækkun skatta á gró^afélögum. — þetta er stefna ríkisstjórnarinnar. I stað- inn hækkar hún söluskatta, sem leggjast þyngst á þá, sem minnst hafa auráráðin. Alfreð benti á eftirfarandi fjög- ur atriði sem sönnun þess að hár væri fyrst og fremst verið að hugsa um hag gróðafélaganna: 1. Skattgjald gróðafélaga skal iækka úr 25n,„ í 20% af skatt- skyldum tekjum. 2. Skattgjaldstekjur félaga eru lækkaðar með því að auka við og hækka frádráttarliði. Frádrátt- arhæfur útborgaður arður er Framhald á 10. síð>’ Miðvikudagur 14. febrúar 1962 27. árgangur 37. tölublað Átökin í París á fimmtudaginn, þegar vopnuð lögregla var send til árásar á mótmælagöngu verkalýðssamtakanna, ltenn- arasambandsins og stúdenta gegn hryðjuverkum OAS, voru þau hörðustu sem þar hafa orðið síðan 1934. Lögreglan drap átta menn, þar af einn 15 ára ungling og þrjár konur. — Myndin sýnir roskinn rnann sem lögreglan hefur barið nið- ■fa ur og liggur í blóði sínu á gangstéttinni. -^- Stefna ríkisstjórnarinnar í frumvarpinu er stefnt að því, eins og segir í greinargerð þess að tryggja atvinnurekstrinum ,,hóflega skattálagningu," og að gefa fyrirtækjum kost á því að „geta safnað sjóðum." Þetta má Á fundi efri deildar Alþingis i gær var haldið áfram umræðum um stjórnarfrumvarpið um tekju- skatt og cigmtrskatt og urðu all- langar umræður. Alfreð Gíslason deildi fast á þá tilhneigingu ríkisstjórnarinnar að létta útgjöldum af auðfélögum landsins, jafnframt því að stöð- ugt væru þyngdar byrðar alls al- mennings. Fara hér á eftir nokk- ur atriði úr ræðu hans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.