Þjóðviljinn - 14.02.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.02.1962, Blaðsíða 4
þessvegna er aðbúnaður vinnustaðarins ekki þýðingarminni fyrir heilsu hans og öryggi en heimilið sjálft Eftirlit mcð heilbrigðis- háttum vinnustaðanna er nú komið á dagskrá borgar- stjómarinnar í Ueykjavík og hefur verið rætt þar nokkuð á einum fundi. Eins og áður hefur verið getið hér í blað- Tillaga Guðmundar J. Guðmundssonar Heilbrigðis- s eftirlit á vinnustöðum! , Til 2. umræðu í borg- j arstjórn á morgun „Þar sem vitað cr að heil- írigðisháttum á vinnustöðum | i borginni er víða mjög ábóta- | rant og þeir ekki í samræmi ( rið ákvæði heilbrigðissam- þykktar fyrir Reykjavík, sam-' þykkir borgarstjórn Reykja-1 víkur að fela heilbrigðisnefnd ( að láta nú þegar fara fram ( nákvaema rannsókn á öllum / vinnustöðum í bænum, svo úr! því aist skorið, hvar á skort-’ ir um fullnægjandi vinnu-1 skilyrði og aðbúnað verka- ( fólks. Við rannsókn þessa skal I j Ieita álits og leiðbeininga, 1 trúnaðarmanna verkafólks á' I hver jum vinnustað, þar sem ’ þeir eru. Þá f elur borgar- ( stjórnin heiibrigðisnefnd að ] gera ráðstafanir til þess að úri veröi bætt allsstaðar þar sem \ ekki er farið eftir heilbrigðis- I ■amþykkíinni. Brotlegum að-1 ilum sé gefinn hæfilegur / frestur til úrbóta, og hafi þeir ] að þeim fresti Iiðnum, ekki ’ sinnt kröfum heilbrigðisnefnd-1 ar, ber henni að láta loka við- komandi vinnustöðum. Að lokinni rannsókn heil- brigðisnefndar semji hún ’ skýrslu um niðurstöður rann- ’ sóknarinnar og birti hanal borgarstjórn. Þar skulu taldar ( allar skoðunarsltyidar vinnu- ( stöðvar, ásamt áliti heilbrigð-, isnefndar um ástand hverrar; um sig. Borgarstjórinn vili Ieggja áherzlu á þá skoðun sína, að hún télur hér um áð ræða éitt hið mikilvægasta verkefni, sem fyrir liggur að fram- kvæma, þar sem um er að ræða heilsu og öryggi mikils hluta íbúa borgarinnar. Ilún viil minna á, að á vinnustaðn- um dvelur launþeginn meira cn þriðjung starfsævi sinnar, og því eru heilbrigðishættir vinnustaðarins cklti þýðingar- minni fyrir hcilsu hans og öryggi en hcimilið sjálft. Þess vegna felur borgarstjórinn heilbrigðisnefnd að hraða verkefni sínu og hafa lokið , jiví og birt niðurstöður fyrir lok marzmánaðar n.k.“ inu flutti Guðmundur J. Guðmundsson ýtarlega til- lögu í borgarstjórn um þetta mál og studdi hana Ijósum rökum. Að umræðum lokn- um var iillögunni vfsað til heilbrigðisnefndar og ann- arrar umræðu í borgarstjórn. Vinnandi fólk mun án efa fylgjast mcð afdrifum þessa niáls af fullri athygli, svo ofarlega scm það er í huga þess, að gerð verði gangskör að því að stórbæta allan að- búnað, öryggi og heilsuvernd fólksins, sem vinnur fram- Ieiðslustörfin í þjóðfélaginu. Afstaða íhaldsfólksins Máli Guðmundar var sem vænta mátti dauflega tekið af íhaldsfólkinu í borgarstjórninni, eins og ævinlega þegar um það er að ræða, að verða við kröf- um aiþýðu manna um að halda til jafns við aðrar stéttir í efna- legum eða menningarlegum efnum. En það var auðfundið á málsvörn íhaldsfólksins, að það stóð höllum fæti og vissi vel að hér höfðu illa verið haldin ákvæði heilbrigðissam- þykktar fyrir Reykjavík um fullnægjandi heilbrigðiseftirlit á vinnustöðum. Sama sektarvit- undin gægist einnig fram í viðtali, sem Morgunblaðið átti á dögunum við eftirlitsmann vinnustaðanna, Sören Sörensen. Ýmsar næsta furulegar við- bárur komu fram hjá borgar- fulltrúum og sumar þess eðlis að ástæða er til þess fyrir verkafólk að festa sér þær í minni. Forseti bæjarstjórnar, frú Auður Auðuns viðurkenndi að eftirlit með vinnustöðunum hefði lengst af aðeins verið hálft starf eins manns, en höf- uðerfiðleikarnir við eftirlitið taldi hún vera þá, að finna vinnustaðina, sem skoða þyrfti, sökum þess að atvinnurekend- ur vanræktu að tilkynna þá. Hér kemur það í ljós að mikill skortur hlýtur að verða á eðlilegu samstarfi milli hinna ýmsu stofnana bæjarfélagsins, ef eft- irlit þarf að stranda á jafn ein- földum hlut og því hvar vinnu- staðurinn er niðurkominn. Það má benda ráðamönn- um borgarinnar á, að vissu- iega myndi bað svará kostn- aði að athuga ástnd þess- ara mála betur, eiga til þess nokkura fyrírhöfn að leita að týndum vinnustöðum — ekki aðeins til þess lað uppfylla þær skyldur, sem heilbrigðissam- þykktin leggur þeim á herðar, heldur einnig til þess að full- líomna skattheimtuna og auka þannig tekjur bæjarsjóðs. Þá var afstaða Björgvins Fredriksen til heilbrigðismála vinnustaðanna ekki síður eftir- minniieg; Hann vildi velta allri ábyrgð af heilbrigðiseftirlitinu yfir á verkamenn og verkalýðs- félög, og taldi verkafólkið sjálft 'Í4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. febrúar 1962 œvinnar A vinnustöðum þar sem unnin cru miisjafnlega hreinleg störf og slysahætta er fyrir hendi skiptir miklu að aðbúnaður starfsfólksins og öryggisútbúnaður sé í lagi. bera þyngstu sök þess hvernig^ ástatt væri í þessum efnum;” vegna ósæmilegrar umgengni^ þess um vinnustaðina. Þá, v;tum við það. Hitt munu þó flestir telja sannarra, að umgengni verkafólks á vinnu- stað sé að jafnaði í réttu hlut- falli við vinnuskilyrði, aðbúð og útlit vinnustaðarins. Þá er það líka fjarri lagi, að hægt sé að firra þann aðila ábyrgð af eftirlitinu, sem lögum sam- kvæmt á að framkvæma það, og velta þeirri ábyrgð yfir á þá, sem fyrst og fremst hafa rétt til að skjóta málum sínum til heilbrigðisyfirvaldanna, þegar fram úr keyrir um brot á sam- þykktum og lögum og eftirliti með þeim. Hitt er svo annað mál, að verkalýðsfélögin þurfa að fá fullan íhlutunarrétt um eftirli.t með öryggi og heilbrigð- isháttum vinnustaðanna, og skoðunarvottorð ætti ekki að vera gilt, nema fulltrúi viðkom- andi verkalýðsfélags hefði und- irritað það ásamt fulltrúa heil- ' brigðisnefndar. ■ Við umræðurnar í borgar- stjórn lagði Magnús Ástmars- son það helzt til mála, að farið yrði sem gætilegast í því að auka eftirlitið og mátti helzt skilja hann svo, að öll rögg- semi í þessum málum gæti haft í sér fólgnar einhverjar leyndar hættur. Aðrir virtust ekki haldnir þessum ótta. m Eftirlitsmaðurinn upplýsir Eftir umræðurnar í borgar- stjórn um heilbrigðiseftirlitið á vinnustöðum, birti svo Morgun- blaðið viðtal við þann mann, sem vinnur á vegum borgar- læknis sem „eftirlitsmaður borgarinnar með heilbrigðishátt- um á vinnustöðum". Maður þessi er Sören Sörensen. Eftir viðtalinu að dæma virðist Sören býsna ánægður með gang þess- ara mála. Hann kvartar ekkert yfir því, að reynzt hafi erfittað finna vinnustaðina, sem hann á að skoða, og samstarf við at- vinnurekendur og trúnaðarmenn verkalýðsfélaga sé einkar ljúft og auðveldi honum starfið. Hins vegar munu þeir æðimargir trúnaðarmenn verkalýðsfélag- anna á vinnustöðunum, sem hafa farið á mis við ,,nána og góða samvinnu” við Sören. Þó segir hann: „við athugum vita- skuld alla staði reglulega og 6uma staði oft, ef ástæða er til“. Svo hljóðlátur mun Sören vera í starfi sínu að þeir munu færri, af fulltrúum verkamanna sem orðið hafa varir við eftirlit hans, en hinir, sem heyrðu hans fyrst getið til þessa starfa, þeg- ar Morgunblaðið birti viðtalið við hann. Vonandi nær hin reglulega athugun hans þó lengra en í skrifstofusíma for- stjóranna. — Eftir viðtalið við Sören munu Framh. á 10. síðu. Verkamaður frá höfninni kom að máli við blaðið í gær og sagði að ennþá væri aðbúð verkamanna við höfnina ó- breytt frá því sem hún hefði verið og lýst var í viðtali við hafnarverkamann hér í blaðinu í vetur. Hann sagði að ennþá væru t.d. aðeins tvö klósett í U. S.-skálanum, ætluð 250'—300 manns. Þessi mál væru stöðugt til umræðu manna á meðal, en þó meir nú en oft áður sökum þeirra fregna, sem borizt hefðu af bólusóttinni í Englandi og viðbrögðum manna hér. Það vekur furðu hvað dvalið getur heilbrigðisyfirvöldin í bænum, og hvernig á því getur staðið að ekki er brugðið fljótt við að bæta úr hættulegustu á- göllunum. Það er vonlaust fyr- ir heilbrigðisnefnd að hafa þaö í svari sínu að henni sé ó- kunnugt um vinnustaði eins og þennan. Að öðru leyti er það engin afsökun fyrir slælegu eft- irliti, það sannar beinlínis að hér hér er um rótgróið reiði- leysi að ræða. Kröfur verka- manna um að þessum málum sé sinnt af fyllstu röggsemi eru síharðnandi og þeir sjá engin rök fyrir því, að vinnustöðva- eftirlitið sitji á hakanum fyrir öðrum störfum sem vinna þarf, t.d. eftirliti með verzlunum og veitingahúsum. Til fróðleiks fyrir þá, sem ekki hafa Heilbrigðissamþykkt fyrir Reykjavík við höndina, er hér ákvæði 47. greinar svohljóð- andi: „Starfsfólk skal hafa greiðan aðgang að salernum og handlaugum, og ekki má ætla eitt salerni fyrir fleiri en 20 manns .... Karlmönnum skulu ætlaðar sérstakar þvagskálar ef þeir eru fleiri en 10“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.