Þjóðviljinn - 14.02.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.02.1962, Blaðsíða 6
m gllOÐVILilNN 6ts«fandl: Samelnlnaarflokknr altýBn — Sðsfalistaflokkurlnn. - Rltstíárari Magnús Klartansson (áb.). Magnús Torfl Ólaísson, SigurSur QuSmundsson. — FréttarltstJórar: fvar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingustjórl: QuBgetr Magnússon. - Rltstjórn, afgrelðsla, auglýstngar, nrentsmlSJa: SkólavörSust. 19. Blml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mán. — LausasöluverS kr. 3.00. PrentsmlSJa ÞJóSvlUans h.f. Almenningshlutafélög TVfforgunblaðið hefur um skeið haft uppi mikinn áróð- ur fyrir svonefndum almenningshlutafélögum. Telur blaðið það hina mestu nauðsyn að ríkisfyrirtæki verði lögð niður og lafhent hlutafélögum af þessu tagi; hins vegar hefur þess ekki orðið vart að blaðið leggi til að einstakir auðmenn útbýti hlutabréfum í fyrir- tækjum sínum meðal almennings. Almenningshluta- félög eiga þannig iað vera einskonar milliliður milli rík- isreksturs og hreins einkareksturs. í þeirri tillögu felst viðurkenning Morgunblaðsins á því að kapítalistískur rekstur sé ólýðræðislegur; valdamenn blaðsins vita að það er í fullu ósamræmi við hugmyndir nútímans að einstakir menn ráði yfir hinum mikilvirkustu fram- leiðslutækjum og geti þannig skammtað alþýðu manna 'atvinnu, kaup og kjör, líf eða dauða. En úr því á nú að bæta með því að gera alla að kapítalistum og láta verkamenn dunda við það eftir vinnutíma að reikna saman arðinn af hlutabréfunum sínum! Fn í þeirri tálbeitu að gera kapítalismann „lýðræðis- ^ legan“ með því að breyta öllum í atvinnurekendur felst raunar annað og meira. Þetta á einnig að vera aðferð til iþess að einstakir auðmenn geti komizt yfir stór fyrirtæki án þess að leggja fram nema örlítinn hluta 'af andvirðinu. Ef hlutabréf fyrirtækis eru dreifð meðal almennings, jafnvel um allt land, geta gróða- menn sem komizt hafa yfir smásafn af hlutabréfum ráðið lögum og lofum á aðalfundum og farið með fyr- irtækið eins og sína einkaeign. Þeir taka allar ákvarð- anir og skammta að eigin geðþótta þann arð sem Morg- unblaðið telur vera hið gullna töfraorð. Slík hefur ver- ið reynslan hvarvetna þar sem reynt hefur verið að stofna almenningshlutafélög í blekkingaskyni, og sum- staðar hefur aðferðin raunar verið notuð til þess að þrýsta niður kaupi; ef starfsmenn fyrirtækis voru tald- ir 'hluthafar í því máttu þeir auðvitað ekki ganga of nærri sinni eigin eign! fftTið Íslendingar höfum reynslu af almenningshlutafé- ' lagi. Eimskipafélag íslands var á sínum tíma stofnað með framlögum almennings um land allt, og þau heimili eru enn ófá þar sem geymd eru eitt eða tvö hlutabréf niðri í skúffu. En hinir almennu hluthafar hafa aldrei ráðið neinu um stjórn fyrirtækisins eða rekstur þess. Einstakir gróðamenn komust fljótlega yfir nægilegt magn af hlutabréfum til þess að geta ráð- ið öllu, og nú um skeið hefur félaginu verið stjórnað af fámennri klíku sem einnig skipar innsta hring Sjálfstæðisflokksins. Svo alger er fyrirlitning þessarar klíku á lýðræðinu, að hluthöfum er sagt að þeim komi ekki einusinni við hverjir sækja um starf framkvæmda- stjóra í félaginu. Og arðurinn sem Morgunblaðið telur skipta meginmáli hefur aldrei ratað til hinna almennu hluthafa; þeir hafa ekki einusinni fengið venjulega innlánsvexti af fé sínu hvérsu fnjög sém Eímskipafélag- ið hefur grætt. jþað er fyrirkomulag af þessu tagi sem Evjólfur Kon- ráð Jónsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hugsar sér, þegar hann heldur uppi linnulausum áróðri fyrir al- menningshlutafélögum. Hann er hvorki að hugsa um „lýðræðislegan kapítalisma“ né dreifingu á gróða. Og kunnugir fullyrða að hann sé ékki einusinni að hugsa um gengi viðreisnarinnar, heldur sjái hann sjálfan sig í anda sem ráðamann í almenningshlutafélögunum Landssmiðjunni og Sementsverksmiðjunni og skrifi í siamræmi við persónulega framadrauma sína. — m. Víötœkt samstarf stjórnmólaflokka og stétta þarf til aö framkvœma óœtlunarbúskap d íslandi ÚrcCráttur fyrsta kafla í framsögurœðu Einars Olgeirssonar um áœtlunarráð ríkisins, er fiutt var á Alþingi í fyrradag Hér fer á eftir útdráttur úr framsöguræðu Einars Olgeirs- sonar um frumvarpið um á- ætlunarráð ríkisins. Ræðan var flutt á fundi neðri deildar Al- þingis í fyrradag. ★ f byrjun ræðu sinnar minnti Einar á að hann hefði oft áð- ur flutt frumvarp um áætlunar- ráð. Nú flytti hann það í breyttu formi, með tilliti til þess að hugmyndin um áætlun- arráð og áætlunarbúskap væri nú meir komin á dagskrá en áð- ur, og því nauðsyn að það verði rannsakað hvernig íslend- ingar geti, við núverandi þjóð- skipulag, framkvæmt siíka stór- breytingu að taka að semja á- ætlanir um þjóðarbúskapinn og reyna að framfylgja þeim. Kvaðst hann fyrst og fremst vilja taka til meðferðar for- sendur þess, að það væri fært hér á landi. Fordæmi sósíalismans. Fyrst efnahagslegu forsend- urnar. Skilningur á nauðsyn á- ætlunarbúskapar hefur mjög farið vaxandi. Alstaðar þar sem menn hugsa sér að knýja fram örar framfarir, í atvinnulífi og lífskjörum, komast menn að iþeirri niðurstöðu, að til þess verði menn að gera sér ákveðn- ar hugmyndir um hvernig þró- unin eigi að verða, menn treysti þv,í ekki að vel fari með íþvi að láta atvinnulífið af- skiptalaust. Og það sem breytt hefur skoð- unum manna í þessum efnum er sá árangur, sem náðst hef- ur í löndum sósíalismans, á tiltcdulega örskömmum tíma, á mælikvarða mannkynssögunnar. Það hefur orðið til þess að einnig í auðvaldslöndunum er farið að reyna að búa að ein- hverju leyti áætlunarbúskap, enda þótt erfitt sé að fram- kværna það í venjulegu auð- valdsþ j óðf élagi. Ég álít, sagði Einar, að undir vissum kringumstæðum sé það fært í þjóðfélagi, þótt ekki sé iþað sósíalistískt, að koma á á- ætlunarbúskap að meira eða minna.Ieyti. Skilyrðin til þess eru í fyrsta lagi að hlutaðeig- andi ríki hafi yfirstjóm á utan- ríkisverzluninni, og þar með það eftirlit sem í henni felst. í öðru lagi: Yfirstjórn ríkisins á foönkunum, og þar með á f jár- festingarstefnunni. Þessar forsendur hafa að all- miklu leyti verið til á íslandi um nokkurt árabil. En við þær aðstæður ætti að vera hægt að íbúa að meira eða minna leyti áætlunarbúskap, og það þótt einkaatvinnurekstur sé allmik- ill, ekki sízt þegar bankamir eru ríkiseign, og ríki og bæir hafa allmikinn atvinnurekstur, við hlið einkarekstursins. -Jr Pólitíska(r forsendur En auk þessa þurfa að koma til pólitískar forsendur. Annað ihvort að áhrif verkalýðshreyf- ingarinnar á ríkisvaldið og verkalýðsstéttarinnar yfirleitt séu mjög sterk, og skilningur annarra stétta í þjóðfélaginu á nauðsyn svona áætlunarbúskap- ar allríkur, eða þá að hlutað- eigandi land sé nýlosnað úr mýlendufjötrum, og stéttirnar í landinu, bændastétt, verka- mannastétt, borgarastétt hafi allar hagsmuni af því að foyggja uþp hjá sér sterkt nýtt atvinnulíf og geti því samein- azt um að vinna að hraðri fram- för. Um þetta þekkjum við dæmi hvort tveggja. Annars vegar t. d. Noreg. Þar hefur um all- langt skeið verið gerð árlega éætlun um þróun þjóðarbú- skaparins, og með því móti hefur tekizt að halda Noregi nokkum veginn frá atvinnu- leysi. Dæmið um hið síðara eru að finna í mörgum löndum sem verið hafa nýlendur, en eru nýlega orðin frjáls ríki. Þau eiga mörg miklar auðlindir, og stéttirnar hafa að meira eða minna leyti orðið ásáttar um að nýta þær sem fyrst. Því hef- ur eitthvert form áætlunarbú- skapar verið tekið upp í ýms- um hinum nýju ríkjum Asíu og Afríku. -Jf Tilraunir á Islandi Svipað hefur staðið á hjá okkur íslendingum á undan- förnum áratugum, einnig hér hafa verið gerðar slíkar til- raunir og barizt fyrir því að koma á áætlunarbúskap, en þær tilraunir hafa verið trufl- aðar af erlendum áhrifum. Þingflokkur Sósíalistaflokksins og þingflokkur Alþýðubanda- lagsins nú hafa ætíð verið fylgj- andi því að koma hér á áætl- unarbúskap. Alþýðuflokkurinn var áður fyrr eindregið flygj- andi því og barðist fyrir áætl- unarbúskap í fyrstu stjórninni sem hann tók þátt í, og hefur mér vitanlega aldrei horfið frá því, sem kenningu. Þannig hafa þessir flokkar verkalýðshreyf- ingarinnar á undanförnum þremur áratugum reynt að knýja fram tilraunir með áætl- unarbúskap. Báðir borgaraflakkarnir á Is- landi, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, hafa að vísu á ýmsum tímum tekið mis- munandi afstöðu til málsins, en þó báðir, ýmist í orði eða verki, tekið þátt í eða iýst sig fylgj- andi því. Sjálfstæðisflokkurinn, eða meirihluti hans, gerði það 1944 með þeirri tilraun en þá var gerð í sambandi við ný- byggingarráð. Og Framsóknar- lokkurinn lýsti sig fylgjandi á- ætlunarbúskap 1956, er vinstri stjórnin var mynduð, þó ekki yrði úr framkvæmdum. Og eft- ir því sem heyrzt hefur af síð- asta landsfundi Framsóknar, mun þar hafa verið ákveðið að beita sér fyrir framkvæmdaá- ætlun hér á Islandi. Erlend áhrif til skemmdar. Hinsvegar hafa borgaraflokk- arnir hörfað frá, þegar áhrif bandaríska áuðvaldsins hafa eflzt hér á landi. Það varð 1947, þegar bandarísku áhrifun- um tókst að brjótast í gegn og hin sjálfstæða íslenzka pólitík í atvinnumálum sem hér hafði verið fylgt, var eyðilögð. Þá gerðu menn sér vonir um að ís- lenzkt atvinnulíf gæti þróazt í svonefndri frjálsri samkeppni og uppundir tíu ár voru fram- farir meira og minna stöðvaðar hér á landi. Og 1959 koma aft- ur upp samsvarandi tálvonir, þegar tekið var að boða á ný „frjálsa samkeppni11 og aftur- hvarf til „góðu, gömlu dag- anna“ kringum 1920. Nú þegar sézt, að það hefur algjörlega misheppnazt. Einar Olgeirsson í Jræðustól á Alþingi. Víðtækt samstarf brýn nauðsyn Þannig ihefur komið fram öðru hvoru á undanförnum ára- . tugum nokkur skilningur borg- araflokkanna á nauðsyn áætl- unarbúskapar. Engar kröfur hafa komið fram, ekki heldur frá verkalýðshreyfingunni, um að útrýma einkaframtakinu, heldur hefur því jafnan verið fyrirhugað sitt svið í þjóðfé- laginu við hlið samvinnufyrir- tækja, bæjarfyrirtækja og ríkis- fyrirtækja. Og í þessu frum- varpi er miðað við að reynt verði að koma á samstarfi milli stjórnmálaflokkanna á íslandi, én tillits til þess hvort þeir eru í ríkisstjórn eða í stjórnar- andstöðu, um að koma á og við- halda áætlunarhúskap á Islandi. Þess vegna legg ég nú til að Alþingi kjósi að loknum hverj- um þingkosningum 5 manna á- ætlunarráð ríkisins. Ríkisstjórn- in skipi formann úr hópi nefnd- armanna og einnig skipi hún framkvæmdastjóra. Áður hafði ég lagt til að ríkisstjórnin skip- aði ætlunararráðið, og svo var gert við fyrri tilraunir í þessa átt. Ástæðan er sumpart sú, að ýmsir menn í öllum flokkum viðurkenna nú nauðsyn á áætl- unarbúskap, og hins vegar, að verði í alvöru reynt að fram- kvæma áætlunarbúskap á Is- landi þarf að verða víðtækt samstarf um hann á Alþingi, ekki einungis í meirihlutanum heldur einnig við stjórnarand- stöðuna. -fc Áætlun hafin yfir stjórnarskipti Ástæðan er sú, að ef við Is- lendingar ætlum að ráðast í stórframkvæmdir, t.d. virkja okkar mestu fallvötn, Þjórsá eða Jökulsá og koma upp stór- iðju í sambandi við virkjanirn- ar, getur þurft fimm-sex ár að koma fyrirtækjunum upp. Til þess duga ekki eins árs og varla fimm ára áætlanir, held- ur getur þurft aUt að tíu ára áætlun. Með fjögurra ára kjör- tímabili er óhugsandi að ætla að gera þetta, nema þingflokk- arnir standi meira eða minna saman um það, þannig að þó Bandalag starfsmanna ríkis og bæja 20 ára í dag Fullur samningsréttur meqinkrafa samtakanna I dagv 14. febrúar, eru liðin 20 ár frá því að Bandaíag starfsmanna ríkis og bæja var stofnað. Bandalagið var stofnað 14. febrúar 1942, og voru stofnend- ur 14 félög opinberra starfs- manna með samtals 1545 fé- lagsmönnum. Þessi félög voru stofnendur bandalagsins: Félag íslenzkra símamanna Félag gagnfræðaskólakennara (nú Landssamband framhalds- skólakennara) Félag mennaskólakennara Póstmannafélag Islands Prestafélag Islands Sigurður Thorlacius, fyrsti formaður B.S.R.B. Samband íslenzkra barna- kennara Starfsmannafélag Hafnar- f jarðarbæjar Starfsmannafélag Reykjavík- urbæjar Starfsmannafélag ríkisstofn- ana Starfsmannafélag Ríkisút- varpsins Starfsmannafélag Siglufjarð- arbæjar Starfsmannafélag Sjúkrasam- lags Reykjavíkur Starfsmannafélag Vestmanna- eyjabæjar Tollvarðafélag íslands. Stjórn og varastjórn B.S.R.B. Sitjandi frá vinsfri: Andrés G. Þormar, Júlíus Björnsson, Kristján Thorlacius, Magnús Eggertsson, Guðjón B. Baldvinsson, síra Gunnar 'Árnason. Standandi ffá vinstri: Jón Kárason, Teitur Þorleifsson, Einar Ólafsson, Eyjólfur Jónsson, Sigurður Ingimundar- son, Þorsteinn Óskarsson, Haraldar Steinþórsson. Síðar sama ár bættust í hóp- inn Félag starfsmanna Háskóla Islands, Læknafélag Islands og Starfsmannafélag . Akureyrar- bæjar. Nú eru bandalagsfélögin 27 K&*m*mm** með samtals 4700 félagsmönn- um, þar af 7 félög foæjarstarfs- manna. Höfuðviðfangsefni samtak- anna hafa verið launa- og kjaramál opinberra starfs- manna, og hafa stjórnarvöldin frá. upphafi viðurkennt' B.S.R. B. sem viðræðuaðila um kjará- mál starfsmanna ríkis og bæja. Frá stofnun B.S.R.B. hefur iþað verið eitt af áhugamálum ríkisstjórmn sem byrjar verði í minnihluta við næstu kosning- ar og önnur ríkisstjórn taki við. hafi verið svo injjöff sam- ráð og samstarf um fram- kvæmdirnar að fyrirætlanir og áætlanir 'fráfarandi stjórnar séu ekki eyðilagðar og hver stjórn að byrja á ný. -fc- Samstaða um rétt átak Lítið þjóðfélag, eins og okk- ar, á gífulega mikið undir því að vel takist með slík stórfyr- irtæki, og því enn brýnni nauðsyn að heildarstefna í upp- byggingu atvinnulífsins, ákvörð- u.n og framkvæmd áætlunar, haldist, þó að stjórnarskipti verði. Það er sú hugmvnd er liggur bak við breytingarnar sem ég hef gert á frumvarp- inu og einmitt vegna þess, að núverandi ríkisstjórn er að tala um áætlunarbúskap, áætlanir ti.l margra ára. held ég að rétt sé að undirstrika að gera þarf sem víðtækast samkomulag í ís- lenzku þjóðfélagi um að lagt skuli í slíkt. Það er svo mikið átak, krefst svo almenns skiln- ings allra aðila, krefst sam- starfs verkamanna og atvinnu- rekenda og bænda og annarra, að ó.hiákvæmilegt er að stéttir þj óðfélagsins verði sem bezt samhu.ga um foað sem gert er. Gífurlega mikið veltur á því, að það sem gert er verði skyn- samlegt, og það getur helzt orðið ef margir eru kvaddir til er bera saman ráð sín. Og ég hef meiri trú á því að við Is- lendingar finnum hvað rétt er og skynsamlegt er í þessum efnum, við eigum að treysta foetur okkur sjálfum en erlend- um sérfræðingum, sem koma 'hin.gað til nokkurra mánaða dvalar. Sérfræðileg ráð eigum við að notfæra okkur, hvaðan sem þau koma, en fyrst og fremst verðum við að reyna að ■ hafa vald á þessu sjálfir. Og ég vil alveg sérstaklega undir- strika, að eins og nú er komið í Norður- og Vestur-Evrópu eigum við raunverulega bara tveggja kosta völ. Ef við ætlum að halda Islandi sem sjálfstæðu landi, verðum við að hefja i- ætlunarbúskap í einhverri mynd. ★ (Útdráttur' úr öðrum köflum ræðu Einars verða birtir hér í blaðinu næstu daga). þess. að opinberir starfsmenn öðluðust samningsrétt um kaup og kjör til jafns við aðrar launastéttir, og að afnumin verði lögin frá 1915, er banna verkfall opinberra starfsmanna, að viðlagðri refsingu. Segja má. að fyrsta viðfangs- efni bandalagsins hafi verið að beita sér fyrir endurskoðun ilaga um lífeyrissjóði, og voru ný lífeyrissjóðslög sett á árinu 1943. Ákvæðin um eftirlaun ríkisstarfsmanna voru þá orðin mjög úrelt. Þá gildandi lífeyris- sjóðslög voru frá 1919 og náðu aðeins til embættismanna, en iðgjöld voru einungis greidd af litlum hluta launa. Síðan hefur af hálfu sam- takanna verið unnið að því að fá framgengt margvíslegum kjarabótum til handa opinberum starfsmönnum, og hefur árang- urinn í stórum dráttum orðið þessi: v, Á árinu 1943 var ákveðið að greiða opinberum starfsmönn- um 25—30% grunnlaunahækk- un. Ný launalög voru sett á ár- inu 1945. I launalögin 1945 félrkst á- kvæði um, að við samning reglugerða samkvæm.t lögunum og við endurskoðun þeirra skuli jafnan gefa B.S.R.B. kost á að fjalla um ágreiningsatriði, sem upp kunna að koma. Sams konar ákvæði er í nú- gildandi launalögum og einnig í lögum um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins. Á árinu 1950 voru samþykkt- ar launabætur til opinberra starfsmanna 10—17%, eftir launaflokkum, og voru þessar launabætur hækkaðar á árinu 1954, en þá var ákveðið að greiða öllum opinberum starfs- mönnum 20%, lau.nabætur. Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins voru sam- þýkkt á Alþingi 1954. Ný launalög voru samþykkt 1955. Opinberir starfsmenn fengu launabætur á árinu 1958, og Framhald á 10. síðu. |p) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. febrúar 1902 Miðvikudagur 14. febrúai- 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.