Þjóðviljinn - 14.02.1962, Blaðsíða 9
1
'
1
1
1
;
'
1
'
<
!
1
'
'
!
1
A myndinm scst Ingemar Johansson geía Joe líygraves vel útilátið hægrihandarhögg er þeir
kepptu í Gautaborg. Ingemar var dæmdur sigurinn í 7. Iotu er dómarinn stöðvaði leikinn.
Þetta er fyrsta kcppni Ingemars í 11 mánuði, en hanni tapað fyrir Patterson í kcppninni um
hcimsmeistaratitilinn í marz s.I. ár. Jamaíkubúar trúðu al’ir á sigur Bygraves og voru mikil
, veðmál í gangi á Jamaíka fyrir lcikinn.
• ÞREFALDUR SIGUR
AUSTURRfKISMANNA
Austurríkismenn unnu þre-
faldan sigur í fyrstu heims-
meistarakeppni atvinnumanna.
Fyrstur varð Anderl Molterer,
næstur Ernst Hinterseer og
þriðji Christian Pravda. Fyrsti
maður fékk 1200 dollara í
verðlaun, eða rúmlega 48
þúsund krónur.
• JAHN VARÐ FVRST
CHAMONIX 11/2 — Austur-
ríska stúlkan Jahn, 19 ára,
sigraði í stórsvigi kvenna. í 2.
sæti var Netzer Austurríki og
í þriðja sæti var bandaríska
stúlkan Joan Hannah. Olymp-
íumeistarinn Heidi Biebl varð
að láta sér lynda 11. sæti og
hin fræga Traudl Heeher frá
Austurríki lenti í 9. sæti.
• KANADAMAÐUR VEKUR
MIKLA ATHYGLI
Á skautamóti í Hamar í
Noregi bar það til tíðinda að
skautahlauparinn Paul Enok
setti heimsmet í 3000 m hlaupi.
Paul Enok er fæddur í Ástr-
alíu. 1953—’54 dvaldist hann í
Ncregi og æfði þá skauta-
hlaup. Á þessu móti stórbætíi
hann öll sín persónulegu met
og hl.jóp 500 m á 45,1, 1500 m
á 2,17,4, 3000 m á 4,37,2 og
5000 m á 8,16,9. Enok kemur
til með að taka þátt í HM í
Moskvu um næstu helgi. En-
ok hefur lítið sem eklcert æft
frá vetrinum 1953—’54 fyrr en '
nú í vetur og kemur til með
að vekja mikla athygli í
Moskvu, en þar keppir hann
fyrir Kanada.
• EKKI ÁBYRGIR
MONTREAL 102 — Robert
Label, forseti alþjóða íshokki-
sambandsins, sagði í dag að
HM í íshokkí yrði haldið í
Colarado Springs og það kæmi
ekki til mála að hafa það ann-
arsstaðar (Rússar buðust um
daginn að halda það hjá sér).
Lebel sagði að Bandaríkja-
menn væru ekki ábyrgir fyrir
neitun vegabréfa til Austur-
þjóðverja.
® ENSK KNATTSPYRNA
1 ensku deildakeppninni
vann Tottenham Nottingham
4:2 og er þá komið í annað
sæti. Ipswich vann Fulham
2:1 og er með sömu stigatölu
og Tottenham. Fulham tapaði
nú í 9. skipti í röð og er í
nsestneðsta sæti í 1. deild.
• SNELL 1 USA
Peter Snell tók þátt í inn-
anhússmóti í Los Angeles um
helgina og þar hljóp hann
1000 jarda á 2,06 og 880 jarda
á 1.50,2 en þetta eru bcztu
tímar sem náðst hafa á þess-
um vegalengdum í innanhúss-
keppni. Á sama möti hljóp
Ji.m Beatty fvr-Tur manna
enska mílu und'.r 4 mínútum í
innanhússkcppni. Tíminn var
3.58,9.
• EFSTU MENN
Á skautamótinu í Hamar,
sem sagt er frá á öðrum stað,
varð sigurvegari samanlagt
Kouprianoff Frakklandi. Nr.
2. Habiboulin Sovét. nr. 3. En-
ok Kanada, nr. 4 Rudolph
USA (Hann hljóp 500 m á
41,0, sem er mjög góður tími).
■MBHPPM'' i1 >.*m> <1
• TVÖFALDUR FRANSKUR
SIGUR í STÓRSVIGI
f gær fór fram stórsvigsmót
Perillat
karla í Chamonix og varð Boz-
on, Frakklandi sigurvegari. —
Næstur varð Perillat Frakk-
landi og þriðji Nenning Aust-
urríki. Fjórði var Schranz
Austurríki og fimmti Leitner
V-Þýzkalandi, nýr og skæður
skíðamaður.
• KONA ÓK YFIR SKfÐI
FARARSTJÓRANS
CHAMONIX 12/2 — Farar-
stjóri norsku skíðamannanna í
Chamonix varð fyrir því ó-
happi að kona ók bíl sínum
yfir skíði hans og við það
fótbrotnaði hann. Konan ólt á-
fram eins og ekkert hefði í
skorizt.
• VEGABRÉFSNEITUN
Konsúlat Luxemborgar í V-
Berlín neitaði í dag A-Þjóð-
verjum um vegabréf til Lux-
emborgar, en þeir hugðust
taka þar þátt í hjólreiða-
keppni um næstu helgi.
utan úr heimi
ViklnprvannKRíldelld
með 17 mörkym oeon 14
Ilandknattlciksmeistaramótið
hélt áfram á mánudagskvöldið
og sigraði þá, Víkingur—KR
með 17:14 í 1. dcild, Þróttur—
Ármann 24:22 í 2. dcild og
Ármann—Víking 12 gcgn 4 í 3.
fl. A b.
Leikur KR og Víkings í 1.
d.eild var aldrei verulega
skemmtilegur, nema ef vera
kynni síðustu mínúturnar, því
Víkingar höfðu yfirleitt 3—7
mörk yfir meiri hluta leiksins.
Það var Pétur Bjarnason sem
setti fyrsta markið, en Sigurð-
ur Öskarsson jafnaði skömmu
síðar. Víkingar setja nú þrjú
mörk í röð: Rósmundur, Björn
Bjarna og Jóhann Gíslason.
Karl Jóhannsson setur annað
mark KR-inga, en síðan svara
Víkingar með þremur mörkum
í viðbót; þeir Sigurður Hauks,
Sigurður Óli og Steinar. Þar
með voru Víkingar búnir að ná
góðum tökum á leiknum. I leik-
hléi var staðan 8:4.
Er um það bil 10 mín. voru
til leiksloka var staðan 16:9
fyrir Víking. KR-ingar taka
mjög góðan endasprett og setja
fimm mörk í röð og einnig
settu þeir önnur fimm, sem
dæmd voru af þeim, öll skor-
uð fyrir innan línu. Sigurður
Óli setti svo 17. mark Víkings.
Víkingsvörnin átti mjög góðan
fyrri hálfleik og langt fram í
þann síðari, eða þar til KR-
ingar fóru að „dansa“ í kring-
um þá. Þá var eins og allt
stæði þeim opið og notfærðu
þeir sér þau tækifæri vægast
sggt illa.
Gunnlaugur Hjlmarsson dæmi
leikinn og fórst honum margt
vel, annað illa, m.a. er hann
lagði hendur á varnarleikmann
Víkings, sem ekki hafði farið
nógu 'langt aftur að línu í
aukakasti frá mótherjanum, og
ýtti hann honum á sinn stað.
Einnig hefði hann átt að
vera strangari gagnvart því,
þegar slegið er á hendur leiJsi
manna, því dómararnir megai
ekki bíða eftir því að einhveö
handleggsbrotni af þeim sök«
um, heldur verða þeir að komtfi
í veg fyrir það.
Frjálsíþróttamót
Drengja- og unglingamót i
frjálsum íþróttum innanhúsg
fer fram að Bifröst í Borgar®
firði sunnudaginn 25. febrúag
n.k. Keppt verður í eftirfaran<J*j
greinum: kúluvarpi, hástökki nQ(,
atr., stangarstökki, þrístökki áö
atr., langstökki án atr. og háw
stökki án atrennu. Þátttökutil.
kynningar send.’st VilhjálmS
Einarssyni c/o Samvinnuskólarv,
um eða FRX í pósthólf 1099„
Reykjavik, í síðasta lagi 29,’
febrúar. Sameiginleg ferð ver&s
ur frá Reykjavík laugardaginlg
24. febrúar.
(Stjórn FRÍ).
-----------------------—<a
Gestsgangur 1
Framhald af 3. síðu.
skólanum. Lagði hann síðan leilW
listina til hliðar um skeið og
hóf verkfræðinám í Þýzkalamí
en hvarf frá því og tók að stundíá
leiknám.
„Gestagangur" er fyrsta leilíð
rit Sigurðar A. Magnússonar eH
hann er áður kunnur fyrir ljó$
sín og sögur auk þess sem han*i
hefur verið blaðamaður og rifcí
dómari við Morgunblaðið unS
árabil. Er hann fyrsti blaðamaia
ur sem leikrit er sýnt eftir $
Þjóðleikhúsinu.
Þjóðleikhúsið hefur einnig sanw
ið um flutning á öðru leikritfi
eftir íslenzkan rithöfund, Sigur#
Róbertsson, en það verður ekkíi
frumsýnt fyrr en á næsta leikárf-
Leikstjóri þess verður GunnaG?
Eyjólfsson.
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 4. ársfjórðung 1961,
svo og vangreiddan söluskatt eldri ára, hafi gjöld þessi
ekki verið greidd í síðasta lagi hinn 15. þ.m.
Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari að-
vörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað
gjöldunum.
Reykjavík, 12. febrúar 1962.
Þcssi leikur var af mörgum
talinn úrslitaleikur í annarri
deild og Ármannsliðið talið
öllu sigurstranglegra, þar sem
það cr skipað fimm leikmönnum
úr unglingalandsliðinu, cn
Þróttarar eiga þUr aðcins einn
mann.
Þrátt fyrir þetta voru það
Þróttarar sem sigruðu eftir að
hafa leitt leikinn með allt að
fimm mörkum yfir, og sigruðu
með tveggja marka mun. 1 leik-
hléi var staðan 11:9 fyrir
Þrótt og héldu áhangendur
Ármanns, að nú væfi styndin
runnin upp og Ármann tæki
brátt við forustunni. En það
fór á annan veg. Þróttararnir
voru einum manni færri sl. 2
mín. vegna brottvísunar Birgis
af leikvelli, en er hann kom
aftur inná skoraði hann urn
leið, og fjögur mörk fylgdu á
eftir í kjölfar þess hjá Gunn-
ari, Þórði, Páli og Birgi. Er
5 mín. voru til leiksloka tóku
Ármenningarnir það til bragðs
að leika maður gegn manni og
höfðu það upp úr því að þeir
misstu útaf Árna Samúelsson í
2 mínútur fyrir óprúðmannleg-
an leik. ■
Rétt fyrir leikslok setti svo
Hörður tvö mörk fyrir Ármann.
Þróttarliðið lék sinn bezta
leik um langan tíma og var
vörnin óvenjulega þétt í þess-
um leik.
Ármannsliðið lék vel á köfl-
um, hafði meiri hraða í spilinu,
en mikið háir þeim mark-
mannsvandamálið.
Dómari var Daníel Benja-
mínsson.
Ármann vann Víkiing 12:4
(5.0) í 3. fl. A b.
Mikla athygli vakti hve ung-
lingarnir spiluðu gróft, og varð
að vísa einum Ármannspiltin-
um af leikvelli.
H.
Tollstjóraskrifslofan. Arnarhvoli
Skrifstofustúlka
óskast til vélritunar, hálfan eða allan daginn.
Hagkvæm og sjálfstæð vinna.
i
Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt:
„GOTT KAUP“ — 1001.
*
■4
f
1
Miðvikudagur 14. febrúar 1962 — ÞJÖÐVILJINN — ($