Þjóðviljinn - 20.02.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.02.1962, Blaðsíða 6
þlÓÐVlUINN fttcatandl: BamelnlnBarflokknr alÞíBn - Sóslallstaflokkurlnn. - Rltetlörari Masnúa KJartansson (&b.). MaKnúa Torfi Olafsson. Slguröur Guömundsson. — Fréttarltstiórar: fvar H. Jónsson, Jón Biarnason. — Auglýslngastjórl: Guögsir Maœnússon. — Bltstiórn. afgreiösla. auglýsingar. prentsmlöla: Skólavöröust. 1». Biml 17-500 (5 línur). Askriítarverö kr. 55.00 & mán. - Lausasöluverð kr. 3.00. PrentsmlöJa ÞlóövlUans hJ. Samstillt átak þjóðariiinar - eða uppgjöf og innlimun? ft getur þeim fundizt, sem fylgjast daglega með störfum Alþingis, að þar fari fuHmikill tími i smámunasemi og tnálfundalegar umræður, að meiri reisn mætti vera í mál- flutningi og málin meiri háttar. Alþingi er sú stofnun með þjóðinni, sem Islendingar vilja eiga viturlegasta og framsýn- asta. Og segja má að þar eigi háttvirtir kjósendur við sjálfa sig að kljást. Það er á valdi þjóðaiinnar að láta Alþingi verða mynd af því bezta sem þjóðin á til, og ekki er annað lílclegt en Alþingi verði langtíf stofnun, sem eigi úrslitaþátt í þvi að beina sókn íslenzku þjóðarinnar tíl framfai’a og velmegunar, til fyllsta efnahagslegs og stjómmálalegs sjálfstæðis, — ef fóikið þorir. • • • Ijtn svo koma dagar þegar Alþingi rís upp úr hversdagsleik J og dægui'þrasi og safnað er í brennldepil því sem mestu varðar fyrir sókn þjóðarinnar og framtíð. Svo var á dögunum þegar Einai- Olgeirsson flutti framsöguræðu um áætiunarráð rílkisins, en Þjóðviljinn hefur birt ýtarlegan útdrátt úr þeirri ræðu. Hennar hefur lítið verið getið í öðrum blöðum. Það gæti verið af varkárni og lífsreynslu. Stjómmálaandstæðingar Ein- ars kunna að muna hvemig fór, þegar Einar hóf sams konar áróður fyrir því a fyrsta ári lýðveldisins, 1944, að sameina hin ótíikustu öfl tíl glæsilegrar sóknar í atvinnutífi og þjóötífi ís- lendinga. Þá var ekki sparað að reyna að gera hlægilegar til- lögur Einars um stórfellda nýsköpun atvinnuveganna. Aðrir reyndu að sannfæra þjóðína um hver „launráð og iokaráð“ væri verið að brugga þjóðinni! _ Iþessi öskur og læti þröngsýnna og glámskyggnra aftui’- haldsmanna hefur oft verið vitnað og um langan aldur munu þau höfð áð dasmum. Það kam í ljós, að „skýjaborgim- ar“, sem andstæðingar sósíatísta töluðu og skriíuðu mest um, vom reyndar raunsannur veruleiki, að stórhugur og framsýni Einars Olgeirssonar óg Sósíalistaflokksins var þess megnugt að ryðja færa leið fyrir íslenzku þjóðina, og bera ríkaii árangur í atvinnulífi íslendinga og þjóðtífi, árangur sem íslenzka þjóð- in býr að enn í dag. Og það enda þótt ekki tækist að gera nýsköpunina ad stefnu íslenzkrar ríkisstjórnar nema í tvö ár, og samstarfsflokkar Srisíaiistaflokk.sins í þeirri ríkisstjórn væru ekki heitíi en svo, að við þá þurfti að berjast um hvert skref nýsköpunarinnar. ægar Einar Olgeirsson flytur nú enn á ný tillögur um áætí- unarbúskap á íslandi, mótast þær af sömu eiginleikunum og tillögur hans 1944 um nýsköpunarmálin, af trú á þjóðina og landið, af stórhug og raunsæi, af þekkingu á þjóðai’högum, af stórum framtíðarsýnum um íslenzku þjóðina sem alfrjálsa velmegandi menningarþjóð, um útrýmingu fátæktar og þræl- dóms. Og Einar hefur kannski aldrei lagt þyngri áherzlu á nauðsyn hins víðtækasta samstarfs stjómmálaflokka og stétta til að koma á þeim örlagaríku breytíngum að tekið verði að búa áætíunarbúskap á íslandi, né lýst eindregnai-a trú sinni á að stíkt samstarf ætti að vera mögulegt. í þeim málflutn- ingi koma að sjálfsögðu ekld fram noinar bamalegar hug- myndir um afnám stéttarbaráttunnar, eða að hægt sé með nokíkurs konar samningum að gera að engu dýpstu andstæðu auðvaldsþjóöfélagsins, andstæðu auðvalds og verkalýðs. Bn með sannfærandi rökum hefur Einar sýnt fram á sameiginlega hags- muni allra stétta hins famenna íslenzka þjóðfélags eins og nú er ástatt, af því að hefja áætlunarbúskap, og stillt þeim lausn sem andstæðu við tilhneigingu íslenzka afturhaldsins að af- sala efnhagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði landsins. Því er það, að síðar meir kann að verða vitnað til þingræðunnar um áætlunarráð ríkisins, líkt og greina Einars og ræðna frá sumri og hausti 1944, sem nú þegar etw orðin merk skilríki um ís- Landssögu. — s. Samband íslenzkra sam- vinnufélaga sextíu dra Afmælisbarnið í dag, Sam- band íslenzkra samvinnufélaga, er þingeyskt að uppruna, enda var það kallað á stofnfundi þess 20. febrúar 1902 Sam- bandskaupfélag Þingeyinga, og kaupfélögin, sem tóku þátt í stofnun þess, voru öll til he.m- ilis í Þingeyjarsýslu — Kaupfé- lag Þingeyinga, Kaupfélag Norður-Þingeyinga og Kaupfé- lag Svalbarðseyrar. Þessi þrjú þingeysku kaupfélög urðu stofn að voldugustu viðskiptasamtök- um íslands, SÍS, sem taidi í árslok 1960 57 sambandsfélög, en tala félagsmanna var rúm- lega 30.000. Þessi þróun Sam- liðalausa sauðasölu til Englands og verið skipaður í nefnd til að sjá um framkvæmdir. Þeir frændur. Benedikt á Auðnum og Jakob Hálfdanarson, biðu milli vonar og ótta eftir svari frá 'hinum brezka sauðakaup- manni. 1 júlí barst þeim bréf frá honum og tók hánn vel í málaleitun þeirra. f septembermánuði kom gufu- skipið ,,Cumberland“ til Húsa- víkur að sækja sauðina og þeg- ar kaupunum yar lokið gekk Jakob Hálfdanarson af skipi og hafði í hendi kút fullan af gull- peníngum, um 30 þús. krónur. Þingeyskir bændur höfðu hafið Málverk Karen Agnete Þórarinsson af síofnfundinum í Yzta-Felli 20. febrúar 1902. Frá vinstri: tSteingrímur Jónsson sýslumaður frá Kaupfélagi Þingeyinga, Beneðikt Jónsson á Auðnum ritari fund- arins, Sigurður Jónsson í Yzta-felli frá Kaupfétlagi Þingeyinga, Fétur Jónsson á Gautlönðum frá Kaupfélagi Þingeyinga og fyrsti íormaður Sambanðsins, Helgi Laxdal í Tungu frá Kaupfélagi SvaJbarðseyrar, Friðbjörn Bjarnason á Grýtubakka frá Kaupfélagi Svaibarðseyrar og Árni Krtstjánsson |í lLóni frá Kaupfélagi Norð- ur-Þingcyinga. Sanibandshúsið og gamli Sölvitólsbærinn. bandsins er ævintýri líkust, en upphaf l>ess var ekki síður æv- intýri á sinni tíð og þessa upp- haís er að leita til árs ns 1881. Það var á útmánuðum á því ári, að Jakob Háifdanarson gisti um nótt hjá Benedikt Jónssyni á Auðnum. Á þessari nóttu samdi Benedikt bréf „á einskonar ensku máli“ tii Slim- ons, brezks sauðakaupmanns, og var í'ar'ð þess á leit við hann, að haim sendi skip til Húsavíkur tii að kaupa sauðíé af Þingeyingum og var honum heitið fullum farrni. Bréfið var ritað í nafn Jakobs Hálfdanar- sonar og skrifaði hann undir það. Hafði Jakob áður haldið fundj með sýslubúum um milli- bein viðskipti við útlönd og sn'ðgengið hina fornu selstöðu- verzlun á Húsavík, Örum & Wulf. Nokkru eftir að sauða- skipið iét í haf var boðað til fundar að Grenjaðarstað, 26. sept. 1881, og sóttu hann flest- ir forgöngumenn héraðsins milli Kinnarfjalla og Jökulsár í Ax- arfirði. Á fundi þessum var ráð'ð að stofna verzlunarfélag þingeyzkra bænda, en regluleg- ur stofnfundur þess var hald- inn 20. febrúar 1882. Þá var féiaginu gefið nafn o.g kallað ,,kaupfé!ag“ „og var það ný- mæll eins og félagið sjálft“, seg' r Benedikt á Auðnum í rit- gerð sem hann skriíaði um upphaf félagsins í elli .sinni. Tuttugu árum síðar var á sama degi hald.n stofnfundur þeirra verzlunarsamtaka, er nú heita Samband íslenzkra samvinnufé- laga. Á þeim tuttugu árum sem liðu frá stofnun Kaupfélags Þingeyinga t.'l upphafs Sam- bandsins höfðu margir af for- ráðamönnum kaupfélagsins velt fyrir sér verzlunarmálefnum ís- lands, Þeir Bened'kt á Auðnum og Pétur Jónsson á Gautlönd- um, sem báðir voru á stofn- fundi Sambandsins 1902, höfðu á þessum árum túlkað í ri.tí þá hugmjmd, að innlend kaup- mannastétt værj óþörf og skað- leg á fslandi. Kaupfélög gætu tekið að sér það hlutverk að hrekja hina dönsku selstöðu- verzlun af landl brott qg haft ein alla verzlun landsins á hendi. f Ófeigi, sem var inn- anfélagstímarit Kaupfélags Þingeyinga og hóf göngu sína 1890, skriíar Pétur á Gaut- löndum um Kaupskap og kaup- félagsskap og kemst að J>eirri n'ðurstöðu, að fslendingum sé hollast að kctmast hjá gönu- hlaupum annarra þjóða og íorðast þá misskiptingu auðs- ins, er sigla muni í kjölfar innlendrar kaupmannastéttar. Og nokkru síðar skr.far Bene- dikt á Auðnum grein um sama efni og leggur til að ísiending- ar taki a£ sér krókinn og hlaupi ,,yfir þetta kostnaðarsama menningarstig (þ; e. kaup- mannastétiina, S.K.), taka tvær rimar í st'ganum £ senn og rita á „prógramm“ vort, — ekki kaupmenn, heldur kaupfélög“. Þeir menn, sem fremstir stóðu að stofnun Sambandsins, Pétur á Gautlöndum og .Benedikt á Auðnum,- reistu frá upphaíi merkið hátt. Þeir ætluðu sér ekki minni hlut en ])ann að sameina alla verzlun í kaupfé- lögum, hlaupa yf.'r „kaup- mannastigið“ í þróuninni. Við- skiptahugmyndir þessara þ.:ng- eysku bænda undir lok 19. ald- ar bera vott um óvenjulega djöríung og hugmyndaflug. Varla var við öðru að búast en að fyrstu ár Sambandskaup- félags Þingeyinga yrðu æði frumbýl'ngsleg. Lifandi sauðir og saltkjöt voru helzta verzi- unarvara sambandsins til út- flutnings, en fyrstu árin tókst þvi ekki að skipuleggja inn- flutríng til landsins. Árið 1907 gengu þrjú félög í Sambandið og yar nafni bess bá breytt í Sambandskaupfélag fslands. Á aðalfundi á Sauðárkróki 1910 var nafninu enn breytt og var nú kallað „Samband íslenzkra samvinnufélaga“, og hefur það he'tið því nai'ni síðan. Árið 1914 var Hallgrlmur Kristins- son ráðinn erindreki Sambands- ins erlendis og íór hann utan um sumarið og seldi kjöt og keypti inn varning. Þá var selt á vegum þess um 20% af öll- um kjötútflutningi landsmanna. Segja má að með árinu 1915 hefjist nýtt ske'ð í sögu Sam- bandsins. Á bví ári var opn- H llgrímur K. fstinsson uð fyrsta s-krifstoía þess er- lendis, í Kaupmannahöfn, og ári siðar hófst innkaupastarf- semj þess að marki. Aðalskrif- stofa sambandsins var flutt til Reykj.avikur 1917 og sama ár var skrifstofa opnuð í New York, er fslendingar hófu sigl- ingar til Ameriku vegna tálm- ana á sjóleiðum til Evrópu. Þegar fyrri heimsstyrjöld lauk hafði öll starfsemi sambands- ins færzt mjög í aukana svo að taka varð upp deildaskjpt- ingu í útflutningsdeild og inn- flutningsdeild. Það komst stór- slysalaust út úr viðskiptalegum eftirköstum styrjaldarinnar og eftir því sem leið á áratuginn 1920—'30 batnaði hagur þess og það gerðist æ umsvifameira í utanríkisverzlun landsins. Ár- ið 1927 flutti Sambandið út 80% af útflutningskjöti lands- manna, einnig tók það á þess- um árum að flytja út fisk og nam íiskútflutningur þess árið 1931 6.400 lestum, eða tíunda hluta af ársframle'ðslunni. Á þessum sömu árum tók Sam- bandið einnig að flytja inn vél- ar og timbur og annaðist að mestu timburverzlunina utan Reykjavíkur. Eftir 1930 'skal! heimskreppan yfii’ ísland og galt Sambandið að sjálfsögðu mikið afhi-oð vegna hennar. Mikið verðfall varð á útflufningsvörum Sam- bandsins. einkum ull og gærum, en bó er það á þessum áratug milli hei.mskreppu og síðari heimsstvrialdar. að Sambandið hóf ailfjöibreyttan iðnrekstur og má þar einkum nefna ullai’- yerksmiðjuna Gefjun á Akur- eyri, Þegar leið á áratuginn sótti Sambandið enn á í utan- ríkisviðskintunum. Árið 1937 nam innflutningur þess 46.000 smálestum, þar af 21.000 lestir af kolum og salti og 8.500 lest- ir af .timbri. Ári síðar varð freðk.iötsútflutnimnirinn mesfur í sögu þess, 178.000 skrokkar. en fiskútflutningur 7000 lestir ng var það þá orðin slærsti þ;'itt- takandi í Sölusambandi ís- lenzkra fiskframleiðenda. Heimsstyrjöldin síðari re.vnd- ist Sambandi íslenzkra sam- vinnuielaga mikil lyftistöng, svo sem raunar öllum atvinnu- rekstri í landinu. og hefur sá vöxtur haldið áfram nnor óslit- ið síðan. Sambandið seildist inn á svo ti! öll svið efnahagslegra athafna. Samvinnutrygeingar voru stofnaðar 1946 og Olfnfé- lagið sama úr og hefur það flutt inn um helming allrar olíu, sem keypt er til landsins en refcur auk þess fliúgvélabenz- ínsödu ú Keflavíkurflugv. Það eignaðist eigin flota árið 1946 og á nú sjö haffær skip. Ullar- verksmiðja þess, Gefjun, er sú stærsta í landinu,, sömuleiðis sútunar- og skóverksmiðja þess. Það rekur silkivefnaðarstoíu og íataverksmiðju, sápugerð og ha’aðsaumsstofu. Það hefur einnig lagt út í bókaútgáfu. Þegar Sambandið var 50 ára nam . heildarútflutningur þess ú landbúnaðarvörum 86.1%, það flutti út allt freðkjöt landsins, 71.7% af ullinni. 76.7% af gær- um, 15.1% af freðfiskinum og 8.6% af saltíiskinum. Um tíu árum síðar nam heildarsala landbúnaðaraíurða, innan lands og utan, rúmlega 279 millj. króna, en útflutning- ur sjávaraíurða um 234 millj. kr. I sama mund var heildar- sala innflutningsdeildar um 258 JaJtob Frimannsson, i’onnaOur stjórnar S.I,S. forstjóri S-í-S. millj. kr., en verksmiðjur Sam- bandsins seldu vörur fyrif um 118 millj. kr. Þegar Samband íslenzkra samvinnufélaga lítur yfir sex- tíu ára sögu sína getur það hrósað sér af því að vera orð- ið eitt mesta stórveldi í efna- hagslífi þjóðarinnar. Um fveir þriðju hlutar landsmanna eiga höfuðviðskipti sín við þetta stórveldi og einhverja aðild að því. Hinn gamli draumur þeirra Péturs á Gautlöndum og Bene- dikts á Auðnum um að Islend- ingar gætu losað sig við kaup- mannastéttina hefur að vísu ekki i’ætzt, en þróun Sambands- ins hefur þó farið fram úr djörfustu vonum flestra þeii-ra, sem lögðu grundvöll að sam- vinnúhreyfingunni. Þótt ég geti ekki sannað það með tölum, þá er grunur minn sá, að Samband islenzkra samvinnufélaga skipi stærra rúm í viöskipta- og at- vinnulífi þjóðarinnar en sam- vinnuhreyfingin að tiltölu í öðr- um löndum. Það hefur sannaö með dæmi sínu. að hægt er að reka stórrekstur í verzlun og iðnaði utan endimarka hins marglofaða einkaframtaks. Sam- bandið hefur á mörgum svið- um orðið frumherji í nýjum at- vinnurekstri, gengið ótroðnar slóðir, skapað nýjar fram- leiðslugreinar, sem einstaklingar og framtak þeirra hafa ýmist ekki hirt um eða skort afl og getu til að hrinda af stokkun- um. Margar iðnaðarvörur Sam- bandsins eru til fyrii-myndar, brautryðjandastarf þess í ís- lenzkum iðnaði veröur ekki fullþakkað. Samvinnuhreyfingin er upp- i-unnin hér á landi sem annars staðar meðal hinna mörgu og smáu í þjóðfélaginu. Vefararn- ir ensku í Rochdale og bænd- urnir í Þingeyjarsýslu reýndu hver á sína vísu að leysa efnu- hagsleg vandamál sín með sam- tökum. En þeir urðu að sjálf- sögðu að gera það innan ramma þjóðfélags, sem er selt undir vald einkafjármagnsins, sam- taka þess bg stofnana. Sam- vinnuhreyfing í auðvaldsþjóðfé- lagi lýtur auðvitað eínahags- lögmálum þess|. kreppum þess og sveiflum. Henni er einnig stöðug hætta búin af fjarmála- siðgæði þessa þjóðfélags, svo som saga Sambands íslenzkra samvinnufélaga ber vitni um. Þegar samvinnuhreyfmgin er orðin að miklu skrifstofubákni og hefur mikil umsvif, þá er einnig hælt við, að hún losni úr tengslum við uppruna sinn og tilgang óg svífi óháð á þeim þróunarbrautum, sem henni verða markaðar af þjóðfélags- legu umhverfi auðvaldsins. Allar þessar hættur hafa steðj- að að Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga, enda getur jafnvel þingevskt sakleysi fallið fyrir freistingum véraldarinnar. En þrátt fyrir þetta má íslenzk al- þýða til sjávar og sveita fagna þeirri grózku, sem orðið hefur í samvinnuhreyfingunni á ís- landi á þessari öld. Það er stað- reynd, sem ekki verður á móti mælt, að kaupfélögin og sam- vinnuhreyfingin hafa haldið kaupmannaokrinu í skefjum frá því þau komust á legg. Sam- vinnuhreyfingin vann sér ekki eingöngu það til ágætis að svæla burt hina gömlu selstöðu- verzlun. Hún bjó einnig svo um hnúlana, að arftakar hennar. bin inn'enda kaimmannastétt, . fékk ekki að erfðum óskorað vald fyrirnennara sinna. Þó ekki væri fyrir annað er skylt að óska Sambandi íslenzkrn sam- vinnufélaga til hamingju á þess- um merki.sdegi. Sverrir Kristjánsson. MARGR ÉT AUÐUNSDÓTTIR Guðjón og launajafnréttið Guðjón Sv. S:gurðsson skrif- ar grein í Morgunblaðið sl. sunnudag og reynir að svara fáeinum línum sem ég skrif- aði hér í blaðið á föstudagnn var. Ég bar þar saman samn- inga sem A.S.B. gerði við Al- þýðubrauðgerðina og bakara- meistarafélag.ð í fyrrasumar og samninga sem Guðjón gerði hálfum mánuði síðar og sýndi fram á að Guðjón notaði ekki e:nu sinni árangur sem honum var þó færður á silfurbakka. Ekki reyn:r Guðjón að vefengja þessar tölur, heldur notar í staðinn kaup sem greitt er nú eftir að launajafnaðarnefnd hefur breytt samningum. Launajafnaðarnefnd hækkaði kaup Iðjukvenna meira en ann- arra. vegna þess að bilið milli þeirra launa og karlakaupsius var meira en í öðrum félögum. En ég var að bera saman þá samninga sem Guðjón gerði sjálfur, o.g sem hann þottíst vera svo ánægður með i síðasta Iðjublaði, Er hann ekki eins ánægður °S hann lætur? Ég vil rrí'nna hann á að ýms fé- lög gerðu samninga fyrir kon- ur á sl. ári. Almenna kvenna- kaupið h.iá A.S.B. hækkaði Um 15;5 til 22,9 eða um 19.2% að jafnaði. Almemit kaup hjá Sókn hækkaði um 17,9%. Al- ínenirt kvennakaup hjá vest- fjarðafélögunum hækkaði um 17*7%. Almennt kaup hjá Fram- sókn liækkaði um 17,4%. En almennt kvennakaup í Iðju hækkaði aðeins um 16%. Ég spyr enn: Vildi Guðjón ekki meira eða var lionum ekki skammtað meira? Eins og ég sagði í fyrr; grein, samdi A.S.B. um aðeins þrjá alm. launaflokka; Launajafnað- arnefnd hefur nú bætt tveimur við, og mun ástæðan vera sú að til samanburðar voru tekn'r laúnaflokarnir hjá flokksbræðr- um Guðjóns í Verzlunarmanna- féíagi Reykjavíkur! Þá vitnar Guðjón í launaflokka unglinga, sem hann telur mjög góða hjá Iðju og er helzt að heyra sem á þá flokka ætti að leggja mesta áherzlu. En í samning- um A.S.B. við Mjólkursamsöl- una er miðað við 16 ára aldilr, og 1 samningum við bakara- meistara og Alþýðubrauðgerð- ina segir svo; ,Stúlkur yngri en 18 ára og sem starfað hájfa samtals 12 mánuði skulu þó, ef þær hafa náð 16 ára ald:i, fá greitt kaup samkvæmt taxjta fyrir stúlkur 18 ára og eldii“ og er þá stúlka. sem byrjaði 15 ára komin í launaflokk satn- kvæmt taxta 18 ára og eldri. Þar sem Guðjón getur qér til afsökunar um kostnað ^t- vinnurekenda við lífeyrissjóð má geta þess að Starfsmannja. félag Mjólkursamsölunnar héí- ur lífeyr.'ssjóð og eru stúlkþr A.S.B. í honum og greifjir Mjólkursamsalan í sjóðinn 6% af þeirra launum. Guðjón spyr mig hver sé sú braut sem ég hafi rutt í kjara- málum kvenna? Það var eiis með Sókri og Iðju s.l. sum: r, að v!ð hirtum það sem aðrir voru búnir að berjast fyrír. Ef þau félög hefðu ekki verið búin að heyja baráttu sína þyjk- ir mér eins víst að við sætum með það kaup sem við höfðum áður. Þess vegna var barátta félaganna sem háðu verkföll l í fyrra einnig okkar barátta. Þetta vitum við í Sókni og reýn- um ekki að blekkja okkur eða aðra með því að halda því gagnstæða fram. Ég skal nú snúa roér að öðrum bætti í baráttu Guðjóps fyrir kjaramálum kvenna. ^8. og’ 29. maí 1960 hélt A.S.f. ver-k- lýðsráðstefnu, og bar Guðjón þar fram eftirfarandi till.ögu ásamt Jóni Ingimarssyrí: „Verklýðsráðstefna Alþýðusai n- bands fslands haldin 28. pg 29. maí 1960 skorar á sam- bandsstjórn að vinna að því eftir mætti, er nýir samningar verða gerðir um kaup og kjör verkafólks, að kaup kvenna verði fært meira tíl samrærrís við laun karla og sama kaiip verði greitt fyrir sömu v!nnu hvort sem hún er unnin af kö}-i- um eða konum“. Guðjón þótt- ist þá hafa miög mikinn áhuga á launajöínuð; og nefndi til dæmis veinaðinn. En eftir að Framhald á 10. siðu. töf oq vaxandi andstööu LONDON — Vonir áhangenda Efnahagsbandalagsins í Brel- landi um að aðild Brcta að bandalaginu verði klöppuð og klár fyrir næstu áramót mega heita að engu orðnar. Fylgismenn aðildar að Efna- hagsbandalaginu töldu að um mitt sumar. þegar þingið fer í sumarleyfi. yrði að fullu ljóst hvaða skilmála bandalagsríkin settu Bretum. Ætlunin var að leggja málið síðan fyrir fund forsætisráðherra samveldisland- anna og láta aðild Bretíands koma til framkvæmda 1. janú- ar 1963. Þessi dagskrá er nú öll að ganga úr skorðum. Frakkar taka ekki í mál að ræða af- stöðu Efnahagsbandalagsin s til viðskípta Breta og samveldis- landanna fyrr en gengið hefur verið frá sambandi fyrrveraridi Afríkunýlendna Frakklands yið bandalagiö. Stjórnmálamenn og embæk- ismenn í London höföu vonazt ti.;l að fá að vita í þessum mán- uði, hvaöa kosti Efnahagsbanda- lagið gerði Brellandi. Það rriál er enn í algerri óvvssu. Nú er rætt um að samingaviðræðurjri- ar geti dfegizt fram á mitt ár 1963. Þessi dráttur veldur brezkum áhangendum Efnahagsbanda- lagsins milclum áhyggjum. Þeir telja að andstæðingum inn- göngu' 'BretíartdiS í bandalag- ið aukist. fylgi eftir því sem lengra líður. ' 0) — ÞJÓÐVILJINN — T>riðjudagur 20. febrúar 1962 Þriðjudagur 20. febrúar 1962 — ÞJOÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.