Þjóðviljinn - 24.02.1962, Page 4
TJtvarpsannállinn er nú viku
á eítir áætlun, og valda því
tru'Oanir á samgöngum milli
Þjóðviljans og Skúla á Ljót-
unrjarstöðum. Vonandi verður
veðráttan á góu samskiptum
blaðsins og útvarpsgagnrýn-
andans hagstæðari en á síð-
ustu og verstu dögum þorra.
Sunnudagsmessan var fiutt
af hinum aldna klerki Elli-
heimilisins, séra Sigurbirni Á.
Gíslasyni.
í prédikun sinni dvaldi
hann einkum við að rekja
endurminningar sínar og segja
frá viðskiptum sínum við guð
og menn á langri ævi. Það
sem vakti athygli mína og
raunar furðu, var það að svo
háaldraður maður og auk þess
mjög handgenginn guði, skuli
ekki enn hafa getað losað
sig við kala og gremju í garð
mótgangsmanna sinna frá
löngu liðnum árum, sem
sennilega erJ nú flestir komn-
ir undir græna torfu.
GóSur er
hver genginn
Eftir hádegið flutti Hannes
Jónsson erindi um Thomas
Moore, enskan mannvin og
draumóramann fró fimmfándu
öld, sem að lokum missti höf-
uð sitt fyrir kóngs sfns mekt.
En minnisstæðastur hefur
máður þessi orðið fyrir hug--
mýndir sínar um fyrirmyndar-
ríkið, eða velferðarþjóðfélag-
ið, og er það í raun og veru
hréinn kommúnismi.
En svo ástsæll hefur þeSsi
maður orðið, að allir hafa
viljað heiðra minningu hans
og tjá honum hollustu. Kat-
ólskir hafa tekið hann í dýrð-
lingatölu. lútherskir hafa
'sýnt h'onum lotningu, komm-
únistar trúa á hann og íhaids-
menn dá hann, og er hið síð-
astnefnda þó næstum eins og
þjóðsaga. En þó, svóna heíur
það víst ævinlega gengið.
Dauðir menn. og sérstaklega
löngu dauðir, eru ekki hættu-
legig og það ér jafnan talið
hættulaust að lofa þeim að
njóta sannmælis.
í rauninni er Hannes Jóns-
son ágætur fyrirlesari. Frá-
sögn hans streymir fram, með
jöfnum hraða eins og vatn úr
krana, sem skrúfað heíur ver-
ið frá. Svo hættir hann, þegar
efnið er tæmt, alveg eins og
vatnið hættir að renna þegar
skrúfað er fyrir kranann.
úfvarpsannáll
Lands-próf
Um kvöldið las Jónas Árna-
son upp nokkra skemmtilega
kafla úr bók sinni, Tebiö í
blökkina. Rauhar fjölluðu þeir
um fyllirí að mestu leyti, og
h'tur út fyrir að söguhetjunni
hafi þótt allgott í stauDÍnu,
en það var allt Spánai-vínun-
u.m að kenna.
Þátturinn SDurt og spjallað
var með leiðinlegra móti, enda
fiallaði hann um hið ó-
skemmtilega viðfangsefni,
landspróf. Mættust þar ann-
ars vegar Biarni Vilhjálms-
son. formaður landsprófs-
nefndar, þéttur fyrír og þybb-
inn og tiltölulega ánægður
með þetta fyrirbæri og vii'tist
víia nokkui’nveginn hvað hann
vödi, en hi.ns vegar þrír fyrr-
verandi og tilvonandi lands-
prcfsþrevtendur, óánægðir með
fvrirtækið. en á hinn bóginn
nokkuð óráðnir i því hvað
þeir vildu að við tæki.
En þrátt fyrir það, verður
ekki annað sagt en að hinir
ungu menn hafi staðið vel
. fyrir sínu máli og af fy.llstu
prúðmennsku, og vitaniega
má segjaríiið sama um íyrir-
svarsm.ann. landsprófsins. ,
Ekki skal ég ræða þetta mál
frekar að si.nni, en vil aðeins
undirstrika það sem raunar
kom. fram.- í. þessum orðræð-
um, að hvað sem annars má
um landsprófið segja; hefur
það auðveldað u.nglingum
dréifbýlisins inngöngu í æðri
menntasCrffnanir stórmikið frá
því sem áður var.
' TEB!
Einn
réttláfur
Á mánudagskvöldið talaði
Magni Guðmundsson hágfræð-
ingur um dagihn og véginn,
eklci áheyróega en þó slysa-
lau.st. Tilkynnti hann þegar í
• öndverðu að aðeins tvö mál
væru á dagskrá, húsnæðismól
Reykjavíkur og efnahagsmál.
Eflaust héfur sá hluti ræðu
hans er fjallaði um hið fyrr-
nefnda dagskrárefni haft ýms-
ar góðar og þarflegar bending-
ar inni að halda, bæði frá
VIKAN 4. TIL II. FEBRÚAR
tæknilegu og hagfræðilegu
sjónai'miði, þótt það sé mér
of fjarlægt til að fá þar nokk-
uð til 'mála lagt.
Síðari hluti ræðunnar fjall-
aði svo um Efnahagsbandalag-
ið margnefnda, og kom þá
upp úr kafinu. að ræðumaður,
sem annars virtist vera í hópi
stjórnarliðsins, lýsti sig alger-
lega andvígan inngöngu ís-
lands í betta bandalag. Gefur
þessi yfirlýsing vonir um að
í Sódóma stjórnarherbúðanna,
kunní enn að leynast nokkrar
réttlátar sálir. Færði ræðu-
maður mcrg rök skoðu.n sinni
til stuðnings og vakti meðal
annars athygli á að fyrirvarar
vegna sérstöðu íslands mvndu
vgrða lítiJs virði í fram-
kvæmd. því bá yrði auðvelt að
sniðganga. Að endingu varaði
hann svo eindregið við því
að rasa um ráð fram í þessu
máli. því það myndi geta orð-
ið til. þess að öfgaöfl í land-
inu færðust í apkana. og mun
hann sennilega með slíkum
ummælum hafa viliað kaupa
sér friðþægingu hjá harðsvír-
uðustu. formæiendum aðildar
að bahdalaginu. er annars
kynnu að hafa litið svo á, að
hann væri að ganga í þjónustu
austræns málstaðar.
Erindi Selmu Jónsdóttur
heyrði ég ekki að þessu sinni,
en vafalaust hefur það veriþ
fróðlegt.
Góð visa er
ekki auSorf
Á þriðjudagskvöldið flutti
Eiríkur Sigurbergsson enn eitt
af Afríkuerindum sínum, og
fjallaði þetta um Senegal. Ei-
ríkur er heldur í framför, eða
manni finnst það að minnsta
kosti, ef til vill er það af því
að hann er farinn að verða
manni kunnugri og hann venst
vel, enda þótt lestur hans
virðist vera leiðinlegur í
fyrstu, ög frásögn hans er
einnig því betri sem lcngra
líður á efnið fram.
Á kvöldvökunni kom enn
einn þáttur úr Vestfjarðaför
þeirra Stefáns og Jóns Sigur-
bjömssonar. Og nú var rætt
við Hákon í Haga. Gamli mað-
urinn var í sólskinsskap!i hló
mikið og sagði sögur af draug-
um, uppvakningum en einkum
þó af galdramönnum. Sjólfur
sagöist hann vera af galdra-
mönnum kominn 'og kann
nokkuð fyrir sér.
Þá flutti Rósberg Snædal af-
bragðs gott erindi um vísna-
gerð og las upp nokkrar vísur,
af betra taginu. eða nánar til
tekið vísur, sem hann taldi
vera nokkurn veginn full-
komnar. ■
Benti hann meðal annai-s á,
sem allir raunar vita er eitt- •
hvað hafa fengizt við að
hnoða saman vísu, að það er
engan veginn eins auðvelt né
íljótunnið og ætla mætti að
koma saman . nokkurn .veginn
lýtalausri vísu. þannig að hún
segi allt sem segja á og ekk-
ert þar fram yfir, eða með
öðru.m orðum hitti fullkomlega
í mark. Og það er meira að
segja tiltölulega sjaldgæft að
heyra vísur sem teljast mega
lýtalausar og fulikomin smíði.
Kvennamál
í þættinum íslenzkt mál
kom Ásgeir Blöndal Magnús-
son inn á mjög nýstárlegt við-
fangsefni. Hann ræddi sem sé
um þahn mun er hann taldi’
vera . ' ó , málfari karla ,yog
kvenna. En aílt ér þetta ó-
rannsakað mál, sagði Ásgeir,
en mvndi eflaust verða girni-
legt til fróðleiks, ef fannsak-
að yrði, því maður finnur það
svona með sjálfum sér, eftir
að manni hefdr verið bent- á,
að hér mun vera úm talsverð-
an mun að ræöa. enda benti
Ásgeir á ýmislegt þessu til
sönnunar.
Málfar ungs fólks þekki ég
að vísu. mjög lítið, en ég held
að meðal roskins fólks, þar
sem ég þekki til, standi kon-
u.r yfirleitt körlum framar um
gott tungutak.
A fjmmtudagskvöld ríoru
flutt erindi um erfðafræði og
Svartadauða. <■
Þetta var lokaerindi .Sturlu
Friðrikssonar um erfðafræðina
ogi fjallaði um stökkbreyting-
ar, og sjáum við nú hylla und-
ir þann möguleika að maður-
inn geti með hjálp vísindanna
íarið að ráska með erfðalög-
málið og framleiða nýjar
gerðir lífvera. þetta getu.r orð-
ið gott og blessaói hvað varð-
ar dýr og jurtir, en gæti ef
til vill brugöizt til beggja
vona, þegar þar að kemur að
farið verði að framleiða nýj-
ar manngerðir.
Stu.rla hefur verið írekar
leiöinlegur lesari, en samt vel
nothæfur á svona vísindalegt
efni., en tæplega skapaður fyr-
ir flutning á listrænu efni.
Ólafur Bjarnason læknir
lauk við að ræða um Svarta-
dauða og fjallaði nú u’m plág-
urnar, þær er gengu yfir Is-
land á fimmtándu öld. Var
eri.ndi hans dálítið fróðlegt og
öllu betur flutt en hið fyrra.
Fréft skal
vera frétt
Á föstudagskvöld komu þeir
Björgvin og Tómas með þátt-
inn Efst á baugi, samkvæmt
áætlun. Ég heyrði hann að
vísu. ekki allan, en það sem
ég heyi'ði var með skaplegra
móti, og hafði venju fremur
á sér fréttasnið en lítil sem
engin tilraun höfð uppi í þá
átt að pota ákveðnum skoðun-
u.m upp á hlustendur. Von-
andi -fer þeim nú senn að
skil.jast það, að það er ekki
í verka'hring fréttamanna að
halda að hlustendu.m persónu-
legum skoðunum þess er frétt-
ina segir,- og má þar einu
gilda hvort fréttin er frum-
samin eða þýdd. Frétt ó skjl-
yrðisl'aust- að vera hlutlaus
frásögn um þann' atburð serh
J húp fjallar um, og fréttamað-
urinn á að láta þeim sem
fréttinni þlýða. eða hana lesa,
eftir að draga af hénni álykt-
anir.
Ljóðaþátturinn var að þessu
sinni helgaður Bólu-Hjálmari,
og las Snorri, Sigfússon u.pp
ljóðin. Þeir sefn góðum og
gömlum Ijóðum unna munu
taka þakksamlega þessum
Ijóðaþáttum útvarpsins, og sá
sem þetta ritar er, eða vill
tel.ia sig. þeirra á meðal.
Útvarpssagan, Seiður Sat-
úrnusar, var og lesin þetta
kvöld. Hún er hörkuspennandi
og lesarinn er að verða sög-
unni svo samgróinn, að flutn-
ingur hans má nú orðið telj-
ast góður, enda um mikla
framför að ræða frá því er
hann ■ hóf lestyr nn.
Laugardagsleikritið, . Allah
heitir' hundrað nöfnum, hlýddi
ég ekki, en líklega hefur það
verið nokkuð gott, og kanri'ég
því ekki fleiri tíðindi að
herma frá -útvarpi þessarar
viku.
effir SKÚLA GUÐJONSSON frá Ljófunnarstöðum
Hjá okkur öllum þróast í
munninum bakteríutegund, sem
breytir’ sykri eða sykruðum
fæðutegundum í sýru. Þessar
bakteríur þrífast bezt í óhrein-
fndum. á tönnunum . eða .milli
þeirra. Sýran, sem þær mynda,
vinnur auðveldlega á glerungn-
um, og að sjálisögðu þeim mun
hraðar, því meirí sem sykur-
efnin eru, og því lengur sem
akferíurnar sem
tennumar
þau eru í munninum. Hættast
er öllum skorum. bg ójöfnum á
tönnunum óg s snertiflötum
þeirra, þar sem: fæðuleifarnar
ná helzt að festast.
Skemindin hefst með því, að
yfirborð glerungsins leysist upp
og verður gljúpt, líkt og krít,
Um leið verður það hrjúft, svo
áð óhreinindin festast enn meir
en fyrr, og flýtir það fyrir á-
framhaldi skemmdarinnar. Sýr-
an étur sig svo dýpra og dýpra
inn í glerunginn, unz hún nær
inn í tannbeinið. Þegar glerung-
urinn hefur þannig rofnað, eiga
aðrar bakteríur greiðan aðgang
að tannbeininu fyrir innan.
Tannbeinið hefur enga vörn
gegn bakteríum, og verður oft-
ast hröð eyðilegging á því. Ef
ekki er gert við skemmdina í
tæka tíð, brjóta bakteríurnar
sér leið inn í taug tannarinnar
og valda þar verk og bólgu.
Eftir taugi.nni komast þær svo
’ eítir rótinn.i og inn í kjálka-
beinið sjálft, Þá er oft ókleift
að bjarga tönninni, og verður
að fjarlægja hana.
í heilbrigðum munni eru
allar tennur til staðar, og
mynda þær óslitinn og reglu-
legan boga. Þær liggja þá þétt
saman og veifa ■ hver annarri
stuðninig, svo að síður er hætta
á að matarleifar festist milli
þeirra og valdi þar skemmd-
Framhald á 10. síðu.
[4) — ÞJÓÐVILJINN -- Laugai'dagur 24. febrúar 1962 .