Þjóðviljinn - 28.02.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.02.1962, Blaðsíða 1
Gestur í Lecco Grein eftir THOR VILHJÁLMSSON OPNA SSiiiiiiiSSi;: Myndin er af verkamönnum Togaraafgreiðslunnar við uppskipun úr b.v. Fylki í gær. Fyrsta togaralöndunin d pessu dri úr Fylki i gœr Mikið líf var við togarabryggj- una í Rcykjavík í gær. Togarinn Fylkir var að landa 150 tonnum af ísfiski eftir 12 daga útivist. Þetta mun vera fyrsta togara- löndun hér í langan tíma, líklega síðan í haust cða snemma í vet- r. Ástæðan fyrir því að skipið leggur hér upp er sú, að markað- ur mun nú yfirfullur\ bæði í Englandi og í Þýzkalandi. .Allflestir togaranna munu nú vera komnir suður á Selvogs- banka og Eldeyjárbanka, en þar hafa þeir haft sæmilegt kropp. Við togarabryggjuna lágu líka í gær Haukur, Hvalfell og Þor- kell máni. Nýkomnir úr söluferð- um, og Freyr var að taka ís, en hann átti að fara til Vestmanna- eyja í gærkvöld og lesta síld tiL útflutnings. Þar eru fyrir þeir Askur, Gylfi og Neptúnus. Þeir tveir fyrrnefndu munu að lík- indum hafa fengið í sig í gær* en vafasamt hvort tekizt hafi að fylla Neptúnus. Klíka Guðmundar í. hrifsar yfirráð yfir Alþýðublaðinu: Áka sparkað úr blaðstjórn Framkvœmdastjóri rekinn Áka Jakobssyni hefur verið sparkað úr blaðstjórn Al- .._eftir hörð átök í stjórn Alþýðuflokksins. Jafnframt hefur framkvæmdastjóra blaðsins, Sverri Kjartanssyni, verið sagt upp störfum næstum fyrirvara- iaust. Fyrir þessari „hreinsun“ stend- ur gamla kassahreinsaraklíkan í Alþýðuflokknum, Guðmundur I. Þingkosningarnar í Indlandi: Nehru hélt enn velli; kommúnistar unnu á NÝJU DELHI 27/2 — Eftir þeim tölum að dæma, sem nú liggja fyrir úr indvalrsku kosningunum, mun flokkur Nehrus, Þjóðþing- flokkurinn, hafa tryggt sér vöíd næstu fimm ár. Flokkurinn hefur nú tryggt sér 70 af þeim 100 þing- sætum, sem þegar hefur verið Krvthnu Menon kosið um. Ennfremur hefur flokkurinn hlotið 1000 af þcim 1500 þingsætum í héraðaþingun- um scm nú er orðið ljóst hver hreppir. Kommúnistar hafa bætt við sig miklu fylgi m. a. unnið þrjú þingsæti sem Þjóðþingsflokkur- inn hafði áður. I Kerala-fylki vann flokkur þeirra mikinn sig- ur, hlaut alla þjóðþingsmenn fylkisins. Auðséð er nú að vonir hægri manna um kosningasigur hafa ekki við nein rök að styðjast. Meðal annars .gerðu þeir sér vonir um að takast mætti að fella Krishna Menon landvarnar- málaráðherra í kjördæmi hans, Norður-Bombey. Kommúnistar buðu ekki fram í þessu héraði en allir aðrir andstöðuflokkar Þjóðþingsflokksins studdu and- stæðing Menons. Nú er nokkurn veginn víst að Menon mun bera sigur af hólmi, hefur hann nú hlotið 58.000 atkvæðum fleira en andstæðingurinn. Nehru forsæt- isráðherra hefur í sínu kjördæmi 43.000 atkvæði fram yfir þann frambjóðanda er næstur er. For- ystumaður hins íhaldssama Swat- antra-flokks, N. G. Ranga tapaði þingsæti sínu til kommúnista. Þjóðþingsflokkurinn hefur nú hlotið algjöran meirihluta at- kvæða í fimm fylkjum, þ. e. Punjab, Madras, Assam, Kasjmir og Andra Pradesh, og reiknað er með að hann hljóti meirihluta þingmanna í 11 eða 12 hinna fimmtán ríkja. Fyrir kosningarnar hafði Þjóð- þingsflokkurinn 375 af 494 þing- sætum í þjóðþinginu. Flokkur- inn hefur alltaf farið með völd frá því landiö öðlaðist sjálfstæði fyrir fjórtán árum. Námaslys í Jugóslavíu BELGRAD 27/2 — f dag varð feykileg sprenging í námu einni í Bosníu í Júgóslavíu. 51 lík hef- ur þegar fundist en fjölmargra annarra er saknað. Rúmlega 100 var bjargað ómeiddum en tíu liggja nú í sjúkrahúsi. Guðmundsson, Jón Axel Péturs- son, Guðmundur Oddsson og kumpánar þeirra. Guðmundur t. það fram í miðstjórn Alþýðu- flokksins að Áki er sviptur öll- urrí áhrifum á blaðið. Guðmund- ur sjálfur var kjörinn formaður nýrrar blaðstjórnar og með hon- um Pétur Pétursson og Baldur Eyþórsson. I! Sökin að Áki réð hann Fyrsta verk hinnar nýju blað- stjórnar var að reka Sverri Kjart- ansson úr framkvæmdastjóra- starfi við blaðið. Var honum sagt upp með mjög skömmum fyrirvara. Ástæðan til brottreksturs Sverr- is er að hann var ráðinn í starf- ið fyrir atbeina Áka og studdi hann síðan í viðureigninni við klíku Guðmundar í. Gísli sneri aftur Þegar Áka var sparkað úr blaðstjórninni og Sverrir rekinn úr framkvæmdastjórastarfinu, sögðu tveir nánustu samstarfs- menn þeirra við blaðið upp starfi, þeir Gísli J. Ástþórsson ritstjóri og Jón Kjartansson, aðstoðarmað- ur Sverris. Áki fékk Gísla að Ál- þýðublaðinu og höfðu þeir nána samvinnu um breytingarnar á blaðinu, efni þess og útlit. Ekki iét þó Gísli verða af því að fylgja verndara sínum í útlegð- ina heldur réð sig aftur að blað- inu þegar Guðmundur 1. gerði honum góð boð. Hinn ritstjó'rinn, Benedikfc Gröndal, hafði sig lítt 1 frammi Framh. á 10. síðu. Aki Jakobsson Guðmundur bolar Áka burt Áki hefur undanfarin ár verið formaður blaðstjórnar Alþýðu- blaðsins og driffjöðrin í þeim breytingum sem gerðar hafa ver- ið á blaðinu, bæði tæknilega og efnislega. Nú hefur Guðmundur t. og félagar hans tekizt að knýja r Sósíalistar Reykjavík Fundi Sósíalistafé- lags Reykjavíkur, sem vera átti annað kvöld, íimmtudag, er írestáð aí sérstökum ástæð- Ulfl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.