Þjóðviljinn - 28.02.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.02.1962, Blaðsíða 5
4 frumflutt í Moskvu MOSKVA. — Mikill listviðburð- ur grerðist í Moskvu í síðustu viku: flutningur æskuverks Sjostakovitsj fjórðu sinfóníunn- ar. Þetta er fruniflutningur, enda þótt Sjostakovitsj hafi samið 12 sinfóníur. En það er autt bil á milli þeirrar fyrstu og þeirrar fimmtu. Þær þrjár sem á milli eru hafa aldrei ixoi í hljómleika- salina komizt. Nú fyrst er fjórða sinfónían flutt af Fílharmóniuhljómsveit Moskvuborgar og enginn annar en Kondrasjin er stjórnandi. Sin- fónían var samin árið 1934 og átti að flytjast í Leningrad. En gagnrýnendur rifu hana, í sig. Þetta var á þeirri tíð, er gagn- rýnendurnir gátu skipt máli fyr- ir örlög; listaverkanna og stund- um jafnvel listamannanna. Sjostakovitsj varð niðurdreg- inn vegna hinnar ströngu gagn- rýni og dró sjálfur verk s.'tt til baka. Það varð því aldrei þekkt meðal almennings. Vitanlega var mikil eftirvænting meðal tón- listarunnenda borgarinnar vegna þessa óvanal. frumflutnings, og hinn stóri hljómleikasalur troð- fylltist. Menn biðu einnig með eftirvæntingu eftir gagnrýnj um hljómleikana. Eins og við var að búast var gagnrýnin á allt annan veg en árið 1936. Sinfónían var sögð stórvirkí, sem nauðsynlegt væri Sovétrikin bjéða sam- starf i oeimrannsoknum NEW YORK 26/2 — Fulltrúi Sov- étríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, Valerian Zorin, sagði á blaðamannafundi í New York í dag að Sovótríkin væru reiðubú- in að hafa samvinnu við Banda- ríkin og Sameinuðu þjóðirnar um rannsóknir á himingeimnum. Hann sagði að tillögur um slíkt samstarf yrðu lagðar fram fyrir geimrannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna þegar hún kemur sam- an í New York 19. marz. Zorin kvað Sovétríkin þegar hafa haft samvinnu við Banda- ríkin og aðrar þjóðir innan Sam- einuðu þjóðanna. Við viljum — sagði hann — halda því sam- starfi áfram. Geimrannsókna- nefnd Sameinuðu þjóðanna ætti að geta útbúið stefnuskrá fyrir samvinnu i þessu veigamikla málí. <*>- Geimvísindamót í Bendaríkjunum WASHINGTON 22/2 — Alþjóðleg ráðstefna um friðsamleg not af himingeimnum verður haldin í Seattle dagana 8.—10. maí. Foringi stjómar Bandaríkjanna í geimrannsóknarmálum(. James Webb, tilkynnti í gær í Washing- ton að vísindamönnum hvaðan- æva úr heiminum yrði boðið. Markmiðið með ráðstefnunni er að veita bandarísku þjóðinni, sem og öðrum, skilning á stefnu Bandaríkjanna í þeim málum, er snerta rannsóknir á himingeimn- um. Lýðvéldið Ghana 5 ára Lýðveldið Gliana í Vcstur-Afríku er 5 ára í dag. Minnismcrkið stendur á „28. febrúar-stræti" í Accra, og það heitir „Hlið sjálf- stæðisins". Þair er reist á stað þar sem brezkar nýlenduhersveitir og lögreglulið hófu skotárás á Ghanamenn, sem voru í kröfugöngu gcgn nýlendustefnu en fyrir sjálfstæði hinn 28. febrúar 1948. Þar létu margir lífið. Á þessum stað vígðu Ghanabúar minnismerkið þegar lýst var yfir sjálfstæði landsins 28. febfrúar 1957, og ietruðu á það kröfuorð þeirra sem þarna féllu níu arum áður: „Frelsi og réttlæti". , til sk'lnings á tónlist Sjostakov- itsj og skildi á milli fyrrf verka hans:og þeirra nútímalegri. Hinn frægi tónlistargagnrýnandi Bog- anova kvað sinfóníuna frábæra. ..Fjórða sinfónía Sjostakovitsj hefur til að bera geysilegan tragiskan styrk“ ------- skrifar hún — „Takmarkaiausf skarp- lega er hinum háleitu tilfinn- irigum stíllt upp gegn því ógn- arlega, því ruddalega sem af- hjúpar allt, sköpunarkraftinum gegn hinum eyðandi efa, hin harða barátta mannverunnar gegn óvini sínum, hinni blindu og vélrænu ómennsku — það er efni þessarar tónl:star“. En — segir hún"— sinfónían veitir ekki svar við hinum knýj- andi spurningum. Svo virðist, að þegar náð er æðsta stigi. tón- listarlegrar tjáningar á sorg, há- leitri þjáningu og vonlausum draumum þá ýmist opni listin eða loki fyrir Ijósið, hamingj- una — einhvers konar heilbrigði eftir langvarandi erfiðleika. Menn geta viðurkennt eða vís- að þessari tónlist á bug, en menn Dmitri Sjostakovitsj. geta ekiki ne.tað hinni mikiu myndauðgi og hinni sérkennilegu og harkalegu fegurð, segir Bog- anova, sem Iítur á verkið sem inngang að hinni heimsfrægu fimmtu Ttalniri". .icm veitir svör vjð spurningunum með þeirrl stórfenglegu sinfónísku lofgjörð um hugrekkið, baráttuna og gleð- ina vegna endanlegs sigurs. Hún kveðst vona að sinfóní- urnar tvær megi brátt hljóma saman í hljómleikasölunum, þá muni sú hrifning sem frumsýn- ingargestir sýndu við flutning fjórðu sinfóníunnar verða enn Kvikmynd um Hamarskjöld STOKKHÓLMI 25/2. — Um þess- ar mundir er sænski listamaður- inn Bo Beskow að rannsaka möguleikana á að gera kvikmynd um Dag Hammarskjöld. Beskow var vinur Hammarskjölds urn árabil. Hann er nú í New York og kveðst hafa fundið nægilegt kvikmkyndaefni í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki vonar Beskow að fá megi lánaðar kvikmyndir um ýmsar athafnir Hammarskjölds utan vettvangs Sameinuðu þjóðanna. ViSræður um stjérnarmyndun VIENTIANE 26,2 — Souvanna Fhouma, foringi Hlutleysis- Elokksins í Laos, fór í dag til Khang Khay til þess að ræða um Gtjórnarsamstarf við forystumami kommúnistaflokksins, Souphanou- vong prins. Við brottförina sagði Souvanna prins að viðræður þeirra Boun Oums, leiðtoga hægri manna hefðu borið góðan árangur. Eftir viku mun Souvanna koma aftur til að halda áfram viðræðum sín- um við Boun Oum. Ráðagerðir eru nú uppi tm að menn frá öllum þrem flokkunum í Laos itaki þátt í stjórnarmynd- un. Líklegt er talið að Boun Oum verði i nna n rík is ráðlierra, Souvanna Phouma varnarmála- ráðherra og Souphanouvong fjár- málaráðherra í þeirri stjórn. Uppndm út af kvik- mynd um Múhame KAIRO Nú á tímum, þegar menn eru farnir búa 400 milljónÍT manna. Banda- A nsk kvikmyndafelog myndu þvr að ferðast um óravíddir geimsins, leiða fæstir nug- ann að- því, að ferðir mannanna virðast sumstaðar takmarkaðri hér á jörðunni en utan hennar. Hin- ar heilögu borgir múhameðstrúarmanna, Mekka og Medina, hafa um aldir verið lokaðar borgir og eru það enn í dag — öllum nema rétttrúuðum. Það er þvi hægt að ímynda sér það uppnám, sem varð í heimi múhameðstrúarmanna, þegar það var kunnugt, að bandarískir kvjkmyndaframleið- endur áformuðu að gera kvik- mynd um ævi og starf sjálfs trúarföðurins. Mótmæli og for- dæmingar komu hvaðanæva úr löndum múhameðstrúarmanna. Samkvæmt trúarreglum múham- eðstrúarmanna er það nefnilega bannað að gera myndir af guði, eða Múhameð spámanni haris.' Blöð í Kairo skrifa í hæðnis- tón um Bandaríkjamenn, sem eru búnir að útjaska Biblíunni í kvikmyndum eins og hægt er. Nú séu þeir orðnir leiðir á þeirri heilögu ritningu og ætli sér að fara að nota Kóraninn sem kvikmyndahandr.'t. Sé það nú augljóst að Bandaríkjamönn- um sé ekkert heilagt lengur. Hinn virðulegi háskóli múham- eðstrúarmanna A1 Azhar birti yfirlýsingu þar sem segir: „Þeir géta haldið áfram að gera krísts-kvikmyndir í Hollywood e/ns og myndina „Konungur konunganna". En kvikmynd um spámanninn munum vlð aldrei leyfa, jafnvel þótt hann sæist aldrei sjálfur í kvikmyndinni“: Lj.óst er, að hvort sem kvik- mynd verður gerð um spámann- inn Múhameð eða ekki, þá verð- ur hún aldrei sýnd í löndum múhameðstrúarmanna, en þar missa af gróðatækifærum í þess- um löndum, og talið er að þa& kunnj að hafa nokkur áhrif á þá. Þá er vitað, að Afríku- og: Asíuríki, þar sem múhameðstrú rikir, muni liggja Bandaríkja- mönnum mjög á hálsi ef þeir gera kvikmyndina. Þeir munu. telja það óvirðingu við trúar- brögð sín, og það mun sp'llæ mjög fyrir Bandaríkjunum á stjórnmálasviðinu. Það er þó alkunna, að gróða- sjónarmiðin hafa oftast úrslita- áhrifin hjá Bandaríkjamönnum,. og því er hugmyndin um Mú- hameð í Hallýwood-kvikmyncl alls ekki úr sögunni. I Bandaríkjunum hafa verið gerðair margar kvikmyndir, byggðar á efni úr biblíunni. Á myndunum sést Chariton Hcston í tveim biblíuhlutverkum: t.v. sem Ben Húr í samnefndri kvikmynd og: t.h. sem Moses í „Boðorðin tíu“. Miðvikudagur 28. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.