Þjóðviljinn - 28.02.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.02.1962, Blaðsíða 12
Þannig leit þessi bíll út eftir að OAS-menn höfðu verið að verki. Fasistarnir liöfðu komið plast- sprengju fyrír í bílnum og hún sprakk jafnskjótt og cigandinn opnaði bílhurðina. Þessi atburður gerðist á götu einni í París fyrir skömmu. Loftdrds d Saigon plÓÐVIUINH Miðvikudagur 28. febrúar 1962 — 27. árgangur — 48. tölublað IRSKI LYÐVELÐISH! INN LEYSTUR UPP feAIGON 27/2. — I morgun var gerð loftárás á bústað Ngo Diems forseta Suður-Vietnams í Saigon. Diem forseti slapp þó ómeiddur «n scxtán menn aðrir særðust. Tvær sprengjuflugvélar gerðu á- fásina, sem stóð í hálfa klukku- Stund. Um klukkan sjö í morgun flugu ilugvélarnar inn yfir borgina og létu sprengjur sínar falla yfir lorsetabústaðinn. Ein álma hall- Stjórnarkjör í Starfsstúlkna- félaginu Sókn Aðalfundur Starfsstúlknafé- lagsins Sóknar var haldinn í fyrrakvöld. Formaður var kjör- inn Margrét Auðunsdóttir, vara- formaður Ása Björnsdóttir, ritari Bjarnfríður Pálsdóttir', gjaldkeri Sigríður Friðriksdóttir, með- Stjórnandi Vikto.ría Guðmunds- dóttir. Varastjórn skipa; Ólafia ,'Sumarliðadóttir, Kristín Sigurð- ardóttir og Sigrún Sigfinnsdótt- "ir. í trúnaðarráði eru; Kristín B.iörnsdóttir, Margrét Guðmunds- 'dóttir. Sólveig Sigurgeirsdóttir og Sigurrós Jónsdóttir. +T--------------------------• arinnar eyðilagðist gjörsamlega. Sagt er að sprengja eða eldflaug hafi fallið niður í gegnum þak- ið og inn í vinnustofu forsetans á meðan hann dvaldist í herbergi þar við hliðina. En sprengjan sprakk ekki. Skömmu eftir að á- rásin var afstaðinn hélt forsetinn af stáð í eftirlitsferð um önn- ur héruð Suður-Víetnam eins og ekkert hefði gerzt. Flugvélarnar komu úr austri og var hafin á þær skothríð frá herliði því sem staðsett er kring- um forsetabústaðinn. Að lokinni árásinni hurfu þær í vestur. önnur þeirra varð að nauðlenda skammt fyrir utan Saigon og var flugmaðurinn tekinn höndum. Hin lenti á flugvelli í Kambosíu, sundurskotin af 50 vélbyssukúl- um. Landgönguliðar, lögreglumenn og fótgönguliðar gæta nú allra Eldur í bíl Rétt fyrir kl. 9 í gærkvöld, kviknaði í bíl, sem var í viðgerð í bílskúr við Barmahlíð 3. Bíll- inn s'em ér Austin sendiferðabíll, skemmdist talsvert mikið. • Talið er að kviknað hafi í út- frá opnum rafmagnsofni í benz- íni, sem notað var til að hreinsa með óhreinindi af sætunum. opinberra bygginga í Saigon, Skriðdrekar standa úti fyrir for- setabústaðnum og víðar í borg- inni. Skriðdrekasveitum þeim, sem tryggar eru stjórn Diems, hefur verið safnað saman um- hverfis Saigon. TRIPOLIS — PARÍS 27/2 — Síð- degis í dag kom þjóðarráð Serkja saman til fundar í • Tripolis í Libyu til þess að faka endan- lega afstöðu til vopnahléssamn- inganna við Frakka. í Tripolis gera menn ráð fyrir að ráðið munj vafalaust samþykkja samn- ingana og að sú samiþykkt verði gerð í nótt eða á morgun. Talið er að umræður ráðsins hafi und- anfarið einkum snúist um tíma- bilið á milli þess að vopnahlé hefur verið gert og þar til þjóð- kosningarnar um sjálfsákvörðun- arréttinn fara fram. Á því tíma- bili mun her Þjóðfrelsishreyfing- arinnar og franskar öryggissveit- ir vinna í sameiningu að því að hindra aðgerðir OAS-samták- anna. I Paris hefur hin aukna hryðjuverkastarfsemi í Alsir ver- DUBLIN 27/2. — Hinn bannaði írski lýðveldisher tilkynnti í gærkveldi að hann hefði hætt aðgerðum sínum meðfram landa- mærum Norður-Irlands. í tilkynningunni, sem birtist í Dublinarblöðunum, er sagt að forysta hersins hafi tekið þessa ákvörðun fyrir tilstilli hins opin- bei’a. Allir meðlimir samtakanna hafa fengið skipun um að hætta aðgerðura og hverfa úr landa- Samsœrisfor- ingi horfinn MADRID 27/2 — Antoine Argo- ud fyrrverandi ofursti,- einn af fyrirliðunum fyrir hinni mis- heppnuðu uppreisn hersins í Al- sír í apríl í fyrra, er nú horf- inn frá íverustað sínum í Santa Cruz á Kanaríeyjum, þar sem hann dvaldist undir lögreglueftir- liti. Spænsku yfirvöldin fyrirskip- uðu síðastliðinn október að Argoud, ásamt samsærismönnun- um Lagaillard, Ortiz og Lacher- op, skyldu dveljast á Kanaríeyj- unum. Þessir menn hafa allir verið dæmdir til dauða af frönskum herrétti. ið litin óhýru auga. Michael Debre forsætisráðherra, hefur fyrirskip- að herstjórninni í Alsír að líta á það sem höfuðhlutverk sitt að uppræta hermdarverkaflokkana sem eru að verki í Alsír.. Öryggisvörðurinn á aðalgötum og hernaðarlega mikilvægum stöðum í Algeirsborg he.fur enn verið efldur, éinriig hefur síma- samband milli Alsír og Parísar verið takmarkað. Frakkar munu hafa í huga að draga saman mik- inn liðstyrk í Algeirsborg og á lið þetta að hindra að til upp- þota komi við opinberar bygg- ingar, járnbrautarstöðvar, flug- velli og aðra mikilyæga staði. í liði þessu munu verða herskyldu- hermenn un.dir stjórn tryggra liðsforingja sem ekki munu hika við að hefja skothríð gegn evr- ópskum hermdarverkamönnum. mærahéruðunum. öll vopn munu verða tekin úr umferð og gerð óvirk. Eftir því sem segir í tilkynn- ingunni hefur írski lýðveldisher- inn 600 sinnum beitt vopnum sínum, með þeim afleiðingum að sex menn hafa látið lífið og 28 særzt. Þrátt fyrir tilkynningu þessa verður öryggisvörðurinn Norður- Irlandsmegin við landamærin ekki kallaður heim. Ekki verða heldur látnir lausir þeir 46 með- limir lýðveldishersins sem nú af- plána fimm til fimmtán ára fang- elsi fyrir tiltektir sínar. Meðlimir Lýðveldishersins hafa varla nokkurn tíma verið fleiri en 15.000. Hann hefur að veru- legu leyti verið kostaður með fjárframlögum frá írskum inn- flytjendum í Bandaríkjunum. Bann við hermanna- sjónvarpi! Útvarpsumræða um mál- ið írá Alþingi í kvöld í kvöld verða útvarpsumræð- ur frá Alþingi samkvæmt ósk Al- þýðubandalagsins, og verður þá rædd þingsályktunartillaga Al- þýðubandalagsmanna um aftur- köllun sjónvarpsleyfjs til banda- rísku hermannastöðvarinnar á Keflavikurflugvelli. Af hálfu Alþýðubandalagsins tala fyrsti flutningsmaður tillög- unnar. Alfreð Gíslason læknir og auk hans Geir Gunnarsso.n. Fyrir Framsóknarflokkinn tala Karl Kristjánsson, Jón Skaftason og Þórarinn Þórarinsson. Úr Sjálf- stæðisflokknum Matthías Mathie- sen, Alfreð Gíslason bæjarstjóri og Magnús Jónsson, og fyrir A.l- þýðuflokkinn Benedikt Gröndal og Guðmundur í. Guðmundsson. Útvarpjð frá Alþingi hefst kl. 20.00 og verða tvær umferðir. Vopnahlé í nónd I 146 ára ! öldungur JVIOSKVU 27/2 — Sovézkir lækn- ar hafa nú haft upp á 146 ára gömlum bónda í þorpi einu í 'Kírgisistan. Bóndinn, Atsjim Burusunov að nafni, sagði lækn- sunum að hann hafi aldrei verið jgefinn fyrjr að belgja sig út af imat, en aftur á móti hafi hann -ennþá gaman af að fá sér í •.staupinu. Læknrnir komust að vraun um að hann er enn mjög jhraústur. Durusunov vinnur dag íhvern á landskika sínum í nám- :.urida við samyrkjubú. Kirigistan er fjallasvæði í sov- «ézku Mið-Asíu o.g er ríki þetta jþekkt fyrir hve margir íbúanna Siafa náð háum aldri. Svavari boðið að mynd- skreyta menntaskóla — Islenzku sýningunni í Louisiana hefur verið frábær- lega vel tekið, sagði Svavar Guðnason listmálári þegar Þjóðviljinn átti við hann stutt símtal í gær, en Svavar dvelst enn í Kaúpmánnahöfri. — Ég minnist þess ekki að nokk- ur íslenzk sýning hafi áður hlotið jafn einhliða lof, enda telja dönsk blöð að þetta sé bezta kynning á íslenzkri list sem til Danmerkur hafi kom- ið. Mikið hefur verið skrifað um sýninguna, aðsókn hefur verið góð, hún hefur verið kynnt í sjónvarpi og á morgun vérður tekin upp sérstök út- varpsdagskrá um sýninguna. Nokkrar myndir eru til sölu á sýningunni, og þykir mér ekki ólíklegt að einhverjar þeirra verði keyptar, þótt enn hafi ekki verið gengið frá kaupunum. Sýningin verður opin til 18,. marz. Svavar skýrði frá því að honum hafi verið boðið að gera veggmyndir í mennta- skóla á Frederiksberg í Kaup- mannahöfn. Það er Statens kunstfond sem hefur boðið Svavari þetta verkefni, en í þann sjóð leggur danska ríkið fé til þess að myndskreyta op- inberar byggingar. Kvaðst Svavar nú vera að velta þessu verkefni fyrir sér. ÍL.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.