Þjóðviljinn - 28.02.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.02.1962, Blaðsíða 9
Heimsmeistaramótið Grisjin í viöbragðsstöðu MOSKVU 19. febr. Frá fréttaritara Þjóðviljans. — í gær lauk hér fimmtugustu og sjöttu heims- meistarakeppninni í skautahlaupi. Eftir Árna Bergmann Það var óvenjulega mikil þátttaka í þessari keppni: 48 íþróttamenn frá 19 löndum. Það var óvenjulega mikill áhugi fyrir þessum íþrótta- viðburði: f jöldi blaðamanna úr öllum heimsliorn- um, langferðabílar komu með ástríðufulla áhuga- menn úr öðrum löndum eða fjarlægum héruð- um, borgarbúar keyptu upp alla 200 þúsund mið- ana. Hinir sátu við sjónvarpið meðan kálsúpan mauksauð frammi í eldhúsi. Það var mikil spenna og ó- vissa í fólkinu. Maettur var ho1- ' lendingurinn van der Grift sem varð heimsmeistari í Gautaborg í fyrra, Kosítsjkín og Stenín frá Sovét sem skipuðu þá ann- að og fimmta sæti. Það var líka talað um Merkúlof, rússa, sem nýlega krækti sér í titil Evrópumeistara. Allir þessir menn voru taldir líklegir til sigurs. Og svo bárust á síðustu stundu fregnir af óvæntum sigri kínver.ians Van Tsín-iú á móti í írkútsk; þar náði hann 185.620 stigum í fjölþraut sem er bezti árangur þessa árs. Gat það- verið að lárviðarsveigurinn myndi yfirgefa Evrcpu í fyrsta skipti síðan 1897 — en þá sigr- aði kanadamaður. • 500 m hlaupið Að lokinni skrúðgöngu og smáræðuhöldum laugardaginn 17. febrúar hlunu menn 500 m. Þar sigraði Grísjín (Sovét) eins og allir bjuggust við; hann hef- ur verið fyrstur á bessari vega- lengd á einum fimm heims- meistaramótum,. Hann er furðu- lega mjúkur í hreyfingum þessi maður, hlaup hans hefur þetta áreynslulausa yfirbragð fugla og sela. Tími hans: 41r7 sek. Hins- vegar er Grísjín enginn lang- hlaupari og kemur því vana- lega aðeins einu sinni á verð- launapallinn. Heimsmeistarinn van der Grift hljóp á 42,7 og varð þriðji, Stenín á 42.1 sek. og varð annar, og þótti góð var fyrstur, þá Stenin (5 km,. á 8:22,9). þriðji var Benk van der Grift (5 km. á 8:20,5). • 1500 m hlaupið. Spenningur eykst Fyrri vegalengdin sunnudags- ins, 1500 metrar, stokkaði upp spilin og hleypti mikilli óró í sálir manna. Stenín og van der Grift hlupu saman öllum til á- nægju og upphitunar á köldum pöllunum. Þeir fengu afbragðs- góðan tíma, Stenín 2 mín 13,5 sek. hollendingurinn 2:13,9. Þar með voru þeir kornnir í fyrsta og annað sæti að stigatölu. Kos- ítsjkín hljóp á mjög sómasam- legum tíma — 2:18,0 en hlaut samt að falla niður í þriðja sæti. Kínverjinn Van Tsín-jú, sterkur maður og áreiðanlega fullur af viljaþreki, hlaut nokkra uppreisn æru — hljóp á 2:16.6 mín. og tryggði sér bronsverðlaun. En það var samt öllum Ijóst að hann myndi að þessu. sinni ekki stíga oftar upp á verðlaunapallinn. • 10 km hlaupið. Rús- ínan í pylsuendanum Svo kom sjálf rúsínan — tíu kílómetrarnir. Fyrstir skyldu þeir hlaupa Stenín og Henk van der Grift. En meðan beðið var eftir þeim bregður ungri og fríðri stúlku fyrir á tjaldi sjónvarpsins. Þarna höfðu sjóvarpsmenn hitt naglann á höfuðið því þetta er unnusta van der Grifts. Hol- lenzk stúlka eftir nafninu að dæma, en talar norsku. Kannske er það vegna þess að unnust- bvrju.n hjá báðum. Kínverji'nn hljóp á 43,8 og hafði þar með spilað af sér einu trompi. Kos- ítsjkin náði 43,6 sem er ná- lægt hans persónulega meti, og voru sovézkir mjög glaðir, því hann er fyrst og fremst lang- hlaupari. • 5000 m hlaupið 1 5 km ge.rðust margir óvænt- ir hlutir. Kosftsjk'n hljóp rösk- lega eins og við var búizt: 8 mín 4,9 sek. En hann varð samt að sætta sig við fjórða sætið á þessari vegalengd. Þrír norðurlandamenn röðuðu sér í verðlaunasætin rétt fyrir fram- an nefnið á honum. Ivar Nils- son, bifvélavirki frá Gautaborg sigraði á 8:03,2 og sá frægi norðmaður Knúd Johannessen sigldi í höfn á 8:04,4. Hvorugt þótti sérstökum tíðindum sæta, vitað var að hér fóru sterkir menn. En seint um kvöldið, þegar allar stjörnur mótsins voru. komnar heim í hótelher- bergi sín gerði snaggaralegur sænskur strákur, bráðungur, heldur en ekki strik í reikning- inn. Hann er líka Nilsson, Jonny Nilsson, og var árangur hans 8:04,2 mín. Þar með höfðu sænskir náð í bæði gull og silfur á þessari vegalengd. En allir eru þessir norður- landamenn lélegir spretthlaup- arar, því miður. Eftir fyrri daginn var Ivar Nilsson með þeirra skásta stigatölu en þó að- eins í fimmta sæti. Kosítsjkín saman aftur úr og hann kom í mark 25 sekúndum á eftir van der Grift. En þar með var ekki öll nótt úti fyrir þá sovézku. Hollendingurinn náði ekki sér- staklega góðum árangri, 17:15,2 mín., en Kosítsjkín, sem er góður langhlaupari, þurfti að vera aðeins rúmum 14 sek. fljótari í mark. Kosítsjkín var þar að auki svo heppinn að hlaupa á móti Jonny Nilssonj. sem tók forystuna þegar í stað og fór geyst. Hélzt þessi rnikli hraði aj.lt hlaupið og hafði Kos- itsjkín þegar eftir 5 km. náð upp þeim 14 sekúndum sem h.ann þurfti og lauk vegalengd- inni á persónulegum mettíma — 16:45.0 mín. Þar með hafði hann tryggt sér fyrsta sæti í fjöl- þraut og titil heimsmeistara. Keppinautu.r hans Jonny Nils- son vann einnig mikið afrek. Þessi lipri og trausti 19 ára unglingur hljóp þessa erfiðu vegalengd á 16:29,4 en það er bezti árangur sem náðzt hefur í heimsmeistarakeppni. Félagi hans „stóri“ Nilsson lét held- u.r ekki sitt. eftir liggja, laumað- ist fram fyrir ímyndaðan Kos- ítsjkín í vel heppnuðum enda- spretti; árangur: 16.44.6 og enn ein silfurmedalía til Svíþióðar. Og þar eð Ivar Nilsson stóð sig- einnig vel á 1500 metrunum, þá tókst honum að ná í þriðja sætið í fjölþraut á eftir beim Kosítsjkín og van der Grift. • Sovétríkin og Norð- urlönd stórveldi á svellinu Sovézkir skautahlauparar hafa að undanförnu unnið heims- meistaratitilinn annað hvert ár og staðfestu nú þessa reglu enn einu sinni. Sjálfur er Kosítsjkín upplagður fjölþrautarmaður, — spor Jarvinens sem varð heims»" meistari 1959. Sól Noregs eí einnig úr hádegisstað (Norð« menn hafa 16 sinnum orðif heimsmeistarar). Knud Johann<: essen gerist nú nokkuð roskinn en hann hefur þegar skila® góðu dagsverki — varð heims« meistari 1957 og á einstaklegí glæsilegt heimsmet í 10 km. Ntf varð hann að láta sér nægj?' þriðja sætið í 5 km. og sjöunds í fjölkeppni. En Svíar virðast á góðri leið, fengu tvisvar af' heyra Du gamla du fria» hrepptu tvö fyrstu sætin í báð^’ um lengstu hlaupunu.m og þriðjs? sæti í fjölkeppni. Einkum hljótr mar'gar vonir að vera tengda?" Jonny Nilsson; ef hann lag-1 færði styttri hlaupin væri hanfi' nú þegar orðinn mjög hættu« legur í fjölþraut, en 500 metrf’ hljóp hann að þessu sinni £ 47.7 sek. Föðurland skautahlaupsins, —' Holland, er síðan í fyrra aftuf orðið veruleg stærð. Van dei Grift stóð sig ágætlega, en Lieb« rechts, ágætur íþróttamaðuf sem varð þriðji í Gautaborg í fyrra, var að þessu sinni mjöf óheppinn, datt t.d. í 5 km. — Sjálfsagt eiga þeir báðir eftif að koma mikið við sögu. Kínverjarnir féllu en héldú velli. Van Tsín-jú náði að vístf lakari ^árangri en í Irkútsk) etf varð þó fimmti í fjölþraut, oj landi hans LoTsí-húan sjötti,- Þetta er árangur sem skautaJ stórveldi Evrópu verða að skrifí á bak við eyrað, því kínverskitf hafa fram að þessu verið sjald- séðir gestir á alþjóðlegurtf hlaupabrautum. ] Úrslit: Viktor Kosítsjkín Sovétríkit. 188,340 stig (43,6 — 8:04,9 2:18;0 — 16:45,2). Henk van der Grift Hollan® 189,143 (42,7 — 8:20,5 — 2:13,$ — 17:15,2). Ivar Nilsson Svíþjóð 189,31? (45.0, — 8:03,2 — 2:17,3 -í 16,44,6). Borís Stenín Sovétr. 18í)9l3l( Van Tsín-jú Kína 190,433. Le Tsín-húan Kína 191,310. Knud ■ Johannessen NoregurS 191,991. André Kouprianoff Frakklaní 192.098. Robert Merkúlof Sovétríkllí 192,100. Jonny Nilsson Svíþjóð 192,59&í í Árni. Kositsjkin hleypur 5000 m. inn fer gjarnan til Noregs til æfinga. Hún er hin stillilegasta þótt nú sé heimsmeistaratitill- inn í veði,. Og segir það geri ekkert til þótt Henk tapi, brúðkaupið skal haldið fyrir því. Svo hlupu þeir af stað. Hol- lendingurinn þurfti að hlaupa vegalengdina á 5 sek. skemmri tíma en rússinn til að taka af honum forystuna. Og þeir voru ekki komnir hálfa leið þegar öllum var ljóst að það myndi takast. Stenín dróst smám nokkuð jafn í öllum greinum eins og bezt sést á því, að hann varð hvergi framar en þriðji á einstökum vegalengdum. Hann er því mjög líklegur til sigurs á næstu mótum. Ennfremur halda sovézkir sem fyrr forystu á styttri vegalengdum — þar hlutu þeir þrjár medalíur af sex. Norðurlönd eru enn sem fyrr stórveldi á svellinu. Finnar komu nú að vísu lítið Við sögu þeir hafa enn ekki fundið nógu snjalla menn til að feta í fót- Erlendir gestir Þrír góðir erlendir gestál munu taka þátt í afmælismáíá ÍR, sem háð verður í sundhötl* inni 7. og 8. marz n.k. OtlendN ingarnir eru Rolland Lundin ofljf Kristin Larsson frá Svíþjóð og Christer Bjarne frá Noregi. Lundin' er einn af bezt4 bringusundsmönnum Svía; he6a ur bezt náð svipuðum tíma $ 100 m sundi og okkar bezfcfc menn en ívið betri tíma á 29$ metrunum. Kristin er systtp Karenar sem hingað kom fyri#1 nokkrum árum, margfaldtfjB sænskur meistari í ílugsundi o® skriðsundi. Bjarne er beztá sundmaður Norðmanna urSb þessar mundir, jafnvígur M skriðsund og flugsund. J Miðvikudagur 28. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.