Þjóðviljinn - 21.03.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1962, Blaðsíða 7
f þlÚÐVILIINN (rtntanðl: BamdnlnsarflokkvT alMBa — Bðgfallataflokknrlnn. — Rltatlðran Macnúa KJartansson (4b.), Maenúa Torfl Olafsson, BigurCur QuBmundsson. — Fr*ttarltst36rar: fvar H. Jónsson, J6n Biarnason. — Auglýalngastióri: QuBgalr Ifaanússon. — Ritstjóm, afgreiBsIa, auglýsingar, prentsmlBJa: Skólav&rBust. 19. BlmJ 17-500 (5 Unur). AskrlftarverB kr. 55.00 á mán. — LausasðiuverB kr. 3.00., FrentsmlBJa PJóBvliJans UJL I Orð, orð mnantóm J hinni árlegu skýrslu Seðlabankans sem Jón Marías- son flutti fyrir skemmstu var skýrt frá því að heildarverðmæti sjávarafurða hafi á s.l. ári numið um 3.000 milljónum króna en 2.628 milljónum árið áður. Aukningin á einu ári nemur þannig um 14% og staf- ar bæði af því að heildaraflinn varð meiri en nokkru sinni fyrr og afurðaverð erlendis fór hækkandi. Ekki er þetta góðæri afleiðimg af viðreisnarstefnunni, hún hefur sem betur fer ‘hvorki áhrif á fiskigöngur né verð- myndun erlendis; hinsvegar dró viðreisnin úr því að landsmenn nytu góðærisins til fulls, þar sem hún kom í veg fyrir að bátaflotinn hæfi veiðar fyrr en talsvert var liðið á árið og takmarkaði skynsamlega hagnýt- ingu á síldinni. Engu að síður er 14% aukning á út- flutningsverðmætum landsmanna mjög veruleg búbót fyrir þjóðarheildina. Ijáttur víðreisnarinnar er hins vegar sá að misskipta * svo þjóðartekjunum að þetta góðæri verður að- eins til raunverulegra hagsbóta fyrir lítinn minnihluta þjóðarinnar. Kaupmáttur tímakaups verkamanna er nú lægri en hann hefur nokkru sinni verið áður síðan stríði lauk. Þótt þjóðartekjurnar séu meiri en þær hafa áður órðið er kaupmáttur tímakaupsins 17—18% lægri en hann var 1945. Verkafólk hefur því orðið að reyna að ná í hluta af aukninvu bióðarteknanna með því að leggja á sig meira erfiði en nokkru sinni fyrr, strita myrkranna á milli, en bessi hóflausa vinnuþrælkun er smánarblettur á þjóðfélagi okkar og er að gera okk- ur að viðundri 1 hÓDÍ bjareálna rílkja. Það er fráleitt öfugstreymi að jafnframt þvi sem þjóðartekjurnar vaxa í sífellu skuli verkafólk bera minna úr býtum fyrir hverja vinnustund og neyðast til að bæta það upp með auknu erfiði. * ■ • r ¥Tm síðustu áramót gerðust þau óvæntu tíðindi að þessair staðreyndir voru allt í einu viðurkenndar í orði af valdamönnum þjóðfélagsins. Alþingi sam- þykkti þá tillögu frá Alþýðubandaláginu um undir- búning ,að ráðstöfunum til þess að tryggja óskert árs- kaup fyrir átta stunda vinnudag, og formaður Sjálf- stæðisflokksins notaði meira að segja áramótaræðu sína til þess að lýsa því í áheyrn alþjóðar hversu ágæta hann teldi þessa tillögu Alþýðubandalagsins. En því miður hefur síðan komið í ljós að hér var ekki um neina hugarfarsbreytingu að ræða heldur orð, orð inn- antóm. Þótt verklýðssamtökin hafi gengið á ríkis- stjórnina æ ofan í æ og krafið hana einhverra efnda á fögru orðunum hafa viðbrögð hennar enn sem komið er orðið algerlega neikvæð. í staðinn hefur birzt vax- andi skætingur í stjómarblöðunum, og sú afstaða hef- ur náð hámarki með þeirri kröfu Morgunblaðsins að tekinn verði upp 16 stunda vinnudagur á togurunum á nýjan leik. Jþað er ástæða til að álýkta sem svo að fagurmælin um áramótin hafi verið vísvitandi hræsni í því skyni að blekkja verkafólk. Nú iþegar í ljós er komið að stjómarflokkarnir fá ekki þau málalok sem makleg vom í verklýðsfélögunum er talið óhætt að fella hræsn- ina niður og heimta meiri vinnuþrælkun en nokkru sinni fyrr. Það hefur enn komið í ljós að stjómar- völdin fallast jafnvel ekki á hinar óhjákvæmilegustu réttarbætur nema þau óttist verkafólk og samtök þess. En fylgi það. sem stjómarflokkamir fá í verklýðsfé- lögunum er ævinlega notað til þess að standa gegn sjálfsögðustu umbótum og reyna að spilla árangri sem áður hefur náðst. — m. 4 M Íiis iom Í50*- m* HEILUARAHt rotAM SD sœta árdsirnar a fíPIMA iiW XARFAAFU ..1 'py- •. 'A-r nsó 53 6o 6I Línurit, sem sýnir heildaraíla islenzl|ra togara síðan 1956. Á því má sjá að minnkandi heildarafli stafar fyrst og fremst af minnk- andi karfaafla á fjarlægum miðum. ss S9 T 60 Undanfama mánuði hefur getið að líta í stjórnarblöðun- um miklar árásir á stækkun landhelginnar. Hafa blöðin stað- hæft með stórum fyrirsögnum að vandræði togaraflotans stöf- uðu af stækkun landhelginnar; togararnir hefðu verið sviptir hinum fengsælustu fiskimiðum og af því stafaði minnkunin á afla þeirra síðan 1958. Og það eru ekki aðeins blöðin sem hafa birt slíkar' stáðhæfingar, einnig þeir menn sem gerst ættu að vita hafa látið sér slík um- mæli um munn fara, bæði Jón Jónsson forstöðumaður Fiski- deildar Atvinnudeildar Háskól- ans ,og Davíð Ólafsson fiski- málastjóri. Og nú síðast, þegar ríkisstjómin lagði fyrir þingið frumvarp sitt um aðstoð við togaraútgerðina, komst Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráð- herra svo að orði Jað aðal- ástæðan fyrir erfiðleikum tog- aranna hefði verið aflatregðan", sem stafaði af því „að togar- arnir hefðu misst góð veiði- svæði við útfærslu-fiskveiðiland- helginnar“, eins og Alþýðu- folaðið hefur eftir ráðherranum 13. marz sl. • Hringsnúningur Þessar nýju staðhæfingar eru þeim mun athyglisverðari sem íslenzk stjórnarvöld hafa áður lagt áherzlu á það gagnstæða. Þegar landhelgin var stækkuð bæði 1952 og 1958, héldu tals- menn íslands því fram að sú breyting skipti togaraútgerðina sáralitlu máli. Þeir bentu á að íslenzku togaramir fengju að- eins örlítið brot af afla sínum á þeim slóðum sem loka ætti fyrri togurum, en veiddu megin- hluta aflans utan landhelginn- ar, mest á fjarlægum miðum. Var sú röksemd óspart notuð af íslenzkum ráðamönnum og sér- fræðingum þeirra, að fyrst ís- lenzkir tögarar þyrftu ekki að skarka á grunnmiðum umhverf- is ísland til þess að fá afla, þyrftu brezkir togarar það engu frekar. Þetta var öflug röksemd — og þeim mun furðulegra er að nú skuli snúið baki við henni og í staði&n túlkaður málflutn- ingur Breta um banvæn áhrif landhelgisstækkunarinnar fyrir togaraútgerðina. • Á fjarlægum miðum Þetta er þeim mun kynlegra sem röksemdin um að minnk- andi afli togaranna sé stækkun landhelginnar að kenna er upp-^ spuni frá rótum. Ástæðan fyrir því að afli togaranna hefur minnkað er ekki sú að lok'að hafi verið fyrir þeim veiðisvæð- um í landhelgi íslands, heldur 'hin að afli hefur brugðizt á fjarlægum miðum. Og Islend- ingar eru ekki einir um þá reynslu, togarar annarra þjóða sem stunda veiðar í Norður- Atlanzhafi hafa orðið fyrir hinu sama jafnt og þétt síðan 1955. Má m.a. marka það af línurit- um sem birt eru hér á síðunni ENSIAND um afla brezkra og sovézkra tógara á íjarlægum miðum. Svo að tekið sé dæmi af ís- ienzku togurunum hefur heild- arafli þeirra minnkað úr 199 þúsund tonnum 1958 í 81 þús- und tonn á s.l. ári. Þar af hefur karfaaflinn minnkað úr 109 þúsundum tonna í 25 þús- undir tonna eða um 84 þúsund- ir tonna. Fallið á heiidaraflan- um stafar þannig að næstum því þremur fjórðu af minnkandi karfaafla, en karfinn veiddist 1958 svo til einvörðungu á fjar- lægrm miöum. Að nefna stækk- un iandheiginnar í því sám- bandi er aigerlega út í hött. • Miklu minni nýting En þetta er ekki það eina sem hefur breytzt síðan 1958. Það ár fóru togararnir 57 söluferðir til útlanda, en á s.l. ári voru söluferðir. togaranna 222. Sé reiknað með að ‘hver söluferð taki 10 daga, sem er lágt áætl- aöweyddu togararnir í siglingar 570 dögum 1958 en 2220 dögum í fyrra. Og meðan togararnir siglá draga þeir að sjálfsögðu ekki fisk úr sjó. Við þetta bætist svo að árið 1958 voru aliir togarar lands- manna að veiðum allan ársins hring, en á s.I. ári var um það bil fjórðungur togaraflotans bundinn við landsteina. Og togarar sem éru bimdnir við landsteina veiða ekki fisk. Nýting togaraflotans til fisk- veiða var þannig miklu minni á s.l. en hún var 1958, og kem- ur það að sjálfsögðu niður á heildaraflamagninu. • .Vísvitandi blekkingar Þessar staðreyndir sýna Ijós- lega að stórminnkandi afli tog- aranna stafar af þremur ástæð- ur: 1) minnkandi afla á fjar- lægum miðum, 2) stórauknum siglingum togaranna og 3) miklu færri úthaldsdögum togaraflot- ans. Tal Emils Jónssonar og annarra um að ástæðan sé stækkun landhelginnar er vís- vitandi blekking. En af hverju stafar þessi blekking? Ekkí er togaraflotinn að neinu bættari þó sagt sé rangt til uhi ástæðumar til erf- iðleika hans. Þess vegna hljóta iþessar blekkingar að vera vís- vitandi árás á stækkun land- helginnar. Þeir stjórnmálamenn sem að þeim standa voru á sin- um tíma andvígir stækkuninni í 12 mílur) þeir hafa síðan veitt Bretum og Vestur-Þjóðvérjum leyfi til veiða innan landheig- innar. Enginn efi er á því að þess verður krafizt að þau leyfi verði framlengd. Er ef til vill verið að undirbúa næstu svik í Iandhelgismálinu með þessum áróðri um að stækkun landhelg- innar hafi verið glapræði sem sé að leggja íslenzka togaraút- gerð í rúst? Eru íslenzk stjórn- arvöld með hringsnúningi sín- um í málflutningi vitandi vlts að færa Bretum nýjar rek- semdir til næstu kröfugerðar á hendur íslendingum? ÞAKKARAVARP ásamt örfáum varnaðarorðum til Málfríðar Einarsdóttur Hversu hlýt ég ekki að vera fullur iðrunar og sjálfsmeð- aumkvunar. Ætti ég ekki að biðja opinberlega afsökunar á tilveru minni, þegar um mig hefur verið upp kveðinn sá dómur á prenti a'f skáldkonu" (?) einni, að ég sé að eyði- ieggja menninguna? Ég tel sjálfsagða kurteisi að þakka, því m:g hefur aldrei órað fyrir að ég yrði svo á- hrifamikill maður. Sunnudaginn 18. þ.m. birtist heils'íðugrein í Þjó(5viljanum undir fyrirsögninni: „Guð varð- veiti okkur nú fyrir menning- unni“, og er tilefnj hennar þýð- ing mín á söngvum í söng- leiknum „My fair Lady“. Á höfundur greinarinnar ekki nógu sterk orð til að lýsa því, hve þýðingin sé mikill le'r- þurðiir, illa stuðluð o.g rímuð og seg.r að hver sem hefði far- ið með slíkan skáldskap i gamla daga „hefði umsvifa- laust verið rekinn út, en fyrst spurt hvort hann væri orðinn alveg vitlaus". Þetta er þungur dómur, og frú sú, aem hann hefur kveðið upp, og getur sjálfsagt staðið. vjð hann, ætti að hafa margt til brunns að bera. í fyrsta lagi hlýtur hún að vera sæmilega hagorð. í öðru lagi hafa nokkra málakunnáttu og í þriðja lagi einhverja þekkingu á tónlist. Auk þess má vænta þess að greinarhöfundur hafi kynnt sér "söngleikinn gaumgæfilega, bor- ið íslenzku þýðinguna saman við frumtextann, ög jáfnvél þýðingar á öðrum Norður- landamálum. Réttláfur . dómari kynnir. sér jafnan málin frá sem flestum hliðum. Aumur sakborningur reyn’r að sjálfsögðu að verja sig frammí fyrir hinum réttláta og stranga dómara. Ákæruat- riði eru mörg, og verða hér varla öll upp talin. , Fyrsta ákæruatriði: Höfurjdur hefur þýtt þennan texta þannig: Loksins ákvað ég að láta hana kynnast allri hetjugetu hans. Ég brá mér frá og þá bað ,hann hana um dans. Hanji með brögðum hugði snar, sig hljóta að físka hver hún var. Frúnni sem settist í dóm- arasætið hefur hér örlítið yf- ársézt, sem sagt sleppt tveim línum þarna á milli, og sam- kvæmt handriti Þjóðleikhúss- ins og þýðanda hljóðar þetta 1950 51 .52 53 54 55 55 57 59 53 U-S.S.R) ' 195 0 51 52 53 54 55 56 57 58 59 Línurit sem sýna þorskafla enskra og sovézkra togara á fjarlægum miðum, miðað við úthaldsdaga. Afli þessara tog- ara á fjarlægum miðum befur minnkað stöðugt frá 1955 — og ekki stafar það af ncinni breyt- ingu á landhclgi! -leikrit í smíðum Fyrir skömmu var Halldór Kiljan Laxness staddur í Prag í Tékkóslóvakíu. Birtist þá þetta viðtal í vikublaðinu Bókmenntatíðindum (Liter- ámí noviní). •Það er enginn barnaleikur að fá Halldór Kiljan Laxness til að leggja spilin á borðið og Ijóstra upp um helztu áhuga- mál. sín þessa stundina. Eftir tveggja stunda viðræður tók ég eftir því að af öllum þeim orð- um sem fyrir komu í minnis- þókinni voru endurtekin með sérstakri þrákelkni orðin l,kannski“, „líklega" og önnur á- líka. Og þó brosir þessi þekkt- asti rithöfundur á Norðurlönd- um, sem er 62 ára (!) gamall, Nóbélsverðlaunahafi, höfundur 'tuga skáldságna ög nokkurra leikrita, sérlega samkvæmislega í dag. Rólegur og brosleitur ræð ir hann um hlutlægni, meira að segja hámarkshlutlægni, og iþegar talið berst að hlýlegu viðtali sem hann veitti Parísar- blaðinu Le Monde afvopnar hann mann með vingjarnlegri setningu: ;,Það er skelfing erf- itt að eiga við þessa blaðamenn. ‘Þeir- bera frám hinar alvarleg- ustu og yfirgripsmestu spurn- ingar rétt eins og iþeir væru þess fullvissir að viðræðandinn hafi samning við guð almáttug- an og eigi lykil að mestu íeyndardómum veraldarinnar". — Jæja. Ég komst þó að minnsta kosti að því að hann heldur nú til í Vínarborg vegna þess að hann þarf á kyrrlátum stað að halda til að ljúka við leikrit. Á Norðurlöndum ku hann vera of þekktur og hafa of mikið á sinum kanna. Hann er nú í Prag í fjórða sinn en kærir sig þó kollóttan um þó nú sé einmitt þorri: „Vor sál- arinnar byrjar jú stundum ein- rnitt á þórra“. Hann er þreyttur á skáldsög- um. 1 skéldsögum er alltaf of mikið af höfundinum. Hann er alnálægur, veltir vöngum yfir öllu, horfir á allt í gegnum skráargat, gerir athugasemdir yið allt. 1 leikriti er efnið tjáð milliliðalausar. Höfundurinn er ekki sífellt boðflenna. | —En' hvaða hugsanir liggja yður sérstaklega á hjarta? i — Þjóðfélagsgagnrýnin. Sú er mín afstaða. Þetta er.skandín- avísk hefð. Allir góðir skand- ínavískir höfundar hafa verið þjóðfélagsgagnrýnendur í anda Björnsons og Ibsens. Og ég tek þær bækur fram yfir aðrar sem eru raunveruleg lesning, sem fjalla rólega um raunveruleik- ann — í góðu hófi og af há- markshlutlægni. — Svo sem ...? ■— Stríð og friður, mikilfeng- legar engilsáxneskar skáldsögur, amerískar skáldsögur frá fjórða tug aldarinnar, franskir rómanar af Balsac-skólanum. Ég er andsnúinn móðursýkissögum, taugaveiklunarbókmenntum og drykkjuskapar. Mér býður við svonefndum sálfræðirómönum án allrar sálfræði, — Og hvað um „anti-róman- inn“ eða „nýja rómaninn'1 sem skotið hefur upp kollinum í París? — Já, þetta er að mestu leyti tízku-uppátæki. Ég hef ekkert á móti neinu formi, en þetta hentar mér einfaldlega ekki persónulega. Svo að ég tek fram yfir epíska skáldsögu sem hef- ur til að bera lýrik og kímni. „Anti-rómaninn“ ber vitni um það að franskar bókmenntir eru sífellt að einangrast meir og meir. Það gagnstæða á sér‘ stað í Þýzkalandi. Þjóðverjar hafa andstætt Frökkum, Rússum og Bretum enga skáldsagnahefð. Svo að ég veit ékki almennilega hvað ég á að segja um þeirra sköpunarverk. Laxness lítur á mig hjartan- lega og er brosleitur. Hvað skal gera? Svo spyr ég aftur: — Hvaða hugsanir iiggja yð- ur á hjarta? Hvað á skáldsaga að túlka? Eruð þér kannski hrifinn af Kafka eða Doktor Zívago? — Ég tek sjálfkrafa þjóðfé- lagskritískar sögur fram yfir aðrar. Kafka er athyglisverður en hann hæfir ekki mínum smekk. Hann er kannski gagn- rýninn en þjóðfélagsgagnrýni hans er of dulin. Ég skrifaði formála að indverskri útgáfu á Doktor Zívago sem kom út í Kalkútta. Mér' finnst saga Past- ernaks gamaldags. Ég skil held- yr ekki hvers vegna hún hlaut móðursýkislegar viðtökur á visSum stpííum. Fyrir utan gluggana við ‘„Þjóðbraut" er nú einmitt reglulegt Norðurlandaveður. Þáð hefur snjóað svolítið, ijós- ið er ekki sem tærast. Og á þeirri stundu þykir mér loks- ins sé að því komið, að Laxness sýni sinn lit. — Frábær þjóðfélagskritísk saga er Sveik eftir Hasek. Kýmni er mikilsverð. Einhver þýzkur gagnrýnandi sagði ein- hverju sinni: „Laxness brosir aldrei". Mér finnst sem þessu sé ætíð þannig farið i Þýzka- landi. Hjá þeim þarf allt að vera út í yztu æsar og í röð og reglu. Þér akið um fagurt þýzkt „Skáldsagnahöfundur er siðapostuli“. landslag og þér komið upp á hæð. Þaðan er undurfagurt út- sýni. Þar er líka skilti með á- letruninni: „Schöne Aussicht" — „Fagurt útsýni". Og Þjóð- verji skilur og dáist að náttúr- unni. Þegar öllu er á botninn hvolft — segir Laxness eftir stundar- þögn — það eru og verða mörg svör við spumingunni, til hvers mannlegar athafnir séu, og þá líka til dæmis skáldsag- an. Þær ,eru allar ófullnægj- andi. Skáldsaga á að skemmta fólki eða hrífa það. Ég er ekki bókmenntaprófessor, frekar er ég siðapostuli. Og Laxness hórfir á mig. — Skáldsagnahöfundur er siðapostuli og ég tel að höfund • ur sem ekki er þjóðfélagsgagn- rýnandi sé siðlaus maður. Ivo Fleishmann. svo, tekið innan úr miðjum söng: Loksins ákvað ég að láta hana kynnast hetjugetu hans. Ég brá mér frá, og þá bað hann hana um dans. Ásýnd hans var æst og rjóð eftir gólfj svitaslóð. sig hljóta’ að fiska hver hún var. Hann með brögðum hugði snar Það er ekki mitt að finna að því þótt greinarhöfundur gerist nú háyfirdómari, og geri lítjð úr því, sem ritdómarar blaðánna 'sögðu um þýðingu mína. Telur hún sig sjálfsagt þess umkomna. og hafa meiri þekkingu á þessu efni, en þeir allir til samans. Annað ákæruatriði: „Söngtextinn, sem prentað- ur var í Sunnudagsblaði Mbl. fyrir rúmri viku (?) er all- mjög írábrugðinn því, sem hann er í sérprentun, sem leik- húsgestum var úthlutað". Síð- an er látjð að því liggja, að þýðandinn hafi farið „með textann í smiðju á síðustu stundu“. Sakborningur játar; í fyrsta lagi. Siðan ég hóf þýðinguna á söngleik þessum, hef ég gert ótal breytingar, og meira að segja brotið svo mikið af mér að gera mörg uppköst að sum- um söngvunum, þótt ekkj hafi tekizt bétur t:l. Svona er mannskepnan ófullkomin. Sakborningur játar: í öðru lagi. Að hafa breytt orðum og jafnvel heilum setningum, á stöku stað frá því slitur úr þýðingunni birtist í Sunnu- dagsblaði Mbl„ og jafnvel eft- ir að æfingar voru hafnar. Hvílíkt afbrot. Ég vil alls ekk: efast um, að greinarhöfundur sé það betur af guði gérð en ég, að bún þurfi aldrei að breyta stafkrók í þeim þýðingum sem hún hef- ur gert, frá fyrsta uppkasti'. Sakbomingur neitar að hafa farði með texta í aðra en sína eigin „smiðju“. Þriðja ákæruatrjði: Bragarhættixium er ekki haldið. Sakborningur játar: í fyrsta lagi. Að hann sé ekki svo veí að sér í bragfræði að hann geti gert sér grein fyrir undir hvaða bragarhætti ýmsir söngvanna í „My fair Lady“ eru ortir á frummálinu, en vjll til upplýsingar gre'nar- höfundi, sem sé dómaranum, benda á að nótur eru mismun- andi merki, sem géfa , til kynna lengd tóna, áherzlur, hraða o.fl. og afmarka þvi al- gjörlega, að hægt sé að nota annan bragarhátt á íslenzku en á frummálinu. Sakborningur játar: í öðru lagi. Að sér hafi láðst að leit*p» sér fræðslu um bragarhættina í „My fair Lady“ t.d. hjá greiiC-¥- arhöfundi, sem sýnilega veit lengra en nef hennar nær, þar sem hún meira að segja getur upplýst að Vala Kristjánsson eigi eftir að muna þessa texta í þau 60 ár, „sem hún kann að eiga ólifuð". Þrátt fyrir mikla aðdáun á hinum frábæra dugn- Framhald á 10. síðu. Ty^) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 21. marz 1962 Miðvikudagur 21. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN — m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.