Þjóðviljinn - 21.03.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.03.1962, Blaðsíða 11
nokkur hefði séð hann. Það hefði verið allt of hættulegt. Ég rölti bara um stigana og athug- aði hvert einasta nafnspjald og hvert aukanafn. Það gat varla heitið að ég rækist á nokkurn mann í þessum stigum. Þetta var á vinnutíma og flestir að heiman. Ég fór heim þegar klukkan var fimm. Hefði einhver tekið eftir mér, hefði hann sjálfsagt talið víst að ég væri sölumaður eða umboðssali á heimleið. Ég átti ekki eftir nema eitt hús. Og ég fann hann á laugardags- morguninn. Ég fann hann í síðasta hús- inu sem kalla mátti að vissi út að sporvagnsstanzinum. Það var grátt og leiðinlegt steinhús með þrem inngöngum. En þegar ég sá síðasta nafnspjaldið á efstu hæð í fyrsta jnnganginum, var ég sannfærður um að ég hefði fundið það sem ég var að leita að. P. M. Horge. Ráð og upplýs- ingar. Það var heldur óskemmtilegt. Ég stóð kyrr nokkra stund fyrir utan ljótu en traustu brún- máluðu viðarhurðina og var að velta fyrir mér hvernig ég ætti að snúa mér í þessu. Ég hafði eiginlega ekki neitt í höndunum. Þá datt mér allt í einu Sókra- tes í hug og sú kenning hans að væru spurningarnar bornar fram á réttan hátt, þá hlytu svörin að verða rétt. Ég hefði haldið að P. M. Horge sem gaf „ráð og upplýsingar“, væri Fastir liðir cins og venjulega. 13.15 Erindi bændavikunnar: a,) Nýjúngar í ullarmati og ull- arfra.mleiðslu CStefán Aðal- steinason búfiárfræðingur) b) Sauðfjárrækt (Sigfús Þorstcinsson ráðunautur). c) Fjármennska, eftir Þor- stein Geirsson bónda á Keyðará (Egill Jónsson ráðunautur flytur). 14.00 „Við vinnuna". 17.40 Framburðar.kennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpifbaga barnanna: „Leitin að loftsteininum", 20.00 Varnaðarorð: Haraldur Árnason ráðunautur talar um meðferð búvé’a. 20,05 Létt lög: Egerlánder-músík- antarnir syngjia og leika. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur forn- rita: Evrbyggja saga, XIV. (Helgi Hjörvar rithöfundur). b) Islenzk tónbst: Lög eftir Biarna Böðvarsson. c) Dr. *Simon Jóhr*Agúfetöson* próf- ......essor flytur frásöguhátt pm gamalt útilegumannabæli, Þórðarhelii á Ströndum. d) Sirrurbjörn Stefánsson flytur vdtnraþátt. e) Jóhannes úr Kötlum ies úr þjóðsögum Jóns Árnasona.r. 21.45 íslonzkt mái (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.1.0 Passiusálmur (26). 22.20 Verc.ldarsaga Sveins frá Mælifel'sá. 22.40 Næturhliómleikar: Kamm- erhljómsveit útvarpsins Strasjslborg leikur. Stjórn- andi: Marius Briancon. a) Sinfónlia nr. 83 5 G-dúr eftir Haydn. b) Liítil sinfónía fyr- ir blásturshijóðfæri eftir Gounod. c) Divertimento nr. l8 eftir Mozart. 23.35 Dagskrárlok. býsna sleipur. Og ég hefði líka haldið að Sókrates myndi beita v:ð hann blekkingarað.ferðinni. Það var dálítið „auga“ í Ijótri, brúnmálaðri hurðinnj, svolítið gægjugat til þess að sá sem inni var gæti séð hver var að hringja. Það gat vel verið nauðsyniegt. Ég hringdi bjöll- unni. Það var alveg hljótt inni í næstum heila mínútu. Svo heyrðjst allt í einu dálítið suð. P. M. Horge hafði þá rafmagns- hnapp inni hjá sér, þannig að hann gat opnað dyrnar án þess að fara fram. Ég vissi ekki hvers vegna, — því að ég var sann- færður um að hann var búinn að koma fram að dyrunum og skoða mig gegnum ,,augað“. Ég ýtti á hurðina og gekk innfyrir. Um leið og ég kom inn, skildi ég hvers vegna hann hafði opn- að dyrnar með rafmagnshnappi. Þegar hann sá mig gegnum „augað“, hafði hann séð að ég var ókunnugur. En sennílega hef ég verið sæmilega heiðar- legur ásýndum. Samt sem áður gat hann nú virt mig vandlega fyrir sér, áður en ég sá hann. í herberginu var aðeins einn stór gluggi, á veggnum gegnt dyrunum, og hann sneri baki í gluggann. Herbergið var ljótt og ópersónulegt. Grænn pen- ingaskápur, bekkur með brúnu leðri, fáeinar bókahillur, nokkr- ir stólar og stórt skrifborð. P. M. Horge sát við skrif- borðið. Samvistirnar við 5. bekk í Briskeby skólanum hafa mark- að mig á fleiri en einn veg. Ég hef vanið mig á að gefa fólki auknefni. Að vísu aðeins handa sjálfum mér, — en þegar ég sé ókunnuga manneskju sem er á einhvern hátt frábrugð.'n öðru fóiki, skýtur oftast nafni upp í kollinn á mér. „Snákurinn", hugsaði ég. 5. bekkur hefði á- reiðanlega fallizt á þá nafngift. Hann var hár og grannur með alltof lítið höfuð. Hárið var svart og slétt. Andlitið var ekki ósnoturt, en drættirnir voru linkulegir og undarlega óper- sónulegir. Það var o.f langt á milli augnanna og þau voru of stór. Þau voru gul eins og geit araugu. Það var eins og þau gætu séð fyrir horn. Hann var í dökkum fötum og ég hugsaðj sem svo að hann gæti verið starfsmaður hjá út- fararstofnun. Sennilega var það ósanngjörn hugsun, ég þekki engan sem vinnur hjá slíkri stofnun. En ég set það alltaf í .samband. við einhvern óhugn- yður, svona beint á móti björt- um glugganum“. Það var ekki á honum að sjá að honum þætti ég fyndinn. Það var eitthvað skrýtið við þetta skrifborð hans. Eða kannskj var það stóllinn sem ég sat í, eða hvort tveggja. Hæðin á skrifborðinu og hæðin á stóln- um, gerðu það að verkum, að það var eins -og ég sæti við kennaraborðið mitt í 5. bekk. En vinstra megin við mig var stór lampi með grænni ljóshlíf úr gleri. Það var ekkj í kennslu- stofunni mjnni. „Og lampa með sterkri peru“, sagði ég og reyndi að halda á- fram þessari misheppnuðu fyndni. „Sem þér getið beint að þeim sem helmsækja yður og lesið leyndustu hugsahir þeirra“. að. „Gerið svo vel“, sagði hann dálítið mjóróma og vælulegur. „Hvað get ég gert fyrir yður? Gerið svo. vel að fá yður sæti“. Ég setist hinum megin við skrifborðið hans, beint á móti honum. Glugginn var lokaður þrátt fyrir sumarhitann. Ég vissi ekki almenn.Weg/j jhjvernig ég átti að byrja. „Þér hafið vit á að velja yð- ur sæti“, sagði ég og reyndi að vera fyndinn. „Snúið bakinu að birtunni. Þér getið séð mig, en það er erfitt fyrir mig að sjá Gulu augun litu i skyndi a lampann. Augnaráðið var und- arlegt og órólegt. Mér leizt verr og verr á hann. „Hvað get ég gert fyrir yður“, endurtók hann. „Ég heiti Marteinn Bakke“, sagði ég. „Ég er lektor. Ég kem vegna þess að vinur minn hefur heimsótt yður tvisvar sinnum. Ég kem vegna þess að mig lang- ar tll að vita hvað þið voruð að tala um“. „Hvað heitir vinur yðar?“ „Ég veit ekki hvaða nafn hann hefur gefið upp, en það hefur sjálfsagt ekki verið hans rétta nafn“. Það kom feginsglampi í gulu augun. „Ég get því miður ekki hjálp- að yður. Og eins og þér hljótið að skilja, þá er þagnarskylda fyrsta og síðasta boðorðið í starfsemi eins og minni“. Það væri svo sem nógu gaman að vita, hver þín starfsemi eig- inlega er, hugsaði ég. „Þér munið sjálfsagt eftir honum samt, — hávaxinn mað- ur, þrekinn og Ijós yfirlitum. Hann var í gráum buxum og rauðköflóttri skyrtu“. Hann brá ekki svlp. En ég skal svæla þig út úr greninu, hugsaði ég. Ég fór aftur að hugsa um Sókrates. „Meiri blekkingar“, sagði Sókrates. „Þér eigig sjálfsagt bók með stefnumótum yðar“, sagði ég. „Ef þér lítið í hana, þá komizt þér að raun um að vinur minn kom til yðar hinn 1. og 8. þessa mánaðar, klukkan rúmlega átta 'bæði kvöldin. Ejns og þér get- ið gert yður í hugarlund, gæti óg ekki vitað þetta, nema vin- .ur minn hefði sagt mér frá yður“. Gulu augun voru nú orðin róleg, en hann var á verði. „Og það sem meira er — hann bað mig að fara til yðar, ef svo færi að eitthvað kæmj fyrir hann. . . „Mér þykir það leitt — ég get engar upplýsingar gefið yður“. „Þá þykir mér leitt að þurfa að segja, að ég fer beint til lög-. reglunnar. og segi frá heimsókn vinar míns til yðar. Þér eruð einn hinniau6Íðuetir.sem /sáurJiann. á lífí. Hann var myrtur á þriðjudagskvöld". bridgeþáttu Landsliðskeppni Bridgesam- bands íslands lauk s.l. sunnu- dag með sigri Jóhanns Jóns- so.nar og Stefáns Guðjohn- sen. Hlutu þe:r 51 stig af 70 mögulegum. í öðru sæti voru Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson með 43 stig og þriðju Agnar Jörgensson og Róbert Sigmundsson með 36 stig. Þessir sex menn munu skipa landsliðið, sem spilar landsleik við Englendinga hér í Reykjavík í byrjun maí- mánaðar. Fyrirliði án sp:la- mennsku verður forseti Bridgesambands íslands, Júlí- us Guðmundsson. Röð' og stig hinna átta tvímenninga var þessi; 1. Jóhann Jónsson og Stef- án Guðjohnsen 51 stig. 2. Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson 43 stig. 3. Agnar Jörgensson og Ró- bent Sigmundsson 36 stig. 4. Jón Arason og Sigurður Helgason 35 stig. 5. Kristinn Bergþórsson ög Lárus Karlssop 34 stig,- 6. Símon Simonarson og Þorgeir Sigurðsson 33 stig. 7. Guðjón Tómasson og Hallur Símonarson 25 stig. 8. Eggert Benónýsson og Sveinn Ingvarsson 23 stig. Á eftirfarandi spil, sem er úr úrslitaumferðinni, komust aðeins 2 pör af fjórum í slemmuna. Staðan var allir utan hættu og norður gefur. S: 9, 8, 4 H: K, D, 3 T: Á, 10, 3 L: Á, D, G, Skiptir ekki máli. Skiptir ekki máli. S: Á, K. H: G, 7, 5, 4 T: K, D L: K, 10, 8, 6, Stefán—Jóhann sögðu eftir- farandi á spilin: N: 1T — S 2L —N: 3L S:3H — N: 4H S: 4G — N: 5S — S: 6L — N: P. Fjögur grönd hjá Jó- hanni er ásaspurning. og svarið 5 spaðar þýðir hjarta kóngur og tveir ásar. Róbert—Agnar sögðu þann- ig: N: 1L — S: 2G — N: 3L — S 4L — N: 4S — S: 5S — K N: 6L — S: P. Fjögurra spaða | sögn Róberts er spurnarsögn S Culbertson, sem spyr um | fyrstu eða aðra fyrirstöðu í e «n spaða. g Á hinum tveimur borðun- | um eru spiluð þrjú grönd, | sem er heldur tilþrifalítill | samningur á spilin. p alþingi Sameinað AIl*ingi i diag kl. 1.30. Fyrirspurnir: a) Greiðslur vegna ríkisábyrgðar 1961. b) Innhcimta gjatds af gjaldeyri og innflutn- ingsleyfum. Ein umr. Kcþlning fim.m manna í raforkuráð til fjög- urra ára, frá 1. jan. 1962 að telja til 31. des 1665, að viðhafðri hlut- fallskosningu, sarnkv. 50. gr. raf- oi'kulaga, nr. 12 2. april 1946 Byggingarra.nnsóknir, þáltill. Hvernig ræða skuli. Afurðalán vegna garðávaxta, þáltill. Frh einnar umr. (Atkvgr. um nefnd). Samgöngubætur á eyðisöndum Skaftafellssýslu, þáltiil. Frh. einn- ar umr. (Atkvgr. um nefnd). Við- urkenning Sambandsiýðveldisins Þýzkalands á 12 milna fisikveiði- lögsögu við Island. þáltill. Frh. einnar umr. (Atkvgr.). Öryggi op- inna vélbáta, þáltill. Frh. einnar umr. (Atkvgr.). Gufuveita frá KrýWuvík, þáltill. Frh. einnat' umr. Landsfundur Islendinga í Vestur- hcimi, þáitill. Ein umr. Sjónvarps- mái, þáltill. Ein umr. Útfutningur á dikakjöti, þáltill. Frh. einnar umr. Hutdeild atvinnugreina i þjóðarframleiðslunni,. þá’till. Frh. einnar umr. Aukin afköst og bætt- ar geymslúaðferðir síldarverk- :smiðja, þátill. Ein umr.. Þyril- vængjur til landhelgisgæzlu, þáll. .Fyrrjt.. - umr. fltfutningssanitöljt þá’till. Fyrri umr. Stýrima-nna- skóli IsTánds 7 Vog sjóvinnuskóli -þáltili. Ein umr. Skóli fyrir fistk- matsmenn, þáltill. Fyrri umí- Ferðir íslenzkra fiskiskipa, þáltilli Ein umi'. Raforkumál, þáltill. Eiti umr. Ráðstafanir til verndar eriv» inum, þáltill. Ein umr. Fram« kvæmdiaáætlun, þáltill. Fyrri umr. agtffciAVlNHUSTOfA OO V3DT/£tJÖ*A Laufásvcgl 41 a — Sími 1-36-73 LÖGFEÆÐI- STÖBF endurskoðun og fasteignasala. Ragnar ólafsson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. . Sinú 2-22:93., „+,..., Miðvikudagur 21, marz 1962 — ÞJÖÐVILJINN — (J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.