Þjóðviljinn - 10.05.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.05.1962, Blaðsíða 6
i pJÖÐVItllNN Ctntuidli BkMtislnisrflokkmr slkfffa — ■ðgfallitatiokkBrtim. — KitatJórui Hwnði KJ»rt*n»ion (áb.). Mamði Torfl Ólsfsson. SlsurBur OuBmunðsson. — Mttsrttstjórsr: ívsr H. Jónsson, Jðn Bjarnason. — AuRlýslngastJórl: OuBscU Kasmlsson. — Rltstjóm, afsrslBsla, auElýslnsar. DrsntsmlBJa: SkólarBrBust. 1*. : 17-800 (8 linur). AakrlltanrerB kr. 85.00 & m&n. — LausasfiluvsrB kr. 3.00. PrsntaasJBJa ÞjóBrlUans bX Mál er að linni f^að er óhugnanleg mynd af stjórnarfarinu, sem nú blasir við hverjum íslendingi er sjá vill og hugsa: Annairsvegar óstjórn, scm er að Ieiða til stöðvnnar atvinnulífsins, — hins- vegar kaupkúgun, sern er að leiða fátækt og eignamissi eða skcfjalausan vinnuþrældóm yfir allt launafólk. rpogarafloti Iandsins hefur allur Iegið bundinn vikum saman og ekkert útlit virðist um samninga. Greinilegt er að það þarf hugsandi, ábyrga ríkisstjóm til þess að leysa vandamál togaraútgerðarinnar. En núverandi „viðreisnar”-stjórn vii'ðist engan áhuga hafa á því. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hafði lagt fram frumvarp á Alþingi, sem sýndi hvernig hægt var að leysa vandamálin á kostnað auðhringa, banka og með nokkrum sparnaði hins opinbera. En valdaklíkan í landinu sinnir engu. — Hve lengl ætlar almenningur að þola þessum ábyrgðarlausu, úrræðalausu valdhöfum að sitja I valdastól? — Það er tækifæri að segja þeim til syndanna, hræða þá og fordæma í kosningunum, sem í hönd fara. lárnsmiðjurnar eru stöðvaðar. Valdaklíka Vinnuveitendasam- bandsins hefur stöðvað þær að undirlagi miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins. Það er vitað að nú sem fyrr tekur Sjálfstæð- flokkurinn ákvarðanir um aðgerðirnar gegn almenningi í launamálunum. Og Alþýðuflokkurinn er orðinn slíkur ræfill að beygja sig í duftiö fyrir stöðvunar- og kaupkúgunar-ákvörð- unum „stóra íhaldsins". ^Jíldarvertiðin er í voða. Sildarvílrksmiðjur bíða aðgerða járn- smiða. — Jámsmiðjumar vilja semja, — voru búnar að ikomast að samkomuTagi — en valdaklíka Sjálfstæðisflokksins og Vinnuvcitendasambandsins sviptu járniðnaðarmeistarana frelsi til að semja! Verkfræðingar, Iæknar, kénnarar, — allir fá kauphækkun, — en verkamenn og iðnaðarmenn á að kúga, — það er boðorð Sjálfstæðisflokksins! — Er ekki mál að linni fylgi almennings við slíkan flokk? Oíldarlöndun í Faxaflóa er í öngþveiti. Það er hægt að selja ^ næga síld úr landi. Lönd sósíalismans vilja kaupa. En „viðreisnar“-stjómin bannar. Það má ekki haga verzlun Is- lendinga þannig að við getum keypt af þeim löndum, sem vilja kaupa okkar afurðir. — Heldur skal henda síldinni eða stöðva löndun. — Slíkt er ofstæki úrræðaleysingjanna. ■ffbúðahúsabyggingar eru að stöðvast. Níðingsskapur „viðreisn- ar“-stjórnarinnar, gagnvart þeim alþýðumönnum, sem leggja á sig ótrúlegt erfiði við að koma þaki yfir höfuð sér, birtist í vægðarlausum álögum á byggingarefni og litlum og lé- legum lánum til bygginganna, sem vart duga fyrir gjöldum til ríkisins af byggingarefninu. Afleiðingin er að sumir eru að missa íbúðirnar sínar, aðrir gefast upp við að reyna. Áríð 1957 var byrjað á byggingu 898 íbúða í Reykjavík. Þá ríkti bjartsýni hjá alþýðu. Árið 1961 var byrjað á aðeins 391 íbúð. Skuggi „viðreisnar“-voðans hafði færzt yfir hugi manna. — 7jVÍðrei$nar“-stjórnin hefur með efnahagslegum kúgunarráðstöf- unum sínum svift menn hinu ráunverulega írelsi til að byggja yfir sig. — Er ekki mál að þessari kúgun linni? Það emhægt að stöðvá'fi&na méð'því að greiða atkvæði ngegn jstjórnar- flokkunum og með Alþýðubandalaginu. Það er málið, sem þeir herrar skilja. ^ ðeins á cinu sviði sýnir þessi duglausa og urræðalausa ríkisstjóm dugnað og framtak. Það dr í kaupkúguninni, og þar umhverfist dugleysið, sem er að drepa atvinnulífið í ofstæki, sem hvorki hikar við stjórnarskrárbrot né níðings- skap gagnvart fátækasta fólkinu og þeim, sem þræla mest. ★ 17,n nú er greinilegt að þolinmæði almennings er á þrotum. Hin stórfenglega kröfuganga og útifundur 1. maí sýndu hug fólksins í Reykjavík. Einhugur járniðnaðarmanna er táknrænt fyrir ástandið í verkalýðsstéttinni. . . . Ólgan vex á öllum vinnustöðum. Samtök starfsmanna hins opinbera fylkja æ ákveðnar liði gegn kaupkúguninni, — ibúast til að feta í fótspor kennaranna. Krafa almennings er: Burt með þetta stjdrnarfar! Burt með úrræðaleysið og kaupkúgunina! Kveðum afturhaldsstjórnina niður I kosningunum! Launþegar! Sækjum með harðfygli í heodur valdaklíkunni það, sem hún hefur rænt af fjölskyldum okkar á undanförnum árum! “GUÐMUNDUR VIGFÚSSON:1 Undanbragðalaus framkvœmd hitaveitu- dœtlunarinndr Á undanförnum kjörtímabil- um bæjarstjórnar Reykjavíkur hefur Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið jafnan beitt sér fyrir auknum framkvæmd- um hitaveitunnar. Það var t.d. fyrir atbeina sósíalista og Ai- þýðubandalagsmanna að hita- veitan fékkst lcks lögð í Hiíð- arnar og Túnin, enda þótt meirihluti bæjarstjórnar reyndi að tregðast við svo iengi sem fært þóttj. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn hafa í mörg ár beitt ‘sér fyrir lagningu hita- veitu í Laugarneshverfi, eitt af elztu hverfunum sem verið hefur án hitaveitu, þrátt fyrir mikið heitt vatn í hverfinu sjálfu. Það er fyrst nú, þegar barátta Alþýðubandalagsmanna fyrir hitaveitu í alla Reykjavík hefur borið þann árangur, að öll borgarstjórnin hefur sam- þykkt framkvæmdaáætlun um lagningu hitaveitu í öll skipu- lögð borgarhverfi, sem Laugar- neshverfið loks fær sína hita- veitu. Alþýðubandalagsmenn i borg- arstjórn munu beita öllum á- hrifum sínum til að tryggja að hitaveituáætlunin verði ekki aðeins kosningaáætlun, sem lögð verði á hilluna að meira eða minna leyti að þeim lokn- um, heldur raunveruíeg fram- kvæmdaáætlun sem hrundið verði áfram á nsestu 3-4 ár- um. Þeir munu krefjast þess að hitaveituáætlunin sé framkv. undanbragðalaust og leitast verði við að stytta fram- kvæmdatímann ef unnt er. Er hér um mikið hagsmunamál að ræða fyrir allan þann fjölda borgarbúa sem mátt hefur bíða eftir hitaveitu í nær tvo ára- tugi, eingöngu vegna aðgei’ðar- leysís ig skammsýni ráðandi meirihluta í borgarstjórn. Jafnframt hindrunarlausri framkvæmd hitaveituáætlunar- innar er nauðsynlegt að í: ygg.ja endurskoðun hennar jafnharðan og lagningu hennar miöar áfram. Þessi endurskoð- un þarf að fara fram með til- bti til • nýrra vidhorfa, sem skapast við aukningu hitaveit- unnar cg þeirrar reynslu sem af rékstri hennar íæst. . í þeirri áætlunargei'ð þarf áð taka tillit til nýrra hverfa er byggjast á framkvæmdatíma- bilinu og athuga hvort ekki Nauðsynlegt er að hraða sem mesta borunum eftir hcitu vatni í borgarlandinu sjált'u og ódýrastur og á að geta komið næsta nágremii. Sá varmi sem með því fæst er tvímælalaust fyrst í gagnið, þótt oft hafi verið á því misbrestur fyrir handvömm og skeytingarleysi meirifilutans. Ekkert annað er viðunandi en að það vatn sem fæst með borunum í borgar- landinu sé nýtt án tafar. Til öryggis og vegna fram- tíðarstækkunar borgarinnar er óhjákvæmilegt að tryggja Rcykjavík aðstöðu til jarðhita- virkjunaur í Henglinuin eða Krísuvfk. Að þessu þarf að vinda bráðan bug og hefja und- irbúningsrannsóknir í því skyni. 'X-.S - A Öflun nýrra hitarétt- inda fyrir Reykjavík '.ígj, ' '' Árum saman hafa fulltrúar Alþýðubanðalagsins i bæjarsíjórn beitt sér fyrir lagningu hitaveitu í Laugarneshverfi, þdr sem mikið heitt vatn er í hverfinu sjálfu. Nú er loksins að komast hitaveita i Laugarneshverfi. Myndin var tekin í fyrradag af vinnu við gröft fyrir hitaveituleiðsium í Laugar- neshverfi. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) sé heppilegt að leggja í þau hitaveitu um leið og götur eru lagðar og hverfin byggjast. Þá er nauðsynlegt að leggja éherzlu á, að hefja vísindalega rannsóknarstarfsemi á sviði hitaveitumála, í því skyni að sá varmi, sem fyrir hendi er, nýtist sem bezt og að veitu- kerfi og mannvirki svari bezt tilgangi sínum. Til þess að framkvæma þetta þarf að sjá hiíaveitunni fyrir nægum starfs- kröftum sérmenntaðara manna, Þetta hefur gjörsamlega verið vanrækt af stjórnendum hita- veitunnar og borgarstjómar- meirihlutinn ekki skilið þýð- ingu 'þessa. Hér má aldrei framar skapast það ástand fyrir skammsýni og ódugnað borgaryfirvalda, að stór hluti íbúa Reykjavíkur hafi ekki hitaveitu og verði ár- um eða áratugum saman að nota dýrt erlent brcnnslucfni til upphitunar húsa sinna. Jafnhliða þessum hitaveitu- framkvæmdum og undirbúningi nýrra er nauðsynlegt að athuga í tíma kerfi gömlu hitaveit- unnar innanbæjar og endur- bæta þar sem nauðsyn ber til. Einnig þarf að athuga og endurbæta aðfærsluæðina til ‘borgarinnar og vinda bráðan bug að því að lagfæra kaflann frá Elliðaárstöðinni til borgar- innái’. Þetta er skilyrði þess að hægt sé að flytja þann aukna varma, sem vinna á í Elliðaár- stöðinni. Það má fui'ðulegt heita að hitaveitan skuli hafa látið und- ir höfuð leggjast allan tímann frá stofnun, að hefja upplýs- inga- og Ieiðbeiningastarfsemi í því skyni að notendum nýt- ist heita vatnið betur. Þetta þarf að gera án taíar, enda getur framkvæmd slíkrar starf- semi orðið mikið fjárhagsatriði fyrir borgarbúa, sparað þeim verulegan hitakostnað. Hér hafa verið rakin þau atriði, sem Alþýðubandalagið leggur mesta áherzlu á í hita- veitumálum Reykjavíkurborgar. Ótalið er þó em af grundvail- aratriðum þess að hitaveitan sé sem hagkvæmast fyrirtæki fyr- ir borgina og íbúa hennar, og sem Alþýðuþandalagsmenn í boi’garstjóm hafa að undan- förnu beitt sér fyrir við mikla andstöðu Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra, sem íulltnía gróða- sjónarmiða og peningavalds. En það er, að borgarstjóri gæti þess, eftir því sem fram- ast er unnt, að framkvæmdafé hitaveitunnar sé jafnan fengið með sem hagkvæmustum kjör- um. Þetta er mjög mikilvægt. Háir vextir á lánsfé til hita- veitunnar leiða af sér hækk- andi framkvæmdakostnað fyrir- tækisíns og dýrari afnotagjöld fyrir almenning í borginni. 'Hitaveita Reykjavíkur er þjóð- hagslega séð eitt bezta og hag- kvæmasta fyrirtæki sem hér hefur verið stofnað til. Aukn- ing hennar og framkvæmdir eiga ekki að berast uppi af vaxtaokri venjulegrar útiána- starfsemi á viðreisnartímum, heldur útvegun fjármagns með mun lægri vöxtum og sem hag- kvæmustum kjörum. Þetta er sjónarmið Alþýðubandalagsins. Það sjónarmið hlýtur að njóta viðurkenningar og stuðnings allra Reykvíkinga, sem ekki eru fyrirfram blindaðir af gróða- sjónarmiðum vaxtaokurs og auðhyggju. Furðuleqt að ekki vera aðili Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi áskorun til ís- lenzkra stjórnarvalda frá Fé- lagi háskólastúdenta í Frakk- landi: V <»»"**-- | Mersningar- og visindasamband Sameinuðu þjóðanna (UNE- SCO) var stofnað þegar upp úr síðustu heimsstyrjöld. Nauðsyn slíkrar hreyfingar var þá sérstaklega aðkallandi til uppbyggingar og varð- veizlu friðar í heiminum, enda litið svo á, að ein. meginorsök stríðs lægi einmitt í vanþekk- ingn þjóða á milli. Tilgang- ur sambandsins er því að efla og auka þekkingu á mcnriingu og siðum þjóða. í þessu skyni hefur UNESCO þegar unnið roerkilegt starf ©g nægir að benda á eftir- farandi: ★ A sviði vísinda og tækni hefur UNESCO efnt til víðtækra rannsókna, bæði til lands og sjávar, á náttúruauðævum vauefnaðra og tæknisnauðra þjóða, stutt ranrsóknir í sanibandi við aíþjóðajarðeðl- isfræðiárið, skipuiagt vísinda. þing, lagt á ráðin um upp- setningu og skipulagningu sjónvarpsstöðva, utvegað vís- indarit og áhöld, látið byggja rannsóknarstofnanir. ★ Á sviði lista og bókmennta hefur UNESCO beitt sér fyrir Iistkynningu, útgáfu og þýð- ingum merkra fornrita og varðveizlu fornmenja frá eyðileggingu eða glötun, eins og t.d. í Nílardal í sambandi við byggingu vantsvirkjunar í Efri-Assouan. ★ í uppeldis- og æskulýðsmálum hefur UNESCO gengizt fyrir æskulýðsmótum, kennara- og menntaskiptum og veitt auk þess námsstyrki. Sömuleiðis útvegar sambandið fræðslu- kvikmyndir til skóla. Þá hef- ísland skuli að UNESCO ur það komið upp listasöfn- um, bókasöfnum, náttúru- gripasöfnum og meðal annars látið reisa nýja vísindadeild við háskólann í Ankara, þar sein enn vantaði slíka deild. Loks lætur UNESCO tii sín taka ýmis mál varðandi lög og rétt og hlutast til um, að ahnennra mannréttinda sé gætt án tillits til kynstofns, kynja, tungu ' eða trúar- bragða. ★ Meðlimaríki Menningar- og vís- indasambands S.Þ. eru nú uni 90, þar af allar Evrópu- þjóðir nema þrjár: ísland, írland og Portúgal. Fjárfram- Iag þjóða fer eftir liöfðatölu og afkomu hvers ríkis. Auk þess leggja stórþjóðirnar til sérframlög við brýn verkefni. Þarf ekki að taka fram, að inirsnstu og vancfnuðustu rík- in njóta tiltölulega mestrar aðstoðar. ' Aðsetur UNESCO er París, þar sem sambandinu hafa verið reist stórgiæsileg húsa- kynni. Vinna þar að staöaldri rúmlega þúsund manns af öilu þjóðerni. Flest aðildar- ríkin haf-a fastafulltrúa, en önnui- sendiráðsfuiltrúa. ★ Engum getur dulizt, að hér er uin að ræða merkasta menn- ingarsamband, sem nokkurn tíina hefur verið stofnað til i heiminum. Því er það ekki einungis siðferðileg skylda fslands sem forns menningar- lands að taka þátt í starf- semi þessara samtaka, heldur yrði því einnig að því hag- ur. ★ F.Í.H.F., sem hefur haft sér- stöðu til að kynna sér þessi mál í París, lýsir þvi yfir furðu sinni, að íslendingar Framhald á 10. síðu. HEILBRIGÐISMÁL 1. Tannvemd barna og unglinga **Ú Alþýðubandalagið leggur áhewlu ó, að tfmjlækr^aþjónusta borgarinnar verði hið allra íyrsta hafin á ný og hún nái til allra barna á skólaskýldualdri. Enlifremur verði stefnt að því, að böm á aldrinum 3—7 ára svo og unglingar til 19 ára ald- urs eigi kost á að njóta tannlæknaþjónustu á vegum Reykja- víkurborgar. 2. Betra er heilt en gróið Markvisst heilsuverndarstarf þanf að stórauka í Reykja- vik. Fullírúar Álþýðubandalagsins beita sér að staðaldri fyr- ir því, að starfsemi heilsuvemdarstöðvarinnar verði aukin. Nýjum greinum heilsuvemdar þarf að bæta þar við, og má .þar nefna sjónvemd, heyrnarhjálp, vinnuvernd og geðvernd fullorðinna. 3. Aðstoð við aldrað fólk Gamalmenni hafa frá upphafi verið hornrekur ráðamanna borgarinnar. Alþýðubandalagið krefst- þess, að velferðarmáium aldraðs fólks verði nú og framvegis fuilur sómi sýndur í verki. Einkum skal áherzla lögð á eftirfarandi atriði: a) Byggður verði árlega hæfilegur fjöldi íbúða, sem að stærð og öllum útbúnaði hæfi þövfum aldraðs folks og, fpú ,því ætl- aðar. .tsds. " b) Gömiu fólki veiði látin í té náuðsyni.eg aðstoð til þefss • að það geti sem lengst búið í heimahúsum og .-þurfi ekki að '• vistast á stofnunum. Þessi hjálp skal skipulögð og fela í sér eftirlit með gamalmennum og umönnun eftir því sem þurfa þykir í hverju einstöku tilfelli. c) Komið verði á fót vinnumiðlun handa öldmðu fólki, og skal hún verða fastur liður f félagsmálastarfsemi borgarinnar. Skal stefnt að því að sérhver aldraður borgari eigi kost á starfi í samræmi við starfsorku síná. d) Sérstök deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur skal ann- ast heilsuvernd gamals fólks. 4. Rorgarsjúkrahús Unnið skal að byggingu Borgarsjúkrahússins í samræmi við samþykkt, er gerð var í bæjarstjórn Reykjavíkur 4. maí 1961 að frumkvæði fulltrúa Alþýðubandalagsins, en þar er svo ákveðið, að 1. áfanga byggingarinnar með 185 sjúkrarúmum verði lokið fyrir árs’.ok 1964. Fulltrúar Alþýðuibandalagsins vilja fylgja því fast eftir, að ekki verði horfið frá ákvæðum þessarar samþykktar eftir kosningar. Sérstök geðveikradeild verði starfrækt í Borgarsjúkrahúsinu þegar frá upphafi, svo sem nú tíðkast í erlendum sjúkra- húsum 100 rúma eða stærri. 5. Slysavarðstofur Stefnt skal að því, að slysavarðstofur .verði reknar í sam- bandi við öll stærri sjúkrahús í borginni. gert í áæflun um byggingarstarfsemi borgarinnar, að unnt verði á næstu fáum árum að leggja niður íbúðir Höfðaborgar og annað heilsuspillandi húsnæði í eigu borgarinnar. 9. Eftirlit með matvælum Aukið verði eftirlic með geymslu og annarri meðferð mat- væla og strangar kröfur gerðar um gæði hverskonar matvöru, sem höfð er á boðstólum. Skal þess gætt sem vandlegast, að settum reglum um þetta efni sé hlýtt. 6. Læknaþjónusta Borgarstjóro skal heita áhrifum sinum til þess áð gerðar verði nauðsynlegar umbætur á tilhögun læknaþjónustu í Reykjavík og hún færð til samræmis við kröfur tímans og stærð borgarinnar. Verði haft fullt samráð við læknasamtökin um þær breytingar. 7. Eftirlit með heilsuspillandi íhúðum Þar til öllu óhæfa og heilsuspillandi húsnæði hefur verið útrýmt skal haft árlegt efirlit með íbúðum í herskálum, skúr- um, kjöllurom og á háaloftum í samræmi við 34. grein heil- brigðissamþykktarinnar. Skal sérstök áherzla lögð á fram- kvæmd þess ákvæðis greinarinnar að krefjast viðgerða á íbúð- um, sem ábótavant or. 8. Útrýming heilsuspillandi íhúða í eigu Reykjavíkurborgar er allmikið af heilsuspillandi íbúð- um, sem leigðar eru fátæku og hiisvilltu fólki. Þessa óhæfu verður að uppræta sem allra íyrst. Þvi skal svo ráð fyrir 10. 11 ■* .tínmi í£U|ifá 6s ' f irt uöfe *i3- — ,g'ia rilz Opnum .Srárennslúm verði tafarjavtst útrýrpt, ,r. L* Almenningsnáðhúsum verði fjölgað. Ekkert nýtt al- menningsnáðhús hefur verið tekið í notkun ánim saman þrátt fyrir öra stækkun borgarinnar. 12. Borgarstjómin stuðli að eflingu á skipulagðri aðstoð við Öryrkja til sjálfsbjargar. *: [í x; w w wnmm 13. '• Aukið verði eftirlit með heilbrigðisháttum og aðbúnaði á vinnustöðum og ríkt eftir því gengið að gildandi ákvæðum laga og reglugerða um þetta efni sé framfylgt. 14. Hið ódæma mikla göturyk, sem íbúar Reykjavíkur verða áð þola hvenær sem þornar á steini, er brýnt heiltorigðislegt vandamál, Þess vegna skal þegar leita bráðabirgðaúrræða til að hefta göturykið, unz allar götur í borginni hafa verið malbikaðar eða steinsteyptar og gangstéttir lagðar. g) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. maí 1962 Fimmtudagur 10. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.