Þjóðviljinn - 13.05.1962, Síða 7

Þjóðviljinn - 13.05.1962, Síða 7
pröngUr í árnar. Við erumaðþví eðliiegt að vera 1 ár í sjo, öðr- i itiridir r 'cidisstöðvar :: (HÖÐVItllNN flttalanðli B*»»in£n»»»t3otkm iIMd - r Bíalallst»nokkarlim. - RttaMð'nat Husfla KJsrtanoooÐ <ib.), Uatnflo Xorfl Olafason, SlzurSur QuBmundaMO. - Mttarltstlflrar: lyar H. Jflnsaon, Jón BJarnason. — Augiýsiníastjflrt: QuSssU Masaðsson. — Ritstjflrn. afzreiSsla, auglýslngar, prsntsmlðja: SkðlaTðrSust. 1*. ■tel 17-500 (5 llnur). AskrlftarverS kr. 55.00 i m&n. — LausasöluverS kr. 1.00. PrsntsmlSJa WóSvUJans HX Móðgun við Reykvíkinga (^íðan framboðslistar komu fram í Reykjavík hafa umræður sýnt það einkar ljóslega að kosningarnar í höfuðborginni eru einvígi milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins. Morgunblaðið hefur eytt öllu rúmi sínu til þess að ræða um Alþýðubandalagið. fal- ið öllum skriffinnum sínum það aðalverkefni, auk þess sem teiknari blaðsins er látinn beita öllu hugviti sínu í sama skyni. Hitt kemur naumast fyrir að Morgun- blaðið víki að Framsóknarflokknum eða Alþýðuflokkn- um, svo að ekki sé minnzt á aðra framboðslista sem fram munu hafa komið í Reykjavík. Þessi málatil- búnaður er sönnun þess að gróðamennirnir í Sjálf- stæðisflokknum óttast einvörðungu fylgi Alþýðubanda- lagsins; aðeins með því að kjósa Alþýðubandalagið geta menn lýst andstöðu við íhaldsstefnuna í bæjar- málum og landsmálum og gert kjörseðilinn að vopni í kjarabaráttunni. jþótt iþetta mat Sjálfstæðisflokksins á átökunum í Reykjavík sé mjög lærdomsrfkt er málflutningur Morgunblaðsins ekki síður fróðlegur. Blaðið f jallar ekk- ert um þau mólefni sem um er barizt; það vúkur ekki einu orði að borgarmálastefnuskrá Alþýðubandalags- ins; það ræðir ekki um landsmálin sem munu að sjálf- sögðu móta kosningabaráttuna í ríkum mæli; það vík- ur ekki að kjaramálimum sem eru þó brýnasta við- fangsefni þúsunda alþýðuheimila. í staðinn snýst allt efni blaðsins um einkabréf sem íslenz'kir námsmenn erlendis hafa sent hver öðrum fyrir mörgum árum og einhverjir aðstandendur Morgunblaðsins hafa stol- ið. Dag eftir dag birtir það klausur úr þessum bréfum, skrumskælir þær og afbakar eftir þörfum og prjónar kringum þær æsilega reyfara. Blaðið ætlast til þess að menn kjósi ekki um málefni þegar atkvæði verða greidd eftir hálfan mánuð, heldur láti þeir villa sig með gjörningaþoku til !þess að fara aðra braut en skynsemin mælir með. faetta er ekki ný starfsaðferð hjá Sjálfsíæðisflokkn- * um. í hvert skipti sem liðið héfur að kosningum 'hefur Morgunblaðið tekið að fjalla af makalausum ofsa um óstandið á bökkum Volgu eða Dónár eða Jangtsekíang, eða það reynir eins og nú að gera um- mæli í gömlum einkabréfum stúdenta að aðalatriði ko9ningabaráttunnar! Slík vinnubrögð sýna í fyrsta lagi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sjálfur þá skoðun á stefnu sinni og starfsaðferðum, að hann telur sig málefnalega vera á miklum minnihluta í Reykjavík. í annan stað ber þessi málflutningur vott um taum- lausa fyririitningu Morgunblaðsins á dómgreind og skynsemi kjósenda. Blaðið hefur áður lýst yfir því að það telji félög þau, sem .almenningur stofnar til þess' að berjast fyrir hagsmunum , sínum pg hugsjónum. „samtök fífla einna“, og við þá skoðun fniðar blaðið allar starfsaðferðir sínar. Málflutningur Morgunblaðs- ins í kosningabaráttunni er móðgun við Reykvíkinga, og þeir menn sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn lýsa jafn- framt yfir því að þeir verðskuldi slíka móðgun. k llir vita að áhugi Morgunblaðsins á fjarlægum þjóð- löndum eðá þjófstolnum einka'öréfum hjaðnar um leið og kosningunum er lokið. Þá snúa ráðamenn Sjálf- stæðisflokksins sér að hinum raunverulegu verkefn- um sínum, að skammta almenningi kaup og kjör, að tryggja auðmönnunum vaxandi gróða og völd, að tengja íslenzka auðvaldið sem fastast auðhringum Vestur-Bvrópu og Bandaríkjanna og hervaldi þeirra. Um þau atriði er verið að kjósa nú sem fyrr, þótt Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn telji sér henta að tala um allt annað. En æ fleiri munu verða til þess að sanna íhaldinu þá augljósu staðreynd, að þótt stund- um sé hægt að blekkja alla og suma sé jafnvel alltaf feægt að blekkja, er þess enginn kostur að biekkja alla ævinlega. — m. 1 VI5 stondum ó proskuldi nýs tíma AII-langt er nú liðið frá l)ví að Þór Gnðjðnsson veiðimála- stjóri sagði okkur frá því, að silunga- og Iaxastofnar væru á- líka margir og árnar — hver á hefði valið sinn stofn; að þrátt fyrir rúmlega tveggja áratuga afmæli rannsóknar- starfs hafa rannsóknir á vatna- fiskum og ám verið Iitlar hér enn, annarsvegar vegna fjár- skorts og hinsvegar þess að á sérfræöinginn og aðstoðarmann hans hefur verið hlaðiö ofur- gnægð verkefna — annarra en rannsókna og vísinda; að fyrir 11 árum benti Þór Guðjónsson á að heppilegt væri að flytja bleiklax hingað, en valdamennirnir töldu brjóstvit sitt vita betur og’,skeyttu því ekki, né hcldur tillögu hans um eldisstöð; að bleiklax, kominn austan frá Sovétríkjunum hefur veiðzt hér undanfarin tvö sumur; að í sumar mcgum við eiga von á að fá hér randalax, einn- ig kominn að austan; að mest veiði er á vatna- svæði Ölvesár og Hvítár í Borgarfirdi, en þó gengur einna mest af löxum í Elliðaár; að laxar eru Þingeyjarsýslu. jafnstærstir - Þór Guðjónsson veiðiirtálostfóri rœðir um eldisstöðina í Kollofirði Guðbjörg Theódórsdóttir ftðstoðarstúlka á Veiði- málaskrifstofunni með hreisturprufu. Gömlu klakstokkarnir taka um tveggja fermetra gólfrými og 50 til 60 þúsund hrogn. I svona klak- skáp sem tekur fjórðung fennetra góifrýmis má koma 130 til KO-þúsund hrognum. Því var heitið síðast að næst myndi Þór Guðjónsson fræða okkur um hvaða ráð væri bezt til að auka laxveiði hér veru- lega frá því sem hún er nú, — og nú skulum við aftur byrja að ræða við hann. — Eru ekki „veiðimálin“ orðin einfaldari og léttári nú en fyrst? — F'iskræktarmálin voru ein- föld áður! Þau voru . f isk- rækt, gerð laxastiga ó.fl. um- bætur á lífsskilyrðum fisksins, flutningur fiska í veiðivötn, eyðing sela og annars veiði- vargs og annað, sem lýtur að viðhaldi og aukningu stofnsins. Áður var það trú manna að klak í náttúrunni væri lélegt, en auðvelt í klakhúsum, gald- urinn væri því sá að klekja út í húsum — og ein regla: að sleppa kviðpokaseiðum. Fyrir alöarfjórðungi kom þó fram að þetta væri misskiln- inguij, bezt væri að ala fiskinn í eldisstöðvum og sleppa síðan gönguseiðum, þ.e. stálpuðum seiðum í ámar til að auka fisk- magnið. i— Hversvegna er betra að sleppa gönguseiðum en kvið- pokaseiðum? — Það eru alltaf mikil afföll á kviðpokaseiðum af rauðlaxi. Rannsóknir í Kanada sýndu að 65%. af öllum kviðpokaseiðum fórust á fyrstu mánuðum. Sam- kvæmt sænskum útreikningum þar sem laxaseiðum er sleppt þriggja ára, er talið að 30% nái göngustærð. Af þeim fjölda skila 10% sér aftur í árnar. Við höfum merkt í Korpu síðan 1947 og fengið niðurstöðu mjög á sama veg. — Hve lengi er laxinn í fersku vatni áður en hann gengur í sjó? — Þrjú tii fjögur ár, 3 ár hér syðra, 4 ár nyrðra. Við getum notað stöðuvötn til upp- eldis laxaseiða. En það er tak- markað sem vötnin geta fram- leitt. Þess vegna er stórt atriði að ala upp gönguseiði og sleppa þeim í árnar — og þau skila sér örugglega í sömu árnar aftur. Þannig ætti að vera hægt að stórauka Iaxa- leyti vel settir héij, að lög okk- ar banna laxveiði í sjó. Við getum því alið upp laxaseiði í stórum stíl og látiö þau ganga beint úr uppeldisstöðvunum í sjó, — og þau skila sér aftur sem laxar í sama ósinn; laxinn jer,. svo átthagayís að því má. Jreysta. Með þessti móti getum yið beiniínis' komið upp laxa- búum pg rekið þau eins og hyern.^ annan '; búskap. Við sleppum gönguseiöunum á „af- rétt“ í sjónum — og laxarnir skiia sér aftur — án smölun- ar! Það er líka möguleiki að ala foieikju og aðrar silungategund- ir í eldisstöðvum upp í neyzlu- hæfa stærð. — Er sama hvaða laxastofn- ar eru valdir? — Nei; ætlunin er. að reyna að finna beztu stofnana til eld- is. Þeir eru nokkuð mismun- andi í eldi, sumir sérstaklega viðkvæmir á uppvaxtarskeið- inu. Eiginleikar laxastofnsins eru . kynfoundnir, sumum er Eldistjarnir í Kollafirði. um 2 ár, áður en þeir ganga í árnar. —:• Hvaða þýðingu hefur sá munur? — Seiðin ganga í sjó 10—15 cm löng og 20—30 gr. á þyngd, er) koma eftir árið í ámar 55—-65 cm löng og 4—5 pund á ' þyngt, en hi'n sem eru 2 ár samíellt í sjó eru orðin 60—70 cm löng þegar þau koma aítur. og 7—12 pund. — Og nú emð þið að byrja laxaeldi í Kollafirði? — Já|, nú stöndum við á þröskuldi nýs tíma í fiskrækt- armálum. Einn merkasti áfang- inn í veiðimálum ókkar er stofnun stöðvarinnar í Kolla- firði. Fram að þessu hefur þetta fyrst og fremst vérið tak- markað við vinnu við skrif- borð, en engin aðstaða til að gera neitt, reyna neitt. Nú opn- ast aðstaða til að gera tilraun- ir með nýja hluti, Og kjarninn hlýtur að vera sá að gera eitt- hvað sem borgar sig. Þekking sú sem við höfum aflað í veiðimáium er vitan- lega' ómétanleg mndirstaöa rekstur þessarár og þeim leiðuin farnar verða ..í slíku eldi. í stöðinni í Kcllafirði hugsum við okltur að gera tilraunir með klak og fisk- eltli, bæði í fersku vatni og sjéblöndu og reyna nýjar fiskráektafaðferðlr og sleppa seiðum af mismunandi stærðum. Kynbætur á laxi og silungi verða cinnig frandivæmdar. Þarná verð- ur líka í framtíðinni að kenna fóðrun og hirðingu eldisfi.ska, svo þetta verður í vframtiðinni nokkurskonar skólastofnun fyrir þá mtr.n úti um landið sein vilja leggja stund á þennan at- vinnuveg. Við erum að byrja á þessu hér og þörfnumst fyrsta flokks fagmanna, sem ..geta kynnt sér það sem gert er annarsstaðar í þessum efnum, bæði í austri og vestri, og hagnýtt það. Við erum ekki stórþjóð og því ekki að vænta þess að við getum lagt mikið fram til frumrann- sókna, en við getum hagnýtt reynslu annarra, og tekið stökk í framförum á sviði veiðimála. — Hversvegna hefur ekki verið byrjað á þessu fyrr? — Ég hef reynt að koma upp slíkri stofnun frá upphafi. Ár- ið 1955 sendi ég ýtarlega grein- argerð um þetta, en málið hlaut ekki náð og fékk ekki framgang. Og þegar ég kom frá námi var klakið í almætti sínu hér og það þýddi lítið að segja mönnum að það væri betra að hafa þetta öðruvísi. — Getið 'þið byrjað starf í Kollafirði án nýbygginga? — Já, heyhlöðunni gömlu hefur verið breytt í klakhús. Súrheysturn notum við fyrir vatnsgeymi og stóru fjárhúsi höfum við breytt í eldishús. Þar er lindaá, ennfremur heitt vatn. Túnið liggur vel við og auðvelt að búa þar til tjarnir. Við höfum þar aðstöðu við brimlausan fjörð að ná sjó og gera eldistjarnir. Aðstaðan er mjög góð í Kollafirði, hann liggur mjög vel við. Við mun- um þurfa að sjá öðrum fyrir uppeldisseiðum, og þarna erum við rétt við umferðarmiðstöð og rétt hjá stórri útgerðarstöð og létt. fóðuröflun. Varðandi vandamál í efna- og fiskifræði er stutt að fara til að leita að- stoðar sérfræðinga og því gott að vinna að þessu þarna. — Hvað byrjið þið stórt í Kollafirði? — Við fengum hátt í 900 þús. laxahrogn úr ám í Árnessýslu, Elliðaánum og Leirvogsá og auk þess lftilsháttar af hrogn- um úr bleikju í Kleifarvatni. Stöðvarstjóri er Erik Mogensen, sem verið hefur starfsmaður í 11 ár við klak- og eldisstöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Við þurfum einmitt fagmenn £ framtíðinni til að kenna öðrum þetta starf. — Hv.enær fékkstu augastað á Kollafirði til laxaeldis? — Við höfum verið að und- irbúa þetta í mörg ár. Við höf- um athugað þarna ána og vatnsmagn í henni, snjóalög og höfum efnagreint vatnið. Guð- mundur Gunnarsson verkfræð- ingur hefur mæit og unnið önnur verkfræðistörf í þessu sambandi, en hægri hönd mín í þessum undirbúningi hefur Einar Hannesson verið. — Hvað býstu við mikilli framleiðslu þarna? — Við getu.m komizt up í 5 millj. hrogna á næstu árum með því móti að bæta við klakskápum. Við þurfum að komast upp í þá framleiðslu að hægt sé að fullnægja eftir- spurn eftir seiðum. Ég vona líka að við losnum við handa- hófið úr þessu, sem hefur verið óhjákvæmilegt vegna skorts á kunnáttumönnum; vona að vlð getum bæði fengið sérfræðinga og þjálfaða starfsmenn í fram- tíðinni. — Með hverju ætlið þið að fóðra þessi laxabörn ykkar? — Fóður er vandamál í öll- um uppeldisstöðvum. Nautalif- ur er talin einna bezt fyrir seiði, en það er takmarkað til af henni og vonlaust að ætla að byggja hér upp eldi á henni. Við myndum helzt nota fisk- meti og þurfum að gera til- raunir með hvað hentar bezt. Við ættum að geta framleitt hér fóðurblöndur úr fiskmeti — jafnvel til útflutnings. I ver- stöðvum hér er mikið af ódýru hráefni sem iíklegt er að hægt sé að nota í ágætar fóður- blöndur. — Þú ert bjartsýnn á eldis- starfið í Kollafirði? — Ég tel mig ekki neinn galdramann sem geti komið þessu í fvrirmyndarlag á stutt- um tíma. Þetta er fyrsta fram- kvæmd okkar í þessu efni, og ótrúlegt að maður fái ekki ein- hver skakkaföll, þrátt fyrir alla varúð. Við eigum eftir að læra margt af reynslunni. Það er rétt að flýta sér hægt, en það sem bezt þróast gerir það oft- ast hægt. Ég hef komið í eld- is- og tilraunastöðvar erlendis sem taldar voru heimska á sinni tíð, en enginn vill missa nú. Og þó eldisstöðin í Kolia- firði sé ekki stór stofnun enn er ég sannfærður um að hún á eftir að borga sig mörg- hundruðfalt. Við þökkum Þór Guðjóns- syni veiðimálastjóra fyrir fræðsluna um laxinn — og hina. Það er ánægjulegt að vita að við stöndum á þröskuldi nýs tíma í fiskirækt, — að upp muni vaxa nýr atvinnuvegur, að í stað enskra einglyrnis- lorda og íslenzkra peninga- bjálfa, að verulegu leyti, við íslenzk veiðivötn komi íslenzk- ir laxabændur. Það er svei mér ekki ónýtt að eiga ár- eða síkisósa að sjó! En hafið ráð Þórs veiðimálastjóra: flýt- ið ykkur hægt, tapið ekki á flaustri, lærið af reynslunni í Kollafirði. J. B. ÆSKULÝÐS- OG ÍÞRÓTTAMÁL Bæjarfélaginu ber að hafa forgöngu um uppeldisstarf æsk- unnar og beina starfsþrá hennar á hollar brautir. Aðstöðu æskunnar til heilbrigðrar félagsstarfsemi' verður að foæta, og komi þar til samvinna borgaryfirvalda og æskulýðsfélaga. 1. Starfsemi Æskulýðsráðs Æskulýðsráð verði kosið lýðræðislega í stað þess að vera auglýsingafyrirtæki horgarstjóra, og starfi það í samráði við æskulýðsf^ögúi. Markmið ráðsins verði að s.tyrkja starfsemi félaganna, en ekki að hef ja samkepipi. við þau, eins og nú vill verða. Starfsemi róðslns \rerði' auktn einkum meðal ungs fóíks, sem lókið hefur skóianámi. 2. Húsnæði í þágu félagsmála Tekin verði upp symvinna milli skólayfirvalda og æskulýðs- samtaka um hagnýtingu á húsnæði því, sem fyrir hendi er í einstaka skólum, sem miðstöð félagsstarfs meðal æskufólks almennt í viðkomandi borgarhverfi. Jafnframt verði bætt úr þörf þeirra borgarhluta, þar sem slíka aðstöðu skortir nú. Þetta er brýn nauðsyn, þar sem helzta athvarf æskufóiks, sem lokið hefur skóiaskyldu, er nú samkomu- og veitingahúsnæði, sem stjórnast af gróðasjónarmiðum. 3. Æskulýðshöll verði miðstöð félagslífs Æskulýðshöll verði reist í tengslum við íþróttahöllina í Laugardal, og sé hún miðstöð alls félagsstarfs meða.1 æskufólks og ætluð fyrir stæi-ri samkomur félaga og hópa ungs fólks. Hún verði starfrækt í beinum tengslum við æskulýðssamtök sem menningarstofni’n, en ekki fjárplógsfyrirtæki eða drykkju- krá, sem hirði vikukaup og vasapeninga æskunnar á fáeinum klukkustundum. 4. Stuðningur við íþróttahreyfinguna íþróttir eru öllum nauðsynlegar, enda kappsmál heilbrigðu æskufólki, ef ytri aðstæður leyfa. Þetta verða borgaryfirvöld að viðurkenna í verki gagnvart fþróttahreyfingunni, sem ekki hefur tekizt að efia í samræmi við íbúafjölgun og kröfur nú- tímaþjóðfélags í þeim efnum. Fjárstyrkur og fyrii-greiðsia til íþ’rpttá eru jafn sjálfsögð ög til"ftiéhntaimSÍá:' • Éfla ber jsam- virinu skólá óg fþróttáfélága úm gagnkvæm afnot af íþiótta- svæðuni og íþróttáhusum og bæta úr vöntun á slíku í hinum ýmsu borgarhverfum. 5. íþróttahöll — simdlaugar — skautasvell fþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal verður að fullljúka þegar í stað. Sundiaúgar. eða sundhallir iþarf að byggja víðar í bænum, svo að unnt sé að framfylgja álcvæðum laga um sutid- skyidu, einnig verði býggð sjósundlaug. Komið verði upp vél- frystu skautasvelli, þar sem aðstaða verði tii skautaiðkunar að staðaldri. 6. Vinnuskóli og skólagarðar Mjög háir það borgaræskunni, hve lítil tækifæri hún hefur til hollrar útivinnu á sumrin, en fáir komast í sveitavinnu. Hér hafa þvf skólagerðamir og vinnuskóli borgarinnar mikil- vægu hluriærki að gegna. Þeir þurfa að veita hvort tveggja í senn uppeldi og atvinnu, en eru nú alltof takmarkaðir. Bæta þarf stórlega úr á þessu sviði til hagsbóta fyrir æskuna. g) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 13. maí 1962 Sunnudagur 13 maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.