Þjóðviljinn - 25.05.1962, Blaðsíða 8
EMðfltfiunssi
fiHtaíuiðl! BftatlnlCKsrnoKkir ~ Bð>l»llst»tlokrgrlim. — Bltrtlírui
auccðs Kjart»nuon (áb.), Uacnús Torll ólatsson, BlsurBnr QnSmnndsson. -
tTittarltstlórar: ívsr B. Jðnason, Jón BJarnason. — AuKlýslntrastlórl: OuBcslT
Kssmússon - Rltstjóm, aícrelBsla, auclýslngar, prentsmlBJa: SkólavórBust. 1«.
Sím! 17-500 (5 llnur). AskrlttarverB kr. SS.00 4 mán. — LausasöluverB kr. 1.00.
FrantsmlBJa ÞJóBvllJans toí.
Eina tryggingin
’^T'erkalýðshreyfingin veit það af langri reynslu að
kauphækkanir sem um er samið geta reynzt hald-
litlar, ef stjórnarvöldin einsetja sér að evðileggja
kjarabæturnar. Sú hefur þróunin orðið æ ofan í æ
síðan stríði lauk, en aldrei hefur ósvífni valdamann-
anna verið þvílík sem síðustu árin þegar hver kaup-
hækkun hefur verið gerð að ávísun á gengislækkun.
Því hlýtur öllum launþegum nú að vera það efst í
huga, hvernig kauphækkanir þær sem nú er verið að
semja um muni endast.
JJver er afstaða stjórnarflokkanna til þessara kaup-
‘ hækkana? Hún kom skýrt fram í Morgunblaðinu,
Alþýðublaðinu og Vísi þegar félögin norðanlands aug-
lýstu kauptaxta sína. Þessi þrjú þlöð kröfðust þess
þá einum rómi að ríkisstjórnin setti bráðabirgðalög
og legði algert bann við slíkum kjarabótum. Eina
ástæðan til þess að þær kröfur voru ekki framkvæmd-
ar var sú að stjórnarflokkamir óttuðust dóm laun-
þega í kosningunUm á aunnudaginn kemur. En stjórn-
arblöðin hafa ekki beðið afsökunar á hótunum sínum
eða dregið þær til baka. Þaðan af síður hefur rík-
isstjórnin lýst yfir því að hún muni virða kauphækk-
anir þær sem nú er verið að semja um og tryggja að
þær endist til frambúðar- Sú stefna stjórnarflokkanna
er enn óhögguð að þær smávægilegu kjarabætur sem
verkafólk er að fá séu „tilræði við þjóðfélagið“ og þeim
verði að rifta með stjórnarráðstöfunum.
/^egn þessari hættu hafa launþegar aðeins eina trygg-
ingu, sína eigin samstöðu eins og hún birtist í
kosningunum á sunnudaginn. Það er einvörðungu ótt-
inn við launþega sem veldur því að stjórnarflobkarn-
ir hafa slakað til síðustu dagana, en verði óttanum létt
af þessum flokkum munu þeir einskis svífast. Og um
þetta er fyrst og fremst barizt. Hinn ofstækisfulli áróð-
ur Morgunblaðsins gegn Alþýðubandalaginu, þar sem
erlendum grýlum er hampað af meiri tryllingi en
no'kkru sinni fyrr, hefur þann einn tilgang að gefa
stjómarflokkunum tækifæri til að skerða kjör laun-
þega á nýjan leik þegar að kosningum loknum. Menn
veita þvá einnig athygli hvernig Morgunblaðið reynir
að haga áróðri sínum á þann h'átt að beina vinstri-
mönnum að Framsóknarflokknum og Mýneshreyfing-
unni; blaðið telur fylgi þeirra samtaka stuðning við
sig í átökunum við launþega. Stjórnarflokkarnir gera
sér ljóst að Alþýðubandalagið er einu stjórnmálasam-
tök launiþeganna í landinu, eini flokkurinn sem tel-
ur það verkefni sitt að skipuleggja baráttu verkafólíks
gegn auðvaldi og afturhaldi, og þess vegna varðar það
öllu að reyna að takmarka fylgi Alþýðubandalagsins
sem mest. Það getur munað auðmannastéttina tugum
og hundruðum milljóna króna hver úrslitin verða í
kosningumum á sunnudag; það sker úr um afkomu
hverrar alþýðufjölskyldu. Þótt Morgunblaðið hrópi dag
hvern hástöfum um ástandið á bökkum Jangtsefkáang,
Volgu og Dónár, eru ritstjórarnir að hugsa um miklu
nærtækari hluti: íslenzka peninga.
Tpryggingin fyrir endingu kjarabóta þeirra sem nú
er verið að semja um er í höndum launþega sjálfra.
Á sama hátt og ótti stjórnarflokkanna var slíkur fyr-
ir kosningar að þeir heyktust á hótunum sínum og
féllust á nokkrar kjarabætur, þarf skelfing þeirra að
verða slík að kosningunum loknum að þeir dirfist
ekki að ræna kjarabótunum aftur. Það verður aðeins
tryggt með þvi að gera hlut Alþýðubandalagsins slík-
an, að ríkisstjómin líti á það sem óhjákvæmilega
stjórnmálaniauðsyni að standa í verki við þá samninga
sem nú er verið að gera. — m.
— >ú ert borin og barníædd
í Reykjavík?
— Já, ég fæddist hér í
Reykjavík, meira að segja í
Vesturbænum, árið 1S26, og hef
alltaf átt heima í Reykjavfk
og á Seltjarnarnesi nema náms-
árin, sem ég dvaldist í Nor-
egi.
— Hvers vegna valdir þú
nám í raunvisindum, og þá
veðurfræðinni?
— Einfaldlega vegna þess að
mér fannst sem þau fræði
lægju betur fyrir mér, ég hafði
mestan áhuga á beim. En það
átti við raunvísindi almennt;
að ég valdi veðurfræðina hef-
ur sjálfsagt í og með verið af
því að ég taldi mig með því
undirbúa alJhagkvæmt st^rf í
framtíðinni, vissi að vantaði
marga veðurfræðinga. Ým's-
iegt annað hvarflaði að mér,
en það var allt á sviði raun-
vísindanna.
— Hvenær laukstu námi og
hvað hétu fræðin sem þú tókst
háskólapróf í?
— Náminu lauk í Osló 1953.
Prófjð tók ég í veðurfræði,
með stærðfræði og eðlisfræði
sem aukanámsgreinar.
★
— Og svo tók gtarfið við.
— Já, námsárin vann ég hjá
Veðurstofunni á sumrum, og
tók þar v:ð starfi þegar að
náminu loknu.
— Og starfið er?
1— Ég er deildarstjóri í veð-
urfarsdeild Veðurstof.unnar.
Þeirri deild er ætlað að sjá
um að t;l séu hagnýtar upp-
lýsingar um veðurfar landsins,
til afnota fyrir hverjar þær
framkvæmdir sem slíks þurfa
við, svo sem nýiar ræktunar-
framkvæmdir og rafvirkjan.r.
hafnarmannvirki eða fJugvelli.
— Þetta virðast mjcg hagnýt
fræði.
— Já, og alstaðar taiin ó-
missandi við áætlanir um nýj-
ar framkvæmdir. Ég er nýkom-
in heim úr tveggja mánaða
dvöl í Englandi, þar. sem ég
kynnti mér nýjustu aðferðir
við hagnýtingu veðurfræðiupp-
lýsinga, svonefnda veðurfræði-
lega statistik. Þetta var skóli
fyrir brezka veðurfræðinga og
allstranglega að námi gengið,
ekkert akademiskt frelsi en
stanzlaus skóli frá kl. 9 að
morgni til hálfsex að kvöldi.
Enginn efi er á því að þetta
eru hagnýt fræði, ekki sázt
þegar farið verður að vinna
skipulega að framkvæmdum
hér á Jandi en ekki rokið í
hyerskonar nývirki af handa-
hófi. Veðurfarsrannsóknir eru
hvarvetna faJdar til grundvali-
arrannsókna áður en lagt er í
framkvæmdir.
— Þið fáizt líka við útgáfu
skýrslna.
— Já, eitt meginverkefni
okkar er útgáfa mánaðarlegra
skýrslna um veðurfar til að
byggja alla frekari útreikn-
inga á.
★
— Eru veðurfiarsrannsóknir
ekki heldur þurrleg fræði, yf-
irlega yfir tölum?
— Nei, hlessaður, ekki þess-
Iegt! Tölurnar eru bráðlif-
andi. Við liggjum að vísu yfir
tölum, en það er gert í því
skyni að reyna að gera sér
hugmynd um við hverju megi
búast næstu áratugi, miðað við
reynslu undanfarinna ára.
Við erum t.d. spurð um það
e'nn daginn hvað geti orðið
hvasst í Reykjavík. Það gerð-
ist í gær, þá þurfti að p^nta
gler tii að nota í turn á
Reykjaiví'kiuriilugvelli. Spurt var
af því tilefni; Hvað þarf að
búast við mi'klu hvassviðri í
Reykjiavík? Þetta er alveg týp-
'ískt dæmi um spurningar sem
við erum spurð og eigum að
finna svör við.
— Hvað vinna margir í veð-
urfarsdeild íslenzku veðurstof-
unnar?
— Þar vinnur auk mín einn
veðurfræð.ngur að hálfu, og
svo eru þrír aðstoðarmenn. Ég
fékk aWrei skýr svör við því
hve margir ynnu samskonar
starf í Bret!iandi, en milli eitt
og tvö hundruð manns var mér
sagt.
— Hvaða verkefni telurðu
brýnust í þessum fræðum hér
á Jandi?
— Nefna mætti atriði sem
veitt er sívaxandi athygli úti
um heim, en það er landbún-
aðarveðurfræði. Erlendis er
víða komin & ná:n samvinna
veðurfræðinga og landbúnaðar-
manna um tilraunastarfsemi.
Sú isámvinna er talin t.d. í
Bretilandi hafa þegar gefið
hagnýtan arð. E.gi að auka
fjölbreytni í ræktun landis er
auðskjlið að ýtarleg samtíma-
rannsókn á veðurskilyrðum og
jurtategundum er brýn nauð-
syn, svo hægt sé að vita hvar
á landinu megi gera sér von
um viðunandi árangur «f rækt-
un tiltekins jarðargróðurs.
★
— En svo toafa stjórnmá'lin
Kennari skrifar:
Verum líka samtaka á sunr
Okkur tókst í vetur að sýna
samtakamátt, þegar við skrif-
uðum öll undir uppsagnabréf
á stönfuim. Með því vorum við
að mótmæla skilningsleysi vald-
hafanna á starfj okkar og stétt
og eirrnig að lýsa því yfir, að
við sættum okkur ekki við
viðreisnarkjör þau, er okkur
voru skömmtuð.
Árangnrinn varð sá að v.ð
fengum lítilsháttar uppbót
strax cg von um frekari lag-
færingu með fyrstu kjarasamn-
íngunum við opinbera starfs-
menn, sem munu ganga i gildi
á næsta ár:. — En það, sem
er þó mest um vert er, að við
fengum stað.festingu á því
hvers megnug samtök okkar
eru, ef þeim er ekki splundr-
að með ólíkum flokkssjónar-
miðum, isem eru auk þess sum
beinMnis andstæð hagsmunum
okkar stéttar.
Við eigum þess kost að
halda áfram samstöðu okkar í
kosn.'ngunum á sunnudaginn
kemur, 'því að þær verða áreið-
anlega afdrifaríkar fyrir okk-
ar sjónarmið, þótt þær snúist
öðrum þræði um stjórp bæjar-
málefna.
g) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 25. mai 1962