Þjóðviljinn - 31.05.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.05.1962, Blaðsíða 11
Pablo Picasso neitar því 'narö- lega að hafa látið kaupa íyr- ir sig málverk sem hann hef- ur málað og yoru í eigu rit- höfundarins Somerset-Maug- ham. Flest Picasso-málverkin f eigu Maughams voru keypt af kaupanda, sem enginn veit hver er, en hann hafði um- boðsmann fyrir sig við kaup- in. Rithöfundurinn seldi hið dýrmæta málverkasafn sitt á uppboði af ótta við að mál- verkunum yrði stolið. 500 ár í námunum til þess að (| fá sömu upphæð í launum, sem hann fær nú fyrir að ' leika Marcus Antonius. Friðrika drottning i Grikk- landi kvartaði opinberlega yf- ir því fyrir skömmu, að kon- ungsfjolskyldan væri svo fá- tæk, að ekki væri hægt að halda viðeigandi viðhafnar- mikið brúðkaup þegar Soffía dóttir hennar giftist spánsk- um prinsi fyrir skömmu. Nú hefur brúðkaupið farið fram. Friörika drottning keypti brúðkaupsgjöf fyrir dóttur sína í Róm. Það var höfuð- djásn, alsett gi.msteinum, arm- band, hálsfesti, eyrnahringir og dýrmætur hringur. Allir þéssir skartgripir kostuðu samtals sem nemur um sex milljónum ísl. króna. Rainer fursti í Monacco hef- 1 ur í blaðaviðtali lýst yfir því, j að ekki komi til mála að, l kona hans, Grace Kelly, leiki (1 framar í kvikmyndum. Fyrir 1 ( skömmu var skýrt frá því að n Richard Burton, brezki leik- arinn sem leikur með Liz Taylor í „Kleópötru“, var námuverkamaður áður en hann varð leikari. Hann hef- ur nú sagt blaðamönnum að hann hefði orðið að vinna í Grace myndi innan skamms' ( leika í bandarískri kvikmynd, ;i og vakti sú frétt talsverða at- 11 hygli. Flakið af Boeeing-þotunni sem hrapaði með 45 menn í dauðan,n. Fyrir skömmu fórst bandarísk þota af gerðinni Boeing 707 nálægt Cent- erville í Iowa. Um borð í vélinni voru 37 farþegar og átta manna áhöfn og fór- ust þeir allir. Dag þennan hafði geysað þrumuveður og voru menn 1 fyrstu full- vissir um að það væri or- sök slyssins. En nú er ým- islegt það komið í ljós sem bendir til þess að það sem varð þotunni að falli hafi verið sprenging af manna- völdum. Fyrstu merkin um slysið voru þau, að lögregluþjónn í Center- ville heyrði einkennilegan há- vaða, en vegna þrumuveðursin-s sem þá var nýafstaðið hélt hann aðeins að þetta væri þergmál. Skömmu síðar fundu tveir bif- reiðarstjórar sem leið áttu um þjóðve.ginn þar í nágrenninu nokkurra feta alúmíníumplötu, og bóndi sem sat að snæðingi er þetta gerðist hefur sagt að hann hafi heyrt hávaða „sem Jíktist dýnamítsprengingu“. Þotan frá Continental Airways, sem væntanleg var til Los Angeles frá Chicago, var nú orð- in þrem stundarfjórðungum of Sláttumenn í Pcrtíigal LISSAiBON. Fjármálaráð- herra Portúgals, dr. Antonio Pinto, hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin þar í landi hafi trygggt sér mikil lán á ýms- um stöðum. Upphæðin sem hann nefndi í jþessu sambandi var 4,9 milljarða escudos (um 6.750.000.000 krónur) en fé þetta á að sögn ráðherr- ans að nota til að framkvæma sex ára áætlun Salazars. Féð er dregið saman úr ýmsum áttum en bandarískir bankar munu hafa verið einna ölátastir við einræðisherrann. Vestur^þýzkir og franskri bankar hafa sömuleiðis lagt nokkuð af mörkum og al- þjóðabankinn hefur haft góð orð um aðstoð. sein. Farþegum, sem biðu eftir henni, var sagt að erfitt væri að ná loftskeytasambandi við hana. f Iowa hafði á þessum tíma fundizt farangur, ilia farinn fatnaður og fleiri alúmíníum- plötur. Á sumum plötunum var blóð. Nú er ekki lengur að sökum að spyrja. Aliar líkur bentu til þess að þotan hefði farizt og hinir 45 menn um borð beðið bana. Dauðaleitin var hafin. Bóndinn sem heyrt hafðj dyna- mitsprengingum varð einni fyrst- ur til að líta hið skelfilega aug- um. Hann leitaði í smáakri nokkrum við annan mann og fann skyndilega megna lykt. Þeir gengu á lyktina að litlum hól og fundu þar flakið af vélinni. — Við gátum séð -líkin inni í flakinu og ég varð veikur, sagði bóndinn. f dagrenningu heyrðu viðstadd- ir stunur út úr flugvélarskrokkn- um og í þann mund báru hjúkr- unarmenn einn farþegann, jap- anskan verkfræðing um þrítugt, út úr flakinu. Hann var fluttur á sjúkrahús en dó rúmri klukku- stund síðar, Hann dó án þess að geta sagt það sem hann vissi um slysið. Hvað hafði komið fyrir þot- una? Rannsóknin þokaðist smám saman áfram og loks slógu þeir sem málið höfðu með höndum bví föstu áð þotan hefði verið fórnarlamb þess er forseti Conti- Tiental-félagsins kallar „spreng- ing af mannavöldum“. f fyrgtu hafði vej’ið álitið að þrumuveðrinu væri um að kenna en brátt urðu líkurnar fyrir skemmdarverku.m meir og meir áberandi. Á líkUnum voru sár er virtust vera eftir púður. Sjúk- dómsérfræðingar komust einnig að raun um það að sumir líkam- ararnir höfðu orðið fyrir mjög hörðum og skyndilegum þrýst- ingi. Ennfremur töldu sérfræðingar si.g geta fullyrt, eftir að þeir höfðu rannsakað mælitæki vél- arinnar, að henni hefði ekki hlekkzt á vegna veðurs. Er rannsóknarmennirnir tíndu saman brotin úr flakinu tóku þeir eftir því að brot úr klefa þeim, er notaður var undir smá- varning og síðbúinn póst, og kastazt höfðu út voru sum þak- in sóti. Var nú talið nokkurn veginn fullvíst að sprengju hefði ver- ið komið fyrir í vélinni. HVER KÝS EKKI 100% SPARNAÐ? Kjósið hinn nýja „MÁTSTEIN“ frá okkur... og . . . Þér reisið eittNhús í stað tveggja . . . . . . Þér reisið húsið á örstuttum tíma . . . . . .Þér sparið . . . Timbur . . . Mótauppslátt. . . Saum hreinsun . . . Bindivír o.s.frv. — o.s.frv. . Nagl- Steinsteypu . . . Einangrunarkostnað . . . í stuttu máii: Reisið húsið á svipstundu úr „MÁTSTEININUM“ frá okkur og þér kjósið yður allt að 100% sparnað í VÍNNU ., . TÍMA . . . Og ÚTLÖGÐUM PENINGUM. Ath. að ,,MÁTSTEINNINN“ er framleiddur úr bezta hráefninu í fuilkomnustu vélunum eftir verkfræðilegum fyrirsögnum og er staðlaður . . . að leyfilegt er að reisa tveg'gja hæða íbúðarhús í Reykjavík úr „MÁTSTEININUM“ og að þér fáið „MÁTSTEIN- INN“ hjá okkur ásamt öðrum byggingarefnum með heztu fáan- legum kjörum og greiðsluskilmálum. LOFTSSON HF Fimmtudagurinn 31. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (11]

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.