Þjóðviljinn - 28.06.1962, Síða 6

Þjóðviljinn - 28.06.1962, Síða 6
plÓÐVILJINN hsalanðls ■am«min»rflolck« alMH* — Milallatanakknrlnn. - RlUt]6rmii SEaanOs KJartanaoon (4b.), Masnús Torfl Ólafsson, Blgurður GudraundSBOn. — TáttarltatJOrar: írar H. Jónsaori, J6n BJarnason. — Auglýslngsstjórl: GuSsslr foanússon. - RltstJóm, afarelBsla, aualýslngar, prentsmlSJa: SkólarðrSust. 18. ttml 17-000 (1 Ilnur). AskrlftarrerS kr. fiS.OO 4 m4n. — LausasölurerS kr. 2.00. Sendillinn dæmdur i JJómur var í fyrradag kveðinn upp í olíumálinu svo- nefnda, en það er víðtækasta fjársvikamál, sem um getur hér á landi. Það sem vekur sérstaka eftirtekt við alla meðferð málsins, er !hve lengi hið opinbera ákæruvald lét dragast að höfða mál gegn hinum seku, eftir að upp komst um lögbrot þeirra. Og vissir þætt- ir í meðferð málsins verða vægast sagt taldir vafa- samur „heiður“ fyrir yfirstjórn dómsmála í landinu. Engum blandast ihugur um, að aðalsökudólgurinn í olíumálinu er Vilhjálmur Þór, seðlabankastjóri og yf- irmaður gjaldeyrismála á íslandi. Engu að síður er hann sá maðurinn, sem vægastan dóminn hlýtur, enda var svo um hnútana búið í áfeæruskjalinu, að unnt væri að komast hjá því að dæma seðlabankastjórann til eðlilegra vistaskipta og láta hann flytja aðsetur sitt úr Seðlabankanum í Steininn. |v . . . . ■ - 1 ■ l/'ilhjálmur Þór var einungis ákærður fyrir að hafa ráðstafað nokkur þúsund dollurum iaf innstæðu Ol- áufélagsins í New York til SXS án leyfis 'gjáldeyrisyfir- valda. Á sama tíma var Vilhjálmur formaður stjórn- : ar Olíufélagsins og lét smygla vörum til landsins gegn- um hernámsliðið á Keflavíkurflugvelli i stórum stíl. Þessar sakir voru taldar fyrndar, þegar málið var tek- ið fyrir. Hér var þó ekki um neitt venjulegt smygl að ræða. Þetta smygl var framkvæmt me0 skjalaföls- unum og slíkar sakir fyrnast ekki á svo skömmum tíma, en saksóknara hefur þó tekizt að ganga léttum skrefum fram hjá þessu atriði, enda eru beir Vilhjálm- ur háðir háttsettir hjá Frímúrarareglunni. En hér var jafnframt svo snöggur blettur á allri þeirri spillingu, sem Iþrifizt hefur í sambandi við hermangið, að stjórn- arvöldunum mun hafa þótt vissara að hafa það myrkri hulið. Yfirmenn hernámsliðsins voru sem' sé við mál- ið riðnir! Fn Vilhjálmur Þór ber ekki einungis ábyrgð a þeim afbrotum, sem nú er búið að dæma hann. og félaga hans fyrir. Hann var lífið og sálin í þeirri hættulegu stefnu að flækja samvinnuhreyfinguna inn í samstarf við einkabraskara og í hvers kyns fjárplógsstarfsemi, sem hefur orðið samvinnuhreyfingunni til ómetanlegs álitshnökkis. Og hann hefur verið einn ákafasti máls- vari núverandi ríkisstjórnar, enda þótt Framsóknar- flokkurinn hafi lýst þessa stjórn svarinn fjandmann samvinnustefnunnar og allrar starfsemi samvinnu- manna. En eftir sem áður situr Vilhjálmur í banka- stjórastöðunni sem fulltmi Framsóknarflokksins, enda mun honum ætlað að halda dyrunum opnum fyrir sam- vinnu Framsóknar og íhaldsins, þegar forihgjunum þykir henta. Tíminn hefur líka hampað Vilhiálmi séf- staklega undanfarið. Sama daginn og málflutningur ■hófst í ólíumálinu birtist þar heilsíðuviðtal við banka- ó stjófann í tilefnj af 50 ára sendilsafmæli hans. Nú væri því vel við eigandi að Tíminp .gæfi' út aukábláð d. um Vilhjálm. *' - • V* V ! r: ; i *> VV ,jit j' ' t-V; Ekki yirðist það heldur raska jáfnaðargeði landsfeðr- anna, þótt yfirmaður gjaldeyrismála á íslandi hafi hlotið dóm fyrir gjaldeyrissvik. Sú háðung mun þó hvergi þekkjast nema hér á landí, að slíkir menn gegni hinum mikilvægustu trúnaðarstöðúm eftir sem áður, en raunar bafa núverandi stjórnarvöld brotið að baki sér allar brýr í þessum efnum íneð',að, lata Vil-„ hjálm Þór sitja í embætti íinu, eftir að hann var ákærður opinberlega óg rannsók'n málsins hófst. Vil- 'hjálmur Þór verður tafarlaust- að víkja úr embætti seðlabankastjóra. Réttarvitund aímenpings krefst þessa, því að sendillinn frá SÍS verður ekki sýknaður í ■hugum fólksins, .þótt hann sé nú orðinn vikaliprasti sendill „viðreisnarstjórnarinnar“. — b. Afómið aS innan Innan um græn tré rís stór bygging, kringlótt, gulleit, mjög sakleysisleg og erfitt að gizka á hvað fer fram innan veggja hennar. Hnefaleikamót kann- ske? Það væri ekki svo fráleit tilgáta væri það ekki gefið upp, að við erum stödd í borg- inni Dúbnu skammt frá M'oskvu, en þar starfar Samein- uð atómkjarnarannsóknarstöð sósíalistiskú ríkjanna. Við dyrnar stendur lítill maður, ekki ólíkur stærðfræðikennara í gagnfræðaskóla. Samt er þétta sjá.Ifur Veksler, einhver þekkt- asti vísindamaður landsins. Hann stjórnar í Dúbnu Eánn- ' sóknarstofu hárrar orku. Og í húsinú er einmitt sá utbúnaður sem han'n þarf til 'tilraunanná,' nefnist hann sinkrófasótrón. En áður en honum vérði iýst, verð- um við að hættá okkur út á þann hála ís að drepa á eðlis- fræðileg vandamál. Rannsóknarstöðin í Dúbnu fæst við öll 'helztu vandamál nút'íma kjarneðlisfræði, rann- sakar aðskiljanlega frumparta atómkjarnans við litla og mikla orku, allt að orku gerfigeim- geisla. Til þessara rannsókna hefur stofnunin svonefnda „hraðara11. í þessum hröðurum er eindum atómkjamans kcmið á gífurlega ferð í mögnuðu seg- ulsviði og síðan beint á eitt- hvert „skotmark" (úr blýi. ber- yl, ei.nhverri lofttegund). Hinar ýmsu. eindir bregðast á ólíkan hátt við skotmarkinu, og eru þessi ólíku viðbrögð l.iósmynd- uð á sérstakan hátt. Á þessum ljósmyndu.m sjást brautir hinna ýmsu. einda og af þeim má lesa margan fróðleik um eiginleika þeirra. Til að sk'oða einhvern hlut þurfu.m . við . geisla sem hafa öldulengd 'sem er styttri en það er. skoða . skal. Og því stvttri sem . öldurnar ery, • þeim mun meiri þarf orkg- öreinda. geisl- . ans að vera. Við venju.Iegt ljós -má sjá hlu.t sem er einn hundraðbús- ■ undasti úr sentimetra að stærð. I lj.ósi röntgengeisla ■ (orka þeirra er þúsund sinnum meiri en orka venju.legs Ijóss) er hægt að „sjá:‘ atóm, sem eru einn hundraðmilljónasti úr sentímetra að stærð. En til að sjá byggingu atóm- kjrrnans þarf geisla sem eru tíuþúsund sinnum styttri en röntgengeislar. Og samt er þetta ekki nóg til. rannsókna á byggingu öreinda prótónur nev- trónur osfrv. Hér er um fvrir- • bæri að ræða sem eru. milljón sinnum smærri en atómin. Hraðaramir i Dúbnu fram- leiða prótona með svo hárri orku. að prótónugeislinn hefur öldulengd sem er milljón siiin- um minni en öldulengd rönt- gengeisla og þar með er gert kleift að rannsaka byggingu eins furðusmárra eininga <Jg prótóna og nevtróna. 'Þetta eru f urðulegar stað- reyndir. Þegar maðurinn hugs- ar um stjörnurnar og atómin verður hann angurvær og sæt- lega óhamingjusamur: hvað getur hann gept andspænis þessum óendanleika? .Við get- um bætt ,einu smáatriöi við: Atómfræðingar glíma ekki að- eins við æfintýralega smæð glíma við atómkjarnann, þá furðum við okkur ekki á því, að orka prótonanna kemst hér upp í tíu milljarða elektróvolta. Innan í þessu húsi er segul- 'hringur. Sá hringur er ekkert smásmíði: 'hann er 60 metrar í þvermái, og í hann fóru 36 Iþúsund tonn af úrvalsstáli. Enda sagði urtg kona í hvítri þeysu þegar hún gekk í stiga upp á segulhringinn; það eru aldeilis húsakynni sem þessar litlu eindir hafa. Frá þessu púlti er sinkrófasótróninum *t, 'heldur og; æfjntýralegan tíma. Neytróna lifir tólf mínútur ef hún er „tekin úr umferð“. Það er talin mjög skikkanleg ævi'. Til eru þær eindir (ein slík heitir pímedon) spm lifa ekki nema einn hundraðmilljónasta úr sekúndu. ,Á þessum tíma verða vísindamennirnir að filma þetta kríli á sómasam- legan hátt. Innai\j“ í þessum hríng feru mörg frábá&r \n?feKÍæki, 4Á sam- Ég gengí hring... Þá getum við snúið okkur aftur að 'húsi Vekslers sem geymlr sinkrófasótróninn, en sá er einmitt helzti „hraðari11 stiofnunarinnar. Og þar eð við vitum hvé mikið þarf til að svarandi tæki eru einnig í ann- arri byggipgu, baðaa sem. sin- króíasótróni er stýþt .þegar til- raunir fara fram, . þá . er~, hér , enginn maður — sökum geiálun- arhættu. Þ.ar stóðu' þolinmqðir Vísindamenn og reyndu að út- skýra fyrir heimskum blaða- mönnum frumpartanna hröðu gönguferð innan í segulhringn- v.m. Hvernig hundrað vcldugar dælur dæla öllu lofti ut úr hringbvautinni syo aþ ' eindirn- ar rekist. ekki á óþarfa efnis- agnir á braut sinni. Hvernig þessar eindir hlaupa hring eft- ir hring í þessu magnaða seg- ulsviði og fá- uppörfandi spark í afturendann um léið og; þær fara fram hjá rafskautunum, Hvernig hraðinn eykst, þar til eindirnar fara á 3.3' sek." svip- : WM BE RGI MAI m 0) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 28. júní 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.