Þjóðviljinn - 01.08.1962, Blaðsíða 1
SAMNINGAVIÐRÆÐUR urrt
sölu saltsíldar til Sovétríkjanna
hófust hér í Reykjavík £ gær-
morgun. Ekki höfðu fréttir bor-
izt af samningum er blaðið fór
í prentun um miðnætti sl.
Loks þegar
síldin kom:
Söltunarfólk er nú tekið að streyma burt
frá stöðvunum norðanlands og austan vegna
framleiðslubanns stjórnarvaldanna. Á sama
tíma keppast Norðmenn og aðrar þjóðir við
að salta sem mest, enda hafa Norðmenn sam-
ið um sölu á 350 þús. tunnum saltsíldar til
Sovétríkjanna einna.
Sú einstæða ákvörðun síldar-
útvegsnefndar að stöðva alla sölt-
u.n „cut-síldar“, hefur orðið til
þess aö söltunarfólk er nú tekið
að Ilykkjast á brott frá söltunar-
stöðvunum. Getur það skapað
hina mestu örðugleika, ef sö’.tun
veröur leyfð að nýju.
Söltunarstöðvar norðanlands og
austan mu.nu vera 60—70 talsins
•og má gera ráð fyrir að allt að
100 manns vinni að meöaltali á
hverri stöð, eða 6—7 þús. manns.
Geysimiklu fé hefur verið varið
til bygginga þessara stöðva og
lil þess að gera alla aðstöðu fyr-
ir flotann sem bezta, svo ekki
þurl'i aö koma til langra löndun-
arstöðvana fyrir flotann. öli
þessi fyrirhöfn er nú unnin fyr-
ir gýg vegna framleiðslubanns
„stjórnarvaldanna.
Söltunarsíldin er allt að því
helmingi verðmætari sem út-
flutningsvara heldur en bræðslu-
«íldin. Tjónið af söltunarbanninu
bitnar því ekki aðeins á sjómönn-
um, síldarfólki í j'andi og síldar-
saltendum, hcldur orsakar þaö
einnig stórfellt þjóðhagslegt tjón.
Meirihlutinn — og
Jón Skaftason
Vinnubrögð síldarútvegsnefnd-
ar eru með eindæmum. eins og
Þjóðvi.ljinn hefur áður bent á.
Samningar við einn stærsta kaup-
anda saltsildar. Sovétriikin. eru
ekki. hafnir fyrr en mun seinna
en venjulega með þeim afleiðing-
u.m að þeim var ekki lokið, þeg-
nr síldarvertíð hófst. En þrátt
fyri.r horfur á sölu aliveru.legs
magns á þennr-n markað. stöðv-
ar mei.rihluti nefndarinnar sölt-
u.n. þegar síldin er að verða hvað
bezt til söltu.nar.
Fulltrúi ASÍ, Gunnar Jó-
hannsson, var eini fulltrúinn í
nefndinni, scm atkvæði greiddi á
móti söltunarbanni.nu. Það vakti
sérstaka athygli. aö Jón Skafta-
ren, fulitrúi Framsóknarl'lokksins,
sat hjá viö atkvæðagreiðsluna.
Norðmenn selja Rússum
350 þús tunniu’
Ríkisstjórninni hlaut að vera
kunnugt u.m þann drátt. sem
varð á samningaumleitunum við
Sovétríkin, en ekki er annað að
sjá en sjávarútvegsmálaráðherra
hafi láti.ð sér það vel líka. Það
má benda á það í þessu sam-
bandi, að Norðmenn hafa árum
r.aman haft fasta samninga við
Rússa um sölu á 500 þús. tunn-
Framhald á 4. síðu.
Akveðið fyrir helgi
um EBE-aðíld Breta
Slharðnandi andstöSu gœtir I Bretlandi,
utan þings sem innan, gegn slikri aSild
BRUSSEL 31/7 — Á næstu fjórum dögum mun
verða úr því skorið hvort nokkur árangur verður
af samningaviðræðunum um aðild Breta að Efna-
hagsbandalagi Evrópu, segir fréttaritari NTB.
Hann bætir við að ef ekki tak-
ist fyrir laugardagsmorgun að
finna lausn á erfiðustu vanda-
málunum varðandi útflutning á
landbúnaðarvörum írá brezku
samveldislöndunum Kanada,
Ástralíu og Nýja Sjálandi, sé ó-
sennilegt að fulltrúar bandalags-
ríkjanna sex fáist til að taka upp
viðræður aftur í næstu viku og
þá mu.ni reynast erfitt að hefja
viðræðurnar að nýju.
Ekk'i eru. taldar meiri líkur á
að samkomu.lag takist en hinu
að vi.öræöurnar fari út um þúfur.
Leiðtogar Serkja á fundi í
Algeirsborg - Sjá 12. síðu
Bæði fulltrúar Breta og banda-
lagsins segja þó að jafnvel þótt
samkomulag náist ekki í þessari
viku, jiurfi það ekki að hafa í
för með sér aö samningaviðraeð-
um ljúki fyrir íullt og allt.
Sívaxandi andstaða
Aðrir eru þó þeirrar skoðunar
að ef slitnar upp úr samníngavið-
ræöunum nú í vikunni. muni
endi bundinn á þá viðleitni brezku
stjómarinnar að komast í banda-
lagið. 1 Bretlandi gætir síhaörn-
andi -andstöðu gegn aðild Breta
að bandalaginu. Skoðanakannan-
i.r hafa leitt í ljós að mikill
meirihluti þeirra Breta sem
myndað hala sér skaðanir um
málið er nú andsnúinn aðild að
bandalaginu.
Þessarar andsföðu gætir einn-
ig mjög í brezka þinginu og er
talið næsta hæpið að stjórnin
muni geta fengið þar meirihluta
fyrir aðild að bandalaginu eí það
dregst enn á langinn að hún nái
iTamhald á 10. síðu
Þcssar myndir voru tekn-
ar á Raufarhöfn í fyrra-
dag, er siiltunarstúlkur og
annað starfsfólk við síld-
arsöltunina liafði tckið
pjönkur sínar saman og
beið eftir því að farkost-
urinn kæmi og flytti þaft
brott^ er.'da ekki við neitt
fyrir það að vera á staðn-
um eftir að stjórnarvöld-
in hafa sett á framleiðslu-
bann þegar veiðin er li vað
mest og sildin bezt falU
in íil söltunar.
Svipaðar myndir þessunt
væri hægt að birta frá
öðrum stöðum á Norður-
og Austurlandi. Söltunar-
fólkið er farið að streyma
heimleiðis livaðanæva;
það lét ekki á sér standa
þegar kallað var eftir
vinnukrafti en verður nú
að hverfa heirn, fjöhnarg-
ir um langan veg'.