Þjóðviljinn - 01.08.1962, Blaðsíða 9
Rósmuiidut (í röndótta búningnum) hefur komizt inn fyrir og
skorar án þcss að Þjóðverjarnir fái að gert. (Ljósm. Bjarnleifur).
Valbjöm 106
meti Arnar í
Um hclgina fór frarn á Laug-
ardalsvellmum í Reykjavík
fyrsti hluti íslandsmeistara-
mótsins í frjálsum íþróttum.
Keppt var í tugþraut og 10 km
hlaupi. 4x800 m boðhlaup var
_einnig á dagskrá en féll niður
vegna ónógrar þátttöku.
Tveir mættu til leiks í 10
km hlaupinu, þeir KR-ingar
Kristleifur Guðbjömsson og
Agnar Leví. Kristleifur leiddi
hlaupið lengst af, en þegar 3
eða 4 hringir voru eftir fékk
hann hlaupasting og varð að
hætta. Agnar lauk hlaupinu og
hlaut Islandsmeistaratitilinn.
Hann hljóp á 33,52,4 mín. sem
er hans bezti tírni og skipar
honum í fimmta sæti á afreka-
skránni fyrir 10 km hlaup.
I tugþrautinni voru fjórir
þátttakendur og luku allir
keppni. Valbjöm Þorláksson ÍR
siigraði örugglega einsog við var
búizt. Hann hlaut 6779 stig, sem
er aðeins 106 stigum lakara en
Islandsmet Arnar Clausen.
Annar varð Kjartan Guðjóns-
son KR með 4961 stig, sem er
nýtt drengjamet. Eldra metið
átti Gyilfi Gunnarsson IR, 4449
stig. Páll Eiríksso-n FH varð
þriðji,'.hlaut 4693 stig og fjórði
va-rð' Sigúrður Sveinsson HSK
með 3725 stig.
Með þessum árangri náði Val-
björn lágmarksafreki því, sem
tilski-lið er til þátttöku á EM.
Þrátf fyrir 5 marka forystu Essiing-
en sigraði SY-úrvalíð með 17:13
Nýr markvörður. Logi Krist jánsson, vakti athygli — Þjóð
verjarnir spiluðu gróft — Sigur úrvalsins var sanngjarn
Það er mikill munur á ís-
jlenzkum handknattleik og þýzk-
um. Það sáum viö bezt í í-
þróttahúsi Keflavíkurflugvallar
á sunnudaginn er þýzka liðið
Esslingen lék þar gcgn úrvali
HSI.
Sá leikur verður ekki til að
fegra íslenzkan handknattleik,
því að svo gróft var hann leik-
inn að það gekk fram af sum-
um áhorfendanna og hinn
snjalli útvarpsþulur, Sigurður
Sigurðsson, sagði eftir leikinn
að hann hefði skammazt sín
oft ■ á tíðum að þurfa að lýsa
þessum leik.
Ósvífnastur Þjóðverjanna er
fyrirliði þeirra Helmutt Simm-
endinger, og að leik lcknum, er
við ætluðum að hafa tal af
honum, var hann ekki við mæl-
andi vegna vonzku. Hins veg-
ar er hann mjög góður leik-
maður, ef hann vill það við
hafa, og margar sendingar hans
eru til fyrirmyndar, en skap
hans er fyrir neðan allar hell-
ur.
Þjóðverjarnir settu fyrsta
markið og var þar að verki
Simmendinger á 3. mínútu með
góðu skoti. örn Hallsteinsson
jafnaði mínútu síðar, einnig
með óverjandi Skoti. Þjóðverj-
ar setja síðan fimm mörk í röð
• og virtust hafa tekið leikinn í
sínar /hendur.
Islenzka liðið, sem fór afar
varlega af stað og sýndi gest-
unum alltof mikla kurteisi, fór
nú að láta hart mæta hörðu og
um þetta leyti kemur inná
Kristján Stefánsson og gjör-
breytist spil Llenzka liðsins til
hins betr?.. Mikill hraði var nú
einkenni íslenzka liðsins og leið
ekki á löngu þar til úrvalið var
búið að jafna leikinn (6:6). En
Þjóðverjar settu tvö næstu
mörk, og var R. Boger að verki
í bæði skiptin. Síðustu þrjár
mínútur fyrir leikhléið léku
Þjóðverjarnir mikið saman, án
þess að reyna að skjóta á mark-
ið. Áhorfendur kunnu ekki að
meta þennan gang mála og tóku
að „baula“ á Þjóðverjana og er
það gaf engan árangur, þá tóku
þeir það til bragðs að klappa
þá niður og það hreif, því að
litlu síðar skutu þeir á markið,
en skotið lenti í stönginni. Or-
valið gerði síðan hratt áhlaup
sem endaði með vítakasti á
Þjóðverjana og klukkan hring-
ir, timinn er útrunninn en eins
og lög mæla fyrir er heimilt
að framkvæma vitakast, ef
þannig stendur á. Birgir Björns-
son býr sig undir að fram-
kvæma vítakastið en missir
knöttinn í hnéið, er hann hugð-
ist skjóta.
• ORVALIÐ VANN SÍÐARI
HALFLEIKINN MEÐ 11:5
Það tók úrvalið ekki nema 4
mínútur að jafna leikinn og
voru þar að verki Birgir og
Karl J. Ragnar setti síðan 9.
markið, en Þjóðverjar jöfnuðu
litlu síðar. Karl J. setti 10.
markið en Þjóðverjar jöfnuðu
skömmu síðar. Ragnar það 11.
og enn jafna Þjóðverjar, Rós-
mundur setti síðan tvö mörk í
röð og eftir það var forusta
úrvalsins óslitin til leiksloka,
en leiknum lauk með glæsileg-
um sigri úrvalsins, sem og var
í alla staði sanngjarnt, 17:13.
Dómari í þessum hasarleik
vgr Hannes Þ. Sigurðsson og
yerður hann ékki öfuadaður af
því. Það var mjög erfitt að
dæma þennan leik og fannst
manni Hannes ekki taka hann
nógu föstum tökum.
Esslingenmenn leika harðari
handknattleik en við eigum að
venjast. Hins vegar nota þeir
breidd vallarins mjög vel, en
túlkun þeirra á handknattleik
er ekki í þeim anda sem við
höfum kynnzt honum. Þeir hafa
ekki nema 2—3 góðar skyttur
og geiguðu þar af leiðandi’inörg
af skotum þeirra. Flest mörk
setti H. Simmerdinger, 4.
Úrvalið lék fallegri handknatt-
leik og ef undan skildar eru
fyrstu mínútur leiksins þá var
leikur liðsins mjög góður. Þó
nota þeir breidd vallarins ekki
nógu mikið, en þeir finna ef-
laust inná gildi þess eftir þenn-
an leik. Enginn leikmanna átti
slæman dag en mesta athygli
vakti Logi Kristjánsson nýr
markvörður sem ekki hefur
leikið með úrvalsliði áður. Lék
hann með síðari hálfleikinn og
varði oftast framúrskarandi vel.
Ein breyting var í liði úrvals-
ins, Karl Ben. lék í stað Reyn-
is Ólafssonar.
Mörk úrvalsins settu þeir
Birgir, Ragnar, Rósmundur og
Kristján 3 mörk hver, Karl J.
og örn 2 mörk hvor, cg Einar
1 mark.
stigum frá
tugþraut
Áður hafði hann náð settu
marki í stangarstökki. Enginn
vafi er á því að Valbjörn hefur
meiri möguleika í tugþraut en
stangarstökki. Ef hann leggur
meiri rækt við köstin, sérstak-
lega kúluvarp, og langstökk á
hann tvímælalaust mikla mögu-
leika á EM. Óheppni i kúlu-
varpi og spjótkasti veldur því
að metið er ekki hans ennþá.
Árangur Kjartans er mjög
góður og lofar enn meii*u ef
hann heldur áfram á sömu
braut. Kjartan er enn of þung-
ur en það varir varla lengi.
Þetta var í fyrsta skipti sem
hann keppti í sumum greinun-
um og er árangurinn enn at-
hyglisverðari fyrir það.
Páll náði sér aldrei fullkom-
lega á slri'k. Hann getur meira
og vonandi fáum v.ið að sjá
það bráðlega. Sigurður vii-ðist
heldur eiga að leggja fyrir sig
hástökk en tugþraut. Ef hann
æfir atrennuna betur lætur ár-
angurinn ekki á sér standa.
Hann er drengur ennþá, svo
að þetta ætti að vera auðvelt
fyrir hann, því að hæfileikam-
ir eru fyrir hendi.
Úrslit cinstakra greina
Árangur verður talinn upp í
þessari röð: 100 m, langstökk,
kúluvarp, hástökk, 400 m, 110
m grindahlaup, kringlukast,
stangarstökk, spjótkast, 1500 m
hlaup.
1. Valbjörn Þorláksson ÍR (10,9
— 6,79 — 11,00 — 1,80 — 51,8
— 15,8 — 39,63 — 4,35 —
56,55 — 4,57,0) = 6779 stig.
2. Kjartan Guðjónsson KR (11,5
— 5,75 — 13,49 — 1,60 — 57,3
— 16,8 — 41,77 — 3,00 —
52,76 — 5,41,8) = 4961 st.
3. Páll Eiríksson FH (11,9 —
6,15 — 10,60 — 1,55 — 55,3
— 19,7 — 33,86 — 3,40 —
48,67 — 4,35,4) = 4693 st.
4. Sigurður Sveinsson HSK (11,6
— 6,25 — 11,25 — 1,65 — 57,2
— 18,9 — 27,00 — ekkert —
39,19 — 5,43,3) = 3725 st.
Sagt eftlr leik:
Frímann Gunnlaugsson form.
landsliðsnefndar:
Ég er mjög ánægður með síð-
ari há'lfleikinn og síðari hluta
þess fyrri, en hinsvegar gáfum
við of mikið eftir fyrst i leikn-
um.
Hallsteinn Hinriksson þjálfari
FH:
Gf lítið spil hjá okkar mönnum.
Birgir Björnsson fyrirliði:
Þeir leika ekkert fastar en þýzk
lið yfirleitt og nægir að benda
á leiki Hasslock, er þeir voru
hér á árunum.
Ragnar Jónsson, leikmaður:
Dómarinn missti leikinn úr
höndum sér í upphafi og því
fór sem fór.
Karl Jóhannsson, leikmaður:
öll þýzk lið leika svona gróft.
Dómarinn var of vægur.
Vaissr sigraði
Eins og sagt hefur verið frá,
er Valur um þessar mundir á
keppnisfcrðalagi í Danmörku,
og hcfur þegar verið sagt frá
leik þeirra við gestgjafana,
Lyngby, sem Valur vann 5:2.
Næsti leikur þeirra var við
Valbjörn Þorláltsson
Handknattleiksmót
kvenna utan húss:
Ármann og
FH fspieus ’
Islandsmótið í handknattleik
kvenna utanhúss hélt áfram i
Kópavogi um helgina og var
aðalleikurinn milli Kópavogs og
Ármanns í meistaraflokki.
Leikurinn var frá upphafi til
enda mjög jafn og mátti' vart
á milli sjá hvor myndi bera
sigur af hólmi. Ármann vann
fyrri hálfleikinn með 2:1, en sá
síðari var jafn 3:3. Leikurinn
var það jafn að gera má ráð
fyrir að keppnisreynsla Ár-
mannsstú lknanna hafi gert
gæfumúninn fyrir þær í þessum
leik. Bre'ðabliksstúlkúrnar eru
miklu yngri í opinberri keppni
og eiga á því sviði enn mikið
ólært. Hvað tækni og úthaid
snertir eru þær komnar furðu
iangt eftir ekki lengri itíma.
Hinn leikinn í meistaraflokki
milli KR og Víkings unnu Vík-
ingss'túlkurnar með yfirburðum
eða 8:3.
Leikar standa því nú þannig
að Ármann og FH hafa ekki
tapað leik ennþá í mótinu, og
Ármáinn hefur 8 stig eftfr 4
leiki og FH 6 eftir 3 leiki. Vík-
ingur og Breiðablik eru jöfn
með 6 stig eftir 5 leiki.
Á laugardaginn var keppt I
öðrum flokki kvenna og fóru
leikar þannig: U. Breiðablik—
KR 7:2. Víkingur átti að leiká
við Keflavík en Keflavíkurlið-
ið mætti ekki, og ekki vitað af
hvaða ástæðum.
Ármann vann svo Val með
5:4.
Bagsværd 4:1
liðið Bagsværd, scm allir kanu-
ast við hér, og fór sá leikur
þannig að Valur vann 4:1. Val-
ur mun leika 2 aðra leiki.
Valsmenn láta mjög vel a£
móttökum öllum.
Miðvikudagur 1. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (g