Þjóðviljinn - 23.09.1962, Page 1
Alþýðublaðið í vandræðum
Ákallar LÍÚ um hjálp
í gerðardómsmálinu
TRÉSMI6IR
KJÓSAÁ
NNG ASf
f DAG
Kosning fulltrúa Trésmiða-
félags Reykjavíkur á Al-
þýðusambandsþing heldur á-
fram i dag í skrifstofu fé-
i lagsins að Laufásvegi 8. Kos-
i ið er frá kl. 10—12 f.h. og
kl. 1—10. eh
A-listi borinn fram af
stjórn og trúnaðarmannaráði
félagsins, er skipaður þess-
Um mönnum:
Aðalfulltrúar:
Jón Snorri Þorleifsson
Sturla II. Sæmundsson
Benedikt Davíðsson
J Ásbjarn Pálsson
Lórens R. Kristvinsson
Hallvarður Guðlaugsson.
(i Varafulltrúar.
f Guðm. H. Sigmundsson
Jörgen Berndsen
(( Marvin Hallmundsson
é Helgi Þorkelsson
f Kristján B. Eiríksson
Kristján Guðmundsson
5
i TRÉSMIÐIR! Fylkið ykkur
um lista stjórnar og trúnað-
I armannaráðs, A-Iistann, og
sýnið með því samstöðu ykkar
í um hagsmunamál félagsins.
J A-listinn hefur kosninga-
J skrifstofu í Aðalstræti 12,
f sími 19240.
Alþýðublaðið birtir í gær furðulegan ramnia-
uppslátt á forsíðu og ber hann fyrirsögnina „LÍÚ
neitar Alþýðublaðinu um upplýsingar“. Tilefni
þessarar „neitunar“ LÍÚ er það, að Alþýðublaðið
fór fram á upplýsingar „frá fyrstu hendi“ til að
túlka skilning LÍÚ á gerðardómslögunum! — En
ekki virðist hafa hvarflað að blaðinu að fá upp-
lýsingar frá fyrstu hendi um túlkun Alþýðusam-
bandsins á lögunum, — ekki einu sinni Sjómanna-
sambandsins!
Ekki birtir blaðið held-
ur yfirlýsingu þá, sem
Alþýðusambandið sendi
út í gær af þessu tileíni.
Sýnir fréttin betur hina
algeru undirgefni þess
við LÍÚ-valdið.
Alþýðuflokksforingjarnir eru
orðnir alvarlega hræddir um í-
tök sín í sjómannasamtökunum,-
vegna algerrar þjónustusemi
Emils Jónssonar, gerðardóms-
ráðherra, við LÍÚ-valdið og
FormaSur Alþýðuflokksins —
Lét lækka ltjör sjómanna, af því
að málið var „fyrst og fremst
klúður vegna fádæma málsmeð-
ferðar af hálfu útvegsmanna“.
(Alþbl. í gær).
aumlegrar frammistöðu Jóns
Sigurðssonar, formanns Sjó-
mannasambandsins, sem lagði
blessun sína yfir gerðardóminn
með því að taka þátt í störfum
hans.
Nú á að reyna að breiða yfir
þetta samspil með því að segja,
að LÍÚ neiti Alþýðublaðinu „um
upplýsingar" og framkvæmda-
stjóri LÍÚ látinn vitna um það,
að „Aiþýðublaðið hafi ekki ver-
ið svo vinveitt útgerðarmönnum
í málinu“! En þá tekst ekki bet-
ur til en svo, að Alþýðublaðið
er auðmjúklegast að fara þess
á leit við framkvæmdastjórann
að fá að túlka málstað LÍÚ. En
það hvarflar ekki að því að
reyna að túlka málstað sjó-
manna, heldur tekur það ein-
dregna afstöðu gegn þeim, eins
og Þjóðviljinn efur áður skýrt
frá.
Til að lækka sjómanna-
kjörin, — ekki til að
bjarga síldveiðunum
Sjónarspil eins og það, sem Al.
þýðublaðið er nú að leika
blekkir að sjálfsögðu engan. Það
segist vera méð gerðardómslög-
unum, en á móti gerðardómn-
um. Emil Jónsson gaf út gerð-
dómslög sín eftir beinni
Framhald á 12. síðu.
Frá fornleifagreftri í Grænlandi
'í elzta lagi Þjódhildarkirkjugarðs lá meðal annars rumur einn,
190 sm á lengd, og nefndu grafmenn hann Magnús, þ.e. hinn
mikla. Því miður lá enginn silfurskjöldur á brjósti lians með
nafninu Leifur Eiríksson. Beinagrindurnar eru margar mjög
illa farnar enda oðnar um 900 ára eða eldri. Við Ihliðina á Magn-
úsi liggur náungi, sem hefur nær ^algjörlega runnið saman við
jarðveginn. (Ljósm. Björn Þorsteinsson).
Sjá grein á opnu
Uppreisnarmenn
í Buenos Aires
i
1
J
i
.
■ i
1
i
BUENOS AIRES 22 9. I nótt
héldu skriðdrckasveitir argen-
tínsku uppreisnarmannanna inn i
Buenos Aires og settust um
stjórnarbygginguna en Guido
forseti flúði þaðan til bústaðar
síns í útborginni OIvios. Flot-
inn scm hingað til hefur haldið
tryggö við fcrsetann neitar nú
að styðja hann lengur.
Flotamálaráðuneytið tilkýnnti
í dag að Guido hefði sagt a£
sér en sú fullyrðing hefur verið
borin til baka af stuðnings-
mönnum forsetans. Flotamála-
ráðuneytið hefur nú beðizt lausn-
ar og segir í yfirlýsingu bess
að Guido forseti beri ábyrgðina
á ringulreiðinni í íandinu. Jafn-
i'ramt var tilkynnt að tveir aí
foringjum uppreisnarmknna hafi
þegið boð í'áðuneytisins um að
korna saman ti! fundar til að
endurskipa stjórnina. Hinsvegar
mún Ongania aðalforystumaður
uppreisnarmanna hafa neitað að
taka þátt í stjórnármyndun flota-
málaráðuneytisms.
Guido forseti hefur vikiö mörg-
um æðstu yfirmönnum hersins
úr stöðurn sínum, þar á meðal
landvarnaráðherranum. Er tal-
ið, að þar með hafi aðstaðá
forsetans enn versnað. Hann
hefur látið undan 'meginkröfu
upprei-snarmanna og jafnframt
misst traust þess hluta hersins
sem stutt hafði hann fram að
því. Allar líkur benda til þess
að Guido og stjórn hans verði
nú að hrökklast frá völdum. enda
hafa þrír ráðherrar þegar sagt
af sér.
STOKKHÓLMI 22 9. Einn Sví-
anna níu sem komust 1 ifs af
ei' flugvél þeirra var skotin nið-
ur í Katanga, var hættulega særð-
ur. Maður þessi lézt i gær á
sjúkrahúsinu í Kabalo.