Þjóðviljinn - 04.10.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.10.1962, Blaðsíða 4
Frú 17 17. þing Alþýðusambands Vestfjarða var hald- ið á ísafirði dagana 27. og 28. sept. s.l. Þingið sátu 28 fulltrúar frá 12 sambandsfélögum, en í A.S.V. eru nú 16 stéttarfélög með um 2300 meðlimi. Tvö félög gengu í sambandið á þessu ári: Verkalýðs- félagið í Fiatey á Breiðafirði og Félag Járniðnað- armanna á ísafirði. Félagssvæði A.S.V. er Vest- fjarðakjördæmi. syn þess, að kaup láglauna- stéttanna verði verulega bætt frá því sem nú er, og telur að verkalýðssamtökunum beri A.S.V. fyrst og fremst að einbeita kröftum sínum að því verkefni. II 17. þing A.S.V. lýsir yfir þcirri skoðun sinni, að útkljá eigi ágreining í kaupgjaltls- og kjaramálum í frjálsum samningum á milli samtaka vidkomandi stéttarféiaga og atvinnurekenda. Þingið mótmælir því á- kveðið cndurteknum árás- um rikisvaldsins á samn- ingafrelsi launþegasamtak- anna og telur að um ótví- ræða árás á almennt félaga- frelsi sé að ræða, scm gjalda beri fyllsta varhug við. Þingið mótmælir alveg sérstaklega setningu bráða- birgðalaganna varðandi síld- veiðideiluna í sumar. Sérstaklega fordæmir þingið það ákvæði laganna, að skráð skyldi á síldveiði- skipin upp á væntanlega samninga, og bendir jafn- framt á, að með því ákvæði braut ríkisvaldið viðtekna hefð í þessum efnum og hélt inn á nýjar og varhuga- verðar brautir, sem eru enn andstæðari verkalýðshreyf- ingunni en þær fyrri. Jafnframt mótmælir þing- ið gerðardómsákvæði bráða- birgðalaganna liarðlega. Þingið mótmælir mjög á- kveðið nieirihlutaákvörðun Þing A.S.V. er haldið á Isa- firði annað hvort ár. Forseti sambandsins, Björgvin Sig- hvatsson, setti þingið og bauð fulltrúa velkomna, Svo og Hannibal Valdimarsson, for- seta ASÍ. en hann var gestur þing'sins. Þingforseti var kjörinn Marí- as Þ. Guðmundsson, ísafirði, _ \. n > . ■ Bolungarvík. j ' — - ................................... Björgvin Sighvatsson flutti : _ skýrslu stjórnarinnar um starf- semi sambandsins á kjörtíma- bilinu. gerðardómsins varðandi skiptakjörin, og telur að þau ákvæði séu órökstudd og 6- svífin árás á viðkomandi launþega, og hvetur því verkalýðssamtökin til ske. leggrar baráttu gegn þeim ókjörum og lífskjaraskerð- ingu. III 17. þing A.S.V. skorar á al» þingi og ríkisstjórn að afnema söluskatt á helztu neyzluvörur almennings. Jafnframt krefst þingið þess, að eftirlitið með innheimtu söluskattsins verði aukið til muna frá því; sem nú er. IV Þar sem nú liggur fyrir, að Framhald á 10. síðu. Að skýrslu stjórnarinnar lok- ■ inni fluttu fulltrúar sambands- ■ félaganna skýrslur um starf- j semi félaga sinna, svo og um ■ atvinnuástandið á hinum ýmsu : stöðum. > Stettarfé’.ögin a ísafirði buðu • þingfulltrúum tvisvar til sam- j eiginlegrar kaffidrykkju í Al- ■ þýðuhúsinu. í stjórn Alþýðusam’oands j Vestfjarða voru kjörnir: Forseti Björgvin Sighvats- j son. Ritari Jón H. Guðmunds- : son. Gjaldkeri Marías Þ. Guð- ■ mundsson. Varastjórn skipa: Sverrir : Guðmundsson, Kristinn D. j Guðmundsson og Guðmundur i Ingólfsson. Hér fer á eftir ályktun þings- j fns um verkalýðs- óg kjara- j mál: i ! ■ 17. .bing Alþýðusambands j Vestfjarða ítrekar enn einu j sinni eftirfarandi óskir sínar | ti’ ríkisvaldsins: 1. að dýrtíð og verðbólga verði stöðvuð. 2. að tryggður verði öruggur j og vaxandi kaupmáttur launa. 3. að tryggð sé nægileg og stöðug atvinna um land allt. 4. að skipulega sé unnið að aukinni fjölbreytni og eflingu atvinnulífsins, og þá fyrst og j' fremst útflutningsframleiðsl. unnar. Reynslan hefur leitt í Ijós, j að þróun efnahagsmála þjóð- i arinnar undanfarin ár hefur f höfuðatriðum verið andstæð hagsmunum launþega, og hefur leitt til tilfinnaniegrar kjara- skerðingar, sem launþegarnir hafa neyðzt til að hamla á móti með stöðugt lengri vinnutíma, en sú óheilla þróun er algjör- lega andstæð þeirri margyfir- lýstu stefnu -JVörkalýðssamtak- anna. að 8..stunda- vinnudagur eigi að tryggja launþegunum Jifvænlega afkomu. Þessi alvariega þróun efna- hagsm'álanna hefur m.a. leitt til þess, að umsamdar kaup- hækkanir hafa fljótlega verið •gerðar að engu, oS nauðsynleg- ar og réttmætar tilraunir lág- launastéttanna til þess að auka hiutdeild sína i þjóðartekjun- um því alls ekki g.efið þann ’áran'gur sem skyldi og vonað var. í því tiieíni vill þingið sér- ji staklega vekja athygli á nauð- • Ályktun um menntamál 20. þing Æ.F. vekur athygli á nauðsyn þess, að fræðslukerfið sé í samræmi við þjóðfélags- hætti nútímans og bendir á nauðsyn þess, að fræðslan. sé í höndum hæfra manna, sem afl- að hafa sér tilskilinnar mennt- unar. Þingið varar við þeim af- leiðingum, sem stöðugur skort- ur á kennurum og skólahús- næði hefur fyrir menntun æskulýðsins og framtíð þjóðar- Þingið telur að leggja þurfi sérstaka rækt við móðurmáls- kennsluna. Nú ríður á að við íslendingar einbeitum okkur að varðveizlu tungu og þjóð- ernis, jafnframt því sem við tileinkum okkur það bezta í erlendri menningu. Með auk- inni þekkingu á bókmenntum öðlast nemendur betri skilning á þeim verðmætum sem þeim er ætlað að varðveita. Þingið tekur undir þá áskor- un kennarasamtakanna til menntamálaráðuneytisins um að þegar verði hafizt handa um framkvæmdir á þeim breytingum og nýjungum í fræðslukerfinu sem gert er ráð fyrir í tillögum skólamála- nefndar sem skipuð var af menntamálaráðherra 1958. Þingið bendir á það öng- þveiti sem ríkir í húsnæðis- Þ’mgs málum Menntaskólans í Reykjavík, og krefst skjótra úrbóta. Þingið leggur áherzlu á, að efla beri Háskóla íslands sem vísindastofnun með aukinni kennslu í raunvísindum. Þingið fagnar því> að Há- skóli íslands hefur eignazt gott samkomuhús, en væntir þess að meiri reisn verði yfir starf- semi þess. 20. þing Æ.F. leggur áherzlu á, að styrkir og námslán verði stóraukin, svo að efnaskortur hindri ekki skólagöngu neinna nemenda. Þingið telur eðlilegt, að komið sé á námslaunakerfi við framhaldsskóla og æðri skóla. Þingið vekur sérstaka at- hygli á þeim þungu búsifjum, sem íslenzkir námsmenn er- lendis hafa orðið fyrir við efnahagsaðgerðir núverandi ríkisstjórnar. Hættan af þessu ■er augljós: efnalitlum náms- mönnum lokast öll sund til framhaldsnáms, menntun verð- ur á ný sérréttindi hinna efn- uðu stétta þjóðfélagsins. Þjóð- félagslega séð, er þessi þróuni stói'háskaleg, þar sem íslend- ingum er á flestum sviðum ótvíræð nauðsyn á að sækja menntun til annarra landa. Þingið álítur að búa verðl sérmenntuðum mönnum betrl starfsskilyrði í landinu, svo þjóðin fái notið starfskrafta þeirra. Ályktun um lislasafn ASÍ 20. þing Æ.F. fagnar hinu nýja listasafni Alþýðusam- bands íslands og vonar að hugmyndir gefandans um byggingu yfir safi\ið megi rætast. Slík stofnun veitir alþýðui manna bætta aðstöðu til hvíld- ar og mennta og yrði lyfti- stöng lista. Þingið heitir á alla æsku- menn að veita þessu máli lið- sinni með því að gerast stofn- endur safnsins. Hve lengi skal þeim úthýst? Þann 28. sept. fékk Al- þýðublaðið bréf frá 14 ára unglingi í Reykjavík, sem sagði sínar farir ckki sléttar. Góður vínur og kunningi var nýleominn úr sveitinni. Félögum lians, sem í bæn- um höfðu dvalið í sumar, þótti hann sem úr lielju lieimtur. Datt þeim í liug að hakla dálitla móttökuveizlu, mæla sér mót á Hressingar- skálanum klukkan 8 að kvöldi, panta ,,seik“ og sjá á huggulegt kvöld. _ En ekki höfðu þeir setið þar lengi, er laganna verðir birtust, skrifa upp nöfn þeirra allra og helztu æviat- riði. Síðan voru þeir settir (reknir) út eins og hverjir aðrir rónar. Þar með var sá fagnaður uppleystur. Hvað hafði skeð? Jú, klukk- an var orðin áíta. að kvöldi, og samkvæmt lögreglusam- þykkt Reykjavíkur er ung- lingum innan 16 ára óheimill aðgangur að almennum veit- ingastofum, ís-, sælgætis- og tóbaksbúðum eftir klukkan átta að kveldi. Sala um sölu- op til þeirra er einnig bönn- uð. En lögreglusamþ.vkktin heimilar þeim útivist til klukkan ellefu (12 segir í bréfinu). Einnig segir í lög- reglusamþ.vkktinni: „Foreldr- ar og húsbændur barnanna skulu að viðlögðum sektum sjá um að ákvæðum þessum sé framfylgt.“ Hinn 14 ára bréfritari Al- þýðublaðsins segir okkur líka sitthvað fleira: „Húsnæðis- málin (þ. e. unglinganna) eru þannig hér, að aðeins 1 af hverjum 10 liefur hús- pláss og LEYFI íoreldra til að bjóða til sín skólafélögum heim, svo ekki er mikið úr- val af samkomustöðum fyrir unglinga, sem ekki eru orðn- ir 16 ára, þótt úlivistartím- inn sé til tólf.“ I lögreglusamþykktinni stendur því miður ekkert um það, í hvaða hús önnur ung- lingar bæjarins eigi að venda sér. Aö minnsta kosti hafa þeir fæstir fundið þá staði. Svo virðist sem yfirvöld þessa bæjar — og borgar — liafi haft öðrum hnöppum að hneppa síðustu 175 árin en aö finna viðunandi lausn á því vandamáli að liýsa æsku- lýðinn. Gatan er ennþá, lög- um samkvæmt, eina viður- kennda vistarveran, þar., scm unglingar geta hitzt á síð- kvöldum. Það eru byggða* siórar hallir banka, verzlana og annarra gróðafyrirtækja. Margar íbúðir hafa líka orð- ið sæmilegt gólfpiláss. En það pláss virð'ist ekki vera ætlað unglingum til umráða — nema þá í fáum tílvikum. En meðal annaiTa orða: Hvar eru Æskulýðshöllin? Hvar eru tómstundaheimilin? Og einhv.erjir mundu svara og benda á starfsemi Æsku- lýðsráðs. Jú mikið rétt, sjálf- sagt er að virða allt það, sem vel er gert. En ef mað- ur ber starfsemi Æskulýðs- ráðs saman við það félags- lega átak, sem yfirvöld bæj- arinns hefðu þurft að gera til að leysa húsnæðismál reyk- vísks æskulýðs sem heildar, dettur manni ósjálfrátt í hug krægiberið í því neðsta og heitasta. r Og hverjir bera svo a- byrgðina? Fyrst og f’-emst foreldrar þessa bæjarfelags, sem ekki liafa enn haft manndóm í sér til að búa svo um stjórn þessara inála, að æskulýðurinn, þeirra eigin börn, geti varið kvöldstund- um sínum í góðum félags- skap og í menningarlegu um- hverfi. Og hversu lengi á gatan að i' !> • I ð (> vera hið eina opinbera að- setur unglina? Jafnvel dýr merkurinnar eiga sér skjól. \ ^ — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 4. október 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.