Þjóðviljinn - 11.10.1962, Blaðsíða 6
þlÓÐVHJlNN
Otgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð-
ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón
Bjarnason. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja:
Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 b'nur). Askriftarverð kr.
65,00 á mánuði.
Morgunblaðsmenn gegn
sjómönnum
I fœðingarhríðum
hins frjálsa Alsírs
Cegja má að það sé meira en venjuleg Morgunblaðs-
^ ósvífni að reyna að kenna Alþýðusambandi íslands
um það að ekki hefur enn verið gengið til nýrra samn-
inga um síldveiðikjörin. Samningar eru í fullu gildi
við nokkurn hluta síldveiðiflotans, en það eru Morg-
unbladsmenn í stjórn Landssambands íslenzkra út-
vegsmanna sem meö fjárkúgunaraðferðum banna út-
gerðarmönnum þess hluta flotans að hefja síldveiðarn-
ar. Og þess skyldi minnzt, að það voru þessir sömu
Morgunblaðsmenn í stjórn LÍÚ sem sögðu upp samn-
ingum með þeim yfirlýsta tilgangi að skerða kjör sdld-
veiðisjómanna á sumarsíldveiðunum. Þegar sýnt var
að það tækist ekki, notuðu Morgunblaðsmenn í ríkis-
stjórn Íslands aðstöðu sína, þar á meðal húsbóndaað-
stöðu sína yfir Emil Jónssyni, Gylfa Þ. Gíslasyni,
Guðmundi í. Guðmundssyni og afganginum af Al-
'þýðuflokknum, til þess að setja gerðardómslög svo
fara mætti krókaleiðir til að stela verulegum hluta
sumarkaupsins af síldveiðisjómönnum.
¥»etta eru aðfarir þeirra Morgunblaðsmanna í samn-
* ingamiálum sjómanna nú í sumar, og það eru ófagr-
ar aðfarir. Þeir eru enn að vona að takist að neyða
sjómenn til að semja um að skerða kjörin, en engar
líkur eru til þess að sjómenn láti bjóða sér slíkt, enda
þýddi það að samið væri fyrir nokkurn hluta flotans
um lakari kjör en þau sem nú gilda á mörgum stöðum
á landinu, þar sem samningum var ekki sagt löglega
upp ií sumar. En það er framhald hinnar ósvífnu kröfu
um skerðingu sjómannakjaranna sem vakir fyrir þeim
Morgunblaðsmönnum, ibæði þeim sem tókst í krafti
gerðardómsins að stela verulegum hluta af sumar-
kaupi síldveiðisjómanna, vegna gerðardómslaga-
króka Emils og dhaldsins, og hinum sem látnir eru
skrifa í Morgunblaðið fáránlegar upphrópanir um að
stjórn Alþýðusambandsins sé að hindra síldveiðarnar
og baka þjóðinni tjón. Sú ásökun á hins vegar rétt á
sér gagnvart Morgunblaðsmönnum í stjórnarklíku
LÍÚ, sem með fádæma frekju og ósvífni halda áfram
kröfum sínum um skerðingu sjómannakjaranna.
\
Tjk)rseti Alþýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson,
skýrir ýtarlega frá málavöxtum þessa máls hér í
blaðinu í dag, og raunar gætu skrif Morgunblaðsins í
gær bent til þess að meira að segja ritstjórum þess er
að verða skiljanlegt að ásakanirnar gegn Alþýðusam-
ibandinu eru marklaust blaður.
Hverjir vilja skrifa undir?
'nbforgunblaðið og Alþýðublaðið eru dálítið aum yfir
kosningaúrslitunum í iSjómannasambandinu, enda
þótt þau séu að reyna að manna sig upp í það að kalla
um tvöhundruð atkvæða mun „stórsigur“. Allir sem til
þefckja vita hvernig slíkur „stórsigur“ er fenginn. Hann
er fenginn m.a. með því að kollheimta landlið íhalds
og krata, atkvæði manna sem látnir eru halda fullum
réttindum í sjómannafélögunum löngu eftir að þeir
eru farnir að stunda aðrar starfsgreinar og eru jafn-
vel aðalfélagar annarra stéttarfélaga. Það er nú gefið
í skyn d stjórnarblöðunum eftir kosningar, að allir þeir
sem kusu lista stjórnarflokkanna í þessum kosning-
um hafi verið að þakka riíkisstjórninni fyrir gerðar-
dóminn, en Þjóðviljinn varaði sjómenn við því að
þetta myndi sagt. Vildu ekki Sjálfstæðisflokkurinn og
Emil Jónsson efna til undirskriftasöfnunar meðal starf-
andi sjómanna um þakklæti til ríkisstjórnarinnar fyrir
gerðardóminn? Heidur iMorgunblaðið að sú undir-
skriftasöfnun yrði stórsigur? — s.
Alsírski stúdentinn Madjid Mebarki er við
háskólanám í Berlín, og hér skrifar íslenzkur
námsfélagi hans, Guðmundur Agústsson, um á-
standið í Alsír eftir upplýsingum hans. — Bréf-
ið er skrifað 20. september, daginn sem kosn-
ingarnar í Alsír fóru fram.
Eftir 7 ára fjarveru
Meðal samstúdenta minna
eru nokkrir Alsírbúar. (Eng-
inn, sem ég hef spurt kannast
við orðstofninn Serk-i. Alsír-
foúar segja að vísu að Chraga
(et. Chregui) sé ættstofn sem
búi syðst í Alsír í Sahara).
Þeir hafa flestir flúið herþjón-
ustu í Frakklandi, (en Alsír-
búar voru jafnt Frökkum send-
ir til Alsír að berjast þar við
landa sína). Einstaka þeirra
er enn haldnir þessum þjóðern-
iso.fsa. Þeir skilgreina á engan
hátt þjóðfélagsþróunina heldur
segja: þjóðin þurfti að standa
saman gegn erlendu drottnur-
unum og hún þarf að standa
einhuga við uppbygginguna og
því aðeins einn flokk o.s.frv.
Það er því miður ómögulegt,
þróist landið ekki til stéttlauss
þjóðfélags, sósíalisma. En hug-
myndir þessara vina minna
hafa hrunið algjörlega eftir
þróunina í sumar.
Vinur minn Madjid Mebarki
hefur aldrei litið málið svona
einföldum augum. Hann fór
heim í sumar eftir rúmlega 7
ára fjarveru. Stuttu eftir komu
isina þangað sendi hann mér
eftirfarandi bréf;
Kæri kútur minn.
Mér reynist erfitt að trúa
því, en það er satt, ég er í
Jemmapes, hjá fjölskyldu
minni, hjá löndum mínum.
Borg mín viðurkenndi mig strax
og ósjá’.frátt og tók mig inn í
sinn hring: hátið, sem stendur
enn jrfir. Vinirnir eru alls stað-
ar, drottnandi, smitandi. Fán-
ar blakta á hver.iu húsi. á
eymdinni, á fátæktinni, á at-
vinnuleysinu. En Alsírbúar eru
sér þess meðvitandi, að þeir
hafa unnið stóran sigur, þeir
eru frjálsir í frjálsu landi.
ALN-sveitirnar haida bróður-
legan vörð: á flugstöðinni voru
fyrstu samskiptin dásamleg:
ekkert eftirlit, aðeins hjartan-
legar móttökur. Margir alsírsk-
ir samferðamenn grétu af gleði,
einnig nokkrir hermenn.
En magi minn æpir: ó, þessi
arabíski matur, .arabískar kök-
ur. Hann á svo erfitt með melt-
inguna — hann hefur fallið
algjörlega úr þjálfun. En ég
verð að borða — heima, hjá
vinum. og landsmönnum. Allir
kyssa mann — sama endur-
tekningin alls staðar. Með
hverjum einn kaffibo.ila, Jitri
á lítra ofan af kaffi.
Veðrið er hræðilegt: heitt, of
heitt — af eldi. Sólin vermir,
brennur. Eg held mig í skugg-
anum en ég er a! 1 E kófsveitt-
ur á göngu, við máltíð, setu og
í svefni. Nei, ég dvel ekki mik-
ið lengur í Jemmapes, ég fer
til Philippeville, til Böne, þar
er hafið. Miðjarðarhafið,
ströndin .... “
Þetta bréf var skrifað eftir
fyrstu áhrifin, því miður ekki
þau síðustu. Nú er hann ný-
kominn til baka og við sett-
umst saman að ræða viðhorf-
in í þróun mála í Alsír. Hér
á eftir fylgja nokkrar niður<-
stöður þess samtals.
ALN og FLN
ALN (frelsisher Alsir) var
stofnaður 1. nóvember 1954,
þegar 3.000 menn með veiði-
byssur einar að vopni héldu
upp í fjöllin Aures (svæði 1),
sem hefur orðið frægast í frels-
isbaráttunni og er kjarni ALN
enn þar. ALN-samtökin hafa
til þessa ekki verið nein skipu-
lagsleg heild. í eldi baráttunn-
ar hafa myndazt 6 herstjórnar-
svæði ALN. sem voru sk'pu-
lagslega óháð hvort öðru. Þess-
ar 6 sveitir voru auk þess
mismunandi vel skipulagðar.
Innan þeirra voru margar
skæruliðasveitir, sem fram-
kvæmdu aðgerðir sínar upp á
eigin spýtur, þannig að sam-
ræming aðgerða var ekki allt-
af upp á það bezta. Auk þess
stafaði bessum sveitum mikill
ótti af svikurum sem Frakkar
ilaumuðu inn í þær og var því
alltaf no.kkur tortryggni fyrir
hendi innan þeirra. Hermenn-
irnir, aðallega synir fátækra
bænda og búkarla, voru flest-
ir ómenntaðir. Þeir kunnu vart
annað en að fela sig og skjóta
af byssu. Þeir börðust gegn
Frökkum og litu á ,allt Frakk-
land sem óvin. allar stéttir þess.
og samtök. Um hvað ættí að
taka við eftir að frelsuninni
væri náð höfðu þeir óljósa
drauma. Eftir því sem tíminn
leið óx pólitískur þroski þeirra
einkum fyrir tilstilli Kommún-
istaflokks Alsírs.
Auk þessara 6 hersveita her-
stjórnarsvæðanna er landa-
mærasveitin nær ein heild og
undir stjórn herforingjaráðs-
ins. Að nafni til átti það her-
foringjaráð að hafa herstjórn
á öllum hernum á hendi en
svo var ekki i reynd. Hers-
Landamærasveit hefur komið á röð og reglu í einni borginni.
g) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. október 1962
ingja FLN ha.fi byrjað þegar
forysta hennar yfirgaf Alsír
1957. Þá hafi foringjarnir kom-
izt undir borgaralega þróun og
fjarlægzt þjóð sína, bil hafi
myndazt milli hinnar blóði
drifnu, byltingarsinnuðu þjóð-
ar og skrifstofu-foringjanna,
sem skilji nú ekki að fullu
óskir hennar og þarfir. Dýrfiar-
Ijóma þeirra hefur sett niður,
A'sírbúar misst guðinn og þjóð-
in grætur.
Deilur foringianna hafa líka
leitt til óenaraldar í flestum
hlutum landsins. Eftir að hin-
ir dáðu hermenn fjallanna
héldu til byggðar hrúguðu
dei'uaði’ar nýjum mönnum í
herdeiidir sínar til að styrkja
sig i deilunni. í ALN voru
fyrir 19. marz (undirritun
samninesins í Evian) 27.000
herme"n. Nú eru þeir orðnir
um 300.000. Þessi sundurleiti
hóour. sem sóp?ð var þarna
inn (kallaður ..hermenn 19.
marz“) hefur verið agalaus og
þar sem herinn fór með allt
borgaralegt vald og skipti sér
af öllu, ráfaði hann um allar
borgir.
Þegar „hermenn fjallanna"
komu, var þeim fagnað óspart,
allir vildu fá einhvern heim til
sín, kræsingar voru á borð
bornar og vínið sótt í kjallar-
ann. En þegar „hermenn 19.
marz“, hermenn án hetjudáða,
hrúguðust inn í herdeildirnar,
versnaði ástandið. Stjórnleysi
komst á — byssan ein réði.
Farið var að heimta meira,
rúmin, matinn, vinið, dæturn-
ar og eiginkonurnar. Jafnvel
eiginkonum erlendra diplomata
var nauðgað. Kæmirðu í bíl,
stoppaði þig hermaður o.g skip-
aði þér út. Fjöldi brenndra og
laskaðra bíla hefur aukizt, ótt-
inn og ringulreiðin af þessum
illa skipulagða og agalausa her
hefur vaxið. Ekkert sterkt
stjórnandi vald er til staðar.
Þeir brenndu skóla og sögðu:
þú bölvaður skóli nýlendukúg-
aranna. Þeir rændu Evrópubúa
unnvörpum og Hta á þá aug-
um þjóðernishaturs og lítils
pólitisks stéttarskilnings. Á-
girndin að eignast eitt og ann-
að fékk útrás með rétti byss-
unnar. Þeir af þeim 400.000
Alsírmönnum, sem bjuggu í
Frakklandi og fiafa snúið heim,
flykkjast skelfdir burt á ný.
Flest er það faglært ungt fólk,
framtíðarblóð Alsírs, sem
streymir burt. Það hlakkar í
imperialistum sem segja: Þarna
sjáið þið, án okkar geta þeir
ekki lifað og þeir reyna þann-
ig að finna ný.i.a ástæðu til að
ráðasf á landið, ástæðu sem
Morgunblaðið mun eflaust
verja innrás, sem ísland sem
NATO-meðlimur bæri ábyrgð
á.
Þannig var ástandið eins og
það var verst og deilurnar
mestar eins og t.d. í Alsírbo.rg,
Framhald á 10. síðu.
Afleiðingar deilna
foringjanna
MADJID MEBARKI, alsírski stúdcntinn, ásamt systur sinni og
móður, eftir sjö ára aðskilnað.
höfðingi er Boumedienne, en
það var hann sem Ben Khedda
setti af í upphafi deiína for-
ingjanna. Landamærasveitin er
betur skipulögð en „sveitir
fjallanna“, hún er betur vopn-
um búin, innan hennar ríkir
meiri agi og þólitískur þroski
er meiri. ALN hefur á yfir-
ráðasvæðum sínum bæði farið
með hernaðar- og borgaraleg
völd og er eitt aðalverkefnið nú
fólgið í því að skilja það vald
að.
FLN eru stiórnmálasamtök í
Alsír, sem hafa komið fram
sem pólitískur fulltrúi landsins
út á við. Foringjar FLN hafa
lengst af dvalizt utan Alsír
(einkum Túnis) og fjarlægzt
veruleikann J Alsír sjálfu og
byltingarmóð fólksins. FLN
hefur enn enga stefnuskrá birt
um stefnu sína eftir frelsun-
ina. Foringjarnir samþykktu að
vísu einróma stefnuskrá á
fundi sínum í Trípólí í aPríl
sl., en hana hafa þeir ekki
birt enn. Deilur foringjanna
hófust svo fyrir alvöru, þegar
velja átti menn í stjórnar-
nefndina, sem átti að fram-
kvæma þessa stefnuskrá og
séð var að Ben Bella-menn
myndu ná meirihluta í nefnd-
inni. Yfirgaf þá Ben Khedda
fundinn og fór til Alsír.
Aðalmálgagn Kommúnista-
flokks Alsírs (hér nefndur
KFA) birti þessa stefnuskrá
síðar ásamt athugasemdum um
galla hennar. Stefnuskráin
hljóðar upp á sósíalisma, en
honum á ,að ko.ma á með flokki
snauðum marxískum kenning-
um. Annað dæmi um lítið þjóð-
félagslegt innsæi stefnuskrár-
innar, er að þjóðnýta skal
mörg framleiðslutæki smáborg-
ara (verzlanir, hárgreiðslu-
stofur, apótek o.fl.), sem er
náttúrlega fjarstæða og sýnir
vanþroska hugmyndir um fram.
kvæmd sósía’ískrar byltingar.
Burt séð frá hinum og þessum
göllum stefnuskrárinnar styð-
ur KFA hana.
PLN/ALN? Því er erfitt að
svara. Enginn þeirra he.fur birt
stefnuskrá, ásakanir hvers á
annan eru nær þær sömu og
verkin eru enn fá. Deilurnar
ber.a svipmót persónulegrar
valdabaráttu og eru það ef-
laust að sumu leyti en alls
ekki öllu. Eftir að frelsinu er
náð, koma upp rökræður og
deilur innan svona marglits
hóps um framtíðarveginn. Því
miður fyrir alsírsku þjóðina
áttu þær sér stað of snemma
og á illvígan hátt.
Án e.fa má telja Ben Khedda
og Krim Belkassem veika í af-
stöðunni til neokolonialismans
og vilja nokkurs konar Túnis-
þróun, en Ben Bella ákafan
baráttumann gegn öllum neo-
kolonialisma, að minnsta kosti
í orði. þó hann að sjálfsögðu
neiti ékki al'ri aðstoð né viss-
um efnahagstengslum við
Frakkland. Það gerir KFA ekki
heldur. Nánar er erfitt að
segja um innihald deilnanna.
En deilur foringjanna hafa
haft miklar og illar afleiðing-
ar. Þeir hafa ausið svívirðingum
hvorir á annan og ákært hvern
annan um hin og þessi ill verk,
sem þeir hafa orðið valdir að
í eldi baráttu liðinna ára. Þeir
ásaka hvern annan um svik
við byltinguna. segja hver.n
annan vera burgeisa o.s.frv.
Aðalmálgagn FLN vikublaðið
,,E1 Moujahed“ (Baráttumaður-
inn) kemur út í arabískri og
franskri útgáfu. Sú franska
er mun róttækari og hlutlæg-
ari. Hún segir m.a. að óham-
Um hvað deila þá foringjar
Ein sveit fjailamanna á göngu í Jemmapes.
EFNAHAGS-
BANDALAGIÐ
og verkafólkið
Borgarablöð fullyrða að
..skilyrðislaus fullkomnun Efna-
hagsbandalags Evrópu“ muni
leiða af sér „stéttafrið“ og auk-
inn „gagnkvæman skilning11
milli verkamanna og atvinnu-
rekenda. Af því draga menn þá
ályktun, að fjárhagslegir og
stjórnmálalegir árekstar og
verkföll, muni í löndum Efna-
hagsbandalagsins hverfa. eða
minnka svo mjög. að ekki- verði
orð á gerandi. Veruleikinn nú
þegar sýnir þó allt aðra mynd.
Árið 1957, þegar Rómarsamn-
ingurinn var undirritaður, tóku
sex milljónir verkamanna þátt
í verkföllum þar af voru í
tlöndum Efnahagítbandalagsins
4.5 milljónir. En árin 1960 og
1961 tóku 60 mi’Móniv verka-
manna þátt í verkföllum, þar
af tilheyrðu löndum Efnahags-
bandalagsins 56,4 millj. manna
Auðvitað hafa atvinnurek-
endur í samstilltum blaðakosti
sínum o.ft fullyrt, að hin mörgu
fjárhagslegu og pólitísku verk-
föll séu knúin fram af eins-
konar „vélbrjótum“ sem hat-
ast við vélvæðingu og framfar-
ir nútímans, sem Efnahaes-
bandalagið muni fær,a með sér.
En víst er, að þær milljónir
verkamanna, sem þessir herr-
ar k-alla „vélbrjóta“, hafa ekki
eyðilagt eina einustu vél ,og
hafa aldrei hvatt til þess, að
tekin yrði upp sá gamli hátt-
ur í baráttunni fyrir bættum
kjörum sínum og auknu mann-
legu frelsi. Krafa verkamann-
anna er mjög auðskilin og
rökrétt, hvort sem þeir eru í
Frakklandi, Belgíu eða ítalju.
Þeir eru hnýttir saman af
sömu hugsun. og þeir mótmæ’a
á sama hátt lækkandi launum,
uppsögn úr störfum í stórum
hópum, og niðurskurði á fé-
lags’.egum réttindum.
Upphafsmenn „fullkomnun-
arinnar“ sögðu á sínum tíma að
Efnahagsbandalagið yrði meðal
við öllum kreppum og at-
vinnuleysi, þeir fullyrtu að
lækkun eðq afnám to’.lmúra
og óþvingaður flutningur auð-
magnsins milli landanna. yrði
til bess að atvinnuleysi hyrfi,
vöruverð ’ækkaði. tekjurhækk-
uðu. bæði hjá verkamönnum
og atvinnurekendum. En Ffna-
hagsbandalagið flutti fólkinu
allt annað en það sem ménn
höfðu lofað. Hin , ski'yrðis-
lausa ful!komnun“ hefur ekki
á nokkurn hátt brevtt eðli
auðhringanna. Kerfisbinding
oa fram’eiðs’uhátta innan hinna
„sev“. hefur a’drei komizt á
þvíl’kt stig. Gróðinn hefur
runnið í skaut hinna stóru
auðhrin.^a, sem hafa gleypt
av,an vinnmainn, við aukna
séróaefingu og tæknilegar fram-
farir.
Hinar 35 stærstu auðhringa-
samsteypur j . „Litlu-Evrópu“
(þ.e. sexveldin) höfðu á árun-
um frá 1957 til 1961 þrefald-
að gróða sinn: En hvað hlutu
verkamennirnir á sama tíma?
Svarið er auðve'.t. mjög vax-
.andi verkfallshreyfingu.
I staðinn fyrir að efna lof-
orðin um tekjuaukningu verka-
manna. hafa menn ýmist stöðv-
,að hana eða blátt áfram skorið
launin niður. „Hið háa kaup,
myndi leiða af sér að vér yrð-
um neyddir út af mörkuðun-
um“, segja atvinnurekendurn-
ir. „Ef þið viljið hafa hærri
laun, yrðum við klemmdir fast-
ir i samkeppninni, og ættum á
hættu að verða að loka verk-
•smiðjunum“. Þessi söngur á
ýmsum tónum, heyrist daglega
í Frakk'andi. Belgíu, Ítalíu og
Vestur-Þýzkalandi, a’staðar.
Til þess að fá gott orð á sig
hjá broddum Efn"hagsbanda-
lagsms reyna auðbringarn'r að
þvinga kaunið niður samtimis
því að þeir kref’ast stóraukinn-
ar fram’e'ðs'u. Ennfremur ber
að mirnast. að þrátt fyrir
hækkaða tol'a o.g tæknilegar
framfarir. hefur vöruverð ekki
lækkað, það hefur þvert á
móti stigið fram úr öllu hófi.
í Vestur-Þýzkalandi hafa blátt
áfram al'ar nauðsynjavörur
kerfisbundið hækkað í verði.
Eftir nýjum hagfræðilögum. frá
fjármálaráðuneytinu í Nord-
rhein Westfp'en, sem er stærsta
sam.bandsfylki Vestur-Þýzka-
lands, eru greiðs’.ur fyrir
nevz’uvarnin0 árið 1962 í sam-
anburði við 1961 hækkaðar um
5,3%, en matvörur einar hafa
hækkað um 7,3%. Á Ítalíu hef-
ur visitalan i samanburði við
1953 stöðugt hækkað. og er nú
í júní 1962 122.9 stig. hækkun
neyzluvara frá í júní 1961 hef-
ur numið 5,5%. Einnig í Hol-
landi hafa neyzluvörur veru-
lega stigið í verði.
í Rómarsamningnum er gert
ráð fyrir „iöfnun“ vinnu'auna
og vinnuskilyrða innan landa
Efnahagsbandalagsins. Sumir
verkamenn eru svo barnalegir
að trúa því, að foringiar sósíal-
demókrata hafi rétt fyrir sér,
er þe:r fullvrða ,að bessi „jöfn-
un“ þýði hækkun lífskiaranna.
hitt er sannara að . iöfnunin’*
er niðurávið, þ.e, lækkun hjá
þeim sem betur eru settir.
Menn mocín m-’-i v,„: {
þessu sambandi, að meirihluti
fjármagns þess í löndum Efna-
hagsbanda’agsins sem liggur í
félagslegum stofnunum er
beint runnið úr vasa verka-
manna.
Það er eftirtektarvert. að
undir þéssum kringumsfæðum.
hafa beih meðallaun t.d. í
Frakk^-ndi í 4as lækkm sið-
an 1957. Kjör almennings i
Be’gíu hafa versnað, sérstsk-
lega eftir 1960, að lög voru
samþykkt þar í landi. sem
„fvrst”“ Þunob"“Vkam'r b"=vk-
uðu óbein.a skatta og minnk-
uðu félags’egar tr.vggingar j
veigamiklum atriðum.
Atvinnu’.eysið er að verða
a’variegt vandamál í mörgum
löndum Efnahagsbanda'agsins.
Atvinnurekendur eru síður en
Framhald á 10. síðu.
Fimmtudagur 11. október 1962 — ÞJÖÐVILJINN — (7j