Þjóðviljinn - 13.10.1962, Qupperneq 7
Köstudagur 12. oktober 1962
ÞJOÐVILJINN
SÍDA 7
Það eru ekki aðcins hús í Lcníngrad. Þar eru líka grindverk.
Lenmgra,d er fræg borg, full
af frábærum húsum og sögu-
legum minjum. Hver sem
heimsækir hana freistast til að
skrifa eitthvað, er er þó í
mikilli hættu: hvernig á hann
að skrifa svo um borg Péturs,
Katrínar, byltingarinnar og
Leníns, að grein hans verði
ekki tilbrigði við leiðarvísi
fyrir ferðamenn?
Eg kom fyrst til Leningrad
á hryssingslegu haustkvöldi
árið 1954. í lestinni írá Hels-
inki sátu tveir íslendingar.
Einir. Bería var nýfallinn, 1.
s. g. Það var maður frá Intú-
rist á .iárnbrautarstöðinni sem
ók okkur á hótel Astoría til
kvöldverðar. Þótt undarlegt
megi virðast var þetta í fyrsta
sinn að ég kom á veitingahús.
Salurinn var undarlega íburð-
armikill og óþekkt matvæli á
borðum. Þessi máltíð hefði
verið mér enn meiri atburður
hefði ég vitað að þegar Hitler
hóf umsátrið um Leningrad
hafði hann ákveðið að hér í
þessum sal skyldi haldin þýzk
sigurhátið. Gestum hafði meira
að segja verið boðið og þeim
úthlutað sætum. Þetta er kall-
að þýzk nákvæmni — fyrir-
bæri sem íslendingar eru sér-
staklega hrifnir af. Svo hrifnir
að þeir ætla að ganga í Efna-
hagsbandalag Evrópu.
Svipir á Nevskí
Svo var ekið eftir Nevskí
prospekt út að Moskujárn-
brautarstöðinni. Það var myrk-
ur og rigning. Hailir og stjórn-
arbyggingar keisaranna röðuðu
sér á árbakka Nevu. En horn-
rétt á fljótið tlom Nevskí pro-
spekt, verzlunargata borgar-
innar Þetta vissi ég ekki. Hér
átti Zingér mikið hús, sem nú
nefnist Bókahúsið. Hér var
tizkuverzlun sem kölluð var
Dauði karlmannanna. Þessi
gata var og er til spássering-
ar, til að sýna sig og sjá aðra
Gogol skáld lýsir henni vel.
Á morgnana komu betlarar og
biðu eftir því að fóthvatir
Ganymedar kaffihúsanna hentu
í þá hörðum kökum. Siðar
komu embættismenn með
barta og yfirskegg, ja hvílíkt
yfirskegg, yfirskegg sem menn
hafa helgað hálfa ævi sína,
yfirskegg sem eru ávöxtur
langrar árvekni um daga og
nætur. Og svo komu dömur
með mitti á við flöskuháls,
dömur sem menn geta lyft
með jafnmiklum léttleik og á-
nægju og kampavínsglasi að
vörum sér.
Það var á Nevski prospekt
að listamaðurinn Pískaréf sá
töfrandi fagra stúlku. Um unga
og upphafna sál hans hríslaðist
gleði og ást. En því miður var
þessi stúlka skækja og lista-
maðurinn dó af sorg. Þetta
gerðist á fyrri hluta nítjándu
aldar þegar allar bækur fjöLl-
uðu um sorglegar andstæður
draums og veruleika. Það var
líka á Nevskí að liðsforinginn
Pirogof kom auga á fótnetta
þýzka konu. Gerði hann hosur
sínar grænar fyrir konunni og
var að kyssa fót hennar þegar
að Kom eiginmaður hennar
Schiller, blikksmiður og nef-
tóbaksmaður. Barði Schiller
liðsforingjann. Pírogof dó samt
ekki. af sorg og blygðun held-
ur fékk hann sér kaffl og kök-
ur á vertshúsi og fór á ball
um kvöldið; Af þessari sögu
má réttilega draga þá ályktun
LENINGRAÐ I
að það er miklu hættulegra að
vera listamaður en hermaður
Áning
En Leningrad sá ég í raun
og veru ekki fyrr en vorið
1959.
Á leiðinni var numið staðar
úti í skógi, þar var kynt bál,
sauðakjöt skorið í bita og
steikt á teini eins og tíðkast
í Kákasus. Því var skolað nið-
ur með brennivíni. Þarna
kynntumst við allsendis óvænt
tveim fjölskyldum sem voru á^.
sömu leið. Annar eiginmann-
anna hafði þrettán ár verið í
fangabúðum og 1 útlegð fyrir
þær sakir að hann var sonur
„óvinar þjóðarinnar", mikils-
háttar trotzkista ef ég man rétt.
Þessi maður var fullur af orku
og kæti. Það var alveg furðu-
legt og ég gat ekki haft af
honum augun. Hann söng
kvæði úr útlegðinni. Eg man
óljóst eftir grínkvæði um sov-
ézkan verkfræðing sem kemur
til Marseille og kemur þá
stétta-róvinurinn askvaðandi og
vill kaupa af honum sovézk
framleiðsluleyndarmál. Þennan
söng höfðu þeir samið sem
dæmdir voru fyrir njósnir sem
aldrei áttu sér stað.
Morguninn eftir gekk ég nið-
ur að tjörn og sá froska í
fyrsta skipti á ævinni. Þetta
var um vor og þeir létu vel
hver að öðrum. Þetta var fög-
ur sjón og drottins blíða yfir
landinu. Samyrktar kýr stóðu
í votu grasinu og spáðu góð-
um hagskýrslum fyrir héraðið.
Við komum til Leningrad
rétt fyrir páska. í Alexander-
Nevskí dómkirkjunni gengu
trúaðir til altaris. Tannlitlar
kionur stóðu í biðröð og biðu
eftir því að fá sinn skammt
af heilagri kássu. Ungur og
herðabreiður prestaskólastúd-
ent mataði konurnar. Tvær
ungar konur sem voru með í
förinni horfðu á piltinn með
vanþóknun og sögðu: honum
væri nær að læra rennismíði
þessum.
Sögufrægt skýli
Um þetta leyti var fyrsti
maí haldinn hátíðlegur með
hornablæstri og áætlunum um
húsbyggingar. Við ókum útí
Razlíf. Þar stendur enn ófull-
komið skýli, ég held úr grein-
um og hálmi. Hér faldi Lenín
sig 1917 skömmu eftir heim-
komuna frá Sviss þegar aftur-
haldið ætlaði áð gera út af við
hann. Lenín kom ásamt nokkr-
um bolsévikum öðrum í lok-
uðum j árnbrautarvagni yfir
Þýzkaland eftir febrúarbylt-
inguna sem steypti keisaran-
um. Gula presáán kallaði hann
'njósnara og agent Vilhjálms
keisara. Blöðin .veltu líka
vöngum yfir því hve aiikið fé
hann hefði fengið fyrir land-
ráðastarísemi. Og þegar hann ...................
var að flýja undan lögregl-
unni birtu blöðin áreiðanlegar
fregnir af því að Lenín sæti
að svalli með vafasömu kven-
fólki í Stokkhólmi' og ysi fé
á báðar hendur. Þá sat hann
i þessu skýli, dulbúinn sem
finnskur sláttumaður hjá
bónda þar í grend og skrifaði
greinar í Prövdu um verkefni
róttækra verkamanna.
. . . alstaðar brcgður sagan fyr-
irir þig fæti. Venjulegur ljósa-
staur er settur saman úr spjót-
um, sverð og skjöldur skrcyta
hann og efst trónir hinn keis-
aralegi örn.
Lenín var ekki einn í þessu
hreysi. Zínoféf — einn þeirra
sem síðar var dæmdur undir
Stalín — var þar með honum,
enda lágu þeir báðir • undir
sömu ákæru. Þetta vissi ég
ekki árið 1959. En f fyrra
skrifaði Emil Kazakévitsj sögu
sem heitir „Bláa stílabókin"
Þessi saga er einmitt um dvöl
þeirra Lenins og Zínoféfs í
Razlíf.Sagan er um margt at-
hyglisverð. Hún er ekki bein
línis um þessa tvo menn, held-
ur er i henni teflt saman
tveim sjónarmiðum í stjórn-
málabaráttu og stllað upp á
nútímann. Spurt er um það
hvort sé hægt að treysta al-
þýðunni. Lenín segir i. sög-
unni: Ef þú bíður ósigur,
reyndu ekki að túlka hann
sem sigur, ef þú fellst á mála-
miðlun, kallaðu það þá mála-
miðlun .... ef kringumstæður
neyða þig til að breyta um
stefnu, reyndu ekki að láta
sem þú haldir sama striki ....
Það er heimskuleg pólitík að
vera óhreinskilinn við fjöld-
ann til að „blekkja fjand-
manninn" .... Guð gefi að
pólitík flokksins verði ekki
ráðin i leynd, einhvers staðar
uppi á hæðum, af því að for-
ingjarnir álíti sig svo vitra og
alvísa — en fjöldanum verði
svo sagður hálfur sannleikur-
inn, ögn af sannleikanum ....
Leiðtogi er sá sem kann að
sannfæra án þess að fulilt
skoðanafrelsi sé skert ....
Þessi saga er einnig athyglis-
verð fyrir þær sakir, að þótt
í Sovétríkjunum hafi að und-
anförnu verið skrifað töluvert
um menn sem dóu saklausir
1937, þá hefur oftast, enn sem
komið er, þeim verið sleppl
sem dæmdir voru í opinberum
réttarhöldum — mönnum eins
og Búkharin, Kaménéf, Zínof-
éf. í „Bláu stílabókinni" kem-
ur slíkur persónuleiki í fyrsta
skipti fram í eðlilegri birtu í
bókmenntum eftir langa þögn.
Einn af þekktustu leikstjórum
landsins mun senn hefjast
handa um að kvikmynda þessa
sögu.
Keisarahallar, klassískur rit-
höfundur, Lenin, umsátrið —
kennir ekki of margra grasa í
þessari litlu grein? En svona
er Leníngrad. Þú ferð um
þessa borg og alstaðar situr
sagan fyrir þér og bregður fyr-
ir þig fæti. Þú neyðist til að
líta í kringum þig þótt ekki
sé nema örstutta stund.
Mjélk úr
vélkú
Starfshópur vísindamanna x
Bretlandi hyggst á þcssu ári
bjóða til sölu mjólk sem
ekki kemur úr spena nokk-
urrar skepnu.
Dr. Frank Wokes, fraip-
kvæmdastjóri Rannsoknar-
miðstöðvar jurtanæringar f
Watford í Herfordshire
skýrði frá þessu fyrir nokkru.
Hann kvað það von sína og
samstarfsmanna sinna, að
áður en árið væri á enda
gæti tekið til starfa tilrauna-
verksmiðja sem framleiðir
mjólk án hjálpar nautpenings
! eða annarra húsdýra-
f tilraunum í rannsóknar-
stöðinni hefur vísindamönx-
um tekizt að framlciða vökva,
sem þeir kalla mjólk, með
því að merja saman bauna-
belgi, yztu blöðin af hvítkáli
og annað slíkt grænmeti sem
ekki þykir hæft til manneldis.
Maukið er hitað eftir ákveðn-
um reglum þangað til eggja-
hvítuefni fellur út. Síðan er
bætt við fjörefnum, steinefn-
um, jurtafeiti og kolvetnum.
Ekki vill dr. Wokes halda
því fram að mjólkin sem
þeir félagar fá úr vélkúnni
sé að öllu leyti fremri kúa-
mjólk. Að næringargildi gef-
ur blandan lcostgóðri kúa-
mjólk lítið eftir, segir hann,
en mikluin erfi'ðleikum er
bundið að iosna við grænan iit
á vélmjólkinni. Ekki hefur
enn tekizt að eyða með öllu
: daufum grænmetiskcim.
Þegar það vandamál er
Ieyst verður vélmjólkin sett
á markaðinn, bæði fljótandi
og í mynd mjólkurdufts. i
hvorri mynd sem er á hún
að geta keppt við kúamjólk J
hvað verð snertir.
■
■
Dr. Wokes viðurkennir að :
ekki sé annað fyrirsjáanlegt !
en að nóg verði að gera bæði f
fyrir vélkú hans og kýr með ■
holdi og blóði um langa fram- |
| tíð.
: „Það verður aldrci nóg •
• kúamjólk á boðstólum til að •
• seðja allan barnagrúann á j
• jörðinni né útrýma skortinum J
j á eggjahvítuefnum,“ segir •
f hann. „En birgðir af jurtum og ;
• jurtahlutum eins og þeim sem j
j við notum eru óþrjótandi.“
Einkum verður mjólkin úr ■
vélkúnum sönn lifsins veig j
fyrir börn í löndum eins og f
Indlandi og öðrum hitabeltis- f
löndum, þar sem skorturinn f
á eggjahvítuefnum í fæðunni j
er mestur, segir dr. Wokes. f
Rannsóknarstofnunin í Wat- f
ford hefur lengi haft náið f
samband við aðra stofnun í j
Mysore á Indlandi, sem starf- j
ar að mjólkurgerðartilraun- f
um með svipuðum aðferðum. f
! ..............................J
Reynt að kannna hvort líf er á MARZ og hvernig stjörnur verða til
Stjörnukíki verður lylt
útfyrir lofthjúp jarðar
Æfingar eru hafnar
undir tilraun til að
skoða hnettina í geimn-
um með hjálp stjörnu-
kíkis sem loftbelgir
verða látnir bera hátt í
loft. Myndir sem þann-
ig verða teknar af Marz
geta ef til vill skorið
úr hvort líf er á þess-
um nágrarlna jarðar.
Bandariski flotinn stendur
straum af þessum tilraunum,
sem munu kosta margar millj-
ónir dollara. Vísindamenn í
þjónustu flotans segja í grein-
argerð um tilraunina að þeir
geri sér vonir um að hún valdi
„byltingu i stjörnufræði".
í fyrsta skipti ætti mönnurn
að takast að sjá stjömurnar
eins og hluti með ákveðna lög-
un en ekki aöeins ljósdepla eins
og hingað til. Einnig er hugs-
anlegta að úr þvi fáist skor-
ið hvemig stjömumar verða
til.
Við tilraunina verður notaður
stjörnukíkir 36 tommur i þver-
mál, en það þætti vænn kik-
ir í stjörnutumi á jörðu niðri.
Tveir loftbelgir eiga að lyfta
kíkinum svo hátt að andrúms-
loftið torveldi ekki lengur sýn
út i geiminn.
Kíkinum verður stjórnað með
útvarpsmerkjum frá vagni á
jörðú niðri. Sjónvarpssamband
á að gera stjórnendunum fært
að horfa bæði i miðið á kík-
inum og kíkja út í geiminx*
með hjálp hans.
Má ekki hreyfast
Báðar sjónvarpsmyndavélari,
ar eru til þess ætlaðar að auð-
velda stjómendunum að miða
kíkinum. Myndavél og litrófs-
mælir fylgjast með því sem
honum er miðað á.
• Þýðingarmestu tækin í þess-
ari tilraun eru þau sem von-
azt er til að haldi kikinum
kyrrum eins og honum er miðað,
hvað sem loftbelgimir sem bera
hann sveiflast og snúast Mið-
ið má ekki breytast um meira
en sex milljónustu hluta af
gráðu á klukkutíma, ef skýr-
ar myndir eiga að nást af hlut-
um sem sjást dauft.
Loftbelgjunum verður stjórn-
að með útvarpsbylgjum úr
flugvél. Þeim verður haldið i
26.000 metra hæð þær nætur
'em þeir verða á lofti.
Tilraunir eiga að hefjast í
^hcúar eða jaarz. L A'.eíux jú-
lægt bænum Palestine í Tex-
as. Þá mánúði verður Mar2
i jarðnánd, en það gerist einit
sinni á hverjuih tveim árum.
Vitneskja sem fæst um Marz
með athugunum í loffkíkinum
ætti að koma að miklu gagni
tveim árum síðar, en þá er
ætlunin að skjóta athugunar-
tækjum í nánd við reikistjöm-
una. Vonazt er til að könnun
með þeim á Ijósi sem endur-
kastast frá dökku blettunum
a yfirborði hnattarths.-fái skor-
ið úr hvort þeijú er.u þaktir
gróðri. Hugsanlegt er að loft-
kíkirinn sjúlfur veiti slíka vit-
neskju.
$
'■ "|R.'ífi'' .
Þrefalt nákvæmari
í ágúst næsta ár'ibr svo ætl-
Framixald. á_8. síðu.
i
4