Þjóðviljinn - 14.10.1962, Page 3

Þjóðviljinn - 14.10.1962, Page 3
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. október 1962 SfÐA 3 Vitnisburður eins af framkvæmdasf jjórum EBE Góiærinu Siiil 1 BRUSSEL 12/10 — Einn af deildarforsetunum í framkvæmdanefnd Efnahagsbandalags Evrópu, Robert Marjolin, sem fer með efnahags- og fjár- mál, sa/;ði í dag á blaðamannafundi í Brussel að við j>ví mætti búast að hinn öri vöxtur í efnahags- lífi aðildarríkja bandalagsins tæki brátt enda og ekki væri ósennilegt að þau stæðu frammi fyrir langvarandi efnahagsörðugleikum. Hann taldi þó að næsta ár myndi verða hagstætt þegar á heildina væri litið, en lagði jafnframt áherzlu á að nauðsyn- legt væri að vera á varðbergi og myndi framkvæmdanefnd bandalagsins undirbúa ráðstaf- anir til að draga úr afturkippn- um. Þar væri þó ekki um að ræða neina samræmda áætlun, heldur myndu ríkisstjórnir að- ildarríkjanna beðnar um að gera í tæka tíð nauðsynlegar ráðstaf- anir. Minni aukning Marjolin lagði fram tölur máli sínu til stuðnings og sýndu þær að samdráttur er þegar far- inn að gera vart við sig í efna- hagslífi bandalagsríkjanna og munu hlutfallstölur framleiðslu- aukningarinnar verða lægri i ár en í fyrra. Sennilega mun iðnaðarfram- leiðsla allra aðildarríkjanna aukast á þessu ári um 5,5 af RÓSTUR I ADEN Eins og vikið er að í pistli hér á síðunni í dag hefur verið róstu- samt undanfarið í brezku nýlendunni Aden á suðvesturhorni Arabíuskaga. Bretar hafa reynt að tryggja völd sín í nýlendunni til frambúðar með nýjum stjórn- lögum, sem fela að vísu í scr nokkra réttarbót, en er þó fyrst og fremst ætlað að tefja fyrir því að íbúar nýlendunnar öðlist fulit sjálfstæði. Þessi fyrirætlun hefur vakið mikla andstöðu meðal Adenbúa og bcittu verkalýðsfélög nýlendunnar og Sameinaði sósíalistaflokkurinn sér fyrir mótmæla- aðgerðum. Féllu nokkrir menn í átökum við brezka herlögreglu, en þá var myndin að ofan tekin. hundraði, en mikill munur er á þróuninni í hverju þeirra. Aukn- ingin mun verða njest á Ítalíu eða 6 prósent, síðan Frakkland með 5, Vestur-Þýzkaland með 4, Belgía með 3,5 og Holland lægst með 2,5, en þar er aukningin varla meiri en fólksfjölgu.nin. Stöðvun útflutnings Alger stöðnun virðist komin í útflutning bandalagsríkjanna til landa utan þess og hefur hann ekki aukizt neitt síðan í maL Á hinn bóginn hefur innflutningur til bandalagsríkjanna aukizt verulega og neyzlan samtímis. Verðlag hefur hækkað stórlega, 'einkum á matvörum. Horfur væru á því, sagði Marjolin, að verðmæti þjóðarframleiðslunnar í heild í öllum bandalagsríkjun- um myndi aðeins aukast um 4 prósent næsta ár, en aukningin mun í ár nema milli 4,5 og 5 prósent. Ollu vonbrigðum Hann vék einnig að efnahags- þróuninni í öðrum vesturlöndum og sagði m. a. að vaxtarmáttur bandarísks efnahagslífs hefði ekki reynzt eins mikill og menn hefðu gert sér vonir um fyrir hálfu öðru misseri. Nýr flokkur gegn clE í Bretlandá LONDON — í Thetford fyrir norðan London hefur verið hald- inn stofnfundur nýs stjómmáia- flokks sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni að berjast gegn aðild Bretlands að Efnahags- bandalaginu. Plokknum hefur verið gefið nafnið Sameinaði brezki flokkurinn. Forsprakki hans, Frank Jordan að nafiii, segir að flokkurinn myndi geta boðið fram í 32 kjördæmum ef kosningar yrðu haldnar innah sex mánaða Hið nýja Alsír Ben Bella boðar nánara samstarf við Sovétrfkin ósborne ræðst á -bandalagið ALGEIRSBORG 13/10 — Það verður ljósara með hverjum degi að ráðamenn hins nýja Alsírs ætla að forðast að lenda í sömu gryfju og forráðamenn sumra annarra nýfrjálsra ríkja að ánetjast hin- um gömlu nýlenduveldum og snúa baki við sós- íalistísku ríkjunum sem voru þeirra traustasta stoð í þjóðfrelsisbaráttunni. Frá því var skýrt í Algeirs- borg í gær að Ben Bella forsæt- isráðherra hefði lagt til að Alsír og Sovétríkin tækju upp nánara samstarf sín á milli og treystu vináttubönd sín. Ben Bella hefur sent Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, þakkarskeyti fyrir árnaðaróskir hans vegna sjálfstæðis Alsírs og myndunar hinar nýju ríkis- stjórnar. Ben Bella segir að vin- ótta sú sem Sovétríkin sýndu Serkjuo? & .hinum erfiðu árum þjóðfrelsisbaráttunnar sé trygg- ing fyrir árangursríkri samvinnu þjóðanna framvegis. Eg er sann- færður um að vináttubönd milli þjóða okkar munu eiga eftir að styrkjast enn, báðum þjóðum til hagsbóta, enda berjast báðar gegn heimsvaldasinnum og fyrir framförum og friði í heiminum, segir Ben Bella í svari sínu. Fer til Moskvu Ben Bella, sem verið hefur í INew York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, hefur sem kunnugt er þegið boð Castros að Ikoma til Kúbu. Og i gær var 'frá því skýrt í New York að hann hefði tekið boði frá Krúst- joff um að koma í heimsókn til Sovétríkjanna. Það var Gromiko utanríkisráðherra sem bar hon- um boð Krústjoffs. Enn mun ekki ákveðið hvenær úr heim- sókninni verður. Krafðist aðgferða I ræðu þeirri sem Ben Bella flutti á allsherjarþinginu krafð- ist hann þess að samþykkt SÞ um nýlendumálið yrði fram- kvæmd með raunhæfum aðgerð- um og ráðstafanir gerðar til að refsa þeim nýlenduveldum sem virtu samþykktina að vettugi. Hann krafðist einnig að Kína fengi tafarlaust aðild að sam- tökunum. LONDON — Hið kunna brezka leikskald, höfundur leikritsins „Horfðu reiður um 0x1“, John Osborne, segir í grein í viku- blaði vinstrimanna í Verka- mannaflokknum, Tribune, að Efnahagsbandalag Evrópu sé „stórkostleg blekking“. Hann ræðst á brezku stjórnina fyrir viðleitni hennar að ánetja Bret- land bandalaginu og segir að samvizka Bretlands hafi lengi verið til leigu, en nú sé hún boðin til sölu. „Bretlandi má líkja við gamlan flæking sem stendur við bakdyrnar og reyn- ir að betla sér gamla skó“, seg- ir Osborne. Bretum gengur i!la að semja BRUSSEL — Lítið miðar í áttina í samningaviðræðum Breta við Efnahagsbandalag Ev- rópu. Samningamaður Breta, Heeth, hafði lagt til að banda- lagið gæfi brezku samveldis- löndunum frekari ívilnanir en um hafði verið samið áður, en fulltrúi Frakka var því alger- lega andvígur að farið yrði aft- ur að ræða um atriði sem þeg- ar væri búið að semja um. Konungshöllin í Sana í Jemea Það hefði mátt ætla að vinir frelsis og lýðræðis hefðu fagnað þeim atburðum sem gerðust í Arabaríkinu Jemen í fyrri viku, þegar flokkur uppreisnarmanna undir f or- þeirrar sem stjórnað hefur dandinu með slíkri harðýðgi að ■'slíkg' Tnutiu - fá dæmi, síð- an landið losnaði undan Tyrkjum í lok fyrri heims- ■'.styrjaldar, en það verður þó 'ekki ráðið af viðbrögðum stjórna og blaða á vesturlönd- um. Ahmed konungur, sem hafði viðurnefnið „djöfull" og það ekki að óverðskulduðu, lézt á sóttarsæng eftir að hafa „ríkt sem harðstjóri í 14 ár, lifað af margar uppreisnir, og hafði hann yndi af að gera hina fjölmörgu óvini sína höfðinu styttri fyrir augum almennings," eins og banda- ríska vikublaðið TIME komst að orði. Þegar sonur hans, krónprinsinn el Badr, tók við Völdum, gripu hinir „fjöl- mörgu“ andstæðingar harð- stjórnarinnar tækifærið og náðu völdunum í sínar hend- ur. Fyrst var Sagt að el Badr hefði fallið í þeim átökum, en síðan kom á daginn að hann hafði haldið lifi og komizt undan. Hassan föður- bróðir hans hefur hins vegar tekið við forystu ættarinnar. Fréttir af því sem síðan hefur gerzt í landinu eru mjög óljósar, en fyrstu er- lendu fréttamennirnir sem komust til höfuðborgarinnar Sana, t.d. fréttaritari Reuters, t höfðu þá sögu að segja að augljóst væri að uppreisnar- menn eða lýðveldissinnar undir forystu Sallals ofursta hefðu þar öll völd í sínum höndum og nytu eindregins stuðnings alls fólksins. Lýðveldissinnar hafa sakað Saudi-Arabíu og Jórdaníu um að hafa sent her rpanns inn í landið í því skyni að steypa lý.ðveldisstjórninni og koma hinni hötuðu konungsætt aft- ur tiil valda. Engar áreiðan- legar fréttir hafa borizt af vopnaviðskiptum, en þegar þetta er skrifað virðist sem lýðveldissinnar séu enn traustir í sessi og boðuð hef- ur verið koma Sallals ofursta til Kaíró að ræða við Nasser forseta. Sovétríkin urðu fyrst allra ríkja til áð viðurkenna lýðveldisstjórnina. Hún lýsti þegar eftir valdatökuna yfir að hún myndi leita aðstoðar hjá öllum vinarikjum, og þá fyrst og fremst frá Egypta- landi. Á hinn bóginn er vitað að Saudi-Arabía og Jórdanía njóta stuðnings Bandaríkja- HVAÐ ER mGERAST? manna og Breta og einvaldar þeir sem þar ráða, konung- arnir Hussein og Ibn Saud, eiga allt sitt undir vináttu þessara voldugu ríkja. Vest- urveldin sem annars hafa oft verið æði fljót að viðurkenna byltingarstjórnir hafa að þessu sinni haldið að sér hendinni. Og ástæðan er aug- ljós: Þau óttast að valdataka lýðveldissinna í Jemen muni draga dilk á eftir sér í öðr- um ríkjum eða ríkjanefnum á Arabíuskaga. Bretar hafa t. d. að undanförnu átt mjög í vök að verjast í nágranna- landi Jemens, Aden, þar sem verkalýðshreyfingin hefur risið gegn fyrirætlunum þeirra um að treysta nýlendu- hlekkina. Bandarisku olíu- hringarnir sem ráða* einir yfir hinum auðugu olíulind- um Saudi-Arabíu og eiga sterk ítök annars staðar á Arabíuskaga óttast að sjálf- sögðu hverja þá stjórn sem kynni að vilja hagnýta auð- lindirnar í þágu eigin þjóðar. Þegar þetta er haft í huga verður skiljanlegra að blöð á vesturlöndum skuli nú hafa uppgölvað þá miklu hættu sem er á ferðum í Jemen, að Sovétríkin og heimskommún. isminn muni fá þar ítök og aðstöðu. Frelsi og lýðræði verða oft næsta léttvæg hug- tök á vogarskálunum. begar þau eru vegin á móti þeim verðmætum Sem talin verða í dollurum eða sterlingspund-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.