Þjóðviljinn - 27.10.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.10.1962, Blaðsíða 2
2 SÍ»A ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1962 Fáein orö um Kúbumyndina Magnús Á. Árnason sýnir í Bogasalnum Málgögn lýðræðissinna minntust sautjánda afmælis- dags Sameinuðu þjóðanna af alvöru og festu, svo sem sæm- ir blaðakosti tryggustu tals- manna frelsis og mannrétt- inda um heim allan En því miður fór minna fyrir hátíðagreinunum en vert væri. Það var lítið pláss í blöðunum þessa daga. Þau voru nefnilega önnum kafin við að mæla hnefarétti bót sem hinni ágætustu stefnu i samskiptum þjóða. afsaka hann og sýna fram á hver nauðsyn það er hinum frjálsu þjóðum. að þeir ..tæknivæddu villimenn“, amerikanar. grípi til frumskógasiðgæðis ef þeim mætti eitthvað hægiast móð- ursýkin sem aldrei leikur þá verr en á þeim trúð’eiks- os pípara tímum (showbusiness) sem þarlendir kalla kosning- ar. Einkum var þó skrítið að sjá Tímann, blað íslenzkra bænda. sem eru þekktir að sjálfstæðri og heiðarlegri •hugsun. að sjá þetta málgagn þeirra smána sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt lítillar eyþjóðar og það vegna þess að þar eru herstöðvar. En hér mun þó frekar gæta áhrifa Varðbergsseggja sem vilja nú sýna djörfung og dug þegar eyríkið Kúba hygg. ur nú á (svo sem sannað hef- ur verið með Ijósmyndum úr lofti) landvinninga og ætlar sér »ekki minna (svo sem eínnig hefur verið sannað með Ijósmyndum úr lofti) en heimsálfuna Ameríku. Og munu lýðræðissinnar í gjör- vallri Suður-Ameríku fagna þessu vinarþeli þvi alltaf er munur að mannsliðinu. En nú vill svo vel til að sýnd verður heimildarkvik- mynd frá Kúbu ; Háskóla- bíói á morgun, sunnudag, og geta þá allir lýðræðissinnar séð með eigin augum siði og háttu þessarar eyþjóðar. ógn- valds frelsisunnandi Amer- íkuríkja Mynd þessa gerði einhver snjallasti kvikmyndari Ráð- stjórnarrikjanna. Roman Karmen. Hann dvaldi á Kúbu í þrjá mánuði haustið 1960 og var annan eins tíma að klippa myndina og fullgera Þvi höfuðverkefni og vandi kvikmyndarans (við heimild- arkvikmyndir) er að velia þau atriði sem hann sýnir. þannig að þau gefi sem bezta og sannasta mynd af þvi sem hann siálfur sá Og eðli’ega velur hann þær myndir sem skírast tala máli kvikmynd- arinnar KvikmV^dir eic"> sér nefnilega sitt eigið mál og þetta mál verðum við að Skilia til að geta notið mynd- arinnar. Þegar við sjáum t.d. stúlku ljúka við að púðra sig og stvnoa núðurdósinni piður í skúffu og siáurn þar skamm- byssu skilium við að þetta er ekki hótfyndni en mál kvikmyndarinnar. í einni mynd svnir hann okknr djúpt inn i ákveðnar aðstmður. Þegar þeir sem áður hírð- ust í hrevsum fella bessi hrevsi er þeir flvtia i nýjar íbúðir skilium við pð þett.a er ekki bamalegur áróður he’d- ur mikil’ sannleikur einföld mvnd sem rís og verður að islandi ber að stuðla að sáttum A fundi í fyrradag gerði Islenzka friðamefndin eftir- farandi ályktun: fslenzka friðarnefndin lætur í ljós ótta sinn við það hættu- ástand sem skapazt hefur í alþjóðamálum með hafnbanni Bandarikjanna gagnvart Kúbu og skorar á Bandaríkin og Sovétrikin að forðast vopn- uð átök sem leitt geta til kjamorkustyrjaldar. Vér styðjum frumkvæði þeirra ríkja á þingi Samein- uðu þjóðanna sem leitast við að eyða styrjaldarhættunni og vinna að þvi að deilan um Kúbu verði leyst á friðsam- legan hátt og að æðstu leið- togar stórveldanna komi sam- an til fundar. Vér skorum einnig á Ind- verja og Kínverja að hætta vopnaviðskiptum og leysa deilumál sín með samningum. Vér itrekum kröfuna um bann við kjarnorkuvopnum og um algera afvopnun og afnám herstöðva og skorum á Sameinuðu þjóðimar að fylgja þessum kröfum eftir og létta af mannkyninu ótt- anum við yfirvofandi kjam- orkustyrjöld. Jafnframt beinir friðar- nefndin þeirri áskorun til rík- isstjómar Islands og Alþingis að fela sendinefnd sinni á þingi Sameinuðu þjóðanna að beita sér fyrir sáttum milli stórveldanna og að aflétt verði hafnbanninu á Kúbu. tákni. tákni sem segir okk- ur meira en margar ræður. Höfundur myndarinnar hef- ur sjálfur lýst því yfir, að það sem snart hann hvað mest er hann dvaldi á Kúbu við gerð myndarinnar var opnun stálhurðar í þjóðbank- anum. Hann skynjaði í þessu verki tákn sjálfrar bylting- arinnar og leitast við að koma þeim tilfinningum sín- um yfir til okkar áhorfend- anna. Höfundi er mjög gjarnt að bregða upp sterkum nærmynd- um Hann er ekki einungis að sýna okkur fólk heldur vill hann að við lesum þetta fólk — lesum i augu þess. Til dæmis nærmyndir af fólki með blóm við minningarat- höfp um byltingarhetjuna Camillo Hann sýnir okkur ekki aðeins alvörugefin and- lit með blóm, hann reynir á þennan hátt að vekja meö okkur skynjun á þvi hve fög- ur og hve sár þessi sorgar- athöfn var. Við gerð kvikmyndarinnar hefur hann forðast að setja nokkuð á svið — láta leika. Allt verður að verg eins og hann sá það sjálfur. Þetta kemur vel í ljós þegar hann segir frá atburðum sem löngu eru liðnir, t.d. í atriðinu þeg ar byltingarmennirnir 82 komu að landi og voru murk- aðir niður þannig að aðeins tólf stóðu eftir. Þá sýnir hann okkur aðeins umhverfið. síð- an sjáum við bát koma að landi og við förúm í gegnum sömu mýrarfenin og þeir brutust forðum. Höfundur auðgar myndina með gömlum fréttamyndum. jafnvel- frétt.amyndum sem sjálfir andstæðingarnir hafa tekið. Þetta eru aðeins sundur- leitir þankar svona rétt til að minna ó að heimildarkvik- mynd talar sinu %iei.n má1’ og við verðum að leitast við að skilja sannleikann oe til- finningarnar i einföidum myndum með djúpri merk- ingu. Annað er það, að margt kann að koma okkur spánskt fyrir sjónir Saga og örlög bessarar þjóðar eru okkur ó- kunn og framandi. Og við getum ekki skilið nútið henn- ar ef við bekkiivm ekki for_ tíðina. en við höfum lítil tö-k á því að skilja hana. þ.e.a.s. að skvnja hana, því við höf- um ekki lifað neitt svipað. sem betur fer. Oe kannski verður okkur erfiðast að skilja þetta fólk því umskipt- in i lífi þess og brennandi byltingarhugur gerir það nefnilega töluvert öðruvísi við eigum að venjast í vel- sælu viðreisnarþjóðfélagi. — M.J. Magnús Á. Árnason opnar i dag málverkasýningu í Boga- sal Þjóðminjasafnsins. Á sýn- ingunni eru 54 mélverk og tvær höggmyndir. Ár er liðið síðan Magnús hélt síðustu sýningu sína, og eru myndirnar á þess- ari nýju sýningu frá því í sum- ar. Mest ber á landslagsmyndum: þama eru flokkar mynda frá Þingvöllum, úr Hnappadal: Magnús hefur farið víða um suðvesturland í leit að viðfangs- efnum. Myndunum svipar flest- um mjög saman; yfir þeim er andrúmsloft rósemi og hófsemi. Það er ekki auðvelt að gefa heilli sýningu eitt einkunnarorð; kannski það mætti samt kalla þessar myndir vingjarnlegar. Eða réttara sagt: það hugarfar sem stýrir pensli mólarans. Á sýningunni eru einnig and- litsmyndir. Hún verður opin dag- lega klukkan 2—10 til fjórða nóvember. AsgerSur Búadóffir opnar sýningu á myndvefnaéi Ásgerður Búadóttir opnar í dag sýningu á myndvefnaði í vinnustofu sinni Karfavogi 22. A sýningunni eru 15 myndir og eru þær allar frá tveim síðustu árum. Á sýningunni er sléttur vefn- aður, og einnig er þar nokkurs- konar rya-vefnaður. Og það kemur fyrir að þetta tvennt Nýi Þjóðviljinn Það var ánægjulegur morg- unn, þegar nýi Þjóðviljinn birtist í dyragættinni í fyrsta sinn. Það þurfti ekki nema rétt að líta á blaðið til að sjá að þarna hafði verið gerð formbreyting, sem var veru- lega vel heppnuð. Það er oft- ast fljótséð þegar eitthvað er fullkomlega' heppnað eða þá fullkomlega misheppnað. Það er t. d. jafnaugljóst að Þjóð- viljinn nýi er glæsilegt blað. eins og það var auðséð að Mynd var ómynd. Síðan þennan ágæta laug- ardagsmorgun fyrir rúmri viku hefur það verið dagleg ánægja að skoða nýja blaðið okkar. Blaðamennimir hafa einnig gefið innihaldi þess nýjan svip. mér hefur fund- 'zt efni þess vaxa upp í form- ið — en þar er einmitt verk- efni okkar — allra meðlima Sósíalistaflokksins, ekki að- eins blaðamannanna, að tryggja að efni blaðsins hæfi hinum ágæta búningi. Við eigum að sjá til þess, að blaðið hafi alltaf fréttir að segja af jákvæðu, markvissu starfi, hvort sem það er á Alþingi, i sveitarstjórnum, verkalýðshreyfingunni, i flokknum sjálfum eða á hverj- um þeim öðrum vettvangi sem við látum okkur varða. Við verðum að hugleiða fordóma- laust allan pólitískan vanda sem á okkur leitar, og þó að Við komumst ekki ávallt að sameiginlegri niðurstöðu um fjarlægari atburði, á blaðið að vera nógu stórt til að rúma sjónarmið okkar allra, ogvera þannig verðugur spegill þess flokks, sem engum er háður nema meðlimum sínum, ís- lenzkri alþýðu. Okkur ber einnig að koma til blaðsins með áhugamál úr daglega lífinu, og benda því á hvar forvitnilegra tíð- inda er að leita. Nú þegar blaðamönnum hefur verið fjölgað eru áðstæður betri til að vinna úr slíku efni og á- bendingum. Með slíku starfi í stóru og smáu, er hægt að gæða bók- stafi blaðsins meira lífi og gera það eftirsóknarverðara blað einnig i augum annarra. en á þvi ríður öllu öðru framar að afla Þjóðviljanum samtímis fjölmargra nýrra á- skrifenda og trausts þeirra. Takist okkur það ekki, tekst ekki heldur að forða landi okkar frá því að verða út- sker sem „sterkir” menn suð- ur í Evrópu drottna yfir, og þá tekst ekki heldur að af- stýra því að fslendingar verði búnir að tapa þjóðemi og tungu eftir 100 ár. Við gerum okkur Ijóst hvað í húfi er, ef sama stjórnar- stefna fær að ráða hér enn um árabil. — Það er verk- efni okkar í dag og á morgun að gera öðrum það Ijóst með því að koma nýja blaðinu okkar í hendur þeirra. Adda Bára Sigfúsdóttir. vinnur saman. Einföld, stór, hrein form byggja upp þessar myndir . Ásgerður minntist á það, að myndvefnaður er enn tiltölulega sjaldgæfur hér á landi. Sýning her.nar mun til dæmis vera hin fyrsta hérlendis á myndvefnaði eingongu. Hinsvegar gerðist nú á okkar dögum erlendis mikil endurfæðing myndvefnaðar sem tengd væri hreinum, köldum veggjum þeirrar mónúmentölu byggingarlistar sem heimurinn býr við. Ásgerður Búadóttir stundaði framhaldsnám við Konunglega Akademíið í Kaupmannahöfn 1946—’50, en að námi loknu tók hún að leggja megináherzlu á myndvefnað. Myndvefnaðir hennar hafa komið fram á nokkrum sýningum erlendis, á alþjóðlegu listiðnaðarsýningunni í Múnchen 1956, þar sem henni voru dæmd gullverðlaun sýning- arinnar, á norrænni sýningu í Louvresafninu i París 1958—’59 og enn á alþjóðlegri sýningu i Munchen 1961. Hér heima hefur hún sýnt á nokkrum sýningum. Auk þess hefur hún gert mynd- skreytingar í ' bækur, teiknað mynzturgerðir fyrir verksmiðju- vefnað og gert skreytingar i byggingar (m.a. fyrir félagsheim- ilið í Njarðvíkum). Sýningin verður opin daglega milli kl. 2 og 10 fram til sjötta nóvember. N Á MÁNUDAG verða póstlagð- ar happdrættisblokkir til allra áskrifenda Þjóðviljans og eru mcnn beðnir að taka vinsamlega á móti þessari sendingu og af fullum skiln- ingi á þörf blaðsins fyrir fjár- hagslegan stuðning nú á þessum tímamótum í sögu þess. AÐ ÞESSU SINNI verður fyr- irkomulag happdrættisins með allt öðru sniði en síðast. Hér verður um skyndihapp- drætti að ræða og fei- dráttur fram 23. desember n.k. eða eftir aðeins tæpa tvo mánuði. VINNINGAR í happdrættinu eru mjög glæsilegir. Aðalvinning- urinn er Land-Rover jeppi að verðmæti kr. 123.000.00, en Land-Rover er nú einhver eftirsóttasta og vinsælasta bifreiðategund, sem flutt er til landsins. Aðrir vinningar í happdrættinu eru góðhestur með hnakk og beizli, sérstak- lega glæsilegur og eftirsóttur vinningur, verðmæti 25.000.00 ltr., sófasett frá Húsgagna- verzlun Austurbæjar, vcrð- mæti kr. 17.000.00, segul- bandstæki (Nordmende), verð kr. 11.000.00, 3 ferðaviðtæki (Nordmende), hvert á kr. 4.400.00 og 3 ferðaviötæki (Nordmende), hvert á kr. 3.600,00. Samtals eru þetta 10 vinningar að verðmæti 200.000 krónur. ÞAÐ ER VISSULEGA með mik- illi tregðu, sem Þjóðviljinn leggur út í þessa fjáröflun, en hjá því verður hins vegar eklri komizt af knýjandi nauðsyn. Á undanförnum mánuðum hafa flokksmenn og áskrifcndur blaðsins svo og aðrir velunnarar þess orð- ið fyrir miklum og fórnfrek- um útlátum í sambandi við Afmælishappdrætíið og hlutaf jársöfnunina til prent- smiðjunnar og enn verður að höggva í þann sama knérunn þótt þungt sé. Stækkun blaðs- ins, aukinn og bættur véla- kostur og endurbætur á hús- næði þess hafa kostað ærið fé og er blaðið stórskuldugt vegna allra þessara fram- ltvæmda. 1 trausti þess að lesendur hafi þegar séð nokk- urn árangur fórnfýsi sinnar í stærra og betra blaði snýr Þjóðviljinn sér nú til þeirra og Ieitar eftir stuðningi til þess að gera það fært að halda áfram á þeirri braut scm mörkuð hefur verið. Leggjumst öll á eitt um að gera Þjóðviljann að öflugu og skelcggu málgagni alþýð- unnar í baráttu hennar fyrir bættum lífskjörum og frjálsu og óháðu íslandi. Aldrei hef- ur börfin fyrir slíkt málgagn albýðunnar verið brýnni en nú. Fulltrúarráðsfundur á mánu- dag kl. 8,30 f Tjarnargötu 20. Nýtt verkefni flokksins á da'- skrá. — Sósíalistafélagið. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.