Þjóðviljinn - 27.10.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.10.1962, Blaðsíða 4
SIÐA WO¥>VTT,.TINN Laugardagur 27. október 1962 Skíðamyndir I dag kl. 3 síðdegis verða sérstaðar skíðamyndir í Tjarnarbæ á vegum Skíða- ráðs Reykjavíkur. I»að er austurriski skíða- frömuðurinn Otto Rieder sem sýnir nokkrar af- bragðs góðar skíðamyndir frá heimalandi sínu. Kvik- myndirnar sýna vel hina ágætu tækni og leikni aust- urrísks skíðafólks, en Aust- urriki hefur ávallt haft á að skipa mörgum úrvais- mönnum í skíðaíþróttinni. Þarna sézt m.a. á tjaldinu hinn viðfrægi kappi Toni Sailer við æfingar og í keppni. Það sakar ekki að geta þess að Rieder sýnir þess. ar myndir til ágóða fyrir íslenzka þátttöku í vetrar- olympíuleikum. Það er því tvöföld ástæða fyrir alla íþróttaunnendur að fara í Tjarnarbæ í dag. Hér er einstakt tækifæri til að sjá úrvals skíðamyndir, sem þvf miður eru alltof sjald- an á ferðinni. Og í öðru lagi er um leið hægt að styrkja skíðahreyfinguna til nýrra afreka. PELE — fékk 500 giftingartilboð 17 ára. Hann er núna talinn „bezti knattspyrnumaður í heimi“. knattspyrnunnar strandað á Pele sjálfum. Hann : hefur engan hug á því að fara burt úr heimaborg sinni frá ættingjum og Claude, vinkonu sinni. Auk þess græðir hann svo mikið fé í Santos, að hann getur vart hugsað sér hærri tekjur hjá nokkru öðru félagi. Pele hefur reynzt kænn fjár- málamaður, og hann hefur lag á því að láta knattspymusnilld sína og vinsældir færa sér fjár- fúlgur. Sem knattspymumaður hefur hann um 130.000 krónur í mánaðarlaun. Að meðtöldum aukaverðlaunum og viðbótar- tekjum ýmsum hefur hann í árslaun fyrir knattspyrnuna eina ekki minna en 3 milljónir króna. Auk þess fær hann mikl- ar tekjur af rekstri fyrirtækja sinna og fyrir auglýsingar, en ekki er vitað hversu háar þær eru. Kaupsýslumaðui Pele verzlar með húsgögn, byggingarefni og bækur, og hann á stórfyrirtæki í öllum þessum greinum. Þá sækjast allskonar fyrirtæki eftir að fá að nota nafn hans í auglýsing- um margvíslegra vörutegunda: upphæðir fyrir að Ijá nafn sitt. Nafn hans má sjá í auglýsing- um marbvíslegra vörutegunda: Kaffis, nuddolíu, iðnaðarvam- ings, bökunarvöru, vamarlyfs gegn skalla og listmunavam- ;ngs allskonar. Pele er núna aðeins 21 árs. i fyrra kom út. bók eftir hann (þó ekki rituð af hongm sjálf- um). Hún heitir „Þetta er ég, Pele”. Hann seldi þýðingar- réttinn á ensku og þýzku fyrir rúmar þrjár milljónir króna. Er það undir virðingu reykvískra knattspyrnumanna að leika fyrir hönd borgarinnar! Á miðvikudaginn skýrði einn af forráðamönn- um knattspyrnumála í Reykjavík undirrituðum frá því, að á laugardag (þ.e. í dag) yrði bæja- keppni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Búið væri að velja liðið sem ætti að keppa fyrir hönd höfuðborgarinnar. Allt væri í lagi með þá norð- anmenn, — þeir hefðu samþykkt að koma og leika leikinn. Sagði maðurinn að frétt um þetta yrði send blöðunum þá um kvöldið. Kvöldið leið og langt fram á nássta dag, og var þá farið að spyrja forráða- manninn hvað liði fréttinni. Heldur daufur í dálkinn og þó þungt niðri fyrir, sagði hann ' að hætt væri við leikinn. Það Honum var engrar undankomu auðið. Um leið og dómarinn blístr- aði til að gefa til kynna leikslok, þá þustu á- horfendur að honum úr öllum áttum. Öskrandi af gleði rifu þeir skyrt- una utan af honum. Þeir rifu hana í tætlur og tóku pjötlurnar með sér heim sem minja- gripi. Fómarlamb þessara óhemju- legu aðdáenda er 22ja ára gam- all Brasilíumaður, Edson Ar- antes de Nascimento. Allir kannast við hann undir nafninu „Pele”. Hann tók hamagangi aðdáendanna á Benefica-leik- vanginum í Lissabon með mestu stíllingu, enda ýmsu vanur af þessu tagi. Ástæðan fyrir þessum látum var sú að Pele hafði enn einu sinni gjörsamlega töfrað áhorf- endur með snilld sinni. Hann skoraði 3 mörk fyrir lið sitt, „FC Santos”, sem sigraði „Bene- fica”, Lissabon með 5:3 í óop- inberri keppni um heimsmeist- aratign knattspyrnuliða. Dýrmætir fætur Það ku vera algengt í róm- önskumælandi löndum heims, að knattspymuhetjum séu sýnd slík aðdáunaratlot. Pele hefur misst marga skyrtuna um dag- ana og má víst þakka fyrir að halda klæðum fyrir neðan mitti eftir suma leikina. Ástæðan: Hann er talinn bezti knatt- spyrnumaður í heimi, og það er ekki svo lítið upp í sig tekið. Þessi þeldökki unglingur með þunglyndislega augnaráðið græðir að sjálfsögðu meira fé á íþróttinni en nokkur annar knattspyrnumaður. Þótt hann sé aðeins 21 árs, er hann fyrir löngu orðinn milljónamæringur og eigandi fjölda fyrirtækja. Fætur hans eru tryggðir fyrir rúmar 3 milljónir króna. Þegar Pele fór að láta til sín taka á knattspyrnuvellinum, varð það til þess að færa Bras- ilíu heimsmeistaratignina í knattspyrnu. Það var á heims- meistaramótinu í Gautaborg 1958. Þá sigraði Brasilía Sví- þjóð í úrslitaleik með 5:2. Pele var undramaður leiksins og skoraði tvö mörk, þá aðeins 17 ára gamall. Honum var fagnað sem þjóðhetju þegar hann kom heim, og þegar í stað bárust Æsilegt augnablik í ieik Brasilíu og Waies á heimsmeistaramót- inu 1958. Það eru Bellini miðframvörður og de Sori bakvörður sem hrinda árás Walesmannsins. honum 500 giftingartilboð. Samkvæmt WM-kerfinu mynda varnarleikmennimir stöðumyndina „M“ en sóknar- mennirnir „W“. Brasilíumenn- irnir völdu sér aðra stöðumynd- un, þ.e. 4-2-4-kerfið. Það þýð- ir að annar innherjinn er lát- íraiit. varðar, en annar framvörður- inn þess í stað látinn aðstoða öftustu vörnina. Fjórir menn leika fram: Otherjarnir báðir, annar innherjinn og miðherj- inn. Með þessu mót rugluðu Brasilíumenn varnarfyrirkomu- lag andstæðinganna, opnuðu á því glufur og komust í skot- færi Nútíma leiktækni Enda þótt hæfni og leikni leikmanna hafi meira að segja en leikskipulagningin, hvert svo sem kerfið er sem leikið er eftir, þá var árangur Brasilíu- mannanna afleiðing nútíma- leikskynjunar. — Þeim tókst að tengja saman þrautskipulagða hernaðaráætlun og knattleikni liðsmanna, og það dugði þeim til sigurs yfir öllum öðrum. Þeir hafa yfir að ráða miklu skotöryggi, auk knattleikninn- ar, og skora oft mörk á allt að 40 metra færi. 1 ár sigruðu þeir Tékka í úrslitaleik heimsmeist- arakeppninnar með 3:1. Pele gat ekki leikið með í úrslita- leiknum vegna meiðsla, en skömmu síðar átti hann stærsta þáttinn í því að færa „FC Santos” meistaratignina í heims- meistarakeppp' knattspymu- liða. Þessi titill er að vísu óopin- ber, en er þó almennt viður- kenndur. Það er orðin föst venja að beztu knattspymulið Suður-Ameríku og Evrópu leiði saman hesta sína árlega. Þeir aðilar sem keppa, eru annars vegar sigurvegarinn í keppn- inni um Evrópu-bikarinn og hins vegar sigurvegarinn í keppninni um Suður-Ameríku- bikarinn. Leiknir eru tveir leik- ir, þ. e. í heimalöndum beggja liðanna. Það er keppt um hinn svokalla'ða „heimsbikar”, en stofnandi hans er spánska liðið Real Madrid, sem sjálft sigr- aði í fyrstu keppninni 1960. 1 fyrra var það „Penarol Monte- video,, sem hreppti bikarinn. Allar tilraunir til að kaupa ofurmennið Pele fyrir milljóna- upphæðir af „Santos” hafa Raymond Kopa er enn i franilínunia hjá Frgkkun*. Frakkar í framför í fyrradag fór fram landsleikur í knattspyrnu milli Frakka og Vestur-Þjóðverja. Leiknum lauk með jafntefli 2:2, en Frakkar unnu fyrri hálfleik- inn með 2 0. Leikurinn var háður í Stuttgart. Áhorfendur voru um 50.000. Frakkar eiga nú orðið mun betra landslið í knattspyrnu en undanfarin ár, og er það nú að mestu skipað nýjum mönn- um. Vesturþýzka liðið á hins- vegar í talsverðum örðugleik- um. Ýmsir úr því liði eru að' hætta fyrir aldurs sakir, en aðrir svífa á náðir atvinnu- mennskunnar og gróðavonar- innar. Aðeins tveir menn í franska liðinu hafa áður keppt 1 lands- leik við Vestur-Þý?kaland. Það eru þeir Raymond Kopa og Lerond. Kopa keppti þegar í landsleik 1952, og hefur æ síð- an verið í franska landsliðinu, að undanteknum nokkrum tíma sem hann lék með Real Madrid. Lerond var í franska liðinu í heimsmeistarakeppni i Gauta- borg 1958, en þá kepptu Frakk- ar við Þjóðverja um þrið.ia sætið. Lerond er nú aðalmað- ur varnarinnar oo fvrirliði franska liðsins. Eftir heimsmeistarakeppnina 1958 fór knattspymunni mjög að hraka í Frakklandi. Þeir hafa farið. heldur illa út úr landsleikjum. Nú haía nýir menn loks bæst í hópinn. sem líklegir. eru til að auka veg Frakklands á knattspyrnusvið- inu, eins og úrslitm í leiknum fyrradag sanna. Frakkar komust ekki í úr- innar í Chile í ár, Búlgarar sigruðu þá í undankeppni, Sá leikur fór fram í Mílanó í des- ember 1961. hefði gerzt kvöldið áður. Og hver var ástæðan? Það er gamla sagan: Ýmsir leikmenn tilkynntu forföll, og við vildum ekki eiga á hættu að svipuð at- vik endurtækju sig sem svo oft hefur gerzt undanfarði, þegar Reykjavíkur-úrvalið í knattspymu hefur átt að leika. Við neyddumst til að tilkynna Akureyringum að við gætum ekki staðið við gerða samninga, og því gæti ekki orðið af leik að þessu sinni. Hvar er sóma- tilfinningin? Nærri má geta hvort þa.ð hafa verið létt spor fyrir Knattspymuráð Reykjavíkur að þurfa að afturkalla gerða sarrui •inga við hina ágætu Akureyr- inga. Ráðið hafði eytt tíma í það að ræða málið, og komizt að þeirri niðurstöðu að það væri vel viðeigandi að lokaþátturinn keppninni í ár yrði leikur við Akureyri, og vafalaust haft í huga að reykvískir knatt- spyrnumenn 'þyrftu að hefna fyrir sig, minnugir ferðarinnar norður í sumar. Þeir hafa sjálf- sagt líka haft í huga, að ef til viU væri hægt að afla svolítilla tekna fyrir knattspymuna, sem nota mætti síðar henni til fram- dráttar. Allar þessar bcdlalegingar strönduðu svo á leikmönnun- um. Þeir vom ekki til taks, þeim þóknaðist ekki að vera með. Þá varðaði ekkert um það sem stjórn knattspymumála borgarinnar var að vinna að til framgangs íþróttinni. Misskilin 5 áhugamennska Það er engu líkara en að þá hafi heldur ekki neitt varðað um íþróttalegan heiður knatt- spyrnumanna borgarinnar, —* bað sé atriði sem þeim komi ekkert við. 1 sannleika sagt er það næsta ótrúlegt, að leikmenn sem em til þess kosnir að vera fulltrúar Reykjavíkurborgar í knattspymuliði, skuli ekki telja sér það mikinn heiður. að vera með. En það er nú öðru nær. IJm margra ára skeið hefur svo Frabhald á 11. síðu. iS í haiidknfittlsik I kvöld verða þe3Sir leikir: II. fl. kvenna B: Valur— Fram Víkingur—KR II. fl. kvenna A: Víkingur— Valur, Fram Þróttur III. fl. karla B: Fr^m—Víking- ur, KR—Valur * II. fl. karla A (a-ríðill): KR— IR II. fl. karla A (b-riðill): Vík- ingur—Þróttur. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.