Þjóðviljinn - 27.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.10.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. október 1962 ÞJÖÐVILJINN «Í2>A 3 Deila Kínverja og Indverja Lýst yfir hernaðarástandi í Indlandi vegna bardaganna á landamærunum Sigð í hendi. bvssa um öxl NÝJU DELHI og PEKING 26/10 — Forseti Ind- lands, dr. Radhakrishnan, lýsti í dag yfir hernað- arástandi í landinu vegna bardaganna sem átt hafa sér stað undanfarið við Kínverja á norður- landamærunum. Indverska landvarnaráðuneytið segir að enn séu háðar harðar orustur í héruðun- um á norðausturlandamærunum, og hafi mannfall orðið mikið í liði beggja. Jafnframt er haft eftir áreið- anlegum heimildum að skipað verði sérstakt stríðsráðuneyti sem fær það verkefni að sam- ræma allar aðgerðir sem nauð- synlegar eru vegna lándamæra- deilunnr. Þingið kvatt saman Indverska útvarpið skýrir frá því að stjórnin hafi ákveðið að kalla þjóðþingið saman 8. nóv- ember, eða tíu dögum fyrr en ætlað hafi verið. Hún hefur einnig ákveðið að efla heima- Árás á Kúbu? Framhald af 1. síðu. þverskallast hins vegar enn við að verða við þeim tilmælum Ú Þants, sem hann bar fram fyrir hönd 45 hlutlausra þjóða, að Bandaríkin aflétti hafnbanni. sínu um sinn, ef Sovétríkin beini skipum sínum frá Kúbu. í boð- skap sem Kennedy sendi Ú Þant í kvöld lofar hann aðeins að Bandaríkjastjórn muni sjá svo um að ekki verði beinir árekstr- ar milli bandarískra herskipa og sovézkra kaupskipa, ef Sóvétrík- in geri jafnframt nauðsynlegar ráðstafanir til a'ð skip þeirra fari ekki inn á hafnbannssvæðið. Hann lofar þannig því einu að bandarísk herskip muni ekki elta uppi sovézk kaupskip sem hvergi eru nærri Kúbu(!) vamarliðið, en í því er um millj- ón manna, og einnig að hefja sparnaðarherferð til að afia fjár til lndvarnanna. enga þörf fyrir LONDON 25/10 — Sendiráð Kúbu í London neitaði í dag að nokkur fótur væri fyrir stað- hæfingum um að komið hefði verið upp stöðvum á Kúbu fyr- ir langdræg flugskeyti. Það var bandaríska sendiráðið í London sem fyrst birti myndir þær sem sanna eiga þessa staðhæfingu Bandaríkjastjórnar. Sendiráð Kúbu segir að hafn- bannið sé ósvikin hemaðarað- gerð gegn Kúbu. Kúbumenn hafi fengið matvæli. vélar og lyf frá vinaríkjum og vopn þau sem þeir hafa fengið eru einungis til varnar. Þá segir sendiráðið að heimskulegt væri að ætla að Sovétríkin hefðu nokkum áhuga á að koma upp flugskeytastöðv-* um á Kúbu. þar sem þau hafi nægilega margar slíkar stöðv- ar fyrir flugskeyti sem fara meg- inlandanna á milli í sínu eigin landi. Frá vigstöðvunum berast þær fréttir að indverskar hersveitir hafi hrundið tveimur árásum Kínverja við Valong, skammt frá landamærum Burma. Indverjar segja að mikið mannfall hafi orðið í iiði Kínverja þarna. Einnig hafa verið háðir harðir bardagar við Jang. skammt fyr- ir austan bæinn Tavang, sem Kínverjar tóku í gær. Tvær indverskar framvarðarsveitir eru sagðar hafa hörfað úr stöðvum sínum efti harða viðureign. Reynt að miðla málum Frá Peking berast þær fréttir að sendimenn frá ýmsum lönd- um hafi sig mjög í frammi við að reyna að miðla málum milli deiluaðila og koma á sáttum Sendiherra Sovétríkj anna í Peking, Térvonenko, hefur þann- ig setið á fundum með Sjú Enlæ forsætisráðherra og að sögn hef- ur hann fært ráðherranum bo.ð- skap frá Krústjoff. Nehru. for- sætisráðherra Indlands, fékk á dögunum einnig boðskap frá Krústjoff og vitað er að sovét- stjórnin hefur lagt sig al-la fram Ferðabann sett á vestræna diplé- nata í Moskvu MOSKVU 26/10 — Sovétstjóm- in hefur bannað diplómötum frá vesturlöndum að ferðast út fyrir Moskvubo.rg. Bannið gekk í gildi i á þriðjudaginn, daginn eftir að i Kennedy Bandaríkjaforseti boð- aði. hafnbannið á Kúbu. Diplóm- atar frá vesturlöndum sem staddir voru utan Moskvu fengu fyrirmæli frá sovézka utanríkis- ráðuneytinu að snúa þegar aftur til borgarinnar. við að sætta þessar tvær vina- þjóðir sínar. Kínversk blöð birtu í dag for- ystugrein Pravda í gær þar sem fjallað er um landamæradeiluna og skorað á Indverja að taka boði kínversku stjórnarinnar um samningaviðræður. Blöðin skýra einnig frá þvi að Nasser, forseti Sambandslýð- veldis Araba, hafi snúið sér til Nehru og lagt að honum að hefja samningaviðræður. Ekki var minnzt á Það hvort Nasser hef- ur sent Sjú Enlæ sams konar bo.ðskap. Þota hrapaði í MOSKVU 26/10 — Sovézk far- þegaþota af gerðinni TU-104 hrapaði til jarðar í morgun skömmu eftir flugtak frá T séremeté vo-f lug vellinum við Moskvu og biðu 11 menn bana. Norsk skip aðvöruð OSLÓ 26/10. — Félag norskra skipaeigenda sendi í dag út að- vörun til allra norskra skipa að varast allar siglingaleiðir við Kúbu nema Monasund milli Ha- iti og Purto Rico. Ef Bandaríkin gera alvöru úr hótunum sínum um að ráðast á Kúbu, muna þeir þeir mæta einhuga þjóð. Aiiir vígfærir menn, karlar og konur, hafa fengið vopn i hönd og bera þau með sér, hvert sem þeir fara, eins og verkamaðurinn hét- á myndinni, sem í hendinni heldur á reyrsigð, en hefur byssu um öxb Ufhlufyn Nóbelsverðlauna Sænsk blöð ignryna lega val akademiunnar harð- i ar STOKKHÓLMI 26/10. — Bókmenntagagnrýnendur sænsku blaöanna láta í dag í ljós megna óánægju með úthlutun bókmenntaverölauna Nobels í ár, en bandaríski ; rithöfundurinn John Steinbeck fékk þau aö þessu sinni. ) Einn hinn kunnasti þeirra tekur svo djúpt í árinni aö | þessi úthlutun sé eitt mesta glappaskot sem akademían hafi gert sig seka um, og er þá vissulega mikið sagt. £nn sprengja Bandarlkjamenn í háloftunum _j«WOLÚLÚ 26/10. — Bandríkjamenn sprengdu í morgun kjarnasprengju í 32—48 km hæð yfir Johnstoncyju á Kyrrahafi. Thor-eldflaug bar sprengjuna á loft, og að þessu sinni fór alit eins og til var ætlazt. Tilrauninni hafði þó verið frcstað fjórum sinnum af ýmsum ástæðum. Þetta var sjöunda tilraunin sem Bandaríkjamenn gera til að sprengja vetnissprengju í háloftunum og sú þriðja sem tókst. Fjórar kjamasprengjur þeirra liggja nú á botni Kyrrahafs. — MYNDIN var tekin á Hawaii þegar sjötta tilraunin var gerð síðasta laugardag. Það var Artur Lundkvist, sem kemst svo að orði j grein i Stockholms Tidningen. Lund- kvist segir að akademían hafi gert Steinbeck bjarnargreiða með því að sæma hann að ó- verðskulduðu nóbelsverðlaun- um. Hann er með því settur á ranga hillu og það hlýtur að vera ákaflega óþægilegt fyrir hann. Ég er sannfærður um að akademían hefur að þessu sinni framið eitthvert mesta glappa- skot sitt. segir Lundkvist. „Andlegar flugskeyta- stöðvar" Karl Vennberg segir í Afton- bladet að úthlutunin sé hneyksli og rökstyður mál sitt með því að telja mætti upp nöfn þrjátíu höfunda sem kæmu til greina að fá verðlaunin og væri þó langt eftir að nafni Steinbecks. Hann nefnir einn höfund sem hefði átt skilið að fá verðlaunin, Chile-skáldið Pablo Neruda. en segir, að verðlaunaveiting hon- um til handa hefði kannski ver- ið misskilin og tekin fyrir „smíði andlegra flugskeyta Ht Chile“. Neruda er kommúnisti. Einnig gagnrýni í forystugreinum Stokkhólmsblöðin gagnrýna einnig úthlutun verðlaunanna í forystugreinum. Dagens Nyheter viðurkennir að ritverk Stein- becks hafi sínar jákvæðu hlið- ar, og nefnir Þrúgur reiðinnar í því sambandi. En sú ástríða sem mikill skáldskapur sprettur úr er ekki til í þeim að okkar áliti, segir blaðið. Svenska Dagbladet telur að akademíunni hefði verið nær að veita bókmenntum rómönsku Ameríku athygli. Argentína, Brasilía, Chile, Venezúela og Ekvador a.m.k. eiga skáld sem hefðu átt verðlaunin skilið. Blað- ið bendir einnig á að akademj- an hafi heldur aldrei talið neinn Japana, Araba eða Afríkumann verðugan verðlaunanna. Það kann að vera erfitt að velja á milli, segir blaðið, en akademí- unni ber skylda til að sigrast á þeim erfiðleika, ef nóbelsverð- launin eiga að halda virðingu sinni. Það eitt er vist að ekkert vinnst við að leysa vandann með neyðarúrræði. Danir á öðru máli f Danmörku eru bókmennta- gagnrýnendur blaða á öðru máli en hinir sænsku starfsfélagar þeirra. Þeir eru yfirleitt ánægð- ir með úthlutun verðlaunanna. Þannig segir Tom Kristensen að akademían hafi látið heilbrigða skynsemi ráða gerðum sínum þegar hún valdi Steinbeck. Svíar aðvara Bándáríkin Bandaríkin hafa brotið alþjéðalög STOKKHÓLMI 26/10. — Eft- ir fund sem utanríkismálanefnd sænska þingsins hélt í dag um Kúbumálið gaf ríkisstjórn Sví- þjóðar út yfirlýsingu þar sem m.a. cr sagt að Bandaríkin hafi með hafnbanni sínu á Kúbu brotið gildandii alþjóðalög. Sænska stjórnin segir að það sé almenn viðurkennd grund- vallarregla alþjóðaréttar, sem sé í samræmi við meginregluna um frjálsar siglingar um úthöfin, að herskip einhvers ríkis megi ekki trufla siglingar skipa annarra ríkja á friðartímum. Stjómin minnir á að hún hafi beðið sendiherra sinn í Washington um að bera fram * -~mo, strax og Bandaríkjastjórpr^KjSaði vissar aðgerðir til að takmarka sigling- ar á Kúbu. Hér er átt við refsi- aðgerð.ir þær sem Bandaríkja- stjóm boðaði 4. október, en heyktist á að framkvæma. ! samræmi við þessa yfirlýs- ingu hefur sænska stjómin beð- ió sendiherra sinn í Washington ac. tilkynna Bandaríkjastjóm að hún áskilji sér rétt til hvers- kyns mótaðgerða, ef reynt verð- ur að hefta siglingar sænskra skipa. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.