Þjóðviljinn - 27.10.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.10.1962, Blaðsíða 10
10 SJÓÐA ÞJOÐVILJINN Laugardagur 27. október 1962 Skáldsaga eftir RICHARD CONDON borðað hádegisverð á Commod- ore, Hún og Eva Boume fóru upp í lyftunni með litla, frekn- ótta stráknum. Þetta hafði ver- ið mjðg ánægjulegur hádegis- verður. Hennj þótti vænt um þetta fólk. Ev.a var falleg, hjartahlý og heilsteypt. Jaime var tillitssamur, traustur og greindur. Cayetano hafði einnig verið hrifinn af þeim. í hugan- um sá hún Cayetano og heyTði rödd hans. Tími kraftaverkanna er ekki Iiðinn ennþá. Getið þið hver ætl- ar að horfa á nautaat á þriðju- daginn? Og hún heyrði sjálfa sig svara. Hann frændi minn, doktor Victoriano Munoz, markgreifi af Villalba. Hún hafði líkt eftir rödd hans og allir hðfðu hleg- íð. Rödd Cayetanos aftur. Hann bað mig að bana fyrsta nauti fyrir framan Tendido tvö og gera það á sem óhugnanleg- astan hátt vegna frú Pickett... Það hafði verið býsna óhugn- anlegt. Alls konar spurningar fóru að myndast í huga hennar. Hvers vegna hafði Victoriano fallizt á að vera viðstaddur nautaat? Hvemig hafði frú Pickett tekizt að fá hann til að brjóta þessa meginreglu sína? Hann hafði fvrirlitningu á frú Pickett og hafði aldrei talað við hana nema útúr neyð. Allt í einu rifjaðist annað upp fyrir henni. Hið skelfilega þriðjudagskvöld hafði hátalari öskrað uPP fréttina um að búið væri að stela Dos de Mayo úr Prado. Hún vissi ekki að frétt- in hafði samstundis verið þögg- uð niður og borin tn baka í blöðum og útvarpi. Jean Marie var lokaður inni í íbúðinni, þar sem hann hafði stælt Goyamyndina, og hann dreymdi að ruddalegur lögreglu- þjónn rifi í hár honum og ann- ar í hægri handlegginn, meðan báðir létu kylfumar ganga á honum, unz þeir drógu hann með sér inn um skuggaleg, ó- hugnanleg hlið, sem hlutu að vera fanelsishlið. Klukkan hálftólf hinn fjórða dag — útfarardag Cayetanos, sem hefði átt að vera brúðkaups- dagur hans — sátu tvö af hjn- um dyggu hjúum hertogafrúar- innar þögul o.g svipbrigðalaus í anddyrinu i íbúð dr. Munoz. Þegar þau heyrðu lykilinn hans glamra við skrána, reis Pablo á fætur og opnaði dyrnar. Mark- greifinn hrökk við. .R'úha!" sagði hann. Kötturinn Montes starði óræðu augnaráði á þjónustufólkið, þaðan sem hann sat á handlegg markgreif- ans. „Nú, ert það þú, Pabló? Af hverju ert þú hérna? Og þú, Jósefína? Hefur hertogafrúin sent ykkur? Það hafa þó ekki orðið fleiri ógnar tíðindi?“ Jósefína horfði reiðilega á hann. Pablo sté til hliðar. „Her- togafrúin bíður yðar í salnum, markgreifi," sagði hann. ,5alnum? Nújá. Hvað hefur hún beðið lengi?“ Pablo tók uPP stórt gullúr og horfði á það góða stund. „Átján tíma og fjörutíu mínútur, mark- greifi,“ sagði hann alvarlegur. „Hvað þá? Hver fjandinn hef- ur komið fyrir?“ sagði Muno.z hvössum rómi. Hann leit af Pablo á Jósefínu, en fékk ekk- ert svar. Svo flýtti hann sér yfir ganginn að háu bogadyrun- um sem lágu að márastofunni. Hann hikaði ögn fyrir fram- an lokaðar dyrnar, beit á vörina og sló saman fingrunum. Loks tók hann í húninn og gekk inn. Hertogafrúin sneri að dyrun- um, böðuð ljósi úr stóru glugg- unum að baki. Hún sat eins og líkneskja í stóra. bakháa dóm- arastólnum. Ósjálfrátt skotraði markgreífinri* augunúm á mál- verkin sem héngu uppljómuð á veggnum. Fallega, litskrúðuga teppið undir fótum hans var mjúkt eins og sandur. Hann hafði aldrei tekið eftir því fyrr. Allt í herberginu fékk nýja, fram- andi dýpt. Það var ógnþrungin fjarlægð milli hans og hertoga- frúarinnar. Hann vissi að það var óviðeigandi að hrópa. en honum fannst sem 511 hljóð myndu kafna .{ þessu herbergi þennan morgun. Hertogafrúin horfði á hann döpur í bragði. Hlægilega yfir- skeggið hans titraði eins og veiðihús á mús í gildru. Munnurinn bærðist hljóðlaust. „Góðan dag, Victoriano. Var þetta skemmtilegt ferðalag hjá þér?“ „Ferðalag? Hvað áttu við?‘‘ „Húsvörðurinn sagði, að þú hefðir verið að heiman í fjóra daga, þess vegna hringdi ég í þennan almennilega náunga hjá lögreglunni. sem heitir Castan- oz og á augabragði komst ég að því að þú varst í Santiago de Compostela". „Já, jú. Ágætur staður til að hvíla sig. Kyrrð og næði og svo framvegis.“ „Það var og.“ „Ég vona Það hafi farið vel um þig hér.“ „Jú, þökk fyrir, Victoriano“. „Má bjóða þér eitthvað?“ „Nei, þökk fyrir.“ Hann dró djúpt andann. „Blanca — ég get útskýrt hvers vegna þessi málverk hanga hér.“ „Seztu,“ sagði hún. .,Þama!“ Hún benti á háa stólinn við hbðina á sér. Hann hikaði, svo gekk hann hægt þangað og settist. „Pablo!“ hrópaði hertogafrúin. Samstundis birtist þjónninn. Hún sneri sér að dr. Munoz og sagði: „Þú heldur auðvitað að ég sé bú- ínn að leggja undir mig heimili þitt“. „Mitt heimili er þitt heimili, hertogafrú,“ svaraði hann ridd- aralegur, þegar Pablo smeygði sér bak við hann með sterklegt reipi og batt hann fastan við stól- inn. Hann fékk að hafa annan handlegginn frjálsan. Hertoga- frúin horfði á með uppgerðará- huga. eins og hún væri að fylgj- ast með barni e'nhvers annars leika glansstykki á píanó. Mark- greifinn gerði hvorki að and- mæla né streitast á móti. Þegar Pablo hafði lokið verklnu, stóð hann þögull og beið frekari fyr- irmæla frá húsmóður sinni. ,.Þakka þér fyrir, Pablo," sagði hún og hann hvarf. Munoz reyndi að haga sér eins eðlilega og mögulegt var undir þessum kringumstæðum, en umfram allt reyndi hann að komast hjá því því að horfa á hana. Hægri handleggurinn var laus. Hann lyfti honum m?ð hægð og virti hann fyrir sér eins og einhvem undragrip, sem hann hefði lesið um en aldrei séð. Kötturinn Montes klifraði upp bundinn vinstri handlegginn, yf- ir öxlina og niður brjóstið hægra megin og hreiðraði um sig í fangj hans til að hvíla sig eftir erfiða ferð. Svartklædd hertogafrúin sat róleg með hendur í skauti. Hár- ið á henni var eins og kornak- ur eftir bruna. Sumt var gult, .sumt var svart. Áköf, svört, út- stæð augun störðu alvarlega á hann. Hún bar rúbína við svarta búninginn. Loksins fóru langir, hvítir fingurnir að hreyfast og hún byrjaði að tala lágri röddu. „Ég hringdi í frú Pickett. Hún fór ekki á þetta nautaat.“ „Blanca! Leyfðu mér að segja þér. að ...“ „Ég skil ekki hvers vegna ein- mitt þessi orð Cayetanos festust mér í minni ... þegar hann sagði að þú ætlaðir á nautaat á þriðjudaginn." „Sagði hann það?“ „Hann sagði að þú heíðir beð- ið hann að drepa fyrsta nautið fyrir framan Tendido tvö, svo að frú Pickett yrði óglatt. og hún færi heim.“ Hún horfði á hann harmþrungin. Hann ók sér til eins og hann gat vegna bandanna og sagði við sjálfan sig að hann mætti aldrei oftar líta í þessi augu, annars gæti hann aldrei sofnað framar. „Ekkert er ömggt j þessum heimi,“ sagði hann. „Frú Pick- ett sá sig um hönd á síðustu stundu." Hertogafrúin kveikti í löngu sígarettunni sem hún hafði stungið mi'lli hvítra, sterkra tanna. Hún blés frá sér heilum reykhring. „Þegar ég talaði við frú Pick- ett sagði hún, að þú hefðir aldrei boðið henni á neitt nautaat." „Þetta er fráleitt!" „Að ég skuli spyrja hana?“ „Að hún skuli Ijúga svona upp í opið geðið á þér.“ Hertogafrin blés frá sér reyk og fitlaði við rúbíninn sem hékk um háls henni. Stöðugt ið hans hafði þokað vinstri öxlinni all- langt niður, og það var eins! og hann gæti ekki rétt úr sér aftur. en hann var varkár, svo að hún tæki ekki eftir þessu. „Hvers vegna fórstu á nauta- at á þriðjudaginn var, Victori- ano?“ „Ég ski] ekki fyllilega hvað þú átt við.“ „Fyrirgefðu. Ég spyr vegna þess, að alkunnugt er að þú hef- ur andstyggð á nautaati.“ Munoz snerist til vamar. „Þú hefur spurt mig hinna I . undarlegustu spuminga." Rödd- in var ásakandi og hann starði nístandi augnaráði á hægri öxl hennar til að gefa í skyn að það væru takmörk fvrir öllu. „Hvers vegna hefurðu ekki kvartað yfir því. hvemig þjón- ustufólk mitt hefur farið að ráði j sínu gagnvart þér? Þér fannst [ þú kannski eiga það skilið?" „Blanca .. . ég vissi, að þegar þú sæir þessi þrjú málverk. myndir þú halda að ég hefði stolið þeim frá þér. Ég var viss um að þú ætlaðir að spyrja mig um það. Mér.- datt ekki á hug eitt andartak. að þú færir að hengja þig í hlægileg smáatriði eins og það hvort ég hafi farið með frú Piekett á nautaat fyrir viku.“ „Ekki fyrir viku. Á þriðju- daginn var.“ Hann reyndi að sleikja var- imar, en tungan var þurr. „Að stela málverkum eins og þessum þremur, vaeri alvarleg ákæra,“ sagði hann og leit þangað til að beina huga hennar frá þess- Þórður og Ross reyndu að komast undan á flótta en vörðurinn skaut á eftir þeim svo að þeir sáu að þeir urðu að gefast upp. Þá heyrðu þeir allt í einu að gefið var merki og vörðurinn hætti að skjóta og lagði við hlustirnar. Flýttu þér til baka til skipsins, hvíslaði Ross, ég ætla að gera upp sakimar við þennan náunga héma. Þórði var óljúft að yfirgefa vin sinn. UNGLINGA vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Langholt Meðalholt Njálsgata Hringbraut. Kleppsveg Langahlíð Teigar Bergþórugata Kársnes I og II Talið strax við afgreiðsluna — sími 17500. Sendisveinar óskast strax. Þuria að hafa hjól. ÞJÓÐVILJINN ÞJÖÐVILJANN vantar skrifstofuhúsnæði 1—2 herbergi, i nágrenni við húsakynni blaðsins, i 2—3 mánuði. vegpa breytinga. W y fc «* J.-4 W& • ■■ ' ’ 1 ■ • .' Há leiga í boöL MERKJASALA Sölubörn, sem vilja selja merki Flugbjörgunarsveitarinnar á morgun, fá í sölulaun eina krónu af hverju merki, sem þau selja og auk þess fá fjögur þau söluhæstu VEKÐ- LAUN — hringflug yfir bæinn. Merkin verða afhent á eftirtöldum stöðum: Melaskóla, Austurbæjarskólanum, Mávahlíð 29, Breiðagerðisskóla, Laugamesvegi 43, Langholtsskóla og Vogaskóla. Sala og afgreiðsla merkjanna hefst kl. 10.00 á sunnudag. FLUGBJÖRGIJNARSVEITIN fiannöa ALÚMINÍUM BÍLSKÚRSHURÐIR • LÉTTAR OG STERKAR • ENGINN VIÐHALDSKOSTN. EGILL ÁRNASON •TJ Slippfélagshúsinu við Mýrargötu. Símar 14310 og 20275. AFGREIÐSLUSTÚLKA ekki undir 20 ára að aldri óskast nú um mánaðamótin. Þær, sem áhuga hafa á starfinu, komi til viðtals í Ninon hf., Ingólfsstræti 8, í dag milli kl. 3 og 4. v *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.