Þjóðviljinn - 27.10.1962, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. október 1962
ÞJÓÐVILJINN
0 R ANNÁLUM ÆVI MINNAR:
SVEITAMAÐUR
LENDIR
VERKFALLI
SÍÐA 7
m
'/,.-01
Frá Akureyri á fyrstu áratugum aldarinnar. Ferðamenn með hesta í Hafnarstræti. Skip á Poll-
, inum og við To rfunefsbryggju.
Guðjón Benediktsson tvítugur.
Lúðvíg Guðmundsson um tví-
tugt. Samtímamálverk eftir Ás-
geir Bjarnþórsson.
Ég var við nám ; Gagnfræða-
skólanum á Akureyri veturna
1915—1918 Sá skóli var síðar
gerður að menntaskóla og heit-
ir nú Menntaskólinn á Akur-
eyri. Þessi ár vann ég alltaf á
sumrum hjá Ottó Tuliniusi
kaupmanni og útgerðarmanni,
— var oftast til sjós á útvegi
hans. Tulinius hafði fyrr verið
kaupmaður á Papós árin 1895
til 1897. Þá flutti hann verzl-
unina að Höfn í Hornafirði. og
verz'aði þar til ársins 1901. er
hann fluttist til Akureyrar. En
þótt Tulinius væri aðfluttur úr
Hornafirði fyrir hálfum öðrum
áratug áttu -Hornfirðingar, er
til Akureyrar komu alltaf
h&uk í horni þar sem hann
var. Og þar sem hann hafði
einnig þekkt föður minn. naut
ég þess o.g auk míns ho.rn-
firzka uppruna
Þegar skóla var lokið vorið
1916 réðist ég háseti á Súluna
— um hundrað smólesta gufu-
skip er Tulinius átti. Sú'.an
var smíðuð úr timbri, var
traust, hafði gott hásetarými
á þeirrar tiðar mælikvarða. en
vélin var afllitil oa ganghrað
inn mjög takmarkaður.
Framan át sumri var Súlan
á ,.transporti“, var víða komið
við þótt hraðinn væri ekki
miki’l En það er önnur saga
og verður ekki sögð hér.
En er skipið bjóst á síld-
veiðar, var bætt við mannskap
á skipið og þar á meðal nokkr-
um sjómönnum „að sunnan“
— það er að segja úr Reykja-
vík.
Að svo löngum tíma liðnum,
man ég nú ekki nöfn allra
skipshafnarmanna. en ég ætia
að rifja upp þau er geymzt
hafa í minni mínu.
Skipstjóri var Sigurður Sum-
arliðason á Akureyri. Hann
dvelst nú hér í Reykjavík, orð-
inn aldraður maður. Stýrimað-
ur og nótabassi var Ólafur
Sumarliðason bróðir skipstjór-
ans. Hann er látinn fyrir all-
löngu. í vél man ég eftir Guð-
mundi Guðjónssyni yfirvél-
stjóra, og Jóhannsen norskum
manni búsettum á Akureyri og
kvæntum íslenzkri konu. Guð-
mundur varð veikur snemma
sumars og varð að fara í land
og kom ■ þá til vélstjórnar með
Johannsen Þorvaldur Jónsson
úr Reykjavík. Hann hefur löng-
um stundað sjóinn og verið i
véT arum' sárfian, en er Hættur
sjómennsku og vinnur nþ að
járnsmíði í Reykjavik. Kokkur
var Sigurgeir Guðnason úr
Reykjavik. Úr Reykjavik voru
og auk þeirra Þorvaldar og
Sigurgeirs: Helgi Snjólfsson frá
Strýtu j Ölfusi. Sigmundur
Þorsteinsson siðar múrara-
meistari, Þorvaldur Bjarna-
son síðar kaupmaður i Hafn-
arfirði. Sólberg Eiríksson sjó-
maður og Lfiðvik Guðmundsson
siðar skólastjóri. Hann var þá
í 5 bekk Menntaskólans i
Reykjavík Þeir Helgi Snjólfs-
son. Sigmundur Þorsteinsson og
Þorvaldur Bjarnason eru iátn-
ir fyrir alllöngu. Aðrir skip-
verjar. er ég man eftir voru:
Jón Austfjörð frá Eskifirði
fyrir skömmu látinn i hárri
elli á Akureyri. Jón Benedikts-
son fyrrverandi vfirlögreglu-
biónn á Akureyri. Friðrik
Kristjánsson. Akureyri og
Brvnjólfur Jóhannesson Akur-
eyri.
Ekki man ég nú lengur hver
lcaupkjör við höfðum, Ég stóð
aldrei i neinu samningamakki
við Tulinius., Hann greiddi
mér alltaf sai&a kaup og hann
greiddi almennt öðrum hásetum.
Venju’.ega samdi þó hver fyrir
sig. os fór það mest eftir þvi
hve eftirsóttir einstaka menn
voru, að hve góðum samningi
beir sátu komizt. Ég var aldrei
að yppa neitt kif útaf minu
kaupi Ég þóttist viss um að
Tulinius myndi borga mér sem
öðrum það sem útgerðin bæri.
Hitt stapnaði nærri dónalegri
frekju að vera að heimta
meira Ég held að aílir samn-
ingar okkar á Súlunni þetta
sumar hafi hljóðað upp á eitt-
hvað fast mánaðarkaup auk
premíu af afla. en hvað hvort
um sig var man ég nú ekki
lengur
Mér var það strax Ijóst. að
þessir sunnlenzku sjómenn
færðu með sér eitthvað nýtt
andrúmsloft sem ég hafði ekki
kynnzt áður. Þeir vildu t.d.
að við kysum menn af okkar
hálíu til að sjá um innkaup
á matvörum og ráða mataræði
skipverja. Um það hafði út-
gerðarmaðurinn (eða reiðarinn
eins og hann var kallaður i
þá daga) alltaf séð, hvort sem
skipshöfn skyldi borga sitt fæði
eða hafa það írítt eins og það
var kallað. Þetta var einskon-
ar bylting. þar sem hinni föð-
urlegu handleiðslu ,,reiðarans“
var hafnað og traust á sjálfan
sig tekið fram yfir, Þeir sögðu
okkur frá hásetaverkfallinu,
sem gert var á vertíðinni i
Reykjavík þá fyrir skömmu —
fyrsta sjómanna'verkfallinu, er
þá hafði verið gert hérlendis.
Og þótt mér í minni sveita-
mennsku væri að mörgu leyti
óljóst hver Þýðing slíks væri,
fannst mér af eðlishvöt minni.
að þeir sem að sliku hefðu
staðið væru menn að meiri. Og
mér skildist á mönnum þess-
um, að s.ipmenn hefðu ákvörð-
'unarrétt um ýmislegt það, sem
heimsstyrjöldin fyrri (1914—
1918) í algleymingi, o;g því æði
óhægt um aðflutning á ýmsum
nauðsynjavörum, og þá ekki
sízt þeim er tóku upp mikið
farmrými.
Því skeði það á öndverðri
sildarvertíð þetta sumar, að
Tulinius varð tunnulaus á
Siglufirði, en þar lagði Súlan
upp veiði sína að mestu leyti.
En inni á Akureyri átti Tulin-
ius enn nokkuð af tunnum.
Var nú Súlan beðin að sækja
þangað einn farm af tunnum,
og þessari bón var það látið
fylgja, að mannskapurinn
skyldi fá premíu af 500 tunn-
um fyrir ómakið. Þessu tilboði
var tekið og tunnufarmurinn
sóttur.
En brátt gekk sá farmur
einnig til þurrðar, svo að Súlan
varð að fara inn á Akureyri
með veiði sína til söltunar, þvi
rökum, að við værum lögskráð-
ir til síldveiða en ekki trans-
ports. Var nú Lúðvík Guð-
mundssyni falið .að hafa o;rð
fyrir okkur, en allir lofuðu að
fylgja máli hans og standa með
honum. — Satt að segja var
mér um og ó að yppa kíf gegn
Tuliniusi, minni hjálparhellu
og fjárhaldsmanni. En hitt þótti
mér þó enn verra og meiri
letering. að standa ekki með
skipsfélögum ' mínum á barátt-
unnar stundu og verða með því
ef til vill þess valdandi að
gera sumarhýru þeirra minni
en ella yrði. Ég fór því með
til Tuliniusar — en satt að
segja lét ég ekki fara mikið
fyrir mér þar. Lúðvjk túlkaði
mál okkar af mikilli festu og
þurfti ekki að leggja honum
orð í munn. En Tulinius var
óvanur þvj að láta karlana
segja sér fyrir verkum. Hann
íítir Guðjón BeneJiktsson
ég í barnslegri einfeldni minni
hélt að hlyti að vera á valdi
einhverra annarra. sem hærra
voru settir j mannfélaginu að
ákveða. Mér skildist að þessir
menn hlytu að finna til mynd-
ug’.eika síns á annan hátt en
alþýðan almennt. eins og ég
hafði* kynnzt henni, og með
sjálfum mér öfundaði ég þá
af þessu öryggi.
Mesta athygli mína vakti þó
Lúðvík Guðmundsson. Hann
var þá í skóla eins og áður
getur, og kominn miklu lengra
en ég. sem einungis hafði kom-
izt upp úr fyrsta bekk. Hann
var auk þess í nánu sambandi
við einn kennara Menntaskól-
ans, — Bjarna Sæmundsson. Sá
var mér að þvi leyti kunnur,
að eftir hann voru bækurnar,
er ég lærði á í skólanum um
landafæði og dýrafræði. Auk
þess var hans minnzt í Alþing-
isrímunum góðkunnu. Nú var
þessi lærisveinn hans kominn
hér með hitamæ’.a, glös og aðr-
ar tilfærur til athugunar á
sjávarhitanum — við yfirborð
og lengra niðri — óg ýmsu lífi
i sjónum. Og mér þótti ekki
. lítil upohefð i því að mega
taka þátt í þessu vísindastarfi
með honum. ásamt p’öntusöfn-
un. er ég byrjaði einnig á
þetta sama surnar,
Á þessum árum var si’d hér
aðallega veidd til söltunar.
Sildarbræðslur voru að vísu til
á Sig’uf'rði en ég held að þær
hafi allar verið í eigu út-
lendra. Það kom að visu fyrir
að íslenzkir fengiu að landa
bar smáslöttum. er reyndu^t ó-
hæfir til söltunar. en það kom
mjöe sjaldan fyrir að sliks
bvrfti á Súlunni, enda voru þá
ekki gerðar iafn miklar kröfur
til gæða síldarinnar siðar
varð Útgerðarmenn urðu þvi
að birgja sig vel að t.unnum
undir sildarvertíðina. svo
tunnuþurrð yrði ekki t.il að
stöðva hagnýting veiðinnar
þegar verst gegndi. En nú var
þar var enn einhver reytingur
af tunnum. Þegar síldinni hafði
verið landað, var um það leit-
að að Súlan færi til Eski-
fjarðar til að s&ekja tunnur er
Tulinius gat fengið þar — og
enn var mannskapnum boðin
premía af 500 tunnum. Það
þótti ólíkt boð hinu fyrra. þvi
ferð Súlunnar austur þangað
gat varla tekið minna en viku-
tíma — og nú var veiði góð
á nálægum miðum,
Var nú skotið á fundi í lúk-
arnum og ráðum ráðið. Efti.r
nokkrar bollaleggingar var
samþykkt. að fara fram á
premíu af 1000 tunnum, annars
neita að fara ferðina með þeim
sagðist skyldi greiða okkur
premiu af 500 tunnum eins og
hann hefði boðið — en ekki
eyri meira, — o.g ef við neit-
uðum að fara þessa ferð. yrð-
um við að gera okkur grein
fyrir því hver ábyrgð lög-
skráðra skipverja væri er neit-
uðu að hlýða skipun skip-
stjóra. Lúðvík svaraði því til,
að enginn okkar neitaði að fara
til síldveiða — til þeirra vær-
um við skráðir. en ekki til
vöruflutninga. Stóð þar full-
yrðing gegn fullyrðingu og
gerði hvorki að reka né ganga.
Var nú aftur gengið um borð
og ný ráðstefna hófst. Ýmsir
óttuðust málaferli og þvarg,
er eyðilegði vertíðina, gerði
okkur skaðabótaskylda og ým-
islegt fleira. Þó var enginn
hvetjandi þess að hætta við
svo búið úr því ut í þetta var
komið. En ráðlegt þótti þó. að
leita lögfræðilegra ráðlegginga,
svo siður yrði flanað að rieinu.
Gengum við þá nokkrir með
Lúðvík í fararbroddi á fund
Böðvars Jónssonar lögfræðings.
(Hann tók sér síðar ættar-
nafnið Bjarkan). Lagði Lúðvík
skýrt o.g greinilega málið nið-
ur fyrir Böðvari og spurði hann
ráða. Böðvar sagði. að ekki
væi gott að segia hvernig
dómstólamir litu á málið. Við
yrðum að gæta þess vel að
tefla ekki of djarft, og reyna
heldur að leysa þetta með sam-
komulagi. Ekki var þess neinn
kostur að hann vildi taka að
sér málið fyrlr okkur.
Þegar við komum aftur nm
borð, skýrði Lúðvík frá för
okkar og svörum lögfræðings-
iris. Gerðist þá kurr í liðinu.
. — ...Syona væm þessir lögfræð-
ingar, — þeir kysu heldur að
standa með þeim ríku, en þeim,
sem minni máttar væru, —
vildu vera þar, sem peninga-
vonin væri meiri. Virtist nú
sem mannskapurinn harðnaði í
huga við þetta bölsót gegn þeim
ríku og lögfræðingunum. Og
nú fannst öllum sjálfsagt að
gefast ekki upp. Aftur var því
gengið til Tuliniusar, en sú
ferð bar engan árangur. Og
aftur var farið til Böðvars o.g
þar fengin hin sömu svö.r. Ekki
vildi hann tala við Tulinius
fyrii okkur, — sagðist engin
afskipti vilja hafa af þessu
máli. f þessu stappi var staðið
í um það bil sólarhring. að
því er mig minnir, frá því að
lokið var að landa síldinni úr
Framhald á 8. síðu.
Vilja leita handrita
í gröf Shakespeare
Nefnd hefur verið mynduð
í Bretlandi sem hefur það
markmið að fá leyfi til að
rjúfa gröf skáldjöfursins
Williams Shakespaere og gera
þar leit að handritum verka
hans.
Reyndar eru nefndarmenn
rneðal þeirra sem véfengja að
Shakaspeare hafi skrifað leik-
ritin sem bera nafn hans.
Þeir halda því fram að ýms-
ir hefðar- og lærdómsmenn
sextándu aldar í Bretlandi,
svo sem Francis Bacon. Ed-
ward de Vere jarl af Oxford
eða Christopher Marlowe hafi
sett skáldverkin saman, en
ekki viljað leggja við þau
nafn sitt og fengið lítilsigld-
an leikara að nafni Shake-
speare til að gangast við
þeim.
Tvær aldir eru liðnar síð-
an farið var að véfengja
skáldgáfu Shakespeare, og nú
hafa fræðimenn sem flokk
efamanna fylla bundizt sam-
tökum um að reyna að fá
úr mSlinu skorið með því að
opna gröf hans í Þrenningar-
kirkjunni í Stratford.
„Víð álítum að sum ef ekki
öll handrit sem nafn Shake-
speare er tengt séu grafin
þarna", segir Francis Carr,
ritstjóri sagnfræðitímaritsins
og forsprakki nefndarmanna.
„Ekki svo mikið sem einn
stafkrókur þessara handrita
hefur nokkru sinni komið í
leitimar“.
Á legstein Shakespeare í
Stratford er letruð vísa sem
blessar þá sem leyfa beinúm
grafarbúa að hvíli í friði en
formælir þeim sem raska ró
hans. Grafletrið hefur verið
sett til að menn færu síður
að hnýsast í leyndarmálin
sem gröfin geymir, segir
Carr.
Séra Thomas Bland, prest-
ur við Þrenningarkirkjuna,
þvertekur fyrir að hann leyfi
nokkrum manni að rjúfa
grafarró Shakespeare. Afsvari
hans má áfrýja til kirkju-
réttar.
Sagnir herma að grafhvelf-
ing Shakespeare hafi opnazt
bæði á 18. og 19. öld við
greftranir og viðgerð á kirkj-
unni, og komið í Ijós að hún
sé tóm.
i