Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28. október 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 Kúbumálið Rifsf jórar og íítgefandi vestur-þýzka vikubiaósins Der Spiegel handteknir HAMBORG 27/10 — Vesturþýzka lögreglan réðst í gær inn í ritstjórnarskrifstofur hins útbreidda vikubla'ös Der Spiegel í Hamborg og Bonn, gerð'i í þeim leit og hafði á brott með sér mikið skjalasafn.. Jafnframt voru sextán starfsmenn blaðsins handteknir, þ. á. m. útgefandi þess, aðalritstjórar og ritstjóri þess í Bonn. Aðförin að Der Spiegel var gerð snemma morguns og var lögregluvörður síðan settur um skrifstofur blaðsins. Hinir hand- teknu ritstjórar eru sakaðir um landráð, skjalafals og mútugjaf- ir. Jafnframt er hafin leit að for- ingjum í vesturþýzka hernum sem grunaðir eru um að hafa látið blaðinu í té leyniskjöl. Árásin á Der Spiegel er sýni- lega gerð að undirlagi Strauss landvarnaráðherra. en blaðið hefur afhjúpað mörg hneyksli sem hann hefur verið við riðinn. Stjórnarvöldin segja að hinir handteknu verði sóttir til saka fyrir margar greinar í blaðinu, en þó einkum eina, sem birtist í heftinu sem kom út 10. októ- ber, en þar var sagt frá nýaf- stöðnum heræfingum í Vestur- Þýzklandi, en þær leiddu í ljós að mikið vantar á að vamir landsins séu í því lagi sem Strauss og kumpánar hans vilja Vora láta. Það kom nefnilega í ljós, að ef til kjarnastríðs kemur, myndi það ekki taka sovétherinn meira en viku að brjóta alla mót- spyrnu austan Rínar á bak aftur. Meðal þeirra sem handteknir voru eru nafngreindir útgefand- | inn, Rudolf Augstein, höfuð- fjandmaður Strauss, aðalritstjór- arnir Claus Jakobi og Jóhannes Engel og Bonnfréttaritarinn Hans Dieter Jaene. Vikið er að árásinni á Der Spiegel í þættinum hér á síð- unni. Idag fer fram þjóðarat- kvæðagreiðsla í Frakklandi um breytingu á stjórnar- skránni, þannig að framvegis verði forseti landsins kjörinn beinni kosningu, en ekki af kjörmönnum eins og hingað til. Allir stjómmálaflokkar landsins nema gauUistar hafa hvatt kjósendur til þess að greiða atkvæði gegn stjómar- skrárbreytingunni, ekki fyrst og fremst af þeirri ástæðu að þeir séu andvígir breyt- ingunni sem slíkri, heldur vegna hins að til þess að koma henni fram, hefur de Gaulle forseti þverbrotið stjómar- skrána, sem sett var þegar hann komst til valda, með því að sniðganga alveg kjöma fulltrúa þjóðarinnar. And- stæðingar de Gaulle hafa að heita má hvert einasta blað í Frakklandi á sínu bandi, nær allar sveitastjómir í landinu hafa lýst yfir and- stöðu við stjómarskrárbreyt- inguna og hinar miklu flokks- vélar hafa undanfarið ein- beitt sér að því að hvetja almenning til að segja nei í atkvæðagreiðslunni í dag. Samt telja flestir að de GauIIe muni fá meirihluta, þótt hann verði nú minni en í öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar hafa verið í Frakk- landi, síðan hann tók völd í landinu fyrir fjórum árum. Kunnugir telja líklegt að hann muni fá 55—65 prósent greiddra atkvæða, en það er sá meirihluti sem hann hefur talið sýna nægilegt traust þjóðarinnar á honum. Hvemig má það vera að blaðakostur og áróðunsvélar stjómmála- flokkanna skuli mega sín svo lítils? Eins og áður hefur verið lýst hér í blaðinu, ræður de Gaulle yfir vopni, sem er skæðara en , öll hin hefð- bundnu áróðurstæki, sjón- varpinu, og hann hefur not- að sér eða öllu heldur mis- notað sér það. Það er ekki einungis að hann hafi und- anfarið haldið hverja sjón- varpsræðuna af annarri og spilað þá á alla þá strengi sem bezt hafa dugað honum hingað til, og þó fyrst og fremst á ótta fransks almenn- ings við þann glundroða sem myndi verða í landinu, ef forsetinn drægi sig fyrirvara- laust í hlé að atkvæðagreiðsl- Framhald af 1. síðu. gangi til nokkurra samningavið- ræðna. Þá fyrst, en ekki fyrr, geti hafizt viðræður um hugsan- legar takmarkanir á vopnabún- aði í öðrum löndum utan Vest- urálfu. Og í Ankara lýsti utanríkis- ráðherra Tyrklands yfir því að ekki kæmi til nokkurra mála að hinar bandarísku stöðvar þar fyrir millilandaflugskeyti, hlað- in kjamorkusprengjum, yrðu lagðar niður. Óeirðir yíða Enn hafa víða orðið óeirðir vegna ofbeldisaðgerða Banda- ríkjastjómar gagnvart Kúbu. 1 Moskvu safnaðist saman mik- ill • mannfjöldi, að sögn banda- ríska útvarpsins, aðallega iðn- verkamenn, fyrir framan banda- ríska sendiráðið og hóf grjótkast á það, en lýsti samúð sinni með Kúbumönnum. Nokkrar rúður brotnuðu f húsinu, en lögreglan skakkaði leikinn. f London urðu enn óeirðir við bandaríska sendiráðið og voru 70 menn, aðallega stúdentar, handteknir. Um alla rómönsku Ameríku hafa orðið róstur vegna atburð- anna á Karíbahafi óg hvað mest- ar í La Paz í Bólivíu, én þar létu fimm menn lífið, en 29 slös- uðust eftir fund sem haldinn var Kápusíða þess heftis af Der Spiegel sem ritstjóramir voru til að mótmæla hafnbanninu á handteknir fyrxr. Myndin er af Foertsch yfirhershöfðingja. ■ Kubu-__________________________________ v/o STANKOIMPORT MOSCOW Dæmi um frjálsa skoðanamyndun unni lokinni, en því hefur hann hótað hvað eftir annað, ef úrslitin verða honum óhag- stæð eða ekki nógu hagstæð. Hitt ræður jafnvel enn meiru um úrslit atkvæðagreiðslunn- HVAÐ ER AÐ GERAST? ar, að laumað hefur verið inn ismeygilegum áróðri fyrir de Gaulle í nær allar sendingar franska sjónvarpsins undan- famar vikur. Hins vegar fengu andstöðuflokkar hans fimm ekki nema 40 mínútur sam- tals í dagskrá útvarpsins og fimmtíu í sjónvarpinu. Þess- um mínútum var skipt niður á tvo daga, svo að þær voru ekki margar mínúturnar í hvort sinn sem hver flokkur hafði til að koma sjónarmið- um sínum á framfæri. Og kosningabaráttunni lauk f gærkvöld með enn einni sjón- varpsræðu de Gaulle. að á að vísu eftir að koma í ljós hvort spádómamir um sjónvarpssigur de Gaulle 1 þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag hafa við rök að styðjast, en hitt er þegar ljóst, að öll hin hefðbundnu tæki frjálsr- ar skoðanamyndunar, sem menn vilja telja höfuðein- kenni vestræns lýðræðis, mega sín lítils gegn þeim sem ræð- ur yfir sjónvarpinu. Með því er um leið sagt að frjáls skoð- anamyndun og þarmeð, sam- kvæmt skilgreiningu, lýðræð- ið, er lítils virði í löndum þar sem tæki eins og sjón- varpið er notað til framdrátt- ar einstökum mönnum eða hópum manna, og sannar reynslan frá Bandaríkjunum bað reyndar vel. 17'n frjáls skoðanamyndun á erfitt uppdráttar víðar í hinum vestrænu ,,lýðræðis- ríkjum” en þar sem sjónvarp- ið er allsráðandi. I gær bár« ust þær fréttir frá Vestur- Þýzkalandi, að aðalritstjórar vikublaðsins Der Spiegel hefðu verið handteknir ásamt ein- um blaðamanni og skipanir gefnar út um handtöku þrertt- án annarra starfsmanna blaðs- ins, þ. á. m. útgefandans, Rudolfs Augstein. Þeim er gefið að sök að hafa sagt frá nýafstöðnum æfingum Atlanz- herjanna í Vestur-Þýzkalandi og þeim niðurstöðum sem draga mátti af þeim, en þær leiddu f ljós að þrátt fyrir allan hinn geysilega vígbún- áð í Vestur-Þýzkalandi und- anfarin ár, myndu varrrir landsins bila á örfáum dögum, ef til kjamastríðs kæmi. Der Spiegel er ekki háð neinum stjórnmálaflokki og heggur jafnt á báðar hliðar, til vinstri sem hægri, en það hefurþjón- að mikilsverðu hlutverki í þágu frjálsrar skoðanamynd- unar f Vestur-Þýzkalandi Ad- enauers og Brandts, þar sem öll eiginleg stjómarandstaða er úr sögunni, svo að ekki sé talað um að kommúnista- flokkurinn er bannaður og allir róttækir menn hundelt- ir og ofsóttir, en nazistaþjón- ar gegna æðstu embættum rík- isins. Der Spiegel hefur hvað eftir annað flett ofan af stór- hneykslum og þá ekki hlíft neinum. Það á sér því marga óvildarmenn og ekki sízt í hópi helztu ráðamanna lands- ins, enda hefur margsinnis verið reynt að klekkja á því. En allar málshöfðanir gegn því hafa mnnið út í sandinn fram til þessa, vegna þess að blaðið hafði jafnan í höndum óræk sönnunargögn fyrirstað- hæfingum sínum. Svo mun sjálfsagt enn reynast, og það jafnvel þótt ritstjórar blaðs- ins verði dæmdir landráða- menn fyrir að segja það eitt sem satt var. ás. Býður yður vandaða rennibekki, sem reynst hafa mjög vel á íslandi undanfarin ár. Hæð í odda 215 mjn. Fjarlægð á milli odda 710, 1000 eða 1400 m.m. Allar upplýsingar fúslega veittar. Bifreiðar & landbúnaðarvélar h.f. Brautarholti 20. — Simi 19345. Teikning úr Le Canard Enchaináu Gerizt askrifendur síminn er Y7 SOO í *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.