Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 12
immá
Hljómsveitin, sem Ieikur í fél agsheimilinu Rein á Akranesi.
Skrrfstofa biskups hefur beðið
blaðið fyrir eftirfarandi orðsend-
Sunnudagur 28. október 1962 — 27. árgangur — 235. tölu
Land-Rover
og góðhestur
Bæn fyrir friði
Merkjasala Flug
björgunarsveit-
arinnar í dag
Flugbjörgunarsveitin hefur
merkjasölu í dag, sunnudag,
og aflar fjár til starfsemi sinnar,
en endumýjun og viðhald á
taskjum sveitarinnar kostar mik-
ið fé. Stefnt er nú að því að
tæki Flugbjörgunarsveitarinnar
verði til taks hvar sem er á land-
inu og er þar um að ræða aðal-
lega útbúnað til að komast um
hálendið á hvaða árstíma sem
er. einkum beltavagnar. Þá er
alltaf unnið að því að afla betri
úfbúnaðar fyrir leitarmenn og
tækja til að þjálfa meðlimi Flug-
björgunarsveitarinnar. Þótt ekki
séu greidd vinnulaun fyrir starf-
ið kostar mikið að halda þessari
starfsemi í fullum gangi og því
er Flugbjörgunarsveitinni nauð-
syn að leita til almennings um
styrk.
Vetrarstarf Sósíalista-
félags Akraness hafið
Mikáll áhugi er nú ríkjandi
meðal stuðningsmanna Al-
þýðubandalagsins fyrir í-
höndfarandi vorkosningum
Undanfarið hefur verið unn-
ið að því að skipuleggja vetr-
arstarfið, marka stefnu
flokksins til bæjarmálanna
og skipuleggja innra starf fé-
lagsins. Þá er ekki síður á-
hugi hjá Æskulýðsfylking-
unni og mjög vaxandi áhugi
meðal ungs fólks. Sá áhugi
er ekki sízt að þakka hinum
áhugasama frambjóðanda
flokksins Xnga R. Helgasyni
og mun ötullega verða unnið
að sigri hans í næstu kosn-
ingum.
★ Rein opnað á ný
Félagsheimili sósíalista,
Rein, hefur nú verið opnað
að nýju, en það var að mestu
lokað yfir sumarmánuðina.
Húsvörður hefur verið ráðinn
Guðmundur M. Jónsson. Ann-
að fastráðið starfsfólk verður
ekki við húsið því að fram-
reiðslu alla annazt um 30
sjálfboðaliðar, sem skipta
með sér verkum. Það gerir
það að verkum, að hægt er
að reka húsið með nokkrum
hagnaði, því að það er vin-
sælt og aðsókn mikil, enda
af heppilegri stærð fyrir fá-
mennari félög og félagshópa
en verði mjög stillt í hóf.
Húsið verður leigt út til
þeirra félaga, sem þess óska
gegn vægu gjaldi.
★ Hljómsveit ráðin
Ráðin hefur verið að hús-
inu föst hljómsveit, er það
Dunó-kvintettinn sem er áð-
ur að góðu kunnur á Akra-
nesi og víðar. Hljómsveitar-
stjóri er Magni Steingríms-
son en söngvari Ólafur Bragi.
Yngstur í hljómsveitinni er
Leifur Magnússon 15 ára.
Þessi hljómsveit er áhuga-
söm og í góðri æfingu og
mun hún spila 3svar til 4
sinnum í viku í húsinu. Hægt
verður að semja við hluta
hljómsveitarinnar, 2 eða fleiri
ef óskað verður.
I viðtali við hinn ötula
formann Sósíalistafélagsins
lét hann þess getið að verið
væri að skipuleggja vetrar-
stariið, en mikils áhuga og
bjartsýni gætti í sambandi
við næstu kosningar og starf-
semi félagsins hefur aldrei
verið jafnmikil og nú. H.Þ.
mgu:
„Biskup beinir þeim tilmælum
tii þjóðarinnar að hún sameinist
í bæn til guðs um það, að þeirri
hættu, sem nú ógnar heimsfriðn-
um og þar með lífi mannkyns-
ins, verði bægt frá. Mælist hann
til þess, að þess verði sérstak-
lega minnst í guðsþjónustum
kirkjunnar í dag.“ •
Læknadeila
í félagsdóm
í fréttatilkynningu frá ríkis-
stjóminni, sem Þjóöviljanum
barst í gærdag, er skýrt frá því
að deilu sjúkrahússlækna hafi
verið skotið til félagsdóms.
í niðurlagi tilkynningar ríkis-
stjómarinnar segir:
„Ríkisstjórnin telur nauðsyn-
lega forsendu fyrir lausn þess
ágreinings, sem hér um ræðir,
að úr því fáist skorið, hvort mál
þetta snerti bandalagið eða ekki,
og úr því að Bandalagið vísar
til þess að mat á því sé ekki á
þess valdi, verður ekki hjá því
komizt að leggja málið fyrir Fé-
lagsdóm, sem samkv. 1 mgr. 25.
gr. laga um kjarasamninga opin-
berra starfsmanna nr. 55 1962,
hefur úrskurðarvald um þessi
efni, svo að hann — Félagsdóm-
ur — kveði á um lögmæti upp-
sagna umræddra lækna í þjón-
ustu ríkisins, en samkvæmt 3.
mgr. nefndrar lagagreinar fer
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja með fyrirsvar á slíku máli
af hendi starfsmanna, sem í hlut
eiga.
Er þess vænzt að starfsmenn
þeir, sem í hlut eiga, muni
gegna hinum ábyrgðarmikl'u
störfum sínum áfram meðan fé-
lagsdómur fjallar um mál þetta,
en svo sem kunnugt er er
rekstri mála fyrir þeim dómi
flýtt sérstaklega.“
Fló 433 skrokka
á tveimur dögum
Þórshöfn 25/10 — Slátrun er lok-
ið fyrir nokkru hér á Þórshöfn.
Alls var slátrað 13.700 fjár. Með-
alskrokkþungi dilka var 14,7 kg,
en var í fyrra 15 kg.
Miklir afburða fláningsmenn
eru hér á Þórshöfn, og er ekki
fétítt, að þeir fljótustu flái yfir
200 skrokka á dag. Einn þeirra,
Hermann Þorvaldsson fló á
tveimur dögum 433 skrokka.
Þó nokkuð virðist vera um
rjúpu í ár; er ekki óalgengt, að
menn fái 30—40 rjúpur yfir dag-
inn, og sumir fá mun meira.
AE
Flokkurinn
i
Fulltrúaráðsfundur verður
annað kvöld, mánudag, kl. 8,30
í Tjamargötu 20. Nýtt verkefni
flokksins á dagskrá.
Sósíalistafélagið.
21 hjúkrunarkon-
nr útskrifaðar
Eftirtaldar hjúkrunarkonur
brautskráðust frá Hjúkrunar-
skóla Islands þann 25. þ. m.:
Dagfríður Óskarsdóttir frá
Reykjavík, Dóra Valgerður Hans-
en frá Reykjavík, Helga Guðrún
Sigurðardóttir frá ísafirði, Helga
Þórunn Kristín Sigurgeirsdóttir
frá ísafirði, Herdís Guðrún Jóns-
dóttir frá Akureyri, Jóhanna
Jóhannesdóttir Thorlacíus frá
Reykjavík, Kristín Jóna Krist-
jánsdóttir frá Hellissandi,
Kristín Hjördís Jónatans-
dóttir Líndal, A-Húnavatns-
sýslu, Margrét Ámadóttir frá
Galtafelli, Hrunamannahr. Ár-
ness., Margrét Hólm Gunnars-
dóttir frá Reykjavík, Margrét
Ólafsdóttir frá Reykjavík, Nína
Victorsdóttir frá Reykjavík,
Oddný Margrét Ragnarsdóttir
frá Reykjavík, Ragna Björg
Magnúsdóttir frá Akureyri,
Rnnnveig Jónasdóttir frá Reykja-
vík, Rannveig Jónsdóttir frá
Sauðárkróki, Sigríður Bima
Ólafsdóttir frá Hamrafelli, Mos-
fellssveit, Sigrún Ásta Péturs-
dóttir frá Kópavogi, Sólveig
Hannesdóttir frá Reykjavík og
Waltraut Astrid Gruber
Þýzkalandi.
Nú um
helgina
verður
hleypt af
stokkunum
skyndihapp-
drætti Þjóð-
viljans. Aðal-
vinningamir í
happdrættinu
verða Land-
Rover bifreið og góð-
hestur með öllum reið-
tygjum auk fleiri eigu-
legra vinninga. Heitir blað-
ið á stuðningsmenn sína að
styðja happdrættið eftir
föngum og tryggja með því
áframhaldandi voxí og við-
gang Þjóðviljans. — Sjá auglýs-
ingu um happdrættið á 9. síðu blaðsins.
Otsýni ffir
úr yeitingðsal SÖGU
I gær var opnaður almenningi
veitingasalur á efstu hæð
Bændahallarinnar með útsýni
frá I yfir Reykjavik.
I Hótel Saga rekur veitingasal-
Til allra velunnara Þjóðviljans
Tvær vikur eru nú liðnar
síðan Þjóðviljinn hóf göngu
sína j nýjum búningi.
Miðstjórn Sósíalistaflokks-
ins er það mikið ánægjuefni,
hve vel lesendur blaðsins haf a
tekið því, þrátt fyrir tækni-
lega byrjunarörðugleika.
Stækkun Þjóðviljans er
mikill og verðskuldaður sig-
ur allra þeirra, sem tekið
hafa á sig fjárhagslegar byrð-
ar o.g fyrirhöfn tíl þess að
hún mætti fram ganga.
Og nú skiptir öllu máii. að
fylgja þessum sigri eftir með
því að treysta rekstur blaðs-
ins á alla lund.
Um leið og hinn nýi Þjóð-
vilji hóf göngu sína, hófst
einnig víðtækt starf að auk-
inni útbreiðslu hans.
Og nú — um þessa helgi —
hefst annar veigamesti þátt-
urinn í baráttunni fyrir því
að treysta rekstur blaðsins:
Happdrætti Þjóðviljans —
með vinningum að verðmæti
200 þúsund krónur, sem dreg-
ið verður um á Þorláksmessu,
hinn 23. desember næstkom-
andi.
Góður árangur þessa happ-
drættis hefur mikla þýðingu
fyrir rekstur Þjóðviljans.
Miðstjórnin veit vel, að fjöl-
margir vinir Þjóðviljans hafa
að undanförnu verið mjög ör_
látir á fé og fyrirhöfn til
blaðsins og að fjárhagslegur
vandi íslenzkra alþýðuheimila
er mikill.
En hún vill enn á ný vekja
athygli á þeirri árangursríku
baráttu, sem einmitt Þjóð-
viljinn hefur háð til verndar
hagsmunum íslenzkrar al-
þýðu.
Fjárhagslegur stuðningur
við Þjóðviljann er ein hin
arðbærasta og raunhæfasta
fjárfesting, sem íslenzk al-
þýða getur ráðizt í.
Baráttan gegn vinnuþrælk-
uninni, gegn dýrtíð og kaup-
ráni, baráttan fyrir frelsi
landsins og fyrir varðveizlu
friðarins í heiminum kefst
þess, að islenzk alþýða geri
blað sitt, Þjóðviljann, áhrifa-
ríkara og útbreiddara en
nokkru sinni fyrr.
Miðstjórnin heitir því á
alla velunnara blaðsins að
gera happdrætti það, er nú
hefst, að nýjum fjárhagsleg-
um og félagslegum sigri Þjóð-
viljans og þess málstaðar, er
hann berst fyrir.
Miðstjórn Sameiningar-
flokks alþýðu —
Sósialistaflokksins.
inn, sem er á áttundu hæð húss-
ins. Þetta er fyrsti veitingasalur
í Reykjavík með útsýni yfir
borgina. Matsalurinn er í suður-
enda efstu hæðarinnar og um-
lukinn gleri á þrjá vegu, svo
ekkert hindrar útsyni til aust-
urs, suðurs og vesturs. Mikið út-
sýni er einnig úr vínstúku á
hæðinni.
Hinn nýi veitingasalur verður
opinn frá klukkan sjö á morgn-
ana til kvölds. Verða þar fram-
reiddar allar venjulegar veiting-
ar. Lothar Grundt‘hefur skreytt
húsnæðið.
Enn er ólokið að ganga frá að-
alveitingasal Hótel Sögu, sem
verður á annarri hæð Bænda-
hallarinnar. Sá salur rúmar á
sjötta hundrað manns.
Klukkunni
seinkað
í nótt átti að seinka klukkun:
um einn klukkutíma. Þetta ei
lesendur blaðsins minntir á ;
aðhuga, ef þeir hafa ekki þeg;
seinkað klukkum sínum.
*
I