Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 7
Sunnudagur 28. október 1962
ÞJÓÐVILJINN
SÍÐA 7
BRIM I CRINDAVIK OC
ÞOTUCNÝR í KEFLAVIK
KRISTINN REYR
krafinn sagna
Grindavík eða
Öseyri
Þar situr Kristinn Reyr heill
og ssell. Hann segir að margir
menn hafi misst móðinn
frammi fyrir hljóðnema og
ekki séu fréttamenn betri. Há-
bölvaðar fiska- og orðafælur.
Hann fæddist í Grindavík
árið 1914, árið sem hann Ferd-
ínand var skotinn. Ekki slapp
sál Ferdínands' samt inn í
Kristin, Grindavíkureðlið í
manninum hefur aldrei orðið
fyrir neinu hnjaski, svo segir
hann sjálfur. Og svo ólst ég
upp með Grindavíkurbrimið
fyrir augum og eyrum, fagurt
brim og ógleymanlegt, segir
Kristinn. Páll.hefur oft lofað
Stokkseyrarbrimið, en það er
enginn sjússamælir til á slíka
hluti; ég tefli auðvitað hik-
laust fram brimi Grindavíkur.
Hinsvegar var lífsbaráttan ekki
eins falleg: sjósókn á árabátum
og brotizt gegnum hroðabrim,
peningaleysi, eilíft eins og guð,
eldsneytið var mosi og þang.
Þetta er í dag eins og hver
önnur lygisaga sem fáir geta
trúað af fullri alvöru.
Var þá Salka Valka alin upp
í Grindavík?
Við áttum vissulega okkar
Bogesen, hann Einar í Garð-
húsum. Það var mikill ilmur í
búðinni hjá honum þegar mað-
ur kom þangað til að fá brjóst-
sykur fyrir tíu aura. Það var
himneskur ilmur. Yfir þessum
manni var bersýnilega enginn
nema kóngurinn í Kaupmanna-
höfn. En hann var líka langt í
burtu. Já það var ekki af
rælni að Einar var kallaður
síðasti konungur Suðurnesja.
Blýantur og fiðla
Atburðir? Eg var alltaf að
teikna: hnífa, gaffla — þetta
voru allt mektugar persónur
og sprelllifandi. Svo hélt ég
haustsýningu og páskasýningu
og fékk mjög stabíla aðsókn.
Þessi aðsókn ,var séra Brynj-
ólfur á Stað. „Hvað áttu nýtt
núna‘„ sagði han þegar hann
kom í heimsókn. og þá var
breitt á borð og rúm. Sýningin
var bara fyrir hann. Síðan hef
ég aldrei getað losnað við
þennan skratta að teikna, hef
jafnvel sýnt fyrir annað fólk.
Og svo kom Ingimundur fiði-
ari og hélt skemmtun. Það var
ógleymanlegt. Hann spilaði
vindinn og hafið og lög, —
söng sjálfur undir. Hann klædd-
ist einhverskonar rósabúningi
og var allt í senn Paganini og
jólatré. Það voru tvenn jól á
sama almanaksári þegar Ingi-
mundur kom til Grindavíkur.
Vísur og saltfiskur
Langminnugar konur muna
þig í Keflavík snémma. Þú
varst á Edinborgarstakkstæði
og ortir vafasamar vísur?
Já biddu fyrir þér. Eg var í
Keflavík á barnaskólaárunum,
frá tíu til fjórtán ára aldurs.
Auðvitað vann ég í saltfiski,
Keflavík var þá öll ein salt-
fiskur. Og þessar vísur — þær
áttu aðeins að há eýrum béztu
kunningjanna, en svo barst
þetta út. Þetta er mjög átakan-
le:ét, ég held ég' háfi farið að
gráta. Skömmu síðar sneri ég
mér að sálmakveðskap. En
annars var mikið sólskin yfir
þessum barnaskólaárum hjá
Guðlaugu og Guðmundi. Eins
og segir í Barnaskólaljóðum:
En gamli skóli, gleymist þú/
á glöðum vígsludegi? .. I ein-
um huga býr þó / angurblíður
dregi.
Öræfi og
gamankviðlingar
Og svo var ég sendisveinn í
Reykjavík og verzlunarmaður
Kristinn Reyr
Tiloröning
Teningar tungls á vogi. Hönd
tilkomiríkis
sáir svalbláinn
samljómum.
Teningar tungls á vogi. Kul
sem lagði frá landi
hélt til hafs,
útað himni, inni dökkva,
uppá himin,
tendraði tungl við siglu.
Teningar tungls á vogi. Hönd
loks sem hönd, er lék
af fingrum fram,
kasti í kjalsog
kuls
tómhent teningum
tungls.
(„Teningum kasíað“)
í Vísi, komst svo með vinnu í
Verzlunarskólann. Árið 1935
var þessari skólagöngu lokið.
Eg var heppinn, gerðist starfs-
maður hjá Ferðafélaginu. Eg
var inni á öræfum með Hall-
dóri í Hrauntúni, gagnmerkujja
manni; hann hafði verið fleiri
nætur á fjöllum en sjálfur Þor-
valdur Thoroddsen. Eg át salt-
fisk og rúgbrauð, gekk á jökla
— og fékk heilsuna aftur.
Þarna urðu til ýmis stef, eins
og t.d. Áning, fyrsta kvæðið í
„Suður með sjó“: „Einn við
Eyvindarhver / áði ég meðál
nýrra / mynda og fáðra
fræða /. Glóandi gulli dýrra /
glettnisfullt virtist mér / hver-
augað horfa til hæða.“ .
Aftur var ég kominn til
Keflavíkur. Þar tók ég ímynd-
unarveikina. Það haut svo að
fara: mikið var í húfi — það
voru óortir margir gaman-
kviðlingar í revýuna „Drauma-
landið “ Eg neyddist til að
leggjast veikur. Vinnuveitand-
inn sýndi mér mikla samúð,
enda var ég eini starfsmaður-
inn, og heimsötti mig oft á
dag; ég mátti vera handfljótur
að snara pappírunum undir
sængina. Þetta hefur verið
1941.
Anars skyldi enginn yrkja
gamanvísur um fólk í litlu
plássi. Sumir menn þurfa tíu ár
til að fyrirgefa smásneið sem
þeir hafa íengið í revíu. Mað-
ur þarf helzt að gera jafnmik-
ið grín að sjálfum sér og öllum
hinum til samans svo að þetta
geti gengið.
Mikil tíðindi
— Og fyrir réttum tuttugu,
árum kom svo fyrsta ljóðabók-
in út?
Já, „Suður með sjó" kom út
haustið 1942. Bókin átti sér
auðvitað forsögu. Björn Guð-
finnsson sá eftir mig stef í
skólablöðum. Hann var mér
mjög vinveittur, tók mig á hné
sér í kveðskaparmálum og
• kom nokkrum kvæðum á
þrykk 1938. Handritið að Suð-
ur með sjó var að mestu til-
búið í stríðsbyrjun. Svo líður
og bíður: allt í einu hringir
Ólafur Jóhann suður og liggur
nú mikið á: hann hafi hand-
bæran útgefanda að bók eftir
mig. Þetta voru miklu meiri
tíðindi en allar geimsiglingar
síðan. Útgefandinn reyndist
enginn annar en Kristinn
Andrésson. Það var líka hann
sem sendi mig á vit Sigurðar
Norðdal til skrafs um handrit-
ið, hann sagði ég hefði ekki
nema golt af því að tala við
Sigurð. Það reyndist rétt. Svo
var komin út bók, og upplestur
í útvarpið, og vinsamlegir
dómar. Hinsvegar voru útgerð-
armenn hérna fyrir sunnan
vissir um að það væri eitthvað
skynsamlegra hægt að gera við
tímann en að semja bækur. Þá
var mikill stríðsgróði um allt
land.
Þessi bók var ort í Reylcja-
vík og uppi á öræfum, en þetta
var grindvísk bók engu að síð-
ur: með fárviðri á hafi, klaka
í skeggi karlanna, sæfugla á I
skerjum. haustnæðingi, afla- '
leysi og yfir öllu saman flögra '
hrafnar.
Bjartsýni og
ómálgi utanlands
Svo kom „Sólgull í skýjum"
út 1950. Það þótti mörgum
undarlegt nafn?
Þetta var bjartsýn bók og
nafnið eftir því. Stríðinu var
lokið og allir vonuðu að slik
ótíðindi gerðust ekki framar
Framhald á 9. síðu.
Frammi fyrir
bókaskáp
Verkamaður stendur fyrir
framan stóran bókaskáp. Það
er margt í þessum skáp, eink-
um ljóðabækur — bæði gaml-
ar og nýjar. Halldór og Þór-
bergur. Hæfil. mikið af þjóð-
legum fræðum. Kannske þetta
sé sá verkamaður sem alla
bókaútgefendur dreymir um?
Jú jú, þama voru ung
skáld líka. Húsráðandi var
samt ekki vel ánægður með
þau. Þó fannst honum Þor-
steinn frá Hamri nokkuð gott
eru skárri, en þetta er saml
afskapleg flatneskja. Ætli
hann sé ekki alltaf að þrengj-
ast þessi hópur sem les?
Það má enginn
vera að þessu
Já það er ekki um það að
villast: við íslendingar erum
búnir að fá yfir okkur alvar-
legan kapítalisma. En kapí-
talismi fer illa með menning-
aráhuga. Það er nefnilega
ekki hægt að græða mjög
mikið á þessum áhuga. Hins-
vegar er allt í einu búið að
lara í oro. Aivarleg lesning
krefst nokkurs siðferðisþreks.
einkum í byrjun. Það liggur
því beinast við að álykta. að
lesendur þurfi á siðferðileg-
um stuðningi að halda.
Áhuga á bókum skýtur upp
í mörgum myndum, meðal ó-
líkra manna: bamalegra og
lífsreyndra, sérvitringa og
bamamanna. Og hvernig á
að styðja þennan áhuga?
Fyrst og fremst er hér um að
ræða alla hugsanlega at-
hafnasemi þeirra sem finna
til einhverrar ábyrgðartilfinn-
ingar í þessu máli. Það er
sjálfsagt hægt að brosa að
bókmenntaklúbb í einhverj
jafnvel hlutirnir verða sorglega cinmana.
akáld. Mai-kviss og hnyttinn;
hann ætti til hnyttni í ætt
við Stein Steinarr. Hann tók
ýmsar bækur út úr skápnum
og talaði um þær. Honum
fannst Jakobína komast tölu-
vert þótt svo hún færi mjög
troðnar slóðir. Jóhannes úr
Kötlum er lifandi skáld þótt
hann sé misjafn og smekk-
vísin geti brugðizt honum.
Líklega er hann beztur í Sjö-
dægru. En ég er löngu búinn
að gera það upp við mig, að
Guðmundur Böðvarsson er
bezta skáld okkar nú, sagði
þessi verkamaður og ljóða-
maður. Ég er alltaf nokkuð
smeykur þegar von er á nýrri
ljóðabók frá honum — hann
hefur ort svo lengi, margar
hættur á ferðum. En ég er
mikið ánægður með síðustu'
ljóðabók hans. Það er sann-
arlega aðalsmerki, að ná
svona langt með þessum ró-
lega, einfalda tóni . . .
En það búa ekki
allir svona vel
Það mætti lengi rekja slíkt
kunningjarabb með stuttum
einkunnum um ýmis skáld,
en það stóð ekki til, það hef-
ur ekki sjálfstæða þýðingu.
Hinsvegar var minnzt á ann-
að: hvað fólk læsi.
Já, hvað verður þú var við
að fólk lesi?
Það er frekar lítið. Menn fá
ennþá alltaf eitthvað af bók-
um í jólagjöf. Oft einhvers-
konar þjóðlega lesningu.
Þetta er svo lesið (lesið sem
sæmileg atburðalýsing, sagði
ekki einn merkur samtíðar-
maður: „Ég var að lesa frá-
sögnina um mannskaðann
mikla á Mosfellsheiði, það
er bara alskemmtilegasta saga
sem ég hef lesið“. Konum eru
gefnar skáldsögur, eftir lækn-
inn Slátur eða einhvem erf-
ingja hans. Og þetta er oft
það skásta, yfirleitt er lesn-
ing fólks alveg óskaplegt
rugJL. Það er að vísu rétt að
glæparitin sjálf hafa sett
eitthvað ofan, hinsvegar hafa
innlend vikublöð eflzt. Þau
byggja upp mjög alvarlega
lotningu fyrir peningum og
hlutum, og hafa þó peningar
oft verið sterkir í heiminum
áður. Þessi lotning teymir
fólkið á eftir hlutunum;
menn leggja mikið -á sig til
að eignast þá, þeir vinna af-
skaplega mikið, — svo mikið
að þeir hafa hvorki ánægju
af vinnu né þeim hlutum sem
þeir eignast fyrir þessa vinnu.
Þetta er mjög sorglegt. Áhugi
á menningu verður auðvitað
útundan. Hann bætir ekki
neinu við auðsæld manna.
Þvert á móti: hann tekur fró
þeim tíma sem annars hefði
mátt nota til að vinna íVri r
nýjum hlut. Það er ekkert
pláss fyrir menninguna i
sjálfri byggingu þjóðfélagsins.
I bezta lagi er hún skraut-
fjöður ef menn þurfa að
kunna sig í samkvæmi. Og
Morgunblaðið hefur ráðlagt
mönnum að kaupa málverk:
það geti verið góð fjárfest-
ing.
Andi peningaþjóðfélagsins
gerir menningarstarf að
nokkurskonar fóm sem færð
er þvert ofan í hagfræðilega
skynsemi.
Samt lesa einhverjir
Samt sem áður lesa menn,
samt sem áður byrja menn
að lesa. Skólafólk les: sumir
menntskælingar, sumir iðn-
nemar (þessir aðilar eiga víst
afskaplega erfitt með að tala
saman um þessa hluti, því
miður). Þú sérð stráka í
vinnu: kannske er einhver
þeirra með eitthvað kald-
hæðnisvers eftir Stein Stein-
arr á vörunum — eða hafa
ekki allir byrjað á Steini? Á
kvöldin brýzt hann kannski í
einhverju þekktu skáldverki,
bótt hann kunni ekki oível
enn ensku eða dönsku, þótt
hann sé syfjaður eftir langan
vinnudag, þótt miklu auð-
veldara sé að bregða sér í
bfó.
Já, það er auðveldara að
um skóla, þar sem allir eru
feimnir við hina miklu al-
vöru bókmenntanna og þora
varla að segja annað en:
þetta er djöfulll ósköp góð
bók. En það væri kannske
hægt að veita þessum klúbb
einhverja aðstoð. Það er til
allskonar vettvangur: skólar
bókmenntafélög, að ógleymdri
einfaldri persónulegri þolin-
mæði.
Það er stundum sagt að
ekki megi troða — beinlínis
eða óbeinlínis — því upp á
menn sem þeir' vilja ekki
skilja og taka við. En í dag
má helzt ekki láta fólk í friði,
það sofnar þá alveg. Ef við
værum ekki barin til bókar
þá værum við flest ólæs og
óskrifandi.
Svo þarf líka að stytta
vinnutímann.
Gegn svefnlyf jum
Dýrkun hlutanna plús lé-
legur skemmtanaiðnaður ér á
góðum vegi með að gera heil-
ar þjóðir að aumingjum.
Syndir menningarpostula
koma hér líka við sögu. Þær
eru margar; það væri kann-
ske rétt að minnast á eina:
stefnu gagnrýninnar. Gagn-
rýni sem við þekkjum miðar
langoftast við það hvernig
eitthvað er sagt. Það skifi^r
miklu máli, en við höfum
vanið okkur af því töluvert
að hugsa um það hvað er í
raun og veru sagt í verki.
Þessi synd gerir líka sitt til
að slá deyfð á mannskapinn.
Borgaralegu lýðræði fylg-
ir mikið frelsi. Þar á meðal
frelsi til að stinga öllum al-
menningi svefnþorn. Hinsveg-
ar hlýtur lýðræði sem ekki
vill kafna undir nafni að
byggja á mönnum sem hugsa,
ekki sofandi sauðum.
„Hugsandi menn“ eru ólíkir
að reynslu og þekkingu. En
þeir sem leggja það á sig að
glíma af alvöru við mannleg
vandamál, vandamál menn-
ingar, eru um leið sá mann-
legi efniviður sem einn dug-
ar til að byggja úr skynsam-
legt þjóðfélag. — A.B.
1