Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 6
6 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
Sunmidagur 28. október 1&62
Sextán alda
bókmenntir
Til er gömul armensk þjóö-
saga sem angar aí austræn-
um málblómum og uppal-
andi lífsvizku. Hún segir fni
því, aö kóngssonur varð ást-
fanginn af dóttur hirðingjans.
en hún vildi ekki giftast hon-
um fyrr en hann hefði lært
nokkra iðn, og lærði kóngs-
sonur að vefa teppi. Eftir
brúðkaupið gekk hann að sið
austrænna ævintýrakónga
um ríki sitt í fötum verka-
manns og kom að þeirri fjar-
lægu borg Perozj. Þar lokk-
uðu prestar eldsdýrkara hann
inn í hræðileg jarðhús undir
musteri sínu: hér voru þeir
fangar sem eitthvað kunnu
til verks látnir þræla en öðr-
um hentu prestamir í sjóð-
andi katla til matar þeim
sem unnu. Kóngssonur óf
teppi og kom armenskum
bókstöfum hugvitssaml. fyr-
ir í munstri þess, og sagði þar
frá óhugnanlegum leyndar-
málum borgarinnar Perozj.
Þetta teppi var svo selt hinni
ungu drottningu, hún safnaði
her og frelsaði mann sinn og
samfanga hans úr þessari
dauflegu vist.
I þessari sögu má lesa
fleira en siðferðilegan boð-
skap um að öllum sé holit að
kunna lestur og einhverja iðn
— jafnvel þótt maðurinn sé
prins. Söguhetjan Anaít segir
svo frá bókmennt hinnar
Handritasafnsbyggingin i Erivan er cinn af þjóðarhelgidómum
Armena. Þar hcfur verið safnað saman á einn stað grúa skinn-
handrita, þeim elztu frá fimmtu öld, sem geyma þjóðarbók-
menntir Armena og afarmikinn fróðleik um sögu og menntir
annarra landa, því Armenía lá í þjóðbraut milli Evrópu og
Asíu. Hér sést safnvörður bera saman stærsta og minnsta
skinnhandritið.
Armenar minnast föður
sinna bókfræða
fomu armensku þjóðar: —
„Jafnvel hjarðmenn okkar
kenna hver öðrum. Ef þú
gengur um skóga okkar munt
þú sjá að í boli trjánna eru
útskornir bókstafir. Á steina
og virkisveggi hefur verið
skrifað með svartkrít. Einn
skrifar orð, annar bætir við.
Þannig fylltust fjöll okkar og
gljúfur af skrifuðu máli.
Ekki alls fyrir löngu kom
Mesróp gamli aftur til okkar
og bauð að allir skyldu læra
skrift“.
Hér er talað um menning-
arfrömuðinn Mesróp Mastots.
Armenar eiga sér foma menn-
ingu: Mesróp fæddist fyrir
1600 árum. Fyrir 1550 árum
bjó hann til það stafróf sem
notað er enn þann dag í dag.
Þetta var merkismaður.
Hann fæddist árið 362, hlaut
ágæta gríska menntun, var
hershöfðingi og meðlimur í
ríkisráðinu. Um þessar mund-
ir var — sem og þúsund sinn-
um fyrr og síðar — tilveru
Armena stefnt í voða: vestur-
helmingur landsins var á
valdi Rómar og Konstantín-
opel, eystri hluti þess á valdi
Persa. Armenar höf ðu sruemma
tekið kristni, en nú var svo
komið, að Persar reyndu að
þröngva þeim til eldsdýrk-
unar, hinsvegar var í vestur-
hlutanum messað á grisku eða
sýrlenzku sem fáir skildu.
Frá tveim hliðum steðjaði að
sú hætta, að hin foma ar-
menska menning yrði gleypt
af stærri þjóðum. Beztu menn
þjóðarinnar vom í þungum
þönkum. Fyrst leitaði Mesróp
huggunnar í einlífi og mein-
lætalifnaði. En svo fór að
hann komst að þeirri niður-
stöðu að þjóð hans og tunga
hennar yrði bezt varin með
því að hún eignaðist eigið
letur sem fest gæti tunguna
í sessi og þjóðinni síðan
kennt að beita þessu vopni.
Mesróp Mastots tók nú til
starfa: lærði erlendar tungur,
ferðaðist um nálæg iönd og
bjó síðan til stafróf sitt sem
talið er bæði nákvæmt og er
einnig loíað fyrir það, hve
íagurlega það samræmist
skreytilist þjóðarinnar, plast-
Iskri skynjun hennar. Einnig
opnaði hann skóla um alla
Armeníu (og naut til bess
stuðnings þáverandi katolik-
osar armensku kirkjunnar
Saaks) til kennslu í bókvísi
og urðu lærisveinar hans
margir og ötulir. Hann hófst
handa um mikla þýðinga-
starfsemi og undirbjó þannig
hina miklu gullöld armensks
menningarlífs: Armenar skrif-
uðu ekki aðeins merkar bæk-
ur heldur varðveittu þeir
einnig verk íjölmargra rit-
höfunda fomaldar sem eru
týnd á þeim tungum sem þau
voru skrifuð á.
Mesróp lét sín víða getið:
hann barðist gegn villutrú,
kom á námsstyrkjum handa
snauðum unglingum, hann
„gaf frelsi mörgum föngum
og reif mörg óréttlát skulda-
bréí“ og hann „hafði þungar
áhyggjur aí því hvemig
hugga mætti allan heiminn“.
eins og annálaritarinn Korjún
segir.
Sextán alda afmæli Mes-
róps var auðvitað mikil há-
tíð meðal allra Armena. Þessi
litla kákasísika fjallaþjóð hef-
ur orðið fyrir tíðari og hræði-
legri ofsóknum en nokkur
önnur þjóð að gyðingum ein-
um undanskildum. Margir
þeirra dreifðust um allan
heim — einkum eftir hin
reglulegu blóðböð í löndum
Tyrkja á nítjándu öld. Og
hafa þeir hvarvetna haldið
uppi öflugu þjóðlegu menn-
ingarlífi og lagt góðan skerf
til menningar þeirra þjóða
sem þeir • hafa búið með
(William Saroyan er ar-
menskrar ættar svo einhver
sé nefndur). En síðustu ár
hafa íjölmargir Armenar
snúið heim til þess hluta ætt-
jarðar sinnar sem er í Sovét-
ríkjunum. Og von er á fleir-
um. Þar hljóma í dag fomir
söngvar og margvíslegur
skáldskapur þessarar þjóðar
sem ekki vildi deyja og dó
ekki vegna þess að hún fyllti
fjöll sín og gljúfur af bók-
legri menningu fyrir 1600 ár-
um.
á.b. tók saman.
Biblían oq Lenín eru mest þýdd
Samkvæmt upplýsingum
UNESCO-tímaritsins „Index
Translation“ reyndist Lenín
vera mest þýddi rithöfundur-
inn árið 1960 og biblían mest
þýdda bókin. Leikrit Shake-
speare reyndust mest þýdd á
önnur tungumál af skáldverk-
um einstakra höfunda. Næstir
í röðinni eru Tolstoj og Jules
Verne, en síðan koma Agath-
Chrístie og Dostoi^” ' :
Eins og áður eru Sovétrík-
in það landið í heiminum, þar
sem flestar bókaþýðingar
hafa verið gefnar út á árinu,
þ. e. 5507, enda eru mörg
tungumál töluð þar í landi.
Austur- og Vestur-Þýzkaland
eru næst í röðinni með 2859
þýðingar og því næst Tékkó-
slóvakía með 1584. Síðan
koma Ítalía, Frakkland,
Spánn, Bandaríkin, Holland
og Svíþjóð.
Stalín, sem eitt sinn var
’fstur á þesum lista
INESCO, var aðeins þýddur
sinnum árið 1960.
Enn sem fyrr eru ævintýi
ujög vinsæL H. C. Anderser
ar þýddur 58 sinnum
Crimmsævintýri 49 sinnum og
Walt Disney 23 sinnum.
Samningsréttur fékkst
—eftir átta ára verkfa
Nýlokið er í Bandaríkjunum hörðustu og
lengstu vinnudeilu sem þar hefur verið háð á
síðustu áratugum. Verkfall þetta stóð í átta og
hálft ár
Samband bílaiðnaðarmanna
lýsti yfir verkfalli hjá fyrir-
tækinu Kohler Company 5.
apríl 1954. Verkfallinu var af-
lýst um síðustu mánaðamót,
þegar samningar voru loks
undirritaðir.
Neitaði að semja
-• Deilan var svona langvinn og
hörð vegna þess að atvinnu-
rek. neitaði statt og stöðugt
að viðurkenna verkalýðsfélagið
sem samningsaðila. Kohler er
fjölskyldufyrirtæki og annar
stærsti framleiðandi í Banda-
ríkjunum á hreinlætistækjum
og leiðslum sem þeim tilheyra.
Strax þegar 3300 verkamenn
hófu verkfall vorið 1954, réði
Kohler til sin verkfallsbrjóta
og reyndi að halda rekstrinum
áfram. Þegar i stað kom til á-
taka milli verkfallsmanna og
verkfallsbrjótanna, svo segja
má að hernaðarástand hafi ríkt
árum saman í Sheboygan,
45.000 manna borg í fylkinu
Wisconsin, og nágrannabænum
Kohler, sem fyrirtækið á eins
og hann leggur sig.
Skotvopnum beitt
Atvinnurekandinn keypti vél-
byssur og táragas handa einka-
lögreglunni í einkabæ sínum,
þar sem verkfallsbrjótunum
var fengið húsnæði en verkfalls-
menn bornir út á götuna.
Verkfallsmenn vopnuðust
veiðibyssum. Hvað eftir annað
sló í blóðuga bardaga þar sem
menn særðust og féllu. Milli-
fylkjadeila reis milli Wisconsin
og nágrannafylkisins Michigan
út af blóðsúthellingunum í
Kohlerdeilunni. Yfirvöldin í
Wisconsin kröfðust þess að fá
framseldan erindreka verka-
lýðsfélagsins, sem þau kenndu
um dauða verkfallsbrjóts í ein-
um bardaganum. Fylkisstjóri
Michigan neitaði að framselja
manninn þar sem hann væri
borinn röngum sökum.
Auk beinna bardaga áttust
verkfallsmenn og verkfalls-
brjótar við á annan hátt. Hvor-
ir unnu skemdarverk á ann-
arra bílum, fjölskyldur sundr-
uðust vegna þess að verkfalls-
menn og verkfallsbrjótar vildu
ekkert hafa saman að sælda,
og svo framvegis.
10 milljónir dollara
Bílaiðnaðarmannafélagið reyndi
að ná sér niðri á Kohler
með því að hvetja félags-
bundna verkamenn um öll
Bandarikin til að sniðganga
vörur sem verkfallsbrjótar
framleiddu hjá fyrirtækinu.
Jafnframt hófu ýmis önnur
verkalýðsfélög samúðaraðgerðir
á þann hátt að byggingariðn-
aðarmenn neituðu að koma í
hreinlætistækjum frá Kohler
fyrir í húsum þar sem þeir
unnu. Kohler tókst þó að fá
dómstólana til að banna þessar
samúðaraðgerðir að viðlögðum
háum sektum.
Engu að síður dróst sala Kohl-
ers verulega saman, og kostn-
aður verkalýðsfélagsins af deil-
unni var einnig gííurlegur. Þau
átta og hálft ár sem verkfaliið
stóð greiddi bílaiðnaðarmanna-
sambandið verkfallsmönnum
hjá Kohler yfir tíu milljónir
dollara eða á fimmta tug millj-
óna króna í verkfallslífeyri.
Síðustu árin hefur verkfallið
verið háð án meiriháttar á-
rekstra, og nú í ár gafst Kohl-
er loks upp á þófinu og viður-
kenndi verkalýðsfélagið sem
samningsaðila. Var undirritað-
ur samningur til eins árs.
Þeir atvinnurekendur í Banda-
ríkjunum sem þverskallast við
að viðurkenna verkalýðsfélög
eru hnuggnir yfir málalokum.
Kohler verksmiðjan var orðin
merkisberi þeirra, enda með
stærri fyrirtækjum sem þenn-
an flokk fylltu. ___
Dramatískir
tónleikar
Tónleikarnir voru rétt að ná |
hámarki. Píanóeinleikarinn var
kominn fram í miðja rapsódíu |
eftir Rakmanínoff við stef eftir |
Paganíní, og áheyrendur sátu i
hugfangnir og hlýddu á þetta
yndislega, ljóðræna verk.
Þá hrundi flygillinn skyndi-
lega og féll að nokkrum hluta
á sviðið.
Einleikarinn Wladyslav Kedra
stöðvaði é sér fingurna hið
skjótasta og starði á eikarbilr-
una, sem fallið höfðu. Svo
reyndi hann pedalana. Þeir voru
ekki í lagi. Hann stóð upp og
yfirgaf leiksviðið. Hljómsveit-
arstjórinn Jan Krenz, stjórn-
andi pólsku útvarpshljómsveit-
arinnar, fylgdi á hæla honum.
Aheyrendur sátu sem þrumu
lostnir.
Inn á sviðið ganga fjórir
menn, John Spaiding, sérfræð-
ingur í hljóðfærum, og þrír tré-
smiðir, vopnaðir naglbít og
hömrum. Hamarsslögin dynja
og þeir negla saman flygilinn
á tíu míínútum. Þá snúa þeir
aftur, Kedra og Krenz, og tón-
leikarnir halda áfram.
Kedra er rétt að ljúka við
rapsódíuna og á aðeins eftir
örfá tilbrigði, þegar flygillinn
hrynur aftur og fellur á gólfið.
Einleikarinn bítur á jaxiinn og
einbeitir sér á lokasprettinum,
meðan nokkurn tón má kreista
Út úr hljóðfærinu.
Þegar tónverkinu lýkur er
flyglinum ýtt til hliðar, meðan
áhorfendur fagna listamönnun-
um innilega. Ejj skyndilega
detta pedalarnir og allt sem
þeim tilheyrir á gólfið og
mynda stóran haug á svið-
inu.
Allt þetta átti sér stað kvöld
eitt fyrir rúmri viku í AJbert
Hall í Lundúnum. Daginn eftir
var hafin rannsókn í málinutil
að fá úr því skorið, hvort unn-
in hefðu verið skemmdarverk
á þessum brothætta Steinway-
flygli.
Ungbörn þrífast jafn vel
á kaldri mjólk og volgri
Kornabörn þrífast alveg eins vel þó pelinn
þeirra sé 'tekinn beint út úr ísskápum þegar
þeim er gefið að drekka eins og ef hann er hit-
aður upp í líkamshita í volgu vatni.
Þetta er niðurstaðan af rann-
sókn sm farið hefur fram í
deild fyrirmálsbarna í Belle-
vue-sjúkrahússins í New York.
Læknar og hjúkrunarfólk þar ;
er frægt fyrir hve vel því tekst
að hlynna að börnum sem eru
fædd löngu fyrir eðlilegan
tíma.
Mega við minnstu
Rannsóknin fór þarna fram,
egna þess að Wklegt var talið
ð óheppileg áhrif af köldum,
'!a kæmu fyrr og glöggar
' ís hjá vanburða börnum en '
’burða.
Tuttugu ljósmæðraneir.ar
voru ráðnir til að fylgjast í I
tvö ár með 358 ófullburða
börnum. Stúlkurnar fylgdust
með svefni þeirra, gráti og
sprikli. Börnunum sem athug-
uð voru var skipt í tvo hópa,
þar sem annar var alinn á
kaldri mjólk en hinn á volgri
eins og venja er.
Engin munur
í vísindalegri skýrslu um til-
raunina er sú niðurstaða láti\
í ljós, að ekki hafi komið fram
neitt sem bendi til að heppi-
legra sé að velgja næringu
barna en að gefa þeim hana
kalda. Nú er svo komið að öl)
börn á íyrirmálsbarnadeildinni
fá pelann sinn kaldan og láta
sér það vel líka.
Stúlkumar sem unnu að rann-
sókninni fylgdust með börnum-
um áður en þeim var gefið,
meðan þau voru að matast og
þegar þau höfðu lokið mat sín-
um. Hvert og eitt barn var at-
hugað í 15 sekúndur á hverjum
tíu mínútum sólarhring eft-
ir sólarhring. Fylgzt var með
hve mikið börnin nærðust, hve
ört þau þyngdust og hve miklu
af matnum þau ældu.
í engu atriði varð vart við
neinn teljandi mun á börnum
sem fengu kalt að borða og
þeim sem fengu volgt. Köldu
plarnir voru teknir beint úr is-
skápnum en hinir velgdir í
heitu vatni.
Hitinn á volgu mjólkinni var
reyndur á venjulegan hátt með
því að láta dropa drjúpa á
handarbakið. Kom á daginn
við mælingar að þetta hitapróf
er afar ónákvæmt, munað gc.1
allt að tíu stigum.
t