Þjóðviljinn - 28.10.1962, Page 10

Þjóðviljinn - 28.10.1962, Page 10
20 síða ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. oktöber 1962 Skáldsaga eftir RICHARD CONDON um margnefnda þriðjudegi. Hún fylgdi " augnaráði hans, mest- megnis af kurteisi. „Jæja, svo að þú stalst þess- um málverkum frá mér?“ sagði hún undrandi. Hún reis á fætur og gekk að Zurbarán til að að- gæta það nánar. ,,En sem ég er lifandi," hrópaði hún. „Þetta er málverk frá Dos Cortes!" Hún gekk yfir að Velazquez. „Og þarna er meira að segja sjálfur Pickett TroiIus!“ Hún sneri sér við og horfði á hann stórum augum. „Þú stalst þeim írá mér?“ „Var það ekki það sem þú hélzt?“ ,3att að segja hsfði ég um svo margt að hugsa, að ég tók alls ekki eftir þessum málverk- um. Segistu hafa stolið þeim frá mér?“ „Ég segi ekki orð í viðbót.“ Hún gekk að Greco og sneri bakinu í markgreifann. „Kf ég sneri mér við núna,“ sagði hún, „þá veit ég að ég sæi þennan sama þrjózka hálfvitasvip, og þú settir upp sem strákur, þegar þú varst staðinn að verki en vild- ir ekkert segja, jafnvel þótt það gæti bjargað þér út úr vandræð- unum.“ „Mér þykir það leitt, Blanca, sagði hann stirðlega. Hún gekk að arninum og tok upp skörung. „Ég veit til dæmis að Pott ég” réðist að Þér með þessum hérna myndirðu ekki segja eitt orð i viðbót um þessi málverk, vegna þess að þú ert búinn að að ákveða að þegia. Þannig ertu.“ „Þannig er ég,“ svaraði Mun- oz. „,Þá verður mér ekkert a- gengt.“ „Ég veit ekki almenmlega hváð þú hefur í huga, en hvað myndirnar snertir er munnur minn lokaður.'* „Og ég sem bið þig svo vel,“ sagði hún og horfði nánar a Grecomálverkið. „Mér þykir þaS leitt. Ég get það ekki.“ Hún andvarpaði og gekk að langa borðinu við hliðarvegginn. Það var saga Spanar í hnotu- tré. Hún dró fram skúffu og tók upp stór skæri. „Viljaþrek þitt gerir mig ráð- þrota,“ sagði hún og sneri sér við með skærin í hendinni. „Það er vel gert af þér að líta þannig á málið. Klipptu nú böndin með skærunum og svo gleymum við þessu öllu saman. ^ , Hún dró gullleðurstól út frá j yeggnum og að Grecomyndinni, , sem blasti beint við markgreiG j mum. Hún steig varlegá upp á stólinn og sagði: „Ég hef þekkt járnviljann þinn írá þvi að þú varst lítill drengur, Victoriano. Ég megna ekki að brjóta hann 4 bak aftur.“„ „Af hverju stendurðu upp á stólnum?" Hún lyfti skærunum og beindi oddunum að ásýnd helgimyndar- innar 1 miðið. „Ég hef í hyggju að ónýta þessi málverk,“ sagði hún. „Blanca!" veinaði hann. „Nei! Hættu! Blanca. Þetta er E1 Greco, hinn mikli og ódauðlegi E1 Greco!“ Hún lét skærin síga. „Viltu svara spurningum mínum? Öll- um saman?“ „Já. Viltu gera svo vel að fara niður af þessum stól. Leggðu skærin í skúffuna aftur. Þú get- ur ekki gert þér i hugarlund, hvað ég tek þetta nærri mér!“ „Er það svo að skilja, að jám- viljinn sé brotinn á bak aftur?“ „Já. Farðu niður Blanca!" „Hvernig má ég treysta þvi? Ég er annars að hugsa um að rista dálítið í eina myndina til að sýna, að mér sé alvara." Hún sneri sér aftur að Greco. „Blanca! Elsku bezta! Ég er alveg og gersamlega búinn að skipta um skoðun! Flýttu þér niður af þessum stól!“ Hún steig niður og gekk hægt að borðinu. lagði skærin í skúff- una. „Vinsamlegt af þér að skipta um skoðun, Victoriano.“ Hann forðaðist augnaráð.henn- ar. Lausa höndin fitlaði við þverslaufuna. „Ég vil gera hvað sem er til að hjálpa þér,“ sagði hann. „Ég met vináttu þína mik- ils, það veiztu vel.“ „Hver stal þessum málverk- um? Þú ert of huglaus til að hafa sto.lið þeim sjálfur." Hann roðnaði af skelfingu yf- ir að leikurinn var orðinn alvara. Hann hafði þekkt hana lengi. Hann dró þungt andann, en gat ekki horft í augu hennar. „Það er satt. Ég stal ekki myndunum. Vinir þínir hjálpuðu mér — Boume og konan hans.“ Um leið og hann var búinn að slepna orðinu, óskaði hann þess að hann hefði ekkert sagt. Hún barði skörunginum í stól- bríkina hjá honum. svo að flís- ar hrukku í allar áttir. Hann dró að sér handlegginn í skyndi. „Ljúgðu ekki að mér. Ljúgðu ekki meira en þú hefur þegar gert!“ „Ég lýg ekki. Það er ótrúlegt, en það er satt. Hann er atvinnu- þjófur. Hún hefur verið konan hans lengi. Hún kom með kópí- urnar frá Paris — Calbert mál- aði þær. Hann hafði ekki hug- mynd um að ég hefði áhuga á málinu Ég háfði hugsað mér að fá sérfræðinginn Pickett til að úrskurða að kópíumar væru frummyndir'* Hún var orðin náföl. Hún lok- aði augunum. Dr. Munoz hélt á- fram lágri röddu: „Þegar Bourne hitti þig, hafði hann enga hugmynd um hve mikil persóna þú varst og að honum bæri að þykja vænt um þig og bera virðingu fyrir þér. Reyndu að líta á hann frá öðr- um sjónarhóli, því að orðið þjóf- ur er villandi. Hann hafði undir- búið þetta allt saman með teikn- ingum og hreyfingum og tíma- töflum og markaðsathugunum. Þremur árum varði hann í þessi þrjú málverk. Það hefði aldrei hvarflað að manninum þeim að gera þér illt. Honum fannst bara málverkir. hanga alltof hátt uppi og i myrkri í húsi sem sjaldan var búið i. Þau voru enginn hluti af þér. Hann stal þeim og ég lét stela þeim frá honum.“ Honum fannst hann býsna göf- ugur eftir þessar útskýringar. Hann óskaði þess að Blanca hefði sig á brott. svo að hann gæti setið og yljað sér við sjálfsaðdáun. Það var næstum eins o.g hún gæti lesið hugsanir hans. „Ég er viss um að þú ert mjög hreykinn af sjálfum þér núna.“ Hún talaði hægt. Hún hafði einmitt núna verið að glata síðustu tveimur vinunum sem henni hafði þótt vænt um. „Af hverju sagðirðu ekki. að þig langaði í þessi málverk? Held- urðu í alvöru að ég hefði neit- að þér um þau?“ Hún starði á hann, en hann forðaðist enn augnaráð hennar. „Þú hefðir getað haft þau alla þína ævi. Af hverju vildirðu láta stela þeim frá mér?“ „Ég þurfti á þeim að halda. Þurfti að nota þau til annars." „Segðu mér hvað þaðvar, Vict- oriano." „Ég varð að ná í Dos de Mayo“. í þetta sinn mátti greinilega gréina stoltið í rödd hans. Ætt- arstoltið. Hann þráði að mega sitja fyrir framan eldinn og minnast þessarar stoltu kennd- ar, þegar harrn gagði þessi orð. „Dos de Mayo? Úr Prado?” „Já. Ég vildi eiga þetta tákn vegna heiðurs ættarinnar.“ Hún strauk sér um augun og hann notaði tækifærið til að horfa á hana sem snöggvast. Hún hafði alltaf haldið yfir hon- um hlífiskyldi þegar þau voru lítil. Allt í einu langaði hann mest til að gráta. Ljósið í aug- um hennar var slokknað, Sál hennar var dauð. Hún talaði við hann eins og viðutan. „Hann er dáinn. Dáinn. Guð gaf mér leið til að hverfa til hans fcg hefði verið þar, ef tvennt. tvö smáatriði hefðu ekki geymzt í minningunni." „Fyrirgefðu mér, Blanca. Fyr- irgefðu mér!“ ,,í augum hans var Signa ell- efu silfurpollar milli brúnna. Loftið í London var rakt, sagði hann, og þvoði burt fortíðina. Madrid var miðdepill alheims- ins og þess vegna ekki eins þýðingarmikil fyrir elskendur og Sevilla, þar sem hægt er að vera maður sjálfur. Hann er dá- inn. Hið fyrsta sem kom í veg fyrir ákvörðun mína var það, að ég skildi ekki hvers vegna þú ætlaðir á nautaat með frú Pick- ett. Hitt heyrði ég í útvarpinu. Ég hlustaði vegna þess að nafn- ið hans var nefnt. Þeir sögðu að hann hefði dáið nákvæmlega á sömu stundu og Goya var stolið úr Prado. Dos de Mayo éftir Goya. sem þú hefur alltaf sagt að þú vildir eignast.” Hún horfði á hann meðaumkunaraugum. „Þú fékkst ekki málverkið. var það?“ „Nei. ég fékk það ekki. Eða réttara sagt: Boume fékk það ekki. Ég var næstum búinn að fá það í hendurnar. en ég fékk það ekki.“ „Það hljóta að hafa verið þér mikil voribrigði.“ „Tja. það er ekki svo margt annað sem ég hef áhuga á.“ „Þér gefst aldrei annað tæki- færi.“ „Nei, ég býst ekki við þvi“. „Þú myrtir Cayetano til að leiða athyglina frá Prado?“ „Já. Mér þykir það leitt, Blanca. Þannig var það.“ „Hver var annars með Bourne?“ „Franski málarinn.” „Calbert?" „Já“. „Ég vil að þú hringir og fáir þá til að koma hingað. Núna.“ „Hvaða gagn er að því? Það stoðar lítið að tala og tala.” „Gerðu eins og ég segi.“ Hún ýtti símanum að frjálsu hend- inni. „Tók frú Boume þátt í þessu?“ spurði hún. „Nei.“ „Hringdu í Boume núna!” Margreifinn hringdi í númerið á gistihúsinu, fékk samband. „Jaime? Það er Victoriano.” Hann hrökk við þegar reiðileg orð helltust yfir hann gegnum símann. Hann roðnaði í fram- an. „Gott og vel“, sagði hann hvössum rómi. „Ef þér er svona mikið í mun að tala, þá komdu hingað. Undir eins. Og taktu Calbert með þér.“ Reiðilega rödd- in hélt áfram að tala, en mark- greifinn fleygði tólinu á. 5,Þeir UNGLINGA vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Langholt Meðalholt Njálsgata Hringbraut. Kleppsveg Langahlíð Teigar Bergþórugata Kársnes I og II Talið strax við afgreiðsluna — sími 17500. Sendisveinai óskast strax. Þurfa að hafa hjóL r ■ r' !l'r V!’^W9P*é! 'I ÞJÚÐVILJINN ÞJÖÐVILJANN vantar skiifstofuhúsnæði 1—2 herbergi, i nágrenni við húsakynni blaðsins, i 2—3 mánuði, vegna breytinga. Há leiga í boði. Urval af VERKFÆRUM Stjörnulyklar — Topplyklar — Hjöru- kaliðalyklar — Sextantlyklar — Skrúf- lyklar — Fastir lyklar — Pinnboltalyklar — Kveikjulyklar — Rörtangir — Stimpil- hringjaklemmur — Ventlatangir — Púll- arar — Bremsugormatengur — Blikkskæri — Járnklippur — Boddýklippur — Bolfa- klippur. AUSTURSTRÆTI SlMlkR, 130*1 - V ALVER—15692—V ALVER—15692—VALVER—15692—VALVER —1 & Við aðstoðum Ekkert af þvi sem Bob hafði sagt í hljóðnemann hafði heyrzt því að Homer hafði gripið í hann í fallinu og gert hann óvirkan. Á meðan vinimir tveir ráðguðust um hvað gera skyldi kom Homer aftur til meðvitundar hffZQ og tókst að skreiðast að slökkvara án þess að þeir tækju eftir. Og allt í einu slokknuðu öll ljós í byggingunni sem hafði verið skrautlega upplýst. Á samri stundu komst allt á ringulreið. tí a > < > yður við gleðja börnin Ávallt úrval VALVEP Sfmi 15692. Sendum heim og i póstkröfu um land allt. > r is ta af leikföngum. I. VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER —1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.