Þjóðviljinn - 02.11.1962, Page 6

Þjóðviljinn - 02.11.1962, Page 6
6 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. nóvember 1962 Líkamsfrumur móður geta borizt til fóstursins Heilar frumur af ýmsum gerðum geta borizt frá móður til ófædds barns hennar. Þessi upp- götvun lækna í Kaliforníu kann að veita skýr- ngu á upp'tökum sjúkdóma þar sem líkaminn virðist mynda mótefni gegn sínum eigin vefjum, svo sem í liðagigt. Tilraunir vísindamanna við Stanford-háskólann í Paxlo Alto þykja sanna að hugmynd- ir manna um víxlverkunina milli móður og fósturs hafi verið rangar. Hingað til hefur verið alitið að einungis ein- faldari efnasambönd eins og sykursambönd, hvatar og ó- næmisefni berist um æðakerfi legkökunnar milli móður og bama. Vitað var að rauð blóð- kom komast það einnig, en þau geta ekki aukið kyn sitt og líða fljótt undir lok. Aðskotafrumur Dr. William P. Creger og samstarfsmenn hans telja sig nú hafa óyggjandi sannanir fyrir því að ýmsar aðrar frumugerðir, þar á meðal frumur sem geta aukið kyn sitt, kornist einnig frá móður til fósturs hennar. Samhljóða niðurstaða fékkst af tilraunum á kanínum, naggrísum og kon- um. tír því frumur sem færar eru um að skipta sér geta komizt frá móður til bams, er hugs- anlegt að þær geti myndað í líkama þess nýlendur aðskota- fruma sem ekki eru komnar af kynfrumunum sem runnu sam- an og kveiktu líf fóstursins. Sé þessu svo farið er ástæða til að líta frá nýju sjónarmiði á or- sakir ýmissa sjúkdóma sem menn vita ekki af hverju stafa. Eitlafrumur Meðal frumugerða sem sam- kvæmt þessum nýju rannsókn- um geta borizt frá móður til fósturs gegnum legkökuna eru eitlafrumur, en álitið er að þær gegni hlutverki í kerfi líkam- ans til myndunar á mótefnum gegn sýklum og framandi frumuvef, og einnig koma- frumur og blóðplötur. Rannsóknin á frumuflutn- ingnum fór þannig fram að frumur voru merktar með ata- brine, lyfi við mýrarköldu segi hefur þann eiginleika að bað gerir sumar frumur gulleitar í flúoresentljósi. Tíu konur sem gera þurfti á keisaraskurð vegna erfiðleika á eðlilegri fæðingu gáfu sig fram tU rannsóknarinnar. Hjá sex þessara kvenna kom i ljós að nokkurt magn fruma hafði bor- izt frá móður til fósturs.* Frekari rannsókn Dr. Creger og samstarfsmað- ur hans, indverski prófessorinn Rajendra Desai, gerðu grein fyrir niðurstöðum sínum á þingi blóðfræðinga í Mexíkó- borg um daginn. Sagði Creger, 30 hró eqg í morgunverð Frá Júgóslavíu berast þær fréttir, að 63 ára gamall verka- maður þar í landi, Nedeljko Biasol, hafi einstaklega góða matarlyst. A hverjum degi 'borðar hann 15—20 kíló af mat, og fæðan er oft mjög svo ó- venjuleg. Til dæmis borðar hann morg- un hvern 30 hrá egg — með skurninni. Kjöt etur hann hrátt og skolpar því niður með para- fínolíu. Grænmeti og ávexti vill hann ekki sjá. Þegar hann var ungur var hann vanur að smyrja brauðið sitt með smur- olíu, en þá voru líka erfiðir timar. að enn væri ekkert hægt að fullyrða hve títt það væri að frumur bærust frá móður til fósturs, og engin sönnun væri fengin fyrir því að slíkar flökkufrumur gætu aukið kyn sitt í líkama fóstursins. Þetta mál verður nú »ann- sakað nánar. Dr. Creger þykir það einkum athyglisvert að eitlafrumur skuli komast gegn- um legkökuna, sökum þáttar þeirra í myndun mótefna lík- amans, sameindanna sem ráð- ast á og gera óvirka sýkla og aðra aðskotahluti sem ekki eiga heima í líkamanum. Eitlafrumur frá móðurinni eru frá ónæmissjónarmiði framandi líkama fóstursins. Því hefur mönnum dottið í hug, að setjist gróörarhópar slíkra fruma að fóstrinu, geti átt sér stað að þeir myndi mót- efni gegn einhverjum líkams- vefjum bamsins. Gagnverkan þar sem líkam- inn myndar mótefni gegn ein- hverjum sinna eigin vefja er talin frumorsök ýmissa svo- nefndra sjálfsónæmissjúkdóma. Þeirra á meðal er til dæmis helluroði (lupus ertythematos- us). Vísindamenn grunar að svipuðu máli gegni um liða- gigt og gigtsótt. Draumur enskra stúlkna Að verða ekkja á miðjum Nýlega sögðum við frá nið- urstöðum rannsóknar á hugs- unarhætti og framtíðarvon- um franskra unglinga. Og niðurstaðan var: kæruleysi og sljóleiki: En það verður ekki sagt, að ungar stúlkur í' Englandi séu með öllu hugsjónalausar, ef marka má niðurstöður svip- aðrar rannsóknar þar í landi. Og hætt er við, að ungir Eng- lendingar, giftir og ógiftir, hafi orðið fyrir varanlegu á- falli, — rúmlega þriðja hver ungfrú reyndist eiga sér þann óskadraum, að verða ekkja á miðjum aldri! Rannsókn þessi fór fram á vegum Lundúnaháskóla, og var leitað til 1300 unglinga í efsta bekk ríkisskólanna. Há- aldri skólaprófessoramir urðu furðu lostnir, er þeir lásu, hvaða hugmynd unglingamir gerðu sér um líf sitt í fram- tíðinhi. Aðeins sex prósent stúlknanna gátu hugsað sér að pipra. Hinar allar lýstu hjónabandssælunni, sem þær dreymdi um. Én 37% stúlknanna virtust álíta, að þegar yngsta barnið væri vaxið upp úr skólaföt- unum, væri tími til kominn fyrir eiginmanninn að hverfa af sjónarsviðinu. Eða eins og ein stúlkan lýsti því: — Útförin var einföld en hátíðleg'og ættingjamir voru vingjarnlegir og samúðin skein úr augum þeirra. Á máli vísindamanna er niðurstaðan þessi: Brezkar stúlkur virðast gera sér ljóst, að eiginmaðurinn hefur lík- amlegu og fjárhagslegu hlut- verki að gegna. Á miðjum aldri vilja þær lifa lífinu á eigin spýtur Márinn hefur lokið sínu verki og þá má hánn fara! Að öðru leyti kom fátt markvert fram við þessa rannsókn. Efnaleg velferð er auðvitað efst á blaði: hús og böm, ísskáp og þvottavél. bíl og bankabók. Fáar höfðu æv- intýraþrá, og engin vildi vera millj ónamæringur! Sjálfsmynd eftir Siqueiros. Dóttir mexíkanska málarans Siqueiosar segir frá LISTAMAÐUR I FANGELSI Dansmærin Adriana Siqeiros, dóttir hins mikla mexikanska málara Davids Siqueirosar er nú við nám í ballettskóla Stóra Leikhússins í Moskvu, en hún var áður sólódansari við mexí- kanska ballettinn. Faðir henq- er hefur í tvö ár setið í fang- elsi fyrir afskipti sín af stjórn- málum. — í blööum hafa verið birt- ar myndir af teikningum föður yðar, sem hann hafðj dregið upp á vegg í fangaklefa sínum. Hver urðu örlög beirra mynda? spurðu blaðamenn Adriönu. — Hér er ekki um vegg- teikningar að ræða, svaraði dóttir listamannsins, þetta voru leiktjöld fyrir sýningu áhuga- mannaleikflokks fanganna. Fyrstu mánuðina í fangelsinu var föður mínum leyft að um- gangast aðra fanga, og þá mál- aði hann með ánægju leiktjöld fyrir þá, en brátt var honum einnig neitað um þessa iðju. En hann er nú á hátindi listar sinnar ,og því veldur það hon- um mikils sársauka að geta ekki starfað að eftirlætisiðju sinni — veggmyndum. Og hin- ir fjórir veggir fangaklefans eru fremur óheppilegir til skreytingar, eins og þér skiljið. Að vísu heldur faðir minn á- fram að mála. Hann er að Ijúka við síðustu fjórar mynd- irnar úr flokki sem hann hefur lengi unnið að. Þær heita Rökkur. Nótt, Dagrenning, Dagur. En vinna við venjuleg málverk íullnægja föður mín- um ekki. Hann hugsar stöðugþ um framtíðina. Hann hefur nú í fangaklefa sínum nokkurs- konar „vegg“ sem hægt er að leggja saman, og á hann hefur hann dregið upp frumdrætti mjög sérkennilegs verks, sem hann hyggst glíma við þegar fram líða stimdir — efni þessa verks er misrétti kynþátta og j nýlenduáþj án. Blaðamenn spurðu ennfrem-1' ur hver hefðu orðið úrslit máls Siqueiros fyrir hæstarétti Mexico. — Já, 31. júlí í sumar var faðir minn leiddur undir gæzlu t 200 lögregluþjóna til Dómshall- arinnar, þar sem þrir hæsta- réttardómarar hlýddu á fimm kiukkustunda ræðu verjanda. Saksóknari krafðist þess við þetta tækifæri að dómurinn yfir föður minum yrði þyngd- ur úr átta ára fangelsisvist í tuttugu og fimm ár. En fram til þessa tíma hefur hæstiréttur ekki enn tekið neina ákvörðun. Því hefur aldrei sem nú riðið á því að almenningsálitið taki í taumana til að komið verði i veg fyrir þetta hróplega órétt- læti. Dóttir listamannsins kvaðst hafa fengið að taia við föður sinn skömmu áður en hún fór Framhald á 8. síðu Millþnarí og íhulds- þingmaður fíæktir í enskt morðmá! Með stórþjóðum eru morð framin svo til á hverjum degi og vekja því yfirleitt ekki sér- staka athygli. En nokkur morð- mál eru þó venjulega efst á baugi í hverju landi, og stór- blöðin birta þá fréttir af gangi málsins sem eins konar íram- haldssögu. Eitt slíkt mál hefur vakið feikimikla athygli í Eng- landi seinustu dagana, enda koma þqr við sögu ýmsar ó- venjulégár persónur: eigandi næturklúbbs, kunnur milljóna- mæringur, sem grætt hefur á þvottavélum, og eínn af' þing- mönnum Ihaldsflokksins brezka. Og morðsagan er í aðalat- riðum á þessa leið: Holford, næturklúbbseigandi í Brighton, gerði allt sem í hans valdi stóð til að halda í eiginkonuna, Christine, ljós-^ hærða þokkadís. Hann keypti handa henni bíl, fyUti vasa hennar af fjármunum og sendi hana í sumarfrí til Frakklands. Hins vegar var hann svo af- brýðissamur, að hann hélt upni njósnum um allar athafnir hennar. Það hefði hann alls ekki átt að gera. Annars hefði farið betur. Því að konan hans reyndist með afbrigðum ver- gjörn í Frakklandsferðinni. Fyrst tók hún saman við bar- þjón í París, en seinna hitti hún milljónamæringinn og í- haldsþingmanninn i sumarbú- stað þess fyrmefnda hjá Cann- es. Þar var dreginn tappi úr flösku og skálað nokkrum sinnum, en síðan hurfu þau á eintal, Christine og milljóna- mæringurinn. Þingmaðurinn sofnaði hins vegar einn, að þvl er sannað þykir, og er hann því úr sögunni. En nú var eiginmanninn far- ið að gruna ýmislegt, svo að hann fór á vettvang og sótti konuna sína. Þegar heim kom kom fékk hann nákvæma skýrslu hjá einkanjósnara sín- um, hárgreiðsludömu, sem ferðazt hafði með eiginkonunni. Klúbbeigandinn reiddist þá ógurlega og skaut konu sína til bana með sex skammbyssu- skotum. En þegar hann vildi elta hana inn í eilífðina, tókst honum ekki að murka lífið úr sjálfum sér. Og því stendur hann nú frammi fyrir dómar- anum, ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Eitthvað í aðsigi hja sovézkum? PARlS 31/10 — Um þessar mundir stendur yfir ráðstefna í París um geimícrðamál á vegum UNESCO, og sitja hana um 200 fulltrúar frá ýmsum löndum, Einn helzti geimvísindamaður Sovétríkjanna prófessor Sissak- iem, var skyndilega kallaður heim frá París í gær, og hefur það vakið upp þann orðróm, að eitthvað merkilert kunni að vera í aðsigi hjá sovézkum. Samkunduhús gyðinga fró 1. öid á ífaiíu Italskir fornminjafræðingar fundu í fyrra rústir stæði Ostia, hinnar fornu hafnarborgar Rómar. stað, og var komið niður á grunn enn eldra sýna að það er að minnsta kosti frá fyrstu öld. fundizt hafa utan Gyðingaiands. Myndin sýnir verið reistar á ný. samkunduhúss gyðinga frá fjórðu öld á borgar- I haust var gröftur hafinn að nýju á þessum samkunduhúss. Myntir sem fundust í steinlími Eru það Iangelztu minjar um gyðingaguðshús sem rústir fjórðu aldar samkunduhússins. Súlurnar hafa • á

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.