Þjóðviljinn - 02.11.1962, Side 7

Þjóðviljinn - 02.11.1962, Side 7
östudagur 2. nóvember 1962 ----------------------------------ÞJÓÐVILJINN--------------------- ® Af óbreyttum borgurum heimsins lét einn mest til sín taka þegar háskinn var mestur í Kúbudeilunni í síðustu viku, enski heimspek- ingurinn Bertrand Russell. Þessi niræði forustumaður friðarhreyfing- ar Bretlands sneri sér til Kennedy, Krústjoffs og Ú Þants, og svar sovézka forsætisráðherrans við bréfi Russels var aðalefni heimsfrétt- anna einn daginn. • Föstudaginn í síðustu viku birti vikuritið New Statesman grein þá eftir Russell sem hér má lesa í íslenzkri þýðingu. Henni fylgdu eft- irfarandi formálsorð frá höfundi: „Grein þessi var skrifuð áður en hitna tók í Kúbumálinu. Nýskeð ábyrgðarlaust tilræði Kennedy við heimsfriðinn styrkir sannleiksgildi bess sem hér fer á eftir. Mikill fjöldi fólks lítur á hættuna á kjamorkustríði með kaeruleysislegri bjartsýni. Það gerir sér grein fyrir, að kjarn- orkustríð myndi verða hræði- legt, og það heldur, að báðir aðilar muni hliðra sér hjá átök- um. Ég vildi óska, að ég gæti verið sömu skoðunar, en þeir vitnisburðir sérfræðinga eru nægir fyrir hendi, sem ótví- rætt gefa í skyn, að kjarnorku- stríð er ekki aðeins mögulegt, heldur líklegt. 25. júní sl. komst Home lávarður þannig að orði í ræðu í lávarðadeild enska þingsins: „Þegar ég fór á ráðstefnu Seato-ríkjanna, var ekki aðeins um að ræða mögu- leika á styrjöld milli Norður- Víetnam og Laos. Styrjöld milli Seato-bandalagsins ásamt Ame- ríku og kommúnistaríkjanna ásamt Rússlandi og Kina békk einnig sem á bláþræði". (The Times 26. júlí). Nýjasta og áreiðanlegasta bókin um bandaríska hermála- stefnu, 100 milljónir manns- ’ífa eftir Riehard Fryklund ’Macmillan, NY), segir hik- laust: „Líkur á kjarnorkustríði hsfa ekki minnkað, heldur aukizt" (bls. 151). Þessa bók þyrftu sem flestir að lesa, þar sem hún er naegilega hreinskil- in til þess að geta komið sér- hverjum lesanda i skilning um hið alvarlega tilgangsleysi kj-amorkustyrjaldar, þó að hún sé jafnfram-t hugsuð sem inn- legg í þágu hermálastefnu hr. MeNamara. Margir hafa látið sannfærast af rökunum fyrir mfnvægi gagnkvæmrar ógnun- ar, Um þetta segir hr. Fryk- lund. að þvi aðeins verði slíkt jafnvægi til frestunar á kjarn- orkustríði, að eftirfarandi fimm skilyrðum sé fullnægt: (l-) að þeir, sem finguma hafa a gikknum. haldi sönsum; (2) að engum verði á slysni; (3) að engar misreiknanir verði um fyrirætlanir óvinarins; (4) að smástríð magnist ekki í heims- stvrjöld. (5) að Rússar eigi enga vörn gegn flugskeytum ''b’s. 61. Hann telur ekki trú- legt, að öilum þessum skilyrð- um verði fullnægt, og ég held. að við getum verið honum sam- máia. Hr Fryklund greinir frá +’ eimur áætlunum sem banda- r:skg hermálaráðuneytið iét "vp 1960 varðandi hugsanleg- "-i cang kjarnorkust.yrjaldar ’-sár áætlanir. segir hann - ■ hafi verið gerðar með aðstoð —=fmagnsreiknihena og full- ''■omnustu sérfræðinga í hermál- um. Bá?*ar áætlanimar eru miðaðar við það. sem vænt'1 megi. ef stríð skylli á 1963. í ’-'inni fyrri er gert ráð fyrir oð Rússar geri árás á Banda- rikÍTi án fyrirvara. Niðurstað- an var sú, að af 195 milljón- um íbúa Bandarikjanna myndu 150 millj. farast, en í Rússlandi 40 milljónir af 220 milljónum. Tel- ur höfundur, að þettá myndi vera sigur fyrir Rússland. Hann leggur á það áherzlu, að þessi áætlun sé niðurstaða „kaldra starfrænna útreikninga“ (bls. 3). Hin áætjunin gengur út frá annarri kenningu: að Rússar hefji umfangsmikla árás án kjarnorkuvopna á Vestur-Evr- ópu og að Bandarikin svari með kjarnorkuvopnum. í því tilviki er talið, að 75 milljónir myndu farast í Sovétríkjunum og 110 milljónir í Bandaríkj- unum (bls 3 og 4). Þess er ekki getið, hvað verða muni um íbúa Vestur-Evrópu, en höfundurinn gefur í skyn, að eftir slíka styrjöld myndu það verða Kínverjar, sem ríkið erfðu. Frykland lætur samt ekki hér við sitja. Hann boðar nýja hermálastefnu, sem hefur ver- ið sett fram af McNamara, landvarnamálaráðherra Banda- ríkjanna. Samkvæmt þessari nýju stefnu mun bandarískum kjamorkuskeytum ekki verða skotið á rússneskar borgir og ekki fyrst og fremst leitazt við að tortíma mönnum og verð- mætum. f þess stað muni þeim verða stefnt gegn rússneskum flugskeytastöðvum í þeim til- gangi að koma í veg fyrir gagnárás Rússa, Meðan striðið væri í . fullum gangi, myndi samningaviðræðum vera hald- ið áfram við Rússa. Rússum yrði sagt: „Við munum ekki ráðast á ykkar borgir, nema því aðeins að þið ráðizt á okk- ar borgir“. Þess er vænzt, að þetta muni fá Rússa til þess að takmarka sínar árásir við bandarískar flugskeytastöðvar. Höfundur viðurkennir að kjósi Rússarnir að ráðast gegn borgunum, geti Bandaríkja- menn ekki komið í veg fyrir það, heldur einungis launað í sömu mynt „Erfiðleikamir á því að halda uppi stríðstakmörk- unum með hótunum á styrj- aldartímum eru vissulega mikl- ir“ segir höfundur, „en hinn kosturinn er aðeins sá að við- urkenna tortimingu okkar flestra og lands okkar líka. sem óhjákvæmilega afleiðingu meiri háttar styrjaldar“ (bls 122). Ef þetta er það bezta, sem bandarísk stjómarstefna hef- ur að bjóða. virðast horfumar varla mjög lokkandi. Ef allt fer svo sem hr. Fryklund von- ast tfl. myndu samningavið- ræður eftir þvílíka hálfkáks- styrjöld varla bera meiri árangur en verið hefur. Ef á hinn bóginn rvnni berserks- gangur á stáltaugarnar og kláru höfuðin, er víst óhætt að halla sér að fyrri spádómun- um varðandi tortímingarhlið- ina. Það er engin ástæða til þess að hafna áætlunum hr. Fryk- lunds um afleiðingar hinn.a ýmsu stefnumöguleika, sem hann tekur til íhugunar. Hann hefur haft aðgang að marg- háttuðum upplýsingum. sem haldið er leyndum fýrir al- menningi. og að minnsta kosti mér virðist hann hreinskilinn og afdráttarlaus í skoðunum. Að hans áliti eru aðeins þrír möguleikar fyrir hendi, ef fjandskapur heldur áfram að rikja milli Rússa og Banda- rikjamanna: í fyrsta lagi, að Rússar verði sigursælir og Bandarikjunum gjöreytt; í öðru iagi. t. að ibæði Rússland og Bandaríkin , verði lögð í auðn og hinn eini sanni sigurvegari verði Kína; í þrið.ia lagi. að Rússar og Bandaríkjamenn heyi stríð. sem ekki verði út- kljáð. en taki síðan aftur að Cftir Bertrand Russe/I / byggja upp hernaðarmátt sinn í þeim tilgangi að berjast síð- an til þrautar. Mætti ekki virð- ast sem svo, að báðir aðilar ættu að geta áttað sig á, að frekari gagnkvæmur fjand- skapur er einskisnýtur og get- ur ekki leitt til neins þess, sem öðrum hvorum væri akk- ur í? Eins og nú standa sakir er árlega eytt í stríðsundir- búning um fjörutíu þúsund milljónum enskra punda eða um það bii sextán enskum pundum á hvert mannsbarn á jörðinni. Við skulum hugleiða sem snöggvast, hvað unnt væri að gera fyrir þessa fjárupphæð, ef henni væri varið í friðsam- legum tilgangi. Hluta hennar, að minnsta kosti í hinum efn- aðri löndum. væri hægt að verj a til lækkunar skatta. Af- ganginn væri svo hægt að no.ta á þá vegu, sem jafnframt væru til beinna heiila fyrir mannkyn- ið og til lausnar á þeim hag- fræðilegu vandamálum, sem hlytust af skiptingu frá her- gagnaiðnaði til útþenslu á hvers konar iðnaði í þágu frið- ar. Hvað þá útþenslu varðar: við skulum byrja á því. sem frumlægast er, nefnilega fæð- unni. Eins og er þjáist meiri- hluti mannkynsins af næringar- skorti, og með vaxandi mann- fjölgun verður það vandamái að líkindum æ erfiðara við- fangs á komandi áratugum. Smávægilegur hluti þess fjár,, sem nú er varið til vopnabún- aðar. gæti von bráðar komið stórbættri skipan á þetta mál. Það væri ekkj einungis, að um- framforði Bandaríkjanna af korni, sem nú er látinn hverfa í híf eyðileggingarinnar. gæti létt af hugursneyð meðal sár- þurfandi þjóða, heldur væri einnig unnt að breyta víðum eyðimerkursvæðum í frjósöm akurlönd með áveitum og auð- velda tilflutning nauðsynja frá . forðasvæðum til þurftarsvæða með bættum samgönguháttum. Hýsing og hýbýlahættir eru oft allsenáis ’öfullnæ'gjandi/ jafnvel í löndum, sem auðugust teljast. Á þessu væri auðvelt að ráða bót með aðeins broti þess fjár, sem nú er varið til flugskeyta. Menntun krefst alls staðar. og þó einkum í hin- um nýfrjálsu löndum í Afríku og Asíu, fjárframlaga mörg- um sinnum hærri en nú er. En það er ekki aðeins þörf stór- aukins fjár til menningar- og skólamála. Ef styrjaldarógnun- inni væri bægt frá gætu vís- indin helgað sig bættri velferð manna í heilsufarslegu tilliti í stað þess að vinna að upp- finningu stöðugt kostnaðarsam- ari aðferða til manndrápa. og skólar þyrftu ekki lengur að telja það hluta af skyldu sinni að efla hatur á hugsanlegum óvinum með aðstoð fáfræði í bland við lygi. Með hjálp nú- tímatækni gæti hafizt hér á jörð tímabil hamingju og vel- sældar, sem tæki langt fram öllu, sem þekkt er úr fyrri sögu mannkynsins. Allt þetta er mögulegt. Allt sem þarf er annað og nýtt við- horf til alþjóðamála og þeirra þjóða, sem nú eru taldar fjand- samlegar. Ég endurtek, að þetta er mögulegt. en það er ekki hægt að gera allt í einu. Það er ekki auðvelt verk að beina þróun mála meðal voldugustu þjóða heimsins í nýjan farveg og krefst sannarlegs endurupp- eldis og menningarlegs endur- mats Þetta er ekki einungis mál, sem varðar ríkisstjómir. Þetta er mál. sem varðar sérhvem einstakling. Ríkisstjómir, svo í kommúnistaríkjunum sem ut- an þeirra. eru háðar áliti al- mennings. og að breyta al- menningsálitinu er fyrst Gg fremst verkefni minnihlutans; Þessi minnihluti verður að vera reiðubúinn að leggja á sig meiri eða minni fórnir. Þvi stærri sem þessi minnihluti verður, þem mun vægari verða fórnirnar; og ef hann með tím- anum verður að meirihluta, verður engin þörf frekari förna, Er verst lætur verða fórnirnar a1drei eins miklar SÍÐA 7 „Alvarlegar tillögur hafa komið fram, bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi, um að koma á fót herstöðvum á tunglinu, búnum ægilegustu eyðingarvopnum . . . Úgerningur er að sjá fyrir endann á slíkri vísindalegri vitfirringu . . .“ og þær myndu verða í kjarn- orkustriði. Nú eru margir, sem vinna af brennandi áhuga fyrir friði í heiminum. Einnig má finna þá, sem í raun og veru óska eftir kjarnorkustríði, en ef þeir hinir sömu kynntu sér rök- semdafærslu hr. Fryklunds í áðumefndri bók hans, fæst ég ekki til að trúa því að ó- reyndu, að þeir myndu ekki flestir sjá tilgangsleysi núver- andi stefnumiða. Um nokkur byrjunarskref er að ræða, sem hægt væri að stiga án mikilla erfiðismuna. Hið fyrsta og augljósasta er stöðvun tilrauna með kjam- orkuvopn. Þau atriði, sem Rússa og Bandaríkjamenn greinir á um varðandi þetta mál, eru svo smávægileg, að hvorugur aðilinn á sér neina réttlætingu þess að neita að fallast á við- hlítandi lausn. Annað skrefið er að hindra það, að fleiri fái kjamorkuvopn. Fjölgun kjarn- orkuvelda eykur hættuna á kjamorkustríði með hraða, sem er meiri en aukning á fjölda kjamorkuvelda. Annað, sem ætti ekki' að vera svo erfitt að koma til leiðar, er niður- skurður á f jandsamlegum á- róðri beggja vegna jafnframt hvatningu til aukinna félags- legra samskipta milli austurs og vesturs í því augnamiði að draga úr þeirri venju að líta á mótaðilann sem herjansflokk melódramatískra þorpara frem- ur en mannverur, samlíkar okk- ur sjálfum. Afvopnun £ áföng- ™, ?em er afar mikilvæg, hef- ur hingað til ekki getað orðið, þar sem málið hefur verið tek- ið röngum tökum. Á afvopnun- arráðstefnum kemur hvor að- ilinn um sig með áætlun klippta eða skorna. Metnaður og stærilæti gera báða máls- aðila ófúsa að hnika til til- lögum sínum í samkomulags- átt, jafnvel í minnstu smáat- riðum. Afleiðingin verður sú, að þrátt íyrir almennar yfir- lýsingar um vilja til afvopn- unar, er alls ekkert gert. Rétt aðferð væri, að deiluaðilar fengju hlutlausa aðila til að gera uppkast að samningi um afvopnun í áföngum, sem í engu drægi taum annars deilu- aðilans á kostnað hins. Mál, sem fær stöðugt aukna þýðingu, er geimferðalög, og gervihnettir. Hr. Fryklund kemst svo að orði: „Við höf- um nú í smíðum risaeldflaugar, sem innan fárra ára geta kom- ið eyðingarsprengjum á braut, svo ægilegum, að ef 25 til 50 slíkar yrðu sprengdar í and- i-úmsloftinu, gætu þær geryett gervöllu Sovétríki" (bls. 55). Eins og allir vita, myndu Rúss- ar sízt verða eftirbátar Band- ríkjamanna í þess háttar hem- aði, sem myndi verða óendan- lega miklu voðalegri til eyð- ingar en sá kjamorkuhemaður, sem hingað til hefur verið í bígerð. Alvarlegar tillögur háfa komið fram, bæði í Bandaríkj- unum og Rússlandi, um að koma á fót herstöðvum á tungl- inu, búnum ægilegustu eyðing- arvopnum, sem gætu tortimt báðum þessum löndum. Ógem- ingur er að sjá fyrir endann á slíkri vísindalegri vitfirringu, nema komið verði á almennri stöðvun á vígbúnaði. Enn er fjöldi ágreiningsefna, þar sem hagsmunir austurs og vesturs virðast ekki geta far- ið saman við fyrstu sýn. Er Berlínarmálið þar efst á blaði eins og nú standa sakir (Ath, Kúbumálið var ekki komið á dagskrá, þegar þessi grein var samin). Vesturveldin geta ekki varið Vestur-Berlín með venju- bundnum hernaðaraðferðum og mjmdu þess vegna neyðast til að hóta beitingu kjamavopna gegn yfirvofandi rússneskri á- rás, sem framkvæmd yrði með venjulegum vopnum. Gallinn ér bara sá, að slik gagnárás myndi engan veginn geta vemd- að íbúa Vestur-Berlínar og næstum örugglega leiða til al- gerrar útrýmingar alls íbúa- fjölda bæði Austur- og Vestur- Berlínar. Þess háttar „vemd“ getur varla kallazt eftirsóknar- verð fyrir einn né neinn. Eitt skyldi ávallt haft í huga. Þegar hreyft er mótmæh’m Framhald á 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.