Þjóðviljinn - 02.11.1962, Síða 10

Þjóðviljinn - 02.11.1962, Síða 10
JO SÍÐA ÞJÓHVTLTTNN Föstudagur 2. nóvember 1962 wanBŒBMgtissMBiiámii leikastarísemi heldur væiu forráðamenn hans þvert á móti afbrotamenn. Stúlkumar hafði verið farið að gruna hvemig í öllu lá, en þær vildu ómögulega yfir- gefa eyna án þess að kærastar þeirra kæmu með þeim. I fyrstu þekktu Ariane og Titia Ross ekki aftur, enda höfðu þær ekki séð hann öðruvísi en klæddan í kokks- búning. Hann skýrði fyrir þeim í stuttu máli, að safnaðarfólkið á eynni hefði verið blekkt og tælt. Söfnuðurinn ætti ekkert skylt við friðar- og mannkær- „Já, „lögregluforingi". Þeir fóru. Galvan færði stólinn sinn yfir til Boume og sagði: ,,Hvað áttuð þér við með kaupum? Ég hef kannski misskilið yður?“ sagði hann og brosti með gamal- dags kaldhæðni. „Ég er dauðþreyttur, lögregiu- foringi“, sagði Boume. ,,Og mér er ómögulegt að hugsa skýrt. En mér finnst einhvem veginn. að þegar búið er að sanna sak- leysi okkar eftir réttarhöldin, þá verði ekki eftir nema smá- munir — eins og til dæmis að við erum með fölsuð vegabréf og höfum stolið fáeinum mál- verkum, sem eigandinn er löngu búinn að fá aftur. Mér datt í hug, að þér hefðuð kannski ekk- ert á móti þvi að senda mig og konuna mína úr landi gegn því að við afhendum spaensku þjóð- inni Goya aftur. Það var í þessu sambandi sem ég notaði hug- takið kaup“. Hann talaði í rykkj- um — eins og málhaltir læra að tala á námskeiðum eða maður myndi tala sem liggur á strönd- inni hafandi synt yfir Ermar- sund. Hann sofnaði um leið og hann hafði lokið við að segja þetta. Lögregluforinginn and- varpaði og gekk fram í gang- inn. Hann sagði við Temio, hinn dugmesta af ungu mönnunum: „Þér fáið fimmtán mínútur til að vekja þennan náunga og halda honum vakandi“. „Já, lögregluforingi". ,,Ég fer og fæ mér matarbita. Náið í lækni til að gefa honum eitthvað örvandi. Munið það: fjörutíu mínútur". „Já, lögreglufo.ringi“. Lögregluforinginn snæddi mat sinn í mestu makindum. Hann vissi að það myndi líða að minnsta kosti þrjú kortér áður en kallað yrði á hann. Boume var vaknaður aftur. Það var eins og sjón hans væri orðin furðulega skörp, ep það hlaut að ver,a ímyndun. Sami lögregluforinginn sat beint fyrir framan hann, „Þér sofnuðuð", sagði lög- regluforinginn. „Það er ekki að undra“, svar- aði Bourne. „Áður en þér sofnuðuð sögðust þér halda að við myndum senni- lega vilja gera við yður kaup, þegar búið væri að sýkna yður af morðinu á Victoriano Munoz og þær smásyndir sem þá væru eftir, væru lítilvægar á móts við það að fá Goya aftur. Er þetta ekki rétt með farið?" „Jú, það var eitthvað í þá átt“. Honum fannst hann vera eins og teygjuband milli tveggja flugvéla sem fljúga hvor í sína áttina. Honum þótti það nota- leg kennd. „Jæja, en ég er hræddur um að þér komizt ekki undan morð- ákærunni. Við skulum líta á staðreyndimar. Fórnardýrinu banað með skörungi. Engin fingraför nema fingraför Cal- berts. Þér og Calbert lokaðir inni j herbergi með líki sem er rétt að skilja við. samkvæmt fullyrðingu læknis. Samband yðar við hinn látna í tveimur afbrotum — þjófnaðinum frá Dos Cortes og ráninu á Goya auk morðsins á Cayetano Jim- inez o.g Elek — og allt þetta hef- ur félagi yðar, senor Calbert játað. Við þetta bætist svo vega- bréfafölsun og fleira, Góði mað- ur, ég veit ekki hvað þér vitið um spænska dómstóla, en ég get fullvissað yður um að þeir eru ekkert blávatn og ekkert er auðveldara fyrir þá en pákka yður inn og senda yður til böð- ulsins“. Bourne brosti angurvært. „Og þá megið þið kveðja Goya að eilíful“ „Mér datt jafnvel í hug að þér gætuð hugsað yður að kaupa líf yðar og Calberts fyrir mál- verk, sem þér fáið aldrei að sjá framar, hvar svo sem þér haf- ið falið það“. „Lögregluforingi, þér kunnið yðar handverk. Þegar ég er til- ■búinn að gera kaup, þá vil ég eiga þau við yður“. „En hví ekki að gera það nún.a?“ „Ég vil fá að tala við her- togafrúna af Dos Cortes". „Af hverju?“ „Ég ætla að biðja hana i>er- sónulega að finna handa okkur verjanda. Ég treysti henni". „Það má vera. Hún hefur meiri reynslu en flestar her- togafrúr hvað snertir verjendur og fangelsi." Hann reis á fætur og sló hressilega í bakið á Bourne. Ég skal athuga hvað ég get gert. Við skiljum víst hvor annan“. Úm leið og hann lok- aði á eftir sér slepptu báðar flugvélamar teygjubandinu sem var Boume. Hann slengdist inn í sjálfan sig og missti meðvit- und. Hertogafrúin kom tíu mínút- um of seint eins og kurteisri Spánarkonu sæmdi. Og hún hvíldi í heitum, kjökrandi faðmi Evu klukkan tuttugu mínútur í sex, meðan Bourne og Jean Marie lágu enn meðvitundar- lausir í Oáreel de Carabancheles. Hún var svartklædd, hafði fjar- lægt rúbínana og sett í staðinn upp blæju, sem leyndi svip hennar. Svo settist hertogafrú- in og Eva bar fram te. „Lögreglan kom til mín í dag“ sagði hertogafrúin. „Frændi minn Victoriano Munoz, hefur verið myrtur“. Eva sleppti tebollanum og rak upp hljóð „Eva! Góða mín — hvað er að? Ég ætlaði ekki að hræða þig. Ég var búin að gleyrna því að þú þekktir hann“ „Ég .... við hittumst í veizl- unni .....“ tautaði Eva. „Þetta er hræðilegt. Það er hvert illvirkið eftir annað“. „Já, hræðilegt“ „Það er verra en þú heldur, Eva. Lögreglan fékk mig til að líta á málverk sem héngu á veggnum hjá honum. Það voru málverkin mín. Hann hafði stol- ið þeim frá Dos Cortes" ,.Ó!“ „Er Jaime hérna? Pablo segir að hann hafi komið Qg spurt eftir mér hvað eftir annað“. „Nei, hann er ekki héma“. Eva hellti nýju tei í bollann. „Hann hefði átt að vera kominn, Hann kemur sjálfsagt á hverri stundu“. Nú var komið að því. Eva vissi það. Loksins hafði Bourne 'komizt fram á hengiflugið. hendumar á honum höfðu vald- ið dauða annars manns. Hún seig saman í stólnum. Lífsmagn- ið sem hann hafði veitt henni, seitlaði út um ósýnileg göt sem ekki var hægt að þétta. Hún starði fram fyrir sig og minntist Bourne við ótal tæki- færi, á sama hátt og hertoga- frúin minntist Cayetano. Teið varð kalt. Síminn hringdi. Eva heyrði það ekki. Hertogafrúin leit á armbandsúrið og tók símann eins og hann hefði átt von á hringingu. Hún hlustaði. talaði, hlustaði aftur. Hún sagðist skyldu skila þessu til frú Boume og lagði á. „Eva, Eva. Veslings. veslings þú!“ Eva leit á hana. „Vinur minn — talsvert á- hrifaríkur maður — hringdi og bað mig að segja þér að Jaime og Calbert hafi verið teknir fastir fyrir morðið á frænda minum“. Eva svaraði ekki. Hertogafrú- in rétti úr sér, „Jaime vill fá að tala við mig, Hvers vegna heldurðu?" „Það segir hann þér áreiðan- lega sjálfur". „Ég hringi í ráðherrann per- sónulega!“ Hún hrm^ii i n-úmer, gaf upp nafn, beið. Svo fór hún að tala hratt og lágt. Röddin varð æ áfjáðari. Loks urðu setn- ingarnar styttri og hún endur- tók aðeins eitt orð „Nei? Nei? Nei?“ með löngum millibilum. Hún lagði á. „Enginn má tala við hann“, sagði hún. „Ég skil þetta ekki. Þetta var ráðherrann sjálfur. Hann hefur oft hjálpað mér í erfiðari málum“ Eva stóð við bainn hinum megin í stofunni og hellti í tvö glös. Hertogafrúin gekk hægt yf- ir til hennar. „Hann skal fá bezta verjand- ann á öllum Spáni“, sagði hún einbeitt. „Ég skal ko.ma því í kring í dag“. Hún dreypti á konjaki og naut þess hve Eva var niðurbrotin. Henni fannst hún ekki alveg eins meinfýsin og hún hafði búizt við, en hún varð sterkari og ekki alveg eins ein- mana meðan hún horfði á lifs- gleðina seitla útúr Evu. Stjórnin hleypti pressunni í fréttina á mánudagsmorgun. Myndir af hinum ákærðu flugu um heiminn. ásamt upplýsingum um Bourne og Jean Marie, sem menn þekktu sem frægan mál-l ara. Þegar eintökin urðu fleiri keypti Parísar-pressan myndir, af Lalu Calbert sem fannst í Bordeaux. tárvot og ringluð en fullviss um að þetta væri allt voðalegur misskilningur. En allt í einu hvarf hún og blaðamenn- irnir væntu þess að hún birtist í Madrid, í fangelsinu eða við réttarhöldin. Þegar Associated Press var farið að selja litmyndir til um það bil tvö hundruð japanskra blaða á hæpnum grundvelli, var full þörf fyrir nýtt frétta- efni; þess vegna varð Pickett Troilus að „Bölvun Velazquez” j ásamt sögu um það að hinn i spænski meistari hefði lagt i bölvun yfir þetta sérstaka mál-: verk sitt á banasænginni. Fólk- ið gleypti við þessu, einkum í; Bandaríkjunum og þó sér í lagi | í Suður-Ameríku vegna sky!d-j leikans við Spán. Sam Gourlay við Populace ' í London pantaði langlínusam- band frá Fleet Street við Evu og tók sambandið upp á band. Spurningar voru varfærnisleg- ar og meinlausar og gengu eink- um út á að fá upplýst hvort samhengi gæti verið milli þessa máls og hins alþjóðlega, ólög- lega listaverkasmygls. sem lög- reglan taldi víst að stjórnað væri að Jaek Tense, hinum I 1 Sarizt irauti : til sr Skáldsaga eftir RICHARD C0ND0N UNGLINGA vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfii Langholt Meðalholt Hringbraut. Bústaðahverfi Vesturgata 0 Kleppsveg Teigar Kársnes I og II Framnesvegur Talið strax við afereiðsluna — sími 17500. Snjódekk Japanskir Bridgestone snjóhjólbarðar fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðum: 560x13 600/640x15 590x13 650/670x15 640x13 600x16 670x13 650x16 560x14 700x16 700x14 775x16 750x14 750x20 560x15 825x20 710x15 900x20 1000x20 Þeir, sem hafa pantað hjá okkur snjódekk sækl þau sem allra fyrst. — Sendum gegn póstkröfu. 'ivi- t> '■ GÚMBARÐINN H.F. BRAUTARHOLTI 8 Sími 17984. FYRIRLIGGJANDI stangað Vattféðurefni KR. Þ0RVA1DSS0N & C0. Grettisgötu 6. — Símar 24730 og 24478. FYRIRLIGGJANDI KÖFLÖTT OG RÖNDÓTT SKYRTUEFNL KR. Þ0RVALDSS0N & C0. Grettisgötu 6. — Símar 24730 og 24478. Áskrrfendasöfnunin Ég undirrit.: óska hér með að gerast kaupandi ÞJÖÐVILJANS. Dags.................... 196.... Tekið á móti áskrifendum í símum: 17500. 22396, 17510. 17511.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.